Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKI píanóleikarinn
Barry Snyder heldur einleiks-
tónleika í TÍBRÁR-röð Salarins í
Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir
hefjast kl. 20. Snyder er þekktur á
alþjóðavísu sem einleikari, kamm-
erleikari og kennari. Hann vann til
þrennra verðlauna í Van Cliburn-
píanókeppninni árið 1966 og hefur
átt farsælan feril síðan. Þá mun
Snyder leiðbeina á masterclass-
námskeiði sem haldið verður í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
um helgina á vegum Íslandsdeildar
Evrópusambands píanókennara.
Á tónleikunum í Salnum í kvöld
mun Snyder flytja glæsilega efnis-
skrá, á dagskrá eru tvær sónötur,
A-dúr sónata Beethovens og h-moll
sónata Chopin. Þá eru á efnisskrá
Ruralia Hungarica í f-moll eftir
Dohnanyi, vals úr Coppelíu eftir
Dohnanyi-Dilibes, Gaspard de la
Nuit eftir Ravel og North Americ-
an Ballad – Dreadful Memories eft-
ir Frederic Rzewski. „Ég mun
leika bæði verk sem fólk þekkir
vel og eitthvað dálítið sérstakt. Ég
flyt t.d. verk eftir Dohnani sem var
samtíðarmaður Bartok og verk
byggt á amerískri ballöðu eftir
pólska samtíðartónskáldið
Rzewski,“ segir Snyder um efnis-
skrá kvöldsins.
Þegar Snyder er spurður um til-
drög þess að hann heldur tónleika
og masterclass-námskeið á Íslandi
segir hann tengsl við íslenska pí-
anóleikara hafa ráðið því. „Snorri
Sigfús Birgisson píanóleikari er
fyrrverandi nemandi minn í East-
man skólanum. Hann kom mér í
tengsl við kennara sinn, Árna
Kristjánsson, sem hafði verið í
dómnefnd í Van Cliburn keppninni
og hafði áhuga á að fá mig hingað
til lands til tónleika- og námskeiðs-
halds. Mér leist vel á og hér er
ég,“ segir Snyder og hlær innilega.
Hljómgóður tónleikasalur
Að loknum tónleikunum í Saln-
um mun Snyder halda áfram tón-
leikaferð þeirri sem hann er í og
liggur leiðin næst til Freiburg í
Þýskalandi og Kraká í Póllandi.
Snyder lætur vel af Salnum í
Kópavogi, segir um hlýlegan og
hljómgóðan tónleikasal að ræða.
„Ólíkt t.d. fiðluleikurum þarf pí-
anóleikarinn alltaf að glíma við ný
hljóðfæri á hverjum stað, og kallar
hvert og eitt hljóðfæri á ólíka
nálgun. Ég er búinn að reyna bæði
Steinway-flygilinn og Bösendorf-
flygilinn, og finn mig betur á þeim
síðarnefnda. Sama er að segja um
salinn sem maður spilar í. Maður
glímir alltaf við ólíkar aðstæður á
hverjum stað. Mér líst mjög vel á
aðstæður hér, salurinn er hljóm-
góður og líka alveg gullfallegur.
Mér líkar vel hve viður er ríkjandi
í innréttingum, hann hefur góð
áhrif á hljóminn,“ segir Snyder.
Snyder hefur yfirgripsmikla
þekkingu á tónbókmenntum heims-
ins og hefur haldið í tónleika víða
um heim, m.a. í Bandaríkjunum,
Kanada, í Evrópu, Suður-Ameríku
og Asíu. Hann hefur m.a. leikið
með National Orchestra í Banda-
ríkjunum og unnið með stjórn-
endum á borð við Sixten Ehrling,
David Zinman, Charles Dutoit, Ro-
bert Shaw og Leopold Stokowski.
Snyder hefur átt farsælt samstarf
með kammerhljóðfæraleikurum á
borð við Jan DeGeatani, Dong-Suk
Kang, Zvi Zeitlin, Ani Kavafian og
leikið með Cleveland kvartettnum
og New York Brass Qintett. Hann
er einn stofnandi Eastman tríósins
sem hefur spilað víða um heim.
Kennsla er ríkur þáttur í starfi
Snyders en hann hefur verið pró-
fessor við Rochester’s Eastman
School of Music frá árinu 1970.
Hann segist leggja áherslu á að
koma í kring masterclass-
námskeiðum þar sem hann spilar á
tónleikum, yrði því við komið. „Ég
mun kenna ásamt Snorra Sigfúsi
Birgissyni á námskeiði um helgina
og hlakka mjög til þess. Mér finnst
mikilvægt að blanda saman
kennslu og tónleikahaldi. Kennslan
og samskipti við nemendur um all-
an heim krefur mann um að leggja
sig fram við að túlka og skilja tón-
listina í ólíku ljósi. Maður þarf líka
að vinna mikið í sjálfum sér til að
vera góður kennari og maður lær-
ir alltaf eitthvað í gegnum
kennsluferlið,“ segir Barry
Snyder.
Barry Snyder á TÍBRÁR-
tónleikum í Salnum
„Hvert hljóð-
færi kallar á
ólíka nálgun“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
„Ég mun leika bæði verk sem fólk þekkir vel og eitthvað dálítið sérstakt,“
segir bandaríski píanóleikarinn Barry Snyder um tónleikana í Salnum.
LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum-
sýnir í Bifröst á morgun, laugardag
kl. 17, barna- og fjölskylduleikritið
Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ
Magnason, í leikstjórn Þrastar Guð-
bjartssonar.
Þetta er margverðlaunuð saga í
leikgerð höfundarins Andra Snæs.
Þröstur hefur undanfarnar vikur
leiðbeint hópi 13 áhugasamra leikara
og fjölda aðstoðarfólks, en alls koma
um 30 manns að sýningunni með ein-
um eða öðrum hætti. Í helstu hlut-
verkum eru Sigurður Halldórsson
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og
Árni Jónsson.
Sagan fjallar um Huldu, Brimi og
alla hina krakkana sem búa á Bláa
hnettinum. En, þar er lífið að því
leyti óvenjulegt að þar búa bara börn
en engir fullorðnir. Allir dagar eru
fullir af ævintýrum og undrum og
hver öðrum skemmtilegri. En einn
góðan veðurdag lendir geimskip á
Bláa hnettinun. Þar er mættur
Glaumur Geimundsson geimryk-
sugufarandsölumaður með meiru.
Og aukast þá ævintýrin og undrin
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Og spurningin er hvort það tekst
nokkurn tíma að koma lífinu á Bláa
hnettinum aftur í sinn rétta farveg.
Næstu sýningar eru á sunnudag, kl.
15, mánudag og miðvikudag kl. 18. 5.
sýning verður 25. október kl. 18.
Árni Jónsson og Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir, Brimir og Hulda.
Blái hnött-
urinn á Sauð-
árkróki
Tónahátíð í
Þjórsárveri
Í FÉLAGSHEIMILINU í Þjórsár-
veri í kvöld kl. 20.30 koma fram þrír
tónlistarmenn. Það eru þau Krist-
jana Stefánsdóttir djasssöngkona
frá Selfossi, Gunnar Gunnarsson
organisti Laugarneskirkju og Tóm-
as R. Einarsson kontrabassaleikari.
Öll eiga þau það sammerkt að hafa
gefið út tónlist sína á geisladiskum
og komið fram á fjölda tónleika.
Brúðkaup
af fjölunum
ALLRA síðasta sýning á leikritinu
Fullkomið brúðkaup, sem sýnt er í
Loftkastalanum, verður í kvöld,
föstudagskvöld kl. 24. Verkið er
samstarfsverkefni fimm framhalds-
skóla, MR, Versló, Kvennó, MH og
MS.
Goethe-Zentrum (Laugavegi 18)
Rússneski rithöfundurinn Wladimir
Kaminer les úr nýútkominni bók
sinni kl. 20. Bókin heitir „Helden des
Alltags“ Hetjur hvunndagsins, en
hann gaf hana út í samvinnu við
blaðamanninn og ljósmyndarann
Helmut Höge. Frá þessum hetjum
segja þeir félagar og kynna þær með
litskyggnum.
Bækur Wladimirs Kaminers „Milit-
ärmusik“, „Schönhauser Allee“ og
„Russendisko“ eru kunnar í Þýska-
landi en þar lýsir þessi ungi Rússi
lífinu í Sovétríkjunum og síðan upp-
lifun sinni af Þýskalandi. „Tónninn í
bókunum er fyndinn og fjarlægur og
hittir beint í mark í lýsingum á
minna þekktum hliðum stórborg-
arlífsins,“ segir í kynningu.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦ Í SUÐRÆNUM menningarborg-
um eins og Vín og Napólí ku grunn-
skólastrákar fyrrum hafa bitizt um
eiginhandaráritanir einleikara og óp-
erusöngvara, líkt og jafnaldrar
þeirra á Norðurlöndum um kapp-
aksturs- og fótboltahetjur. Hversu
djúpstæðu dálæti á klassískri músík
fyrra dæmið kann að lýsa er svosem
óvíst, en hitt virðist aftur á móti ljóst
að list listanna á nú í mikilli vök að
verjast í vestrænum heimi. Sígildar
plötuverzlanir kvarta um minnkandi
sölu, og nýjast hvarf eina klassíska
einkaútvarpsstöðin alfarið úr ljós-
vakanum, þegjandi og hljóðalaust. Að
tala um almenna afsiðun er kannski
of langt gengið, en afleiðingar yfir-
gengilegrar efnis- og markaðshyggju
síðari ára sjást engu að síður hvert
sem augum er litið. Heiti fyrrum al-
þekktra og aðgengilegra meistara-
verka eins og þeirra sem voru á dag-
skrá á sinfóníutónleikunum í gær
eiga nú lengra í land en nokkru sinni
fyrr með að verða hverju ungmenni
jafntöm og Eiður Smári, Ronaldo og
Beckham.
Eitthvað hefur brugðizt, til að
mynda eðlilegt mótvægi, og hvílir án
efa þyngsta ábyrgðin á skólakerfinu.
Það er alltjent engu líkara en að ráða-
menn, atvinnulíf og fjölmiðlar leggist
á eitt um að gera almenning að vilja-
og viðmiðunarlausum neyzluþjörkum
í yfirstandandi kaupæðisgóðæri. Eða
svo varð manni ósjálfrátt hugsað eftir
að hafa lesið viðtal Morgunblaðsins
við stjórnanda og einleikara kvölds-
ins í gær, og ekki annað
hægt en að taka heils-
hugar undir það sem
þar birtist.
Yfirskrift tónleikanna
var „Uppáhaldslagið
þitt“; eftir öllu að dæma
nýjasti undirflokkur
grænu raðar SÍ. Von-
andi verður sá til að
draga fleiri sálir að dís-
arhöll „Melabandsins“
eins og yngri vildarvinir
hafa stundum uppnefnt
beztu hljómsveit lands-
manna í gamni. Og þó að
í þetta sinn virðist aðal-
lega hafa verið um
nokkur „uppáhöldslög“ stjórnandans
að ræða rætist vonandi síðar úr gam-
alli hugmynd SÍ um að máta óskir
áskrifenda með e.k. markaðskönnun.
Verður án efa forvitnilegt að skoða
þann vinsældalista, einkum meðan
félagsfræðingar okkar veigra sér enn
við að rannsaka hlustunarvenjur
landans.
Hljómsveitin hóf dagskrána með
„L’Italiana in Algeri“, hinum vinsæla
forleik grallarans Gioacchinos Ross-
ini við samnefnda óperu frá 1813,
tveim árum fyrir Rakarann í Sevilla.
Það sópar óspart mózarzkri glettni af
þessu fislétta verki sem engu að síður
þarf að leika af snerpu og nákvæmni.
Strax í þessu fyrsta stykki varð ljóst
af sveigjanlegri túlkun sveitarinnar
að í lyftingu stóð mótari af guðs náð,
og eiginlega skrýtið að maðurinn
skyldi ekki hafa lagt hljómsveitar-
stjórn sérstaklega fyrir sig.
Næst var 20. Píanókonsert Moz-
arts í d-moll K466, þar sem Gerrit
Schuil brá sér tvímenningshlutverk
og stjórnaði frá slaghörpunni, eins og
algengt hefur orðið á síðari árum
meðal helztu píanóvirtúósa heimsins.
Eru þannig ekki nema 10 mánuðir
liðnir frá því Ashken-
azy lék og stjórnaði
sama konsert suður í
Garðabæ. Mozart má
kalla að hafi fullmótað
vínarklassíska píanó-
konsertinn, og þykir sá
í d-moll frá 1786 með
dramatískustu verkum
hans í þeirri grein,
enda í miklu uppáhaldi
hjá Beethoven eins og
skynja má af m.a. 3. pí-
anókonsert hans í c-
moll. Hinn dökka und-
irtón, sem jafnvel má
greina undir yndisljúfu
yfirborði hæga mið-
þáttarins, hafa margir sett í samband
við Don Giovanni, óperu Mozarts frá
sama ári þar sem glittir undir niðri í
dekkri hliðar þessa annars – eftir
músíkinni einni að dæma – áhyggju-
lausa eftirlætis listagyðjanna.
Það er meira en að segja það að ná
saman við hljómsveitina sem stjórn-
andi sólisti þegar maður gerir ekki
slíkt reglulega, en samspil beggja
reyndist engu að síður ótrúlega þétt
og lipurt í meginatriðum. Innlifunin
fór svolítið með Gerrit í lokaþætti þar
sem píanóið átti stundum til að bruna
ögn fram úr í tempó. Rómönzu-mið-
þátturinn spilaðist aftur á móti eins
og draumur, þar sem meginathyglin
sveif áreynslulaust milli sólista og
hljómsveitar líkt og silkiklúturinn
forðum af bjúgsverði Saladins. Pí-
anóleikurinn var kannski ekki alveg
100% örðulaus í öllum konsertnum,
en gegnklassísk hendingamótunin
bætti það margfalt upp. Ekki kann-
aðist maður við nettilega smíðaðar
kadenzur útþátta og gætu þær því
eins verið eftir einleikarann, þótt
hvergi kæmi það fram af tónleika-
skrá.
Eftir hlé kom fyrst að Svítu úr
Svanavatni Tsjækovskíjs, óumdeil-
anlegri erkiímynd rómantískrar ball-
etttónlistar. Þó að hraðavalið væri á
köflum hnífsbroddi örara en algengt
er hélzt bráðfallegur þokki og mýkt
yfir flestu og allt innblásið af litríkum
töfrakrafti ævintýra. Pas de quatre
litlu svananna hefði kannski mátt tifa
aðeins snarpar á stakkatóinu, en
þyngdarlausu synkópurnar flugu
áreynslulaust af hnífsamstilltum
strengjunum sem undan einum boga.
Síðasta verk á dagskrá var forleik-
ur Tsjajkovskíjs að Rómeó og Júlíu
frá 1870. Það er undarlegt til þess að
hugsa að verkið hafi orðið til undir
„eftirliti“ annars tónskálds, nefnilega
Balakirevs, hins sjálfskipaða leiðtoga
tónskáldahópsins „hinna Fimm“. En
eftir stendur samt sem áður einhver
hugmyndaríkasti konsertforleikur
19. aldar, afbragðsvel saminn og
formrænt séð talinn eitt bezt heppn-
aða hljómsveitarverk hins ókrýnda
konungs rómantískrar melódíu. Það
er jafnframt ótvíræð meistarasmíð
sem flestri prógrammúsík fremur
nær að sameina formrænar kröfur og
tilfinningalegt innihald í fullkomnu
jafnvægi. Ást og tryggð, ofsi og un-
aður, hreinlynd sæla og hyldjúpur
harmur eru hér öll yfirfærð á áhrifa-
mikið músíkmál frá ódauðlegu leikriti
Shakespeares á tæpu kortéri, og eins
og í leikritinu sveiflast meðtakendur
stöðugt milli vonar og ótta.
Það er óhætt að fullyrða að Gerrit
Schuil og Sinfóníuhljómsveitin hafi
fagnað glæsilegum sigri með þessu
magnaða verki sem höfðar ævinlega
jafnsterkt til ungra sem aldinna. Það
var afbragðsvel valið undir yfirskrift
kvöldsins, og ofurinnlifuð túlkun þess
uppfyllti ekki síður væntingar manns
en gert hefði nafntoguð „klassa-
hljómsveit“ í erlendri stórborg.
Milli vonar og ótta
TÓNLIST
Háskólabíó
Rossini: Ítalska stúlkan í Alsír. Mozart:
Píanókonsert í d K466. Tsjækovskíj:
Svanavatnið (4 þættir); Rómeó og Júlía.
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari og
stjórnandi: Gerrit Schuil. Fimmtudaginn
17. október kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Gerrit Schuil