Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARFULLTRÚAR R-lista og
Sjálfstæðisflokks veltu vöngum yfir
því í borgarstjórn í gær hvers vegna
gengið hafi verið út frá því í áraraðir
að ríkið eigi einungis að borga 40% af
byggingu hjúkrunarheimila þegar
lögum samkvæmt beri því að greiða
85% af byggingarkostnaði á móti 15%
frá viðkomandi sveitarfélagi.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist
telja þetta sérstakt rannsóknarefni
og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri það með ólíkindum að
áratugum saman hafi verið fjallað um
þessi mál eins og ríkið ætti einungis
að borga 40% af byggingarkostnaði
hjúkrunarheimila. Skýrt sé kveðið á
um það í lögum að ríkið skuli greiða
85% af uppbyggingu sjúkrastofnana
og hjúkrunarheimili falli undir þá
skilgreiningu.
„Það er umhugsunarefni að við
skulum hafa árum og áratugum sam-
an horft fram hjá þessari skyldu og
menn hafi verið hér út um allar jarðir
að reyna að finna peninga í þessar
byggingar fyrir aldraða sem við töl-
um í orði kveðnu öll um, m.a. hér í
borgarstjórn, að eigi annað skilið af
samfélaginu en þetta,“ sagði Ingi-
björg. Ekki væri hægt að bjóða öldr-
uðum upp á að það sé háð velvild
verkalýðsfélaga, félagasamtaka og
góðgerðarstofnana að það takist að
fjármagna heimilin til móts við fram-
lag sveitarstjórna og 40% framlag
ríkisins.
250 einstaklingar
í brýnni þörf
Borgarráð hefur samþykkt þátt-
töku borgarinnar í uppbyggingu 64
hjúkrunarrýma á vegum sjálfseignar-
stofnunarinnar Markarholts og gefið
fyrirheit um úthlutun lóðar fyrir
heimilið í Sogamýri. Borgarstjóri og
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
undirrituðu viljayfirlýsingu um bygg-
ingu þessa heimilis í vor, borgin mun
leggja fram 30% og ríkið 70%.
Vilhjálmur fagnaði því að til stæði
að byggja hjúkrunarheimili í Soga-
mýri, um 250 einstaklingar væru í
mjög brýnni þörf fyrir að fá pláss á
hjúkrunarheimili og hópurinn sem
þyrfti að fá inni á dvalarheimili væri
álíka stór. R-listinn hefði ekki staðið
sig sem skyldi í málefnum aldraðra
þar til birti til fyrir kosningarnar í
vor. Vilhjálmur sagðist ekki vita
hversu langt heilbrigðisráðherra væri
kominn á veg með sinn þátt yfirlýs-
ingarinnar. Vonandi muni hann hafa
árangur sem erfiði, málsins vegna.
Sú hefð hafi skapast að Reykjavík-
urborg hafi haft frumkvæði að bygg-
ingu hjúkrunarheimila sem og vist-
og dvalarheimila sem hafa risið í
borginni. Það frumkvæði hafi vantað
til þessa af hálfu R-listans. Hann
sagðist líta svo á að samningurinn
sem ríkið gerði við Sóltún hafi breytt
ýmsu, en Sóltún fái hærri daggjöld en
aðrar sjálfseignarstofnanir. Þessar
stofnanir miði sig í dag við Sóltún. Þá
hafi viljayfirlýsing heilbrigðisráð-
herra og borgarstjóra einnig gefið
tóninn þannig að ríkið muni í framtíð-
inni taka á sig aukinn kostnað í þess-
um málaflokki.
Ríkið á samkvæmt lögum að greiða 85% af byggingar-
kostnaði hjúkrunarheimila en ekki 40% af kostnaði
Horft framhjá
skyldu ríkisins
ingafélögum dreifibréf. Þar segir
m.a.: „Að gefnu tilefni hefur Fjár-
málaeftirlitið ástæðu til að taka
fram að aðilum á markaði er
óheimilt að notfæra sér innlögn
starfsleyfis vátryggingamiðlunar
og e.t.v. þekkingarleysi viðskipta-
vina á vátryggingum og réttar-
áhrifum innlagnar starfsleyfis vá-
tryggingamiðlunar, til þess að fá
aðila til að segja upp vátrygging-
arsamningum sínum og gera nýja
samninga hjá öðrum vátryggjanda.
Slík aðgerð getur leitt til fjárhags-
legs taps fyrir viðskiptavini að
óþörfu svo sem í tilviki söfnunar-
trygginga.“
Páll Gunnar segir að þetta bréf
hafi verið sent til áréttingar á
þessari reglu, sem ætti þó að
liggja í augum uppi. „Það er mikil
samkeppni á þessum markaði og
hann er tiltölulega ungur. Þess
vegna sáum við ástæðu til að
senda þetta bréf,“ segir hann.
Páll Gunnar segir að Fjármála-
eftirlitið taki við kvörtunum af
þessu tagi. „Við getum þá beitt
þeim upplýsingum í eftirliti með
eftirlitsskyldum aðilum og reynt
að tryggja að þetta endurtaki sig
ekki,“ segir hann, „auk þess er
möguleiki fyrir fólk, ef það telur
sig hafa orðið fyrir tjóni, að leita
réttar síns fyrir dómstólum eftir
almennum lögum.“
KOMIÐ hefur fyrir að vátrygg-
ingamiðlarar, eða líftrygginga-
félög, hafi nýtt sér erfiðleika Ísvár
hf. til að fá viðskiptavini fyrirtæk-
isins til að segja upp vátrygging-
arsamningum og gera nýja hjá
öðrum vátryggjanda. Þetta segir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins. Eins og kom-
ið hefur fram skilaði Ísvá inn
starfsleyfi sínu til viðskiptaráðu-
neytisins vegna rekstrarerfiðleika.
Það leiddi hins vegar ekki til þess
að vátryggingasamningar við-
skiptavina fyrirtækisins yrðu
ógildir.
Fjármálaeftirlitið hefur sent vá-
tryggingamiðlurum og líftrygg-
Reyna að ná við-
skiptum frá Ísvá
Borgarstjóri
og ráðherra
funda um
löggæslu
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri mun í næstu viku
funda með Sólveigu Pétursdóttur
dómsmálaráðherra um löggæslu í
Reykjavík. Borgarstjóri sagði á
fundi borgarstjórnar í gær að
framlög til löggæslu í Reykjavík
hefðu nánast staðið í stað síðustu
ár, þrátt fyrir að íbúum hefði fjölg-
að sem og bílum og veitingastöð-
um, auk þess sem tíðni afbrota og
fíkniefnanotkun hefði aukist. Árið
1999 hefðu 146 almennir lögreglu-
menn starfað á götum borgarinnar
en í fyrra hefðu þeir verið 101. Árið
1995 hefðu 27–28 lögreglumenn
staðið almennu vaktina í borginni
hverju sinni en árið 2001 hefðu þeir
verið 18. Mikil þörf væri fyrir að
efla hverfalöggæslu í borginni, en
lögregla hefði haft lítið svigrúm til
að sinna henni.
Bæjarstjórn
Garðabæjar
Vill upp-
lýsingar
frá OR
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar sam-
þykkti á fundi sínum í gærkvöldi að
fela bæjarstjóra að óska eftir upp-
lýsingum frá Orkuveitu Reykjavík-
ur, OR, um fjárhagslegar skuld-
bindingar fyrirtækisins á árinu. Í
tilkynningu frá Garðabæ segir að
samkvæmt sameignarsamningi
sveitarfélaganna sem hlut eiga í OR
beri fyrirtækinu að leita fyrirfram
samþykkis eigendanna áður en
teknar eru ákvarðanir um skuld-
bindingar sem fara yfir 5% af eigin
fé.
Í tillögu bæjarstjóra, sem sam-
þykkt var samhljóða á fundi bæj-
arstjórnar, kemur fram að OR hafi
ekki haft samráð við bæjaryfirvöld í
Garðabæ um neinar skuldbindingar
á vegum fyrirtækisins.
BARÁTTA Stefáns Karls Stef-
ánssonar leikara gegn einelti hefur
fengið byr undir báða vængi og hafa
bæði einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir lýst vilja sínum til þess að
leggja honum lið í þeirri baráttu og
móta starfsemi samtaka gegn ein-
elti, Regnbogabarna. Hafa Bún-
aðarbankinn og Vífilfell ákveðið að
gerast bakhjarlar samtakanna.
Stefnt er að því að stofna þau 9. nóv-
ember og hafa samtökin þegar feng-
ið sérstaka kennitölu.
Gríðarlega sterk viðbrögð
„Það er auðvitað út af fyrir sig
stór viðskiptafrétt hversu mörg fyr-
irtæki, auk Búnaðarbankans og Víf-
ilfells, hafa tekið við sér og lofað
okkur fjárhagslegum stuðningi,“
segir Stefán, „og það sýnir okkur
hversu brýnt er að taka á þessu
máli. Ég hef fengið þúsundir bréfa
og það hefur verið metaðsókn á fyr-
irlestra sem ég hef haldið og það
vilja allir leggja sitt af mörkum til
þess að stöðva einelti í landinu. Það
hefur loksins orðið vitundarvakning
og það var það sem ég var í raun að
bíða eftir. Ég hef ekki viljað leggjast
á hnéskeljarnar fyrir framan ráðu-
neytin að biðja um fé því ég vildi að
fleiri vöknuðu til lífsins um þetta
mál og til að starf sem þetta deyi
ekki út þarf einstaklinga sem hafa
bæði áhuga og frumkvæði til liðs við
samtökin. Í leiðara Morgunblaðsins
á dögunum var minnst á baráttu
mína og bent á hvað einn ein-
staklingur getur gert. Hvað skyld-
um við þá ekki geta sem samfélag
og ein heild? Ég er búinn að vinna
fyrstu orrustuna í þessu stríði og nú
ætla ég að safna allri þjóðinni sam-
an í eitt herlið,“ sagði Stefán Karl.
Búnaðarbankinn hefur lagt fram
fé til stofnunar samtakanna og mun
koma á laggirnar vef þeirra og
standa straum af ferða- og síma-
kostnaði Stefáns. Vífilfell hefur lagt
til hús í Hafnarfirði undir starfsemi
samtaka gegn einelti og verður það
rekið af Hafnarfjarðarbæ. Áformað
er að í húsinu verði félagsmiðstöð
þar sem þolendum eineltis verður
veitt fyrsta hjálp auk þess sem fag-
aðilar munu hafa þar aðstöðu. Auk
bakhjarlanna tveggja hafa bæði
Hagkaup og Opin kerfi ákveðið að
styrkja Regnbogabörn. Prent-
smiðjan Prisma-Prentco hefur boð-
ist til að prenta allt efni ókeypis fyr-
ir samtökin og Hans Petersen ætlar
að ánafna þeim hluta af hagnaði af
jólakortasölu ársins. Þegar hafa um
1.000 manns sent Stefáni tölvupóst
og lýst vilja sínum til að ganga í
samtökin en frá og með gærdeg-
inum geta menn skráð sig í þau með
því að hringja í síma 575-1550.
Grunnur lagður að stofnun Regn-
bogabarna, samtaka gegn einelti
„Loksins vit-
undarvakning“
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán Karl Stefánsson leikari hefur barist gegn einelti.
♦ ♦ ♦
Sóknarprest-
urinn í Ár-
nesi hættir
GENGIÐ hefur verið frá starfs-
lokasamningi við Jón Ísleifsson,
sóknarprest í Árnesprestakalli á
Ströndum, en samkvæmt skilmál-
um samningsins segir Jón starfi
sínu lausu frá og með 15. júlí á
næsta ári.
Talsmenn Biskupsstofu segja að
áður hafi verið búið að samþykkja á
kirkjuþingi að þegar annar hvor
prestanna í Árnes- eða Hólmavík-
urprestakalli léti af störfum yrðu
þessi tvö brauð sameinuð. Sókn-
arprestur á Hólmavík er Sigríður
Óladóttir og mun hún því vænt-
anlega þjóna sameinuðu prestkalli
þegar Jón hættir. Íbúar í Hólma-
víkurprestkalli eru 648 talsins en í
Árnesprestakalli 59, þannig að í
hinu sameinaða prestakalli verða
liðlega 700 sóknarbörn.