Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íbúaþing í Garðabæ Öllum Garðbæ- ingum er boðið FRAMUNDAN ersvokallað íbúaþing íGarðabæ þar sem eitt og annað verður til umræðu, m.a. skipulags- mál bæjarfélagsins. Þing þetta er sagt nýstárlegt eins og komið verður nán- ar að hér á eftir. Guðfinna Kristjánsdóttir er upplýs- ingafulltrúi Garðabæjar og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins, þessari fyrst: – Hvar og hvenær verð- ur umrætt íbúaþing hald- ið? „Íbúaþingið verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun, laug- ardaginn 19. október, og stendur milli klukkan 10 og 18. Fólk getur komið þegar því hentar og dvalið eins lengi og það vill. Á meðan verður boðið upp á metnaðarfulla dag- skrá fyrir börn þátttakenda í Hof- staðaskóla.“ – Er öllum Garðbæingum boðið á þingið? „Öllum Garðbæingum er boðið og gefst þar með einstakt tæki- færi til að koma sínum hugmynd- um á framfæri, tjá sig um það sem brennur á og hafa áhrif á þróun bæjarins og stefnu hans í ýmsum málaflokkum. Aðferðin sem notuð er á þinginu er þannig að allir hafa jafna möguleika á að tjá sig. Eng- inn þarf að halda ræður heldur skrifar fólk það sem það ætlar að segja á litla miða sem síðan er safnað saman og unnið úr þeim. Þessi aðferð er bæði markviss og skemmtileg, hún skilar miklum upplýsingum á stuttum tíma og tíma fólks er mjög vel varið.“ – Hvert er tilefni og tilgangur þessa þings? „Íbúaþingið er haldið í tengsl- um við endurskoðun aðalskipu- lags Garðabæjar. Garðabær stendur frammi fyrir gríðarlegum breytingum á næstu árum því samkvæmt svæðaskipulagi höfuð- borgarsvæðisins mun Garðbæing- um fjölga um 157% til ársins 2024. Samkvæmt því verða Garðbæing- ar 20.300 árið 2024 en í dag eru þeir um 8.500. Þetta skapar auð- vitað ýmis sóknarfæri fyrir bæinn og kallar á miklar breytingar á bæjarmyndinni. Ekki síst þess vegna telur bæjarstjórn nauðsyn- legt að hafa samráð við íbúana strax í upphafi aðalskipulagsvinn- unnar. Tilgangurinn er að fá fram það sem íbúar Garðabæjar vilja leggja áherslu á í aðalskipulags- vinnunni og jafnframt að fá fram skoðanir þeirra á ýmsum öðrum stórum málaflokkum, t.d. skóla- málum og þjónustu við aldraða.“ – Sagt er að slíkt þing hafi aldr- ei verið haldið áður af þessu til- efni, er það rétt? „Garðabær er fyrsta sveitarfé- lag landsins til að boða til íbúa- þings í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Íbúaþing hafa verið haldin í nokkrum sveitarfélögum og hverfum en þá hafa afmarkaðri þættir ver- ið teknir fyrir. Garða- bær er því fyrstur til að „leggja allt undir“ á íbúaþingi.“ – Hvaðan er hugmyndin komin? „Íbúaþing er í rauninni eðlilegt framhald af þeirri þróun undan- farinna ára að auka samráð við íbúa um ýmis málefni. Það hafa t.d. verið gerðar skoðanakannanir meðal foreldra barna í leik- og grunnskólum um mál eins og vetr- arfrí og matarmál og eins er leitað eftir áliti fólks á ýmsum málum í gegnum vefinn. Allt miðar þetta að því að auka íbúalýðræði og gera fólki kleift að hafa meiri áhrif á umhverfi sitt. Upphaflega var hugmyndin reyndar að leita eftir samráði við íbúa eins hverfis í bænum um staðsetningu nýs skóla en í umræðunni þróaðist hugmyndin í að halda svona stórt og víðtækt íbúaþing. Fyrirtækið Alta hefur innleitt þessa aðferð hér á landi og kemur til með að hafa umsjón með þinginu á morg- un.“ – Á hvaða hátt breytir þetta þátttöku íbúa í skipulagsmálum bæjarins? „Aðalbreytingin er að samráðið við íbúa verður miklu fyrr í skipu- lagsvinnunni en venja er. Venju- lega er ferlið þannig að skipulags- tillaga er auglýst eftir að sérfræðingar hafa unnið hana eða einhvern tímann í ferlinu og þá geta íbúar gert athugasemdir. Núna geta allir Garðbæingar komið að vinnunni strax í upphafi og komið sínum hugmyndum á framfæri. Íbúar þekkja umhverfið og bæinn auðvitað best og því er við því að búast að útkoman verði enn betri en ella þegar þeir og skipualgssérfræðingarnir leggja saman krafta sína.“ – Verður fleira á dagskrá þings- ins? „Fyrir hádegi verða tveir vinnuhópar sem fjalla annars veg- ar um byggðina og umhverfið og hins vegar um fræðslu- og menn- ingarmál. Í fyrrnefnda hópnum verður m.a. fjallað um uppbygg- ingu nýrra íbúðasvæða, samgöngur og útivist- arsvæði. Í þeim seinni verður fjallað um skóla- stefnu, skólastarf og staðsetningu skóla. Eftir hádegi verða fleiri vinnuhóp- ar, þar sem t.d. verður rætt um at- vinnulíf, þjónustu við aldraða og íþróttamál. Þá hefst einnig vinna í skipu- lagshópum en þá er unnið að skipulagi yfir kortum af bænum í minni hópum. Sú vinna verður örugglega mjög skemmtileg enda á þar að teikna upp mynd af Garðabæ framtíðarinnar.“ Guðfinna Kristjánsdóttir  Guðfinna Kristjánsdóttir fæddist 14. júlí 1968. Stúdent frá MR 1988. BA-próf í stjórnmála- fræði frá HÍ 1991 og nam hag- nýta fjölmiðlun við HÍ 1993. Var blaðamaður á Tímanum 1993– 96, lausráðinn fréttamaður hjá RÚV 1997–98, kynningarfulltrúi í upplýsinga- og kynningardeild Símans 1999–2000 og upplýs- ingastjóri Garðabæjar frá sept- ember 2000. Guðfinna er gift Gunnari Jónssyni bifvélavirkja og eiga þau tvo syni, Kristján Andra og Stefán. …að útkoman verði enn betri en ella Ég verð að veita þér áminningu fyrir óhlýðni í starfi. Þú áttir að vera búinn að slá þetta lið „eldsnöggt í hausinn“ fyrir löngu, Guðmundur minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.