Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ottó, Koei Maru no 18, Ryoan Maru no 8 og Guð- mundur Ólafur koma í dag. Hanseduo og Mána- foss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. „Heilsum vetri“ kl. 14 hátíð- arbingó, einsöngur Geir Jón Þórisson. Harm- onikkuleikarar leika fyr- ir dansi, góðar kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtud. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard.: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Nám- skeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Skrán- ingar í s. 586 8014 e.h. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Námskeið í skyndihjálp fyrir eldri borgara í 2 daga 18. og 21. okt. og seinna nám- skeiðið 25. og 28. okt. Skráning í s. 820 8571 kl. 14–15 virka daga. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9 smíðar, út- skurður og aðstoð við böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syng- ur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffi- veitingar eftir messu. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi eftir gönguna, allir velkomnir, kl. 14 brids og önnur spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–14. Af- mælisfagnaður í tilefni af 10 ára opnunarafmæli félagsmiðstöðvarinnar, kvöldverður, skemmti- atriði og fluttur annáll stöðvarinnar í léttum dúr, dansað, Hljómsveit Hjördísar Geirs, allir velkomnir. Mál- verkasýningu Gerðar Sigfúsdóttur lýkur í næstu viku. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Námskeið í skyndihjálp fyrir eldri borgara í 2 daga, 18. og 21. október, og seinna námskeiðið 25. og 28. október. Skráning í s. 820 8571 kl. 14–15 virka daga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Fé- lagar úr Akranesfélag- inu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25–27 laugard. 26. okt. Kvöldverður og skemmtiatriði. Veislu- stjóri sr. Gunnar Sig- urjónsson, Ásgeir Jó- hannesson segir frá, Vinabandið, Happ- drætti, dans o.fl. Húsið opnað kl. 19. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulista sem eru í félagsheimil- unum. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13, brids kl. 13.30 og púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Dans- leikur í kvöld, föstud. 18. okt., kl. 20.30 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Á morgun morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Föstud.: Fé- lagsvist kl. 13.30. Skemmtun í Ásgarði, Glæsibæ, föstud. 18. okt. kl. 20. Söngfélag FEB syngur nokkur lög og hljómsveitin Skjern Salonorkester leikur fyrir dansi. Heilsa og hamingja í Ásgarði laug- ard. 26. okt. kl. 13. Er- indi flytja: Tómas Helgason, skýrir frá rannsókn sinni um sam- band heilsu og lífsgæða á efri árum og Júlíus Björnsson sálfræðingur um svefnþörf og svefn- truflanir aldraðs fólks. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikud. kl. 10–12. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnust opn- ar m.a. kortagerð, serví- ettumyndir o.fl. kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 10 boccia, frá hádegi spila- salur opinn kl. 13 bók- band, kl. 14 kóræfing. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14–15 Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 14 spilað bingó, Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og fös- tud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hár- greiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl. 10– 11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað, kl. 14–15 fé- lagsráðgjafi á staðnum, Nýtt jóganámskeið byrj- ar mánud. 21. okt. kl. 10.30–11.30, einnig er kennt á miðvikud. á sama tíma. Opið hús föstud. 25. okt. Dag- skráin kynnt kl. 14.30, frá kl. 13 verður hand- verkssala. Þriðjud. 19. nóv. kemur hjúkr- unarfræðingur og mælir beinþéttni. Lyfjafræð- ingur fer yfir lyfjanotk- un. Fræðsla um lyf, vít- amín, steinefni og fleira. Panta þarf tíma. Kennsla í þrívídd- armyndum á miðvikud. kl. 9.15–12 skráning haf- in. Kennsla í postulíns- málun byrjar þriðjud. 22. október. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugard. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtud. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Hússtjórnarkenn- arafélag Íslands. Aðal- fundurinn verður hald- inn í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur laugard. 19. okt. kl. 10. Í dag er föstudagur 18. október, 291. dagur ársins 2002. Lúkasmessa. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sálu- hjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI fékk bréf frá íbúa íÞingholtunum, þar sem segir m.a.: „Ég nýt þeirrar gæfu að búa í miðbæ Reykjavíkur á svæði 101 og hef gert það síðastliðinn áratug. Ólíkt mörgum öðrum á ég hins vegar bíl og þarf því að þola endalaust eftirlit Bílastæðasjóðs Reykjavíkur með því hvort bíl mínum sé lagt rétt. Vegna þess að gatan mín hefur fá bílastæði hef ég þurft að greiða óheyrilegar fjárhæðir í sektir fyrir það eitt að búa á Bergstaðastræti, þar sem eftirlit Bílastæðasjóðs er einstakt. Það sem er sérstakt er að í næsta nágrenni við mig er leikskóli og foreldrar barna sem þar dvelja hafa frjálst leyfi til að leggja hvar sem þeir vilja! Ítrekaðar áskoranir mínar um að hafa sama eft- irlit á öllum tímum hafa engan árang- ur borið.“ Þetta þykir bréfritara súrt í broti og spyr af hverju ekki sé eitt lát- ið yfir alla ganga. x x x ÞAÐ vill svo til að Víkverji dagsinsbjó einu sinni á sömu slóðum og bréfritari og kannast við vandamálið. Eftirlit Bílastæðasjóðs með þeim, sem eiga erindi í Þingholtin, íbúum jafnt sem gestum, er yfirleitt eins og þéttriðið síldarnet sem enginn slepp- ur í gegnum. Víkverji þurfti stundum að skjótast heim á miðjum degi, en þá eru öll lögleg bílastæði í Þingholtun- um alla jafna upptekin af bifreiðum nemenda í Menntaskólanum og Kvennaskólanum, starfsfólks fyrir- tækja og stofnana í Miðbænum og fólks, sem er í bænum að verzla. Þá varð oft þrautalendingin að leggja bílnum uppi á gangstétt fyrir framan húsdyrnar á meðan hlaupið var inn til að sækja barnið, ná í bók sem hafði gleymzt um morguninn, bera inn inn- kaupapoka o.s.frv. Yfirleitt tók þetta ekki nema fimm mínútur, en oftar en ekki var kominn sektarmiði á rúðuna þegar Víkverji kom út aftur. Víkverji reyndi ýmislegt, eins og að skilja bílinn eftir í gangi, hafa bíldyrn- ar opnar, skrifa miða til stöðuvarða – en allt kom fyrir ekki. Beiðnum til Bílastæðasjóðs um niðurfellingu sekta með vísan til þessara aðstæðna var yfirleitt svarað með skætingi. Skiljanlega varð Víkverji þá líka hissa þegar hann sá að bílaþvagan við leik- skólana í hverfinu kvölds og morgna var látin fullkomlega óáreitt, sem er einkennilegt stílbrot í árásar- og óbil- gjarnri stefnu Bílastæðasjóðs. x x x EINU sinni kom Víkverji heim áÞorláksmessukvöldi og þá var búið að leggja bílum í öll lögleg bíla- stæði í hverfinu – og líka nokkurn veginn öll ólögleg stæði uppi á gang- stéttinni framan við hús Víkverja. Ekki fengu eigendur þeirra bifreiða sektarmiða, enda er óneitanlega dá- lítið óvenjulegt ástand í bænum þetta kvöld og líklegt að efnt yrði til fjölda- mótmæla ef Bílastæðasjóður sektaði alla, sem ekki legðu nákvæmlega eftir bókinni á þessu mesta verzlunar- kvöldi ársins. Víkverji fann sér þó dá- litla smugu til að leggja á gang- stéttinni framan við hús sitt og þegar hann kom út morguninn eftir – að- fangadagsmorgun – var stöðuvörður í jólaskapi nýbúinn að skella sektar- miða á bílinn. Það virðist stundum einhver tví- skinnungur í þeim málflutningi borg- aryfirvalda að þau vilji hvetja fólk til að búa í Miðbænum, því að ofsóknir Bílastæðasjóðs gagnvart íbúum þar virðast engan enda ætla að taka. Til Flugleiða hf. ÉG VIL kvarta formlega yfir því að það sé ekki hægt að kaupa flugmiða aðra leiðina frá Íslandi nema greiða fyrir það ok- urverð í formi Saga Class-miða. Þær útskýringar, sem ég fékk á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni, voru þær að þetta væru alþjóðlegar reglur. Þegar ég minntist svo á, að ég hefði einu sinni keypt miða aðra leiðina með Go reyndi þess góða kona á söluskrifstofunni að út- skýra fyrir mér að Go væri ekki alþjóðlegt flug- félag, heldur lágfargjalda- flugfélag. Annað eins bull og þvílíka vitleysu hef ég sjaldan á ævinni heyrt. Þetta eru engar alþjóð- legar reglur, heldur léleg afsökun Flugleiða. Það er greinilegt að Flugleiðir í þessu tilviki, sem og svo mörgum öðr- um, er að nýta sér einok- unaraðstöðu sína til að halda uppi okurverði á flugmiðum á Íslandi. Arnar Dagsson, Keilusíðu 8b, 603 Akureyri. Hærri laun til reyklausra ÞAÐ er fyllilega rétt að borga þeim sem ekki reykja hærri laun, því það er auðvelt að reikna sam- an þann tíma sem fer í reykingar, fyrir utan áhættu þeim tengda. Það er vandfundið heimsku- legra athæfi en að byrja að reykja, því þar er allt í mínus, enginn plús. Björn Indriðason. Tapað/fundið Hlaupahjól og hjálmur töpuðust 5 ÁRA dóttir mín tapaði hlaupahjólinu sínu og hjálmi í Lindahverfinu í Kópavogi fyrir u.þ.b. tveimur vikum og er mjög leið yfir missinum. Hlaupahjólið er af gerðinni JD BUG með grænum dekkjum og grænum handföngum. Hjálmurinn er rauður að lit með gulum ólum og gulu innra byrði. Ef ein- hver hefur orðið þessara hluta var vinsamlega haf- ið samband við Áshildi í s. 568 7859 eða 862 9680. Leðurtaska tapaðist LJÓSBRÚN leðurtaska tapaðist í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt sunnu- dagsins 13. október sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 898- 9694. Sérsmíðað gull- hálsmen tapaðist SÉRSMÍÐAÐ gullháls- men, sem er svipað og lauf í laginu með litlum demanti greyptum neðst í menið, tapaðist fyrir um það bil hálfum mánuði. Hálsmenið er eigandanum afar kært. Vinsamlegast hafið samband í síma 564- 2149. Dýrahald Kisur vantar heimili ÖNNUR er afskaplega góð, gráleit og græneygð fjögurra ára læða og hin er grábröndóttur þriggja mánaða högni. Þau þurfa gott heimili sökum flutn- ings. Vinsamlega hafið samband í síma 567-2694. Hefur einhver séð Matthildi? LÆÐAN Matthildur hvarf frá heimili sínu á Langholtsvegi 40 mið- vikudagsmorguninn 16. október sl. og er hennar sárt saknað. Hún er hvít með gráa flekki á baki og með dökkt, þverröndótt skott. Ef þið verðið vör við kisu vinsamlega látið vita í Kattholti eða í síma 864-1391. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Á DÖGUNUM var fyr- irspurn í Velvakanda um hvernig stæði á mismun á verði far- miða í strætó fyrir aldraða og öryrkja. Því er til að svara að gjaldskrá Strætó bs. er ákvörðuð af stjórn byggðasamlagsins, sem á sínum tíma ákvað að hafa meiri niðurgreiðslu til ör- yrkja en aldraðra. Að öðru leyti kom ekki fram frekari rökstuðn- ingur fyrir þeirri ákvörðun. Bestu kveðjur frá Strætó bs, Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri. Svar Strætó bs. vegna fyrirspurnar 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: : 1 halda í skefjum, 4 full- tingi, 7 girnd, 8 kvæði, 9 hef gagn af, 11 einkenni, 13 hlífa, 14 gestagangur, 15 lof, 17 dreitill, 20 stefna, 22 mergð, 23 gjaf- mild, 24 veiða, 25 tígris- dýr. LÓÐRÉTT: 1 vígja, 2 guðshús, 3 lengdareining, 4 til sölu, 5 birtu, 6 líkamshlutann, 10 jöfnum höndum, 12 tíni, 13 bókstafur, 15 kona, 16 hamslaus, 18 sterk, 19 hljóðfæri, 20 huldumanna, 21 gangur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kotroskin, 8 fólks, 9 ylinn, 10 ker, 11 tafla, 13 asnar, 15 summu, 18 úlpan, 21 nær, 22 kýrin, 23 askan, 24 griðastað. Lóðrétt: 2 orlof, 3 röska, 4 seyra, 5 iðinn, 6 eflt, 7 gnýr, 12 lóm, 14 sæl, 15 sókn, 16 mærir, 17 unnið, 18 úrans, 19 pakka, 20 nánd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.