Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 28
ÚTFLUTNINGUR 28 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI viðskipta-vina Whole Foods-verslunarinnar við P-stræti í Washington D.C. eru einhleypir eða nýbyrjaðir í sambúð. Þeir eru yfirleitt vel mennt- aðir og hafa ágætar tekjur þó þeir séu ekki verulega efnaðir. Þeir hafa engu að síður ráð á hrygg af íslensku lambi en kílóið af hryggnum kostar hvorki meira né minna en 2.900 krónur í kjötborðinu í versluninni við P-stræti. Til samanburðar kostar hryggur af nýslátruðu lambi 1.148 krónur kílóið í kjötborðinu í Hagkaupum í Kringl- unni. Hryggurinn sem seldur er í Bandaríkjunum er á hinn bóginn næstum alveg fitusnauður og skýrir það verðmuninn að hluta. Ekkert verksmiðju- framleitt kjöt Íslenski lambahryggurinn í kjöt- borðinu í versluninni á P-stræti er dýrasta kjötið sem þar er á boð- stólum. Annað íslenskt kjöt er ódýr- ara, kílóið af lambalæri kostar t.d. um 1.500 krónur og skankar um 850 kr/ kg. Íslenska kjötið er samt sem áður dýrara en svipaðir bitar af lambakjöti frá Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Bill Lorraine, deildarstjóri kjötdeild- arinnar, segir að verslunin bjóði að- eins upp á kjöt af dýrum sem hafa verið alin utandyra að mestu, ekkert „verksmiðjuframleitt“ kjöt sé þar til sölu. Á þetta jafnt við um kjúklinga, lömb, svín og naut. Bandaríska lambakjötið er keypt af bændum í Nebraska og Iowa sem Bill segir að reki bú af svipaðri stærð og starfs- bræður þeirra hér á landi og nýsjá- lenskt lambakjöt keppir einnig við hið íslenska. „Við höfum boðið upp á ís- lenskt lambakjöt í nokkur ár og að- eins í um tvo og hálfan mánuð á haustin. Samt sem áður er talsverð eftirspurn eftir því og áður en lamba- kjötið kom í búðina í haust voru nokkrir viðskiptavinir búnir að spyrj- ast fyrir um það,“ segir hann. Að- spurður segist hann vera viss um að vaxandi markaður sé fyrir kjötið á Bandaríkjamarkaði enda séu gæðin mikil. Bandaríkjamenn borða til- tölulega lítið af lambakjöti en Bill segir að þeir fáu sem það geri séu yf- irleitt miklir aðdáendur lambakjöts- ins og kunni því að meta gott lamba- kjöt. Íslenskt lambakjöt frá Norðlenska er nú selt í 54 verslunum Whole Fo- ods-keðjunnar víða um Bandaríkin. Þar er nánast eingöngu hægt að kaupa náttúruvænar og lífrænt rækt- aðar vörur. Fyrsta Whole Foods- verslunin var opnuð í Texas árið 1980 en nú eru búðirnar 133 og á næstu átta árum er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í 400. Sláturfélag Suðurlands reyndi í fyrsta skipti í fyrra að selja lambakjöt til Lund- og Byerlys-verslananna í Minneapolis og nágrenni. Sú tilraun fór hálfpartinn í hundana vegna vandræða sem sköpuðust í tengslum við óvissuástand á flugvöllum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september og skaðaði vörusendingar. Nú eru á hinn bóginn horfur á betri tíð. Tonn er ekki það sama og ígildistonn Samkvæmt nýjustu áætlunum er nú gert ráð fyrir að útflutningur lambakjöts til Bandaríkjanna verði um 105–110 tonn sem er ríflega tvö- földun frá því í fyrra. Þetta er um 8–9% af heildarútflutningi á lamba- kjöti sem var í fyrra 1.398 tonn en stefnir í að verði 1.400–1.500 tonn í ár. Hér er miðað við svokölluð ígildistonn sem byggjast á grundvallarverði fyrir lambaskrokkinn. Þetta þarfnast út- skýringar. Þar sem hryggur og læri eru dýrustu hlutar lambaskrokks vega þeir meira í útflutningi en aðrir hlutar hans. Ef fyrirtæki flytti ein- göngu út hrygg og læri léti nærri að eitt tonn af slíku kjöti jafngilti rúm- lega tveimur ígildistonnum. 55 krónur eftir fyrir slátrun, vinnslu og markaðssetningu Á þessu ári stefnir í að Norðlenska flytji út um 40 tonn af lambakjöti til Bandaríkjanna (70 ígildistonn). Í haust hefur hluti af kjötinu komið frá Sláturfélagi Suðurlands þar sem ekki hefur tekist að anna eftirspurn. Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, fram- kvæmdastjóra Norðlenska, fær fyr- irtækið að meðaltali um 650 kr/kg fyrir hvert kíló. Flutningskostnaður er að meðaltali 120 kr/kg en kjötið er allt flutt með flugi. Umsýslukostn- aður, tollur, umboðslaun, skoð- unargjald og fleira er um 80 kr/kg. Lauslega reiknað fær Norðlenska því um 18 milljónir fyrir allt lambakjötið sem er flutt til Bandaríkjanna, sé kostnaður dreginn frá. Þá á eftir að greiða fyrir vinnslu á kjötinu og bændunum sjálfum. Norðlenska greiðir bændum að meðaltali 175 kr/ kg fyrir kjöt sem fer til útflutnings en 285 kr/kg fyrir kjöt sem fer á innan- landsmarkað. Samkvæmt upplýs- ingum frá Bændasamtökum Íslands námu heildarbeingreiðslur til sauð- fjárbænda árið 2001 tæplega 1,9 milljörðum króna en þeir framleiddu rúmlega 8.600 tonn af kindakjöti. Miðað við þetta voru beingreiðslur á hvert kíló tæplega 220 krónur. Bein- greiðslur, greiðslur Norðlenska, flutningskostnaður og annar kostn- aður sem fellur til í Bandaríkjunum er samtals 595 krónur. Bandaríkja- menn greiða eins og fyrr segir 650 krónur fyrir kílóið. Þá eru eftir 55 krónur til að standa undir kostnaði vegna vinnslu, slátrunar og markaðs- setningar. Norðlenska hefur engu að síður hagnast á útflutningi lamba- kjöts til Bandaríkjanna og segir Sig- Bandaríkja- menn borða um 70 tonn af ís- lensku lamba- kjöti í haust Rándýr lúxusvara í kjöt- borðum Bandaríkjamanna Í Bandaríkjunum er íslenskt lambakjöt selt sem lúxusvara í dýrustu búðunum. En þó hvergi sé greitt betra verð fyrir kjötið komst Rúnar Pálma- son að því að mark- aðurinn er erfiður auk þess sem ýmis gjöld og flutningskostnaður nema háum fjárhæðum. Morgunblaðið/RP Bill Lorraine vill ekki sjá verksmiðjuframleitt kjöt í kjötborðinu sínu. Íslenskt lambakjöt er því velkomið. Baldvin Jónsson Sigmundur Ófeigsson Steinþór Skúlason UM síðustu helgi voru þrír vel metnir og vinsælir veitingastaðir í Washington DC með íslenskt hrá- efni, lambalæri, bleikju frá Bleikjubæ við Laugarvatn, skyr og osta á matseðlinum. Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms, á heiðurinn af því að koma íslenska hráefninu á matseðla veitinga- staðanna. Yfirkokkarnir á þessum stöðum voru allir hæstánægðir með hráefnið og Roberto Donna ekki síst. Roberto er stjörnukokkur. Hann hefur hlotið fjölmargar við- urkenningar fyrir framúrskar- andi matargerðarlist og tímaritið Wine Spectator Magazine út- nefndi veitingastað hans, Galileo, sem einn af tíu bestu ítölsku veit- ingastöðunum í Bandaríkjunum. Roberto flutti frá Torino í Ítalíu til Bandaríkjanna fyrir 22 árum en uppruninn leynir sér ekki í hreimnum og látbragðinu. Eld- húsið á Galileo er nánast inni í borðsalnum og þegar blaðamaður leit þar í heimsókn var hópur ungra kvenna að spjalla við Ro- berto sem ljómaði allur af gleði og reytti af sér brandara. Á Galileo var boðið upp á tortel- ini með íslenskri bleikju í forrétt, steikt lambalæri í brennivínssósu í aðalrétt og hinn frægi ítalski eft- irréttur, tiramisu, var gerður úr skyri. Auk þess var boðið upp á ís- lenska osta. Hann sagðist vera bú- inn að ræða við kjötsala um að út- vega sér íslenskt lambakjöt til að hafa á matseðlinum til frambúðar enda væri yndislegt að elda úr ís- lensku lambakjöti.„Ég verð mjög tillfinningaríkur þegar talið berst að matseld, alveg eins og ég verð þegar ég umgengst konur. Ég er nú líka ítalskur,“ segir hann og hlær. Íslenskar landbúnaðarafurðir á matseðlum þriggja veiting Tilfinningaríkur þegar kemur að matseld Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.