Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 57

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 57 „MIÐSTJÓRN ASÍ gagnrýnir harð- lega það óréttlæti og þá auknu mis- skiptingu sem einkennir tekjuhlið fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinn- ar fyrir árið 2003. Á meðan skattar á almennt launafólk eru hækkaðir og vegið er að undirstöðum verferðar- kerfisins, eru skattar á hátekju- og stóreignafólk og fyrirtæki lækkaðir sem nemur mörgum milljörðum króna. Miðstjórn ASÍ telur mikil- vægt að pólitísk umræða næstu mánaða komi til með að snúast um stefnu stjórnvalda í skattamálum og velferðarmálum.“ Þetta kemur m.a. fram í ályktun sem samþykkt var á fundi miðstjórnar ASÍ. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003 á að auka skattaálög- ur á almennt launafólk um 7.100 milljónir króna með hækkun tekju- skatta einstaklinga og hækkun tryggingargjalds umfram almennar tekjubreytingar. Á sama tíma eru skattar á hátekju- og stóreignafólk og fyrirtæki lækkaðir um 4.700 milljónir króna. Miðstjórn ASÍ mót- mælir þessu óréttlæti harðlega og ítrekar gagnrýni sína á skattastefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var á Alþingi í lok síðasta árs. Aug- ljóst er, að þau varnaðarorð sem þá voru viðhöfð áttu fullan rétt á sér. Afleiðingarnar eru nú að líta dagsins ljós. Ef ekki hefði komið til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt í lok síðasta árs má færa rök að því, að tekjur ríkisins hefðu orðið um 8.500 milljónum krónum meiri en sam- kvæmt þessu fjárlagafrumvarpi. Á sama tíma og ríkisstjórnin skenkir tilteknum þröngum hópi hátekju- og stóreignamanna þessa stórkostlegu skattalækkun, hefur kröfum miklu stærri hóps öryrkja, eldra fólks, sjúklinga, fólks án atvinnu og lág- tekjufólks verið vísað frá vegna „gíf- urlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Miðstjórn ASÍ fullyrðir að með óbreyttri skattastefnu hefði verið hægt að koma verulega til móts við réttmætar kröfur þessara hópa. Miðstjórn ASÍ hvetur til þess að tekin verði upp alvarleg umræða um stefnuna í skattamálum og getu rík- issjóðs til þess að standa undir vel- ferðarkerfi sem leiðir til aukins jöfn- uðar og tryggir fólki viðunandi lág- marksframfærslu.“ Miðstjórn ASÍ ályktar um skattastefnu stjórnvalda Skattar hækkaðir á lág- launafólk að mati ASÍ KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands afhenti Fjölsmiðjunni 2,3 milljóna króna styrk nýverið. Féð verður notað til þess að byggja upp tækja- og vélakost trésmíðadeildar Fjölsmiðjunnar. Fjölsmiðjan er mennta- og þjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem flosnað hefur upp úr hinu almenna skólakerfi og hefur ekki náð að fóta sig á vinnumarkaði. Nemendur eru ríflega 30 um þessar mundir en tugir eru á biðlista. Trésmíðadeild er ein af fimm deildum sem starf- ræktar eru í Fjölsmiðjunni. Hinar eru hússtjórnardeild, bílaþvotta- deild, garðyrkjudeild og prent- og tölvudeild. Rauði kross Íslands átti frumkvæði að því að Fjölsmiðjan var stofnuð í Kópavogi vorið 2001 og var meðal stofnenda. Deildir Rauða krossins á höfuðborgar- svæðinu sjá um að greiða laun nema á aldrinum 16-18 ára. Stuðn- ingur við rekstur Fjölsmiðjunnar er eitt af áhersluverkefnum Kópa- vogsdeildar. Meðal annarra verk- efna má nefna rekstur Dvalar, at- hvarfs fyrir geðfatlaða, heim- sóknarþjónustu, neyðarvarnir, alþjóðlegt hjálparstarf, kennslu í skyndihjálp, fataflokkun og aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur í vanda, segir í fréttatilkynningu. Garðar Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins, afhendir Þorbirni Jenssyni forstöðumanni gjöf deildarinnar að viðstöddum nem- endum og fulltrúum Rauða krossins. Rauði krossinn styrkir Fjölsmiðjuna Vilja ekki að hvalveiðar hefjist MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjón- ustunnar um hvalveiðar: „Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að Ísland skuli á ný eiga aðild að Alþjóðahvalveiði- ráðinu og minna á fyrri álykt- anir sínar um að á helstu mark- aðssvæðum íslenskrar ferða- þjónustu ríkir almenn andstaða við hvalveiðar og að þarlend stjórnvöld viðurkenna ekki rétt Íslands til að hefja hvalveiðar án þess að fyrir liggi samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins þar um. Það er því að mati SAF mikilvægt að veiðar hefjist ekki nema í sátt við hið alþjóðlega umhverfi svo að meiri hags- munum sé ekki fórnað fyrir minni. Samtök ferðaþjónustunnar beina því til stjórnvalda að hvalveiðar verði ekki hafnar, hvorki í atvinnu- eða svokölluðu vísindaskyni, án samráðs við hagsmunaaðila, þ.m.t. ferða- þjónustuna.“ Jörð víða ófreðin og viðkvæm ÞESSA dagana leita margir til fjalla til skotveiða og útiveru til að njóta þess besta sem íslensk náttúra hefur að bjóða. Landvernd vill vekja at- hygli á því að hlýtt hefur verið í veðri að undanförnu og því er jörð víðast hvorki freðin né snæviþakin. Vélknú- in ökutæki sem fara af vegum og slóðum geta því valdið miklum skaða. Undanfarin ár hafa á þessum árs- tíma borist fréttir af fjöllum um mik- inn akstur utan vega. Þegar ekið er um landið má víða sjá vegaslóða sem virðast ekki þjóna neinum tilgangi. Svo virðist sem of margir sem um óbyggðir fara átti sig illa á hversu megnug tæknin er í höndum manns- ins. Akstur utan vega skilur eftir sár sem eru lýti í landinu auk þess sem þau geta komið af stað jarðvegsrofi. Landgæði eru rýrð og náttúrunni og komandi kynslóðum er sýnd ótrúleg lítilsvirðing með þessum hætti. Í 17 gr. náttúruverndarlaga segir: „Bannað er að aka vélknúnum öku- tækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snæviþakin og frosin.“ Það er sem sagt bannað að aka utan vega nema jörð sé bæði freðin og snæviþakin, segir í frétta- tilkynningu frá Landvernd. MÆÐRASTYRKSNEFND Reykja- víkur barst nýlega gjöf frá Ás- birni Ólafssyni hf. Nefndinni var fært mikið magn af Maizena- vöffludeigi og pönnukökudeigi, Knorr-hrísgrjónaréttir, súpur og sósur. Þá fékk nefndin Maryland- súkkulaðibitakex. Það var Sverrir Ögmundsson, sölustjóri Knorr á Íslandi, sem afhenti varninginn. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður nefndarinnar, tók á móti gjöfinni ásamt nefndarkonunum Unni Jónasdóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur og Önnu Auð- unsdóttur. Morgunblaðið/Þorkell Mæðrastyrksnefnd fær matargjöf ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.