Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 51

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 51 FÁTT veit ég fallegra en heiðgult sóleyjatún. Ekki býst ég við að bændur deili þessari tilfinningu með mér þar sem sóleyjan er afleit beitarjurt og er rýr í töðu þótt hún étist eðlilega með öðru heyi. Í ný- tísku túnum er líka sáralítið af þessum fallegu blómum og heið- gulu sóleyjatúnin sé ég helst á eyði- býlum. Hins vegar er ég sannfærð um að bændur myndu deila aðdáun minni á kornakri að haustlagi. Það er eitthvað svo heillandi við að horfa á kornakurinn bylgjast í gol- unni, en ekki má golan breytast í rok, þá held ég að færi um bændur. Það er mér alveg ógleymanleg upp- lifun að hafa litið laukaakur. Fé- lagar í Garðyrkjufélagi Íslands hafa farið utan í allmargar skoðun- arferðir til að skoða garða og gróð- ur. Í fyrstu ferðinni okkar fórum við til Hollands. Við lögðum af stað frá Keflavíkurflugvelli að morgni þess 1. maí í glampandi sólskini og 20 cm snjódýpt. Kvöldið áður byrj- aði að snjóa og það kyngdi niður snjó alla nóttina. Hópurinn var því taugatrekktur þegar hann hittist í flugstöðinni og lýsti svefnlausri nóttu og hálkuakstri af mikilli inn- lifun. Viðbrigðin að koma í vorið erlendis voru líka mikil. Ávaxtatrén stóðu í blóma og skörtuðu ýmist hvítum eða fagurbleikum blómum, gullsópur og forsythia, sem heitir reyndar vorgull á íslensku, ljómuðu sem skíragull og fjöldi annarra vorblómstrandi runna stóð í blóma. Þó voru það haustlaukarnir sem vöktu langmestu hrifninguna. Það er ekki að ástæðulausu sem Hol- land hefur oft verið kallað land laukanna eða a.m.k. land túlipan- anna. Í fyrsta skiptið sem við okkur blasti laukaakur og sá var aldeilis ekki neitt smáræði, heldur virtist hann alveg óendanlegur, sló dauða- þögn á alla í rútunni. Sú þögn varði ekki lengi því við tóku undrunaróp og hrifningarandvörp. Við áttum oft eftir að stynja af hrifningu þessa viku, því þarna skörtuðu haustlaukarnir sínu fegursta, en þeir áttu síðan eftir að safna í sarp- inn og mynda lauka næsta árs, lauka sem síðan yrðu sendir út um allan heim, jafnvel til Íslands. Þá er ég loks komin að tilgang- inum með þessum skrifum, sem er að minna á að enn er tími til að setja niður haustlauka, þótt orðið sé æði áliðið. Að vísu eru sumir laukar, sem best er að setja niður um leið og þeir eru fá- anlegir, svo sem haustliljan, sem ég nefndi í síðasta lauka- pistli. Eins er best að setja páskaliljur niður í september, en fjöld- inn allur af smá- laukum og túlipanarn- ir þola vel síðbúna liðurlagningu, því maður leggur lauka í moldu, en setur þá ekki niður. Hvers vegna svona er tekið til orða veit ég ekki, en svona er það nú samt. Að pota niður þessum bless- uðu laukum er alls ekkert erfiðis- verk, heldur ánægjuverk á góðum degi – þessi pistill er skrifaður í sól- skini. Svo er að hugsa til framtíð- arinnar, þegar þeir gægjast allt í einu upp úr moldu og brosa við okk- ur og segja að vorið sé á næsta leiti. Flestir laukar ná að fjölga sér og koma aftur ár eftir ár, fleiri og fleiri, það eru helst túlipanarnir sem gera manni grikk og blómstra aðeins einu sinni. Þó er túlipana- reglan alls ekki án undantekninga. Langflestir „hreinu“ túlipanarnir, sem fluttir eru til lands- ins, eru fjölærir. Með „hreinu“ á ég við þá túlipana, sem vaxa villtir í náttúrunni, en eru ekki búnir til sem blendingar og leikföng garðyrkju- manna. Þar á meðal eru Tulipa tarda, T. uruminensis, T. turc- estanica og margir fleiri. Flestir af þeim hávöxnu, glæsilegu túlipönum, sem vekja aðdáun mína, eru einærir hér á landi, þar sem þeir ná ekki að þroska nýja lauka, en þó er þar undantekning. T. Apeldoorn, sem er til fagurrauður, heiðgulur og jafnvel gul-rauð-yrj- óttur, getur blómstrað ár eftir ár og fjölgað sér. Af þessari tegund voru einmitt fyrstu túlipanarnir mínir, sem ég setti niður með hitaveitu- vatni og járnkarli í desember fyrir bráðum 30 árum. Nokkrir þeirra koma upp enn, þrátt fyrir óhefð- bundna aðferð við að koma þeim í mold. Vorblómstrandi haustlaukar VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r nr. 484 Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Gleðistund kl. 14 að Dal- braut 16, 18 og 20. Þorvaldur Hall- dórsson heimsækir heimilisfólk, slær á létta strengi og leikur gömlu góðu lögin. Bjarni Karlsson sóknarprestur fjallar um spurninguna. „Hvers vegna er rökrétt að vera bjartsýnn?“ KFUM og KFUK Holtavegi 28. Haust- átak. Samkoma kl. 20.30. Ole Lille- heim talar. Fjölbreytt dagskrá. Allir vel- komnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 17.15 Litlir lærisveinar, hópur 1 og 2. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Föstud. 18. okt. til sunnud. 20. okt. er landsmót æskulýðsfélaganna í Vatna- skógi. Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM-K tekur þátt í því. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. kl. 21 Útverðir með unglingasamkomu. Sjöundadags aðventistar á Íslandi. Samkomur á laugardögum. Aðventkirkjan, Ingólfsstræti. Biblíu- fræðsla kl 10, guðsþjónusta kl 11. Ræðumaður. Brynjar Ólafsson Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta / Biblíufræðsla kl 11, ræðumaður. Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl 10.15. guðsþjónusta kl 11, ræðumað- ur: Ungt fólk úr söfnuðunum. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl 10, guðsþjónusta kl 11, ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10. Biblíurannsókn og bænastundir eru í Loftsalnum að Hólshrauni 3, Hafnar- firði. Biblíufræðsla kl 10, guðsþjón- usta kl 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Safnaðarstarf Laugarneskirkja Bridsfélag Akureyrar Nú þegar tvö kvöld eru búin af þremur af Greifatvímenningnum þá hafa tvö pör tekið forystu, en aðrir fylgja fast á eftir. Staða efstu manna er þannig: Páll Þórss. og Frímann Stefánss. 85 Pétur Guðjónss. og Anton Haraldss. 84 Hörður Blöndal og Grettir Frímannss. 66 Haukur Jónss. og Haukur Vilbergss. 52 Björn Þorlákss. og Stefán Stefánss. 51 Nokkuð góð mæting var á sunnu- dagsbrids, 13. október. Spilað var á 5 borðum og er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel. Staða efstu manna var þannig: Frímann Stefánss. og Jón Björnss. 64,4% Reynir Helgas. og Stefán Stefánss. 63% Una Sveinsdóttir og Jón Sveinss. 56,9% Páll Þórss. og Ragnheiður Helgad. 55,6% Síðasta umferð Greifatvímenn- ingsins er þriðjudaginn 22. október og hefst kl. 19:30. Rétt er að taka fram að ef einhver getur ekki mætt, og finnur ekki varapar, þá er hægt að hafa samband við keppnisstjóra, Steinar Guðmundss. í síma 863 4516 eða stjórnina. Á sunnudagskvöldum er alltaf eins kvölds tvímenningur, sem hefst kl. 19:30 og geta menn þá mætt stakir eða með sínum makker og tekið þátt í skemmtilegri spila- mennsku. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarss. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Mig langar að senda kveðju vegna brottfar- ar æskuvinkonu minn- ar. Við kynntumst á Landakoti, báðar fullar lífsgleði og forvitni á hvað framtíðin bæri í skauti sér. Martína gifti sig og fór að búa, en ég í hjúkrun. Bæði hjónin héldu tryggð við mig þar til yfir lauk. Við áttum saman margar gleðistundir en gleðin yfir barns- fæðingunum voru mestar. Ég man þegar Nína leit fyrst dagsins ljós. Svo kom hver sólargeislinn á fætur öðrum, sex talsins. Ég átti ekki börn né systkinabörn fyrr en löngu seinna. Naut því gleðinnar með Martínu og Daníel. Mér finnst ég eiga eitthvað í öllum börnunum. Martína háði harða baráttu við þann sjúkdóm sem dró hana til dauða. Við vonuðum að meðferð skilaði árangri, en svo varð ekki. Kallið var komið. Hún vissi að hverju stefndi. Við ræddum þau mál. Hana langaði að lifa og njóta áfram ástríkis sinnar góðu fjöl- skyldu. Það sem við viljum er ekki alltaf guðs vilji, en við fáum að hvíla MARTINA ERNA SIEGFRIEDSDÓTTIR ✝ Martina ErnaSiegfriedsdóttir fæddist í Magdeburg í Þýskalandi 27. júlí 1934. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 3. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 11. októ- ber. í hans hendi undir öll- um kringumstæðum. Það vissi hún. Mig langar að gera orð Davíðs í 23. sálmi að hennar. „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér.“ Hún var sátt við guð og menn. Stóð sig vel á kveðjustund með hóp- inn sinn við banabeð. Við söknum þín en vitum að þú ert í dýrð guðs. Hafðu þökk fyrir allt. Fjölskyldu þinni vottum við dýpstu samúð. Hanna Kolbrún og fjölskylda. Elsku amma Martína, nú þegar þú ert farin og ég hugsa til þess tíma sem við áttum saman sé ég hvað ég á þér margt að þakka. Sér- staklega þá tvo vetur sem þú tókst á móti mér og leyfðir mér að búa hjá þér fyrst eftir að ég kom til Reykja- víkur. Þetta var yndislegur tími og ég þakka fyrir að hafa fengið að verja honum hjá þér. Sérstaklega er mér þó minnisstætt þegar þú tókst oft á móti mér í hádeginu með hrært skyr sem var það besta sem ég hef nokkurn tímann bragðað, engin gat gert það eins og þú. Ég veit að þín verður sárt saknað, en jafnframt veit ég að þú munt vaka yfir okkur öllum því þú munt alltaf lifa í minninguni. Vertu sæl og hvíl í friði. Andri Martin. Þegar ég kveð Öddu Siggu frænku mína – í blóma lífsins – koma upp minningar bernskuáranna. Ég þekkti Öddu Siggu vel sem barn austur á Reyðarfirði. Æsku- heimili hennar á Heiðarvegi 1 var nánast mitt annað heimili. Þangað kom ég oft. Gjarnan undir því yf- irskini að vera að passa – eða hjálpa til. Adda Sigga ólst upp í stórum systkinahópi þar sem samheldni var mikil. Á því heimili var festa og þar voru reglur. Allir höfðu hlutverk – og verk að vinna. Stundum gengu verkin kaupum og sölum í systk- inahópnum. Á stóru heimili voru verkefnin mörg. En þar var líka gleði og söngur, umhyggja og hlýja. Í góðu uppeldi var traustur grunn- ur lagður. Ung að árum fór Adda Sigga að heiman. Gerðist barnfóstra í Lond- ADDA SIGRÍÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR ✝ Adda SigríðurArnþórsdóttir fæddist á Reyðar- firði 24. nóvember 1956. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 3. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 11. október. on hjá íslenskri fjöl- skyldu og axlaði sína ábyrgð vel. Hún var hreinskiptin og traust í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Ung tókst hún á við lífið – líf sem var ekki bara leikur. En sterk var hún allt til hinstu stundar. Styrkur hennar kom frá þeim grunni sem snemma var lagður og góðum og traustum eiginmanni. En saman stóðu þau vörð um vel- ferð barna sinna. Á seinni árum var samband okk- ar ekki mikið. En í fjarlægð fylgd- ist ég með henni frænku minni – og mikið var ég stolt af henni. Yfir henni var bæði reisn og glæsileiki. Hlýtt viðmót og bjart bros alltaf til staðar. Að ferðalokum skilur Adda Sigga mikið eftir sig – þó að vegferðin hafi verið alltof stutt. Líf hennar og styrkur mun kristallast í börnum hennar. Þegar ég nú kveð kæra frænku er samúð mín öll hjá börnum henn- ar, eiginmanni, systkinum og móður hennar Sigríði. Guð gefi ykkur öllum styrk til þess að takast á við sorg ykkar. Katrín Þórlindsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðr- ar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.