Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 33

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 33
AÐALSKRIFSTOFUR Orku- stofnunar ríkisins í Stuttgart, skóli og íþróttahús í Ostfildern, gestahús kaþólsku kirkjunnar í Hohenheim og heimavist Salem International College skólans í Überlingen eru að- eins brot af þeim fjölda bygginga sem þýsku arkitektarnir Arno Lederer og Marc Oei hafa hannað ásamt hinni íslensku Jórunni Ragn- arsdóttur. En þessar fjórar bygg- ingar hafa arktitektarnir þrír, sem rekið hafa saman stofu í Stuttgart í Þýskalandi frá 1992 og Jórunn og Lederer mun lengur eða frá 1985, valið að beina athyglinni að á sýn- ingu sinni Úti er ekki inni, inni er ekki úti sem nú stendur yfir í mið- rými Kjarvalsstaða. Á sýningunni bregður byggingun- um og nánasta umhverfi þeirra fyrir á ljósmyndum og teikningum, sem og í formi trélíkana sem m.a. er komið fyrir í millivegg rýmisins. Ljósmyndirnar, sem eru á þriðja hundrað talsins, hanga flestar í þar til gerðum skyggnukössum merktar byggingu, stað og hvort um er að ræða útimynd, innimynd eða teikn- ingu. Byggingunum fjórum eru þannig gerð ítarleg skil, þótt öðrum verkum arkitektanna bregði einnig fyrir, og geta sýningargestir þannig virt fyrir sér hönnun þremenning- anna úti sem inni, í tengslum við umhverfið, sem og í smæstu smáat- riðum. Stílhreinum og sterklegum gluggum skólabyggingarinnar í Ostfildern, skólastofunum einni af annarri, útveggjum, dyrum og heildarmynd bregður þannig fyrir á skyggnu eftir skyggnu, líkt og göng- um, múrklæðningu og birtuskilyrð- um í húsi Orkustofnunarinnar. Útskýringar á hönnun bygging- anna í textaformi, sem og skýringar á byggingarstíl þremenninganna prýða einnig millivegg rýmisins og eru þau orð kærkomin viðbót við myndefnið. Jórunn, Lederer og Oei hafa óneitanlega náð að móta sér sinn eigin stíl sem er einfaldur, stíl- hreinn og nútímalegur án þess að þar séu afmáð skil innra og ytra rýmis líkt og gjarnan vill verða í leit nútímaarkitektúrs að léttleika og gagnsæi. Þess í stað eru gegnheilir múrsteinsveggir, sívalningar, kröft- ugar súlur og keilulaga loftræsting- arrör höfð í fyrirrúmi og endur- speglar efniviðurinn, ásamt vinnuaðferðum, viðhorf arkitekt- anna til byggingarlistarinnar. Líkt og þau sjálf kjósa að lýsa hönnun sinni þá eru þetta „þungar“ bygg- ingar og aðskilnaðinum, og jafn- framt heiti sýningarinnar, þar með viðhaldið. Það er óneitanlega glæsileg hönn- un sem býður sýningargesta Kjar- valsstaða og ljóst að arkitektarnir eru vel komnir að þeim fjölda við- urkenninga og verðlauna sem þeim hefur hlotnast á síðustu tveimur áratugum, en þau voru m.a. tilnefnd til Mies Van Der Rohe verð- launanna í fyrra fyrir hönnun sína á skólanum í Ostfildern. Sú uppsetn- ing sem hér hefur verið valin, en sýningin hefur áður verið sett upp í Galerie Aedes í Berlín og Architekt- urgalerie í München, er þó ekki til þess gerð að gera byggingarnar að- gengilegar fyrir sýningargesti. Það er óneitanlega áhugaverð hugmynd að taka form sem að öllu jöfnu eru svo áberandi hluti umhverfis okkar að ekki verður framhjá þeim horft og láta gesti þess í stað verða að bera sig eftir skoðun þeirra – skyggnu fyrir skyggnu, röð eftir röð – þótt sú aðferð sé kannski ekki að sama skapi hentugasta leiðin til að viðhalda skammvinnri athygli áhorfandans. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Sýningin er opin daglega frá kl.10-17, nema miðvikudaga frá kl. 10-19. Henni lýkur 27. október. ÚTI ER EKKI INNI, INNI ER EKKI ÚTI ARNO LEDERER, JÓRUNN RAGN- ARSDÓTTIR OG MARC OEI Morgunblaðið/Sverrir Yfirlitsmynd frá sýningunni Úti er ekki inni, inni er ekki úti á Kjarvalsstöðum. Anna Sigríður Einarsdóttir Inni og úti LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.