Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 26

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. ÞAÐ var grátklökk stund þegar fimm Japanir, sem Norður-Kóreu- stjórn lét ræna fyrir um aldarfjórð- ungi, komu aftur á æskuslóðirnar í Japan í fyrradag. Ættingjar þeirra, gamlir vinir og skólafélagar föðmuðu þá að sér en fólkið fékk aðeins leyfi til að snúa heim í 10 daga og varð að skilja börnin sín eftir í Norður-Kór- eu. Með því að halda eftir börnunum sem gíslum er N-Kóreustjórn að tryggja, að fólkið snúi aftur til N-Kóreu og ljóst er, að því er ekki frjálst að segja hvað sem er. Einn Japananna, Yasushi Chimura, efaðist til dæmis um, að hann vildi búa í Jap- an og sagði, að hann og kona hans, Fukie Hamamoti, hefðu lagað sig að lífinu í N-Kóreu, átt börn og væru hamingjusöm. Önnur hjón, Kaoru Hasuike og Yukiko Okudo, sem var rænt 1978, sögðust fagna því að vera komin heim þótt aðeins væri í stutta stund en létu annars lítið eftir sér hafa. Þeim var rænt þegar þau fengu sér göngutúr á ströndinni við heimabæ- inn, Kashiwazaki, troðið ofan í poka og flutt til N-Kóreu. Þar giftust þau og eiga tvö börn, dreng og stúlku. Chimura og Hamamoto var rænt eft- ir að hafa borðað á veitingastað við ströndina og gengið yfir í nálægan garð til að skoða stjörnurnar. Þau giftust í N-Kóreu og eiga þrjú börn. Hitomi Soga, fimmti Japaninn, vitjaði æskustöðvanna á Sado, af- skekktri eyju, en eiginmaður hennar ákvað að vera eftir í N-Kóreu. Hann er Charles Jenkins, bandarískur lið- hlaupi í Kóreustríðinu 1952. Vilja bandarísk yfirvöld gjarnan hafa tal af honum í von um, að hann geti veitt upplýsingar um aðra bandaríska her- menn, sem saknað er síðan í stríðinu. Það var átakanleg stund þegar Soga hitti föður sinn en hún var 19 ára þegar henni var rænt ásamt móð- ur sinni. Er ekkert vitað um örlög hennar. „Þetta er eins og draumur. Allt fólkið, fjöllin, árnar og dalirnir, him- inninn, landið og trén segja við mig: „Velkomin heim,““ sagði Soga er hún kom aftur til eyjarinnar sinnar. Ekkert vitað um dauðdaga átta manna Japanirnir fimm eru þeir einu, sem enn eru á lífi af að minnsta kosti 13 manns, sem N-Kóreumenn rændu. Var fólkið neytt til að kenna n-kór- eskum njósnurum japönsku og fræða þá um japanska siði. Ekki er vitað hvernig dauða hinna Japananna bar að en N-Kóreustjórn neitar, að þeir hafi verið líflátnir. Það var á fundi nýlega með Junich- iro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, sem Kim Jong Il, leiðtogi N-Kór- eu, viðurkenndi, að Japönunum hefði verið rænt og kenndi hann um „öflum í hernum“. Í fyrstu var talið, að fólkið fengi að snúa heim frjálsar mann- eskjur en nú virðist annað vera komið á daginn. Fimm Japanir, sem Norður-Kóreumenn rændu, í tíu daga heimsókn Tárvotir endurfundir á æskuslóðum í Japan Börnunum haldið sem gíslum í Norður-Kóreu AP Hitomi Soga grætur hér í faðmi föður síns en hún var 19 ára þegar henni var rænt ásamt móður sinni. Ekkert er vitað um örlög móðurinnar. Kashiwazaki. AP. Átta Palest- ínumenn drepnir Gazaborg. AFP. ÍSRAELSKI herinn drap átta Pal- estínumenn, þ. á m. tvö börn, í gær, er hermenn á skriðdrekum brugðust við árás herskárra Palestínumanna er höfðu skotið eldflaugum að skrið- drekunum í bænum Rafah á sunnan- verðu Gaza-svæðinu, að því er haft var eftir palestínskum og ísraelskum embættismönnum. Í fyrradag átti Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fund með George W. Bush Banda- ríkjaforseta, sem hafði farið þess á leit að Ísraelar reyndu að forðast að drepa óbreytta, palestínska borgara. Rúmlega tíu manns særðust í bar- daganum í Rafah í gær, þ. á m. lítil stúlka sem sögð var í lífshættu. Tals- maður ísraelska hersins sagði að þarna hefðu palestínskir hryðju- verkamenn rétt eina ferðina skýlt sér á bak við óbreytta borgara á meðan þeir frömdu ódæðisverk. Að minnsta kosti sex manns, flestir börn, létust í síðustu viku er ísraelski herinn fór með skriðdreka inn í Rafah, sem er á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Á fundinum með Bush í fyrradag fékk Sharon þögult samþykki fyrir því, að Ísraelar svari hugsanlegri flugskeytaárás Íraka ef til komi, verði af herför Bandaríkjamanna gegn stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. En ísraelskir fréttaskýrendur segja að ólíklegt sé að Írökum muni gefast ráðrúm til að beita takmörk- uðum flugskeytabirgðum sínum til árása á Ísrael, og þar að auki hafi Ísr- aelar þróað flugskeytavarnarkerfi sem geri þeim kleift að skjóta niður eldflaugar sem stefni á landið. NOKKRUM dögum eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember í fyrra fékk Michael Gerson, orðasmiður Bandaríkjaforseta, víð- tækari aðgang að Hvíta húsinu vegna þeirra miklu breytinga sem framundan voru í starfi hans. Ger- son er 38 ára og var ráðinn í starf yfirræðuritara George W. Bush vegna þess hversu vel hann var að sér í þeirri stefnu repúblíkana í heilbrigðis- og menntamálum er kölluð hefur verið „umhyggjusöm íhaldsmennska“. Nú gegnir hann sí- fellt stærra hlutverki í að undirbúa bandarísku þjóðina fyrir stríð. Gerson tók þátt í að skrifa ræð- una sem forsetinn hélt á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í síð- asta mánuði, þar sem áherslan var öll á staðreyndir og hinar fjöl- mörgu aðfinnslur við framkomu Saddams Husseins Íraksforseta. „Við vildum sýna, í ljósi staðreynda, að ekkert færi milli mála,“ sagði Gerson. „Forsetinn vill leggja fram skýra og afdráttarlausa valkosti. [Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna] á yfirleitt ekki slíku að venj- ast og það jók á dramatík augna- bliksins.“ Formlegar ræður hafa gegnt það miklu lykilhlutverki í að byggja upp trúverðugleika Bush eftir all- nokkur axarsköft í kosningabarátt- unni að fræðingar hafa sagt Gerson áhrifamesta forsetaræðuritarann síðan Theodore Sorensen var yfir- ræðuritari Johns F. Kennedys. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að áhrif Gersons hafi aukist eftir að Karen Hughes, sem lengi hefur ver- ið ráðgjafi forsetans, hætti að vera í Hvíta húsinu daglega. Hún gegnir þó enn lykilhlutverki í að móta ímynd forsetans. Gefinn fyrir Biblíutilvísanir Á skrifstofu ræðuritara forsetans starfa átta ræðuritarar og rannsak- endur. Málfar Gersons er ekki eins óformlegt og málfar Bush, Gerson leggur meira upp úr flúri og klass- ísku orðfæri. Þeir sem eru frá Tex- as lýsa því sem „skrautlegu“. Bush og Hughes hafa fengið Gerson til að aðlaga sig fábreyttu málfari forset- ans, sem Hughes telur að nái til kjósenda. Það er megineinkenni á ræð- unum sem Gerson semur að hann grípur gjarnan til orðfæris úr og tilvísana til trúartexta. Gerson er evangelískur biskupakirkjumaður og á það sameiginlegt með forset- anum að vera reiðubúinn til að tala opinberlega um þá kjölfestu sem kristin trú er í lífi hans. Af þessu leiðir að forsetinn flytur ræður sem eru alsettar Biblíutilvís- unum. Þegar Bush sór embættiseið- inn hét hann því, að þegar Banda- ríkjamenn „sæju særða ferða- langinn við veginn til Jeríkó, munum við ekki taka á okkur krók framhjá honum“. Eftir hryðjuverk- in sagði hann við skelfingu lostna þjóðina: „Það eru ekki alltaf merki frá Guði sem við erum að leita að.“ Gerson segir að í ræðuskrifunum hafi verið reynt að nota trúarlegt málfar á þann hátt að það sameini fólk. „Martin Luther King gerði þetta oft á tímum borgararétt- indahreyfingarinnar. Hann til- heyrði langri hefð, sem rekja má allt aftur til spámanna Gamla testa- mentisins, og samkvæmt henni tek- ur Guð virkan þátt í mótun sög- unnar, og þegar allt kemur til alls er hann málsvari réttlætisins.“ Hefur aðlagað sig fá- breyttu málfari forsetans Ræðuritari Bush á þátt í að móta stefnuna gagnvart Írak The Washington Post. The Washington Post Michael Gerson var ráðinn í starf yfirræðuritara Bush vegna þekk- ingar sinnar á „umhyggjusamri íhaldsmennsku“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.