Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 49 ✝ Elísabet Ólafs-dóttir fæddist í Kothvammi í Kirkju- hvammshreppi í V- Hún. 10. júlí 1930. Hún lést 13. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ingi- björg Guðrún Sig- urðardóttir, hús- móðir og bóndi, f. í Grundarkoti í Héð- insfirði 2.6. 1901, d. 16.9. 1979, og Ólafur Tryggvason, bóndi og þingskrifari, f. í Kothvammi Kirkju- hvammshreppi í V-Hún. 2.12. 1901, d. 9.7 1988. Bræður Elísabet- ar eru Helgi S. Ólafsson, rafvirkja- meistari og organisti, f. 23.8. 1937, og Tryggvi Ólafsson, rafvirkja- meistari, f. 5.5. 1941. Árið 1950 giftist Elísabet Jakobi Svavari Bjarnasyni, starfsmanni Spari- sjóðs Hvammstanga, f. 12.3. 1923. Foreldrar hans voru Jórunn Jak- obsdóttir, f. 1.2. 1894, d. 4.3. 1969, fræðingur og tamningamaður, f. 27.1. 1980, og c) Brynhildur Ingi- björg, hestafræðingur og tamn- ingamaður, f. 13.4. 1980, maki Jak- ob Lárusson, járnsmiður og tamningamaður, f. 22.4. 1977. 3) Ólafur Jakobsson, tækni- og stjórnunarfræðingur, f. 26.4. 1956, fyrrverandi maki Jóhanna G. Ein- arsdóttir íþróttakennari, f. 20.1. 1955. Börn þeirra eru Elísabet Ólafsdóttir söngkona, f. 3.5. 1977, Svava Björk menntaskólanemi, f. 25.9. 1981, og Sindri Gunnar stúd- ent, f. 25.9. 1981. 4) Bjarni Viðar vélfræðingur, f. 30.6. 1958, maki Bergþóra Arnarsdóttir hagfræð- ingur, f. 8.2. 1962. Börn þeirra eru Jakob Svavar kerfisstjóri, f. 24.3. 1982, Reynar Jarl nemi, f. 1.3. 1986, og Þórhildur María, f. 14.11. 1996. Elísabet stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði 1947– 1949 og Kvennaskólann á Blöndu- ósi 1949–1950. Sjúkraliðaprófi lauk hún 1969. Hún starfaði við Sjúkrahús Hvammstanga 1970– 1975. Frá árinu 1975–1997 starf- aði hún á rannsóknarstofu Sjúkra- hússins. Útför Elísabetar verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Bjarni Gíslason, f. 7.10. 1889, d. 2.6. 1972. Börn þeirra El- ísabetar og Jakobs eru: 1) Ingvar Helgi matreiðslumeistari, f. 15.3. 1951, maki Krist- ín Einarsdóttir kenn- ari, f. 10.1. 1953. Synir þeirra eru, Einar Þór, atferlisfræðingur MSc., f. 19.3. 1973, Arnar matreiðslu- nemi, f. 25.2. 1978, og Helgi Rafn mennta- skólanemi, f. 16.7. 1985. 2) Ingibjörg Halldóra hjúkrunarfræðingur, f. 6.5. 1952, maki Oddur C.G. Hjalta- son tæknifræðingur, f. 12.6. 1949. Börn þeirra eru: a) Alma Anna sjúkraþjálfari, f. 9.10. 1972, maki Kristinn Már Þorkelsson, smiður, f. 28.4. 1973, synir þeirra eru Sölvi Ólafsson, f. 29.5. 1995, og Kári, f. 7.5. 2001, b) Ari Hermann fram- kvæmdastjóri, f. 22.1. 1975, maki Ragnheiður Þorvaldsdóttir, hesta- Elsku amma mín. Ef öll börn ættu ömmu eins og þig væri heimurinn betri. Það er sárt að kveðja en Guð tók örugglega vel á móti þér. Þær eru dýrmætar, minn- ingarnar, sem ég tek með mér útí líf- ið. Stundirnar sem við áttum saman þegar ég var lítil eru dýrmætastar. Þú keyptir sérstakt korn svo ég gæti gefið fuglunum í snjóinn. Ég man enn hvernig lyktin var af því og hvernig var að halda á því í hendinni, 3 ára og viss um að fuglarnir væru svo svangir. Það var svo notalegt að kúra hjá þér og enn betra var þegar þú last söguna um Stuttfót. Við feng- um okkur nú oft „bjútí“-blund sam- an, ha? Á 6 ára afmælinu mínu fékk ég að velja í hverju þú kæmir í veisl- una. Ég brosi þegar ég hugsa um það því þegar maður er 6 ára fær maður ekki að ráða mörgu og það var gaman þegar þú svo mættir í bláa kjólnum með hvítu doppunum í veisluna mína. Þú varst svo falleg. Þú skammaðir mig aldrei. Ég held að ástæðan hljóti að vera ótæmandi þolinmæði þín gagnvart börnum. Ég bar virðingu fyrir þér og þú barst virðingu fyrir mér. Á áramótunum þegar ég vildi alls ekki fara á brenn- una (því ég hélt að þar væru alvöru púkar) spurðirðu ekki af hverju held- ur sagðir við fjölskylduna að við tvær ætluðum að vera heima og fara út að „spássera“. Takk elsku amma. Ég komst svo reyndar að því, þegar ég var orðin eldri, að það eru menn sem leika púkana, þeir eru ekki alvöru. Þó minnið væri farið að bregðast þér þá virtistu muna öll hjartans mál og studdir mig á erfiðum stundum þó að þú værir orðin veik. Þú vildir að öllum liði vel. Þú mátt vita að í framtíðinni mun ég oft syngja fyrir þig. Þó ég sjái þig ekki þá ímynda ég mér að þú sért útí sal að hlusta og syng fyrir þig, Guð og alla hina englana. Ég elska þig. Elísabet (Lísa). Það er sagt að góð vinátta sé gulli betri. Það er mikill sannleikur í þeim orðum. Ég átti því láni að fagna að eiga vináttu Elísabetar Ólafsdóttur frá því að við vorum báðar smástúlk- ur í Efri-Hvömmum. Daglega hitt- umst við er fært var veður og við gát- um sjálfar stautað á milli að heimsækja hvor aðra, enda bæjar- leiðin stutt. Við áttum leiksvæði úti í náttúrunni. Steinarnir stóru í holtinu hétu allir einhverjum bæjarnöfnum, við ferðuðumst milli þeirra að hitta fólkið þar. Bæjarlækurinn og silung- urinn í brunnhúsinu voru vinir okkar. Uppi við fossinn, í Brunalæknum, áttum við marga stund er við stækk- uðum dálítið. Svo kom að því að hún flutti til Siglufjarðar ásamt foreldr- um sínum. Þetta var reiðarslag fyrir mig, mér fannst ég myndi varla líta glaðan dag framar. En hún kom aft- ur. Ég ætla ekki að lýsa gleði minni þegar fréttist að foreldrar hennar væru að kaupa Grænahvamm, rétt í næsta nágrenni. Þá endurnýjaðist vinátta okkar. Hún hefur haldist æ síðan. Á undanförnum vikum hefur verið ljóst að lífljós hennar myndi slokkna innan lítils tíma. Nú líður senn að vetri eftir eitthvert falleg- asta haust sem ég man eftir. Þann þrettánda þessa mánaðar kvaddi hún á fallegasta degi haustsins. Nú kvaddi hún og kemur ekki aftur. Farðu í friði, góða vinkona. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Guð blessi þig. Alla þína kæru kosti, kveð ég nú við dauðans hlið. Man er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Ók. höf.) Eiginmanni hennar og afkomend- um sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Halldóra Kristinsdóttir. Margar af mínum bestu æsku- minningum eru af heimsóknum norð- ur á Hvammstanga, til ömmu og afa í Miðtúni. Hinar reglubundnu heim- sóknir voru mikið tilhlökkunarefni hvert sumar. Ferðin frá Reykjavík norður, eins og vegirnir voru þá, var ævintýri út af fyrir sig. Í Miðtúni tóku amma Lísa og afi Jakob okkur opnum örmum. Fyrir borgarbarn var það mikils virði að dvelja á slíkum stað, með fjall og fjöru á hvora hönd. Amma var mikil útivistarkona, og oft var farið í fjallgöngur, fjöruferðir og skíðagöngur um nágrennið. Í þessum ferðum hafði ég tækifæri til að fræðast af ömmu um náttúru og sögu Miðfjarðarsvæðisins. Betri kennslustundir hef ég varla fengið síðan. Amma var einnig áhugasöm um ættfræði og upplýsingar sem hún safnaði um ætt okkar eru einstakar og munu verða mikils virði í framtíð- inni. Á unglingsaldri var ég svo heppinn að fá að búa á Hvammstanga um hríð, örskotsspöl frá Miðtúni. Heim- sóknir þangað voru margar á því tímabili og margar góðar minningar eru frá þeim tíma. Síðustu ár hafa heimsóknir verið færri en alltaf ánægjulegar. Eftir að ég flutti vestur um haf heimsótti ég ömmu tvisvar og þrátt fyrir að heilsu hennar væri far- ið að hraka, sýndi hún mínum nýja dvalarstað mikinn áhuga og áttum við langar samræður um Ameríku. Í dag syrgjum við, en huggum okkur við minningar um allt það góða sem amma lét af sér leiða. Þær minn- ingar munu lifa með öllum sem þekktu hana um ókomin ár. Einar Þór Ingvarsson. Minninganna akur hef ég marg oft grafið í og mætt þar ótal stundum fornra daga. Og framhjá líða bernskuárin, feimin, hljóð og hlý og heilla mig sem gömul álfasaga. (Steinunn Jóhannesdóttir.) Þegar æskuvinkona deyr hrannast upp ótal minningar frá liðnum árum. Smástelpur, ungar stúlkur, mæður og ömmur með sameiginleg áhuga- mál og væntingar. Einnig koma upp í hugann minn- ingar um góðar samverustundir með þeim hjónum bæði heima og að heim- an. T.d fagurri sumarnótt við Ísafjarð- ardjúp og þegar við hjóluðum saman í Hollandi, þau alvön en við ekki stig- ið á hjól í 40 ár, og ótal margt fleira skemmtilegt sem ekki gleymist. Á síðustu árum fjarlægðist hún okkur smátt og smátt, glampinn í augunum dofnaði og hvarf. Þegar við heimsóttum hana í sumar og haust var sárt að geta ekkert gert, nema setið og haldið í hönd hennar, vonað að hún þekkti okkur og fyndi að okk- ur þætti vænt um hana. Kæri Jakob, við sendum þér börn- um ykkar og fjölskyldum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum um styrk ykkur til handa. Stella og Hannes. ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Það var gaman að starfa við heilsugæslustöðina á Hvamms- tanga á árunum 1980–90. Hóp- urinn sem þar vann var sam- stilltur og skemmtilegur. Elísabet, sem starfaði með okkur læknunum á stofu og vann rann- sóknarstörf, var elst okkar, fróð og minnug; mundi til dæmis fæð- ingardag og -ár flestra héraðsbúa. Þeim mun öfugsnúnara var að ein- mitt hún skyldi verða fyrir ótíma- bærum elliglöpum. Seinustu árin var hún horfin heiminum. Við hitt- um hana ekki á þeim tíma. Kannski vildum við bara muna hana eins og hún var. Vegna búsetu í öðru landi um tíma get ég ekki fylgt þessari góðu samstarfskonu til grafar. Við, sem áður bjuggum á Strand- götu 13 á Hvammstanga, sendum Jakobi, börnum þeirra Elísabetar og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. Matthías Halldórsson. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HANNESAR FINNBOGASONAR læknis, Hlíðabyggð 8, Garðabæ. Helga Gróa Lárusdóttir, Finnbogi Hannesson, Steinunn Maríusdóttir, Birna Hannesdóttir og banrabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Fellsmúla 6, lést mánudaginn 14. október. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju föstu- daginn 25. október kl. 15.00. Auður Anna Pedersen, Guðmundur Kjartansson, Einar Ole Pedersen, Helga Hannesdóttir, Bendt Pedersen, Kolbrún Guðjónsdóttir, Halldór Kristinn Pedersen. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, sem lést á heimili sínu að kvöldi föstudagsins 11. október, verður jarðsungin frá Þorláks- kirkju á morgun, laugardaginn 19. október, kl. 13.30. Sigrún Ágústsdóttir, Magnús Flosi Jónsson, Jóhann Grétarsson, Ágúst Örn Grétarsson, Ragnheiður María Hannesdóttir og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIÐS JÓHANNESSONAR fv. skipstjóra, Gullsmára 11, Kópavogi. Ágústa Lúðvíksdóttir, Lúðvík Eiðsson, Guðríður Ottadóttir, Eiður Örn Eiðsson, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, Lilja Eiðsdóttir, Kristján Elíasson, Jóhannes Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu, systur, móður, tengdamóður og ömmu, EYRÚNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Kambsvegi 25. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ fyrir góða umönnun. Gísli Guðmundsson, Þórólfur Valgeir Þorleifsson, Þorleifur Gíslason, Ásdís Jónsdóttir, Stefanía Vigdís Gísladóttir, Magnús Ingimundarson, Guðmundur Gíslason, Hafrún Hrönn Káradóttir, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Magnús Atli Guðmundsson, Guðbjörg Þórey Gísladóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.