Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÉRFRÆÐINGAR í málefnum Norður-Kóreu voru mjög undrandi á þeim tíðindum að þarlend stjórn- völd hefðu viðurkennt að hafa reynt að þróa kjarnavopn eftir að hafa harðneitað því í áratugi. Nokkrir þeirra litu á játninguna sem glappa- skot en aðrir töldu hana brellu til að bæta stöðu Norður-Kóreu í samn- ingaviðræðum við Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn. Norður-Kóreumenn hafa reynt að bæta samskiptin við Bandaríkin á síðustu árum í von um að þeim verði umbunað efnahagslega, enda hafa þeir mikla þörf fyrir aðstoð vegna örbirgðar og hungursneyðar í landinu. „Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Norður-Kóreumenn skyldu hafa sagt þetta þar sem þeir hafa reynt að koma tengslunum við Bandaríkjastjórn í eðlilegt horf,“ sagði Lee Jong-Seok, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við óháða rannsóknarstofnun í Seoul, Sejong-stofnunina. „Þetta er ekki í samræmi við þær aðferðir sem þeir hafa beitt. Þetta er klunnaleg að- ferð, sem leiðir til sjálfseyðilegging- ar.“ Allt lagt undir til að ná athygli Bandaríkjastjórnar? Aðrir sögðu að játningin væri eina leið Norður-Kóreumanna til að ná athygli Bandaríkjastjórnar sem hefur einbeitt sér að stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og hugsanlegum hernaði í Írak. Hugsanlegt er að með játning- unni hafi Norður-Kóreustjórn lagt allt undir í von um að fá sem allra mesta umbun fyrir að fullnægja skilyrðum Bandaríkjamanna fyrir bættum tengslum. „Norður-Kóreu- menn hafa tekið upp nýja aðferð til að knýja Bandaríkin til að fallast á heildarsamning,“ sagði Park Hong- Kyu, sérfræðingur í samskiptum Kóreuríkjanna við Utanríkis- og þjóðaröryggisstofnun Suður-Kór- eu. „Norður-Kóreumenn vildu auð- sæilega fá eins mikið og mögulegt er frá Bandaríkjunum fyrir að af- sala sér kjarnkleyfu efnunum og eldflaugunum.“ Ágreiningur um sáttaumleitanir? Lee sagði að stjórnvöld í Suður- Kóreu væru í mjög erfiðri stöðu vegna játningarinnar og hörð af- staða Bandaríkjastjórnar gæti orð- ið til þess að tilraunir Suður-Kór- eustjórnar til að laða Norður- Kóreumenn að samningaborðinu færu út um þúfur. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að ekki væri hægt að hefja samningaviðræður við Norður-Kór- eustjórn að svo stöddu í ljósi játn- ingarinnar. Embættismenn í Suð- ur-Kóreu voru tregir til að viðurkenna að komið hefði upp ágreiningur við Bandaríkjastjórn um stefnuna í málefnum Norður- Kóreu. Þeir sögðu að Bandaríkja- stjórn hefði stutt þá stefnu Kims Dae-Jungs, forseta Suður-Kóreu, að leita eftir sáttum við Norður- Kóreumenn. „Yfirlýsing Bandaríkjastjórnar kyndir undir áhyggjum okkar af því að hún ætli að hýða Norður-Kóreu- menn,“ sagði Lee. Hann kvaðst hafa grun um að Bandaríkjastjórn hefði ýkt það sem Norður-Kóreumenn sögðu í viðræðunum við bandarísku sendinefndina í Pyongyang. Embættismenn í Suður-Kóreu hafa átt nokkra fundi með fulltrúum norður-kóresku kommúnistastjórn- arinnar frá því að ríkin samþykktu í ágúst að koma aftur skriði á sátta- umleitanirnar. Suður-Kóreustjórn studdi þá kröfu Bandaríkjastjórnar að Norður-Kóreumenn svöruðu því afdráttarlaust hvort þeir hefðu reynt að þróa kjarnavopn. Stjórnin í Seoul hvatti þó einnig Bandaríkja- stjórn til að taka á málinu á frið- samlegan hátt með samningavið- ræðum. Yim Sung-Joon, háttsettur ráðu- nautur forseta Suður-Kóreu í utan- ríkis- og öryggismálum, sagði að hreinskilnisleg játning Norður- Kóreumanna væri til marks um að þeir vildu leysa málið með samn- ingaviðræðum. Því ætti að halda sáttaumleitunum áfram. Deilt um eftirlit Óttast var að stríð myndi skella á milli Kóreuríkjanna árið 1994 þegar Bandaríkjamenn sögðust hafa rök- studdan grun um að Norður-Kór- eumenn réðu yfir plútoni, sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Stríði var afstýrt þegar undirritaður var samningur 21. október 1994 þar sem Norður-Kóreumenn lofuðu að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því meðal annars að Bandarík- in og fleiri ríki sæju þeim fyrir tveimur kjarnakljúfum, sem myndu ekki nýtast við framleiðslu kjarna- vopna. Samningurinn hefur oft verið gagnrýndur, meðal annars vegna þess að hann kveður ekki á um að Norður-Kóreumenn heimili strax alþjóðlegum eftirlitsmönnum að rannsaka alla þá staði sem kunna að tengjast kjarnorkuáætluninni. Því hefur ekki verið hægt að ganga úr skugga um hvort Norður-Kóreu- menn ráði yfir kjarnorkusprengju eða að minnsta kosti efnum til að framleiða kjarnavopn. Norður-Kóreumenn hafa hafnað kröfum Bandaríkjamanna um að heimila alþjóðlegt eftirlit og sagt að fyrst verði að flytja ýmsan búnað, sem nauðsynlegur er til að smíða kjarnakljúfana, til Norður-Kóreu. Ljúka átti við smíði kjarnakljúf- anna á næsta ári en verkefnið er mörgum árum á eftir áætlun. Stjórnin í Norður-Kóreu hefur stundum hótað að rifta samningn- um og krafist skaðabóta vegna taf- arinnar á smíði kjarnakljúfanna. Bandaríkjastjórn hefur hafnað þessu og staðið fast á þeirri kröfu að eftirlitsmenn fái fullan aðgang að öllum þeim stöðum sem deilt er um. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur ekki getað haft eftirlit með kjarnorkuáætlun Norður-Kór- eumanna frá árinu 1993 þar sem þeir hafa ekki viljað hafa samstarf við stofnunina. Verði eftirlitsmönn- um hennar leyft að fara til Norður- Kóreu er áætlað að það taki þá þrjú til fjögur ár að ljúka rannsókninni. Efnahagslega óskynsamleg framkvæmd Daniel Pinkston, bandarískur sérfræðingur í málefnum Kóreu- ríkjanna, sagði að væru Norður- Kóreumenn að þróa kjarnavopn gæti Bandaríkjastjórn ekki staðið við samninginn frá 1994 „af lagaleg- um ástæðum“. Hætti Bandaríkja- menn við smíði kjarnakljúfanna gæti það orðið til þess að spennan á Kóreuskaga magnaðist og yrði jafn- vel enn meiri en mánuðina áður en samningurinn var undirritaður. Bradley Babson, ráðgjafi Al- þjóðabankans og Sameinuðu þjóð- anna í málefnum Asíu, sagði að báð- ir aðilar gætu rift samningnum hvenær sem þeir vildu. Hann bætti við að áformin um kjarnakljúfana, sem áætlað er að kosti andvirði 430 milljarða króna, væru svo efnahags- lega óskynsamleg að Bandaríkja- stjórn hefði ef til vill aldrei ætlað að smíða þá og gert ráð fyrir því að kommúnistastjórnin félli áður en framkvæmdunum lyki. Sérfræðingar eru á einu máli um að rafveitukerfið í Norður-Kóreu sé of lítið og ótraust til að hægt verði að nýta kjarnakljúfana. Nokkrir þeirra telja að tengja þurfi kjarn- orkuverið við rafveitukerfi Suður- Kóreu. Glappaskot eða brella til að kría út peninga? Sérfræðingar mjög undrandi á játningu Norður- Kóreumanna ’ Norður-Kór-eumenn vildu auð- sæilega fá eins mikið og mögulegt er frá Bandaríkj- unum. ‘ AP Grunnur að kjarnorkuveri í Kumho í Norður-Kóreu. Bandaríkin og fleiri ríki reisa kjarnorkuverið samkvæmt samningi frá 1994 sem kveður einn- ig á um að Norður-Kóreumenn hætti að þróa kjarnavopn. BANDARÍKJASTJÓRN sagði í gær að Norður-Kóreumenn hefðu viður- kennt að þeir væru að þróa kjarna- vopn á laun og brotið þannig samning sem ríkin undirrituðu árið 1994. Þessi óvænta játning varð til þess að stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að hefja samningaviðræð- ur við stjórnina í Pyongyang að svo stöddu, að sögn Richards Bouchers, talsmanns bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Grannríki Norður-Kóreu hvöttu hins vegar til þess að deilan yrði leyst með samningaviðræðum. Suður-Kór- eumenn og Japanir sögðust ætla að halda áfram tilraunum sínum til að ná sáttum við Norður-Kóreumenn og fá þá til að rjúfa sjálfskapaða einangrun kommúnistaríkisins. Bush forseti stendur nú frammi fyrir möguleikanum á ógnvekjandi uppgjöri við ríki sem hann hefur sagt að sé eitt af þeim ríkjum sem myndi „öxul hins illa“ í heiminum. Játning Norður-Kóreumanna kann einnig að verða til þess að svokölluð „sólskins- stefna“ stjórnvalda í Suður-Kóreu, sem miðast að því að leita eftir sáttum við kommúnistastjórnina í Norður- Kóreu, bíði skipbrot. Segja samninginn ekki lengur í gildi Norður-kóreskir embættismenn viðurkenndu að Norður-Kóreumenn væru að þróa kjarnavopn á fundi fyrr í mánuðinum með bandarískri sendi- nefnd undir forystu James Kelly, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Kelly hafði þá lagt fram gögn sem bentu til þess að Norður-Kóreu- menn hefðu ekki staðið við loforðið um að hætta að þróa kjarnavopn. Kelly sagði norður-kóresku emb- ættismönnunum að „Bandaríkja- menn hefðu nýlega fengið upplýsing- ar um að Norður-Kóreumenn hefðu áform um að auðga úran í kjarnavopn í trássi við samninginn frá 1994 og fleiri samninga“, sagði Boucher. „Norður-kóreskir embættismenn við- urkenndu að þeir hefðu slík áform.“ Talsmaðurinn bætti við að embætt- ismennirnir hefðu reynt að koma sök- inni á Bandaríkin og sagt að þeir litu svo á að samningurinn frá 1994 væri ekki lengur í gildi. „Leitum eftir friðsamlegri lausn“ „Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar hvetja Norður-Kóreumenn til að virða skuldbindingar sínar sam- kvæmt samningnum og hætta við kjarnavopnaáætlunina með sannan- legum hætti,“ sagði Boucher. „Við leitum eftir friðsamlegri lausn á ástandinu. Öll ríkin í þessum heims- hluta eiga hagsmuna að gæta í þessu máli og engin friðsöm þjóð vill að Norður-Kóreumenn viðurkenna að þeir séu að þróa kjarnavopn á laun í trássi við samning frá 1994 Grannríki ætla að halda áfram sáttaumleitunum Bandaríkjastjórn telur viðræður ekki mögulegar að svo stöddu Washington. AFP, AP. AP James Kelly, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, stígur út úr bíl við hótel í Peking. Hann kom til borgarinnar í gær til að ræða leynilega kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreumanna við kínverska ráðamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.