Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 2

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 2
Stöðluð Evrópusnudda Settur hefur verið nýr Evrópu- staðall fyrir snuð til að tryggja ör- yggi og gæði, draga úr hættu á köfn- un og koma í veg fyrir að skaðleg efni berist í snuddunotendur. [36] „Festist snuð í munni er fólki ráðlagt að halda ró sinni og losa það varlega þar sem ógerningur sé að gleypa það í heilu lagi.“ Í dag Sigmund 8 Minningar 42/47 Viðskipti 18/20 Hestar 48 Erlent 22/24 Kirkjustarf 50/52 Höfuðborgin 28 Úr Vesturheimi 60 Akureyri 29 Staksteinar 62 Suðurnes 30 Myndasögur 64 Árborg 32 Bréf 64/65 Landið 33 Dagbók 66/67 Listir 34/35 Leikhús 68 Neytendur 36 Fólk 68/73 Heilsa 37 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Viðhorf 42 Veður 75 * * * 002  LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TONY PULIS RÁÐINN KNATTSPYRNUSTJÓRI STOKE CITY / B4 GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að KSÍ sleppi við sektargreiðslu frá aganefnd evr- ópska knattspyrnusambandsins, UEFA, en mótareglur voru brotnar á landsleik Íslendinga og Skota í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Töluverður hópur stuðningsmanna skoska landsliðsins var ekki í sætum eins og skylda er heldur stóð hann í stæðum sitt hvorum megin við stúk- urnar og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þeim. „Það hefur ekkert mál verið gert út á KSÍ vegna þessa atviks og ég held að við slepp um við sekt úr þessu. Ég hef rætt við menn frá UEFA sem hafa með þessi mál að gera og þeir skilja aðstöðuleysi okkar og að við munum gera úrbætur,“ sagði Geir Þorsteinsson. Líklegt að KSÍ sleppi við sekt ÓPUR fjárfesta í Nor- i bauð í gær eina rska krónu í öll utabréf knatt- yrnuliðsins Brann, a rúmlega 10 ísk. kr. Hluthafarnir fengu boð um að skuldir fé- gsins yrðu yfirteknar þær nema rúmlega 0 millj. ísl. kr. Í frétt ergens Tidende segir þeir sem standi að boðinu ætli að skipa ja stjórn gangi hlut- afar að kauptilboði irra. Teitur Þórð- son er þjálfari liðsins, m leikur í dag fyrri kinn gegn Sande- ord um hvort liðið fær vera í hópi þeirra stu. Brann selt á tíkall? Morgunblaðið/Árni Sæbe Þessar glæsilegu stúlkur úr Björk í Hafnarfirði tryggðu sér í gær rétt til að keppa í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða í hópfimleikum sem fara fram í Charlos í Frakklandi í dag. Stjarnan úr Garðabæ komst ekki í úrslit, en 59 lið frá sautján þjóðum hófu keppni. Sjá nánar á B ÞÓTT Ólafur Stefánsson hafi ekki látið m ið að sér kveða við markaskorun á heims armótinu hefur hann átt þátt í mörg mörkum íslenska liðsins á heimsbi mótinu. Ólafur er í öðru sæti yfir þá l menn sem átt hafa flestar stoðsendin Ólafur er með 12 stoðsendingar sem g hafa mörk. Efstur er leikstjórnandi Rússa, Igor L ov, með 14. Í þriðja og fjórða sæti eru N eljko Jovanovic, Júgóslavíu, og Da Stephan, Þýskalandi, með 11 stoðsendin hvor. Patrekur Jóhannesson er síða fimmta sæti með 10 stoðsendingar í le unum þremur. Sigurður Bjarnason ke næstur á eftir þeim Ólafi og Patreki me stoðsendingar. Stoðsend- ingar Ólafs sér kveða við markaskorun á heims- bikarmótinu. Hann hefur aðeins skorað 8 mörk í 22 skotum. Athygli vekur að Ólafur hefur aðeins skorað eitt mark úr vítakasti úr fimm til- raunum. Greinilegt er þegar tölfræði heimsbikarmótsins er skoðuð að mikið hefur mætt á Patreki Jóhann- essyni í leikjum íslenska liðsins. Þeg- ar mörk Patreks og stoðsendingar hans sem leitt hafa til marka, eru lagðar saman kemur í ljós að Patrek- ur hefur átt þátt í 11 mörkum að jafn- aði í hverri viðureign. Markahæsti maður mótsins erEgyptinn Zaki Hussein, hann hefur gert 27 mörk í þremur leikjum. Næstur er Rússinn Alexander Tútsjkín með 25 mörk. Næstur á eft- ir Patreki kemur Daninn Lars Christiansen með 18 mörk og því næst er það Þjóðverjinn Christian Zeitz með 17 mörk. Einar Örn Jóns- son hefur skorað næstflest mörk ís- lenska liðsins á mótinu, alls 15. Hann er áttundi markahæsti maður móts- ins. Ólafur Stefánsson, markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar fyrr á þessu ári, hefur ekki látið mikið að Patrekur leikur stórt hlutverk PATREKUR Jóhannesson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknatt- leik, leikur stórt hlutverk með liðinu á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Hann er í fjórða sæti yfir markahæstu menn í heimsbikarkeppninni í handknattleik – hefur skoraði 21 mark, reyndar eins og Rússinn Alexei Rastvortsev, en skotnýting Rússans er betri og því er hann í þriðja sæti. OSTON Celtic, sem er gursælasta lið NBA- ildarinnar, beið sinn ærsta ósigur frá upp- afi í fyrrakvöld gegn ashington Wizards, r sem liðið tapaði eð 45 stiga un,114:69. Celtic á að ki glæsilegan feril m spannar alls 56 ár fram að leiknum gn Wizards hafði ænklædda liðið tapað est með 44 stiga mun janúar árið 1977, gn Portland 128:84. Stærsta ap Boston NATTSPYRNULIÐ á eyríkinu Madagask- er ekki vel þekkt á imsvísu en nafn fé- gsliðsins Stade ympique l’Emyrne er ú skráð á spjöld sög- nnar eftir að leikmenn sins gerðu sér lítið rir og skoruðu 149 álfsmörk í einum og ma leiknum. Þjálfari sins gaf leikmönnum num skipun um að ora í eigið mark eftir honum hafði mis- kað ákvörðun dóm- ans í upphafi leiks. eikmenn liðsins ýddu þjálfara sínum í nu og öllu. 149 sjálfs- mörk L a u g a r d a g u r 2. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 2 12.000 TONNA KVÓTI Með kaupum ÚA á brezku útgerð- arfyrirtæki hafa íslenzk fyrirtæki eignazt um 60% þorskveiðiheimilda Breta í Barentshafi. Samtals ráða ís- lenzk fyrirtæki nú um 12.000 tonna kvóta í Barentshafi og er verðmæti aflans á þriðja milljarð króna. [1, 12] 29 fórust á Ítalíu Íbúar San Giuliano de Puglia á Suður-Ítalíu voru skelfingu lostnir er nýir jarðskjálftar riðu yfir í gær. 29 manns, flest börn, fórust í skjálft- anum á fimmtudag. [1, 22] Delta á Bandaríkjamarkað Lyfjafyrirtækið Delta hefur gert samning um þróun samheitalyfja fyrir Bandaríkjamarkað, stærsta lyfjamarkað í heimi. Fyrirtækið ger- ir sér vonir um talsverðar framtíð- artekjur. [76] Úttekt vegna svikamálsins Fasteignasalinn í Kópavogi sem hefur játað að hafa haft fé af við- skiptavinum sínum kann að hafa stundað þá iðju allt fram í síðustu viku. Íbúðalánasjóður hefur beðið Ríkisendurskoðun um úttekt vegna mistaka, sem sjóðurinn virðist hafa gert við afgreiðslu fasteignaveð- bréfa til mannsins. [4] Söluhagnaður vegur þungt Söluhagnaður vegna Frjálsa fjár- festingarbankans er stærstur hluti hagnaðar Kaupþings á árinu. Arð- semi fyrirtækisins er 33% með sölu- hagnaðinum en 14% án hans. [18] LÍÚ skiptir um skoðun Aðalfundur LÍÚ ályktaði í gær að fella skyldi niður auðlindagjald á sjávarútveginn. Í fyrra féllst aðal- fundur samtakanna á hóflegt auð- lindagjald að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Útvegsmenn segja nú að þau skilyrði hafi ekki verið uppfyllt. [20] Y f i r l i t MAGNÚS Þorsteinsson hefur ásamt hópi fjárfesta keypt um 50% hlut í Flugfélaginu Atlanta. Hefur hópur- inn keypt hlut Búnaðarbanka Ís- lands, sem var 22,73%, auk þess sem hann leggur viðbótarhlutafé í fyrir- tækið. Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, segir þetta styrkja félagið og gefa mögu- leika til frekari stækkunar. Ekki fengust upplýsingar um hversu stór hlutur Magnúsar verður en í frétt frá félaginu segir að hann verði um það bil helmingur á móti hlut Arngríms Jóhannssonar og Þóru Guðmunds- dóttur sem átt hafa meirihlutann. Magnús tekur sæti Guðmundar Inga Haukssonar, fulltrúa Búnaðar- bankans, í stjórn félagsins en Arn- grímur Jóhannsson og Þóra Guð- mundsdóttir sitja áfram í stjórninni. Engin breyting verður á fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins og Haf- þór Hafsteinsson er áfram forstjóri. Hópurinn sem Magnús fer fyrir heitir Pilot Investors Ltd. og er fyr- irtækið skráð í Lúxemborg. „Ég fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur það markmið að fjárfesta í góðum fé- lögum og þetta er með betri kostum í þeim efnum,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið og kveðst ekki vilja gefa upp nöfn þeirra sem með honum standa. Þá eru allar tölur samninganna trúnaðarmál og verður ekki gefið upp hversu mikil hluta- fjáraukningin er. „Atlanta er góður kostur og gott og vel rekið fyrirtæki, því er vel stjórnað og þar er gott starfsfólk. Það er í alþjóðlegum rekstri og fellur að því sem ég hef hug til að gera,“ segir Magnús en hann kveðst hafa áhuga á flugi og er með einkaflugmannspróf. Magnús hefur starfað að viðskiptum erlendis, einkum í Rússlandi. Hann segir flug- áhugann þó ekki vera ástæðu þess- ara kaupa heldur fjárfestinguna. Styrkir fyrirtækið Arngrímur Jóhannsson segir að leiðir þeirra Magnúsar hafi legið saman gegnum flugið og kveðst hann mjög ánægður með hinn nýja með- eiganda og hafi þeir þekkst lengi. „Félagið hefur vaxið mjög hratt, um 18% á ári síðustu árin, og við þurft- um að styrkja innviðina,“ segir Arn- grímur og að ætlunin sé að nýta nýtt hlutafé til að losa um skuldbindingar og skoða möguleika á frekari útrás og stækkun fyrirtækisins. Þeir fé- lagar voru þó ófáanlegir til að ræða það frekar, sögðu það verða að koma í ljós. Búnaðarbankinn keypti hlut í fyrirtækinu fyrir um tveimur árum og í janúar 2001 sagði Arngrímur Jó- hannsson að unnið væri að því að skrá Atlanta á markað. Af því varð ekki og við kaupin í gær sagði Arn- grímur að enn væri í ráði að skrá fé- lagið á markað innan 18 mánaða. Selur í óskráðum fyrirtækjum Búnaðarbanki Íslands, sem sá um samningagerðina, eignaðist hlut sinn í félaginu fyrir um tveimur árum og segir Árni Tómasson bankastjóri það hafa verið stefnu bankans und- anfarið að selja hluti sína í óskráðum fyrirtækjum. Hann segir bankann hafa verið langt kominn með að selja hlutinn í Atlanta fyrir ári og fundur með erlendum fjárfestum hafi verið ákveðinn 14. september. Hann hafi verið blásinn af eftir 11. september. Magnús Þorsteinsson kaupir helmingshlut í Atlanta og eykur hlutaféð Gefur möguleika á útrás Morgunblaðið/Árni Sæberg Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson fagna Magnúsi Þorsteins- syni sem nýjum meðeiganda sínum í Atlanta eftir undirritun samninga. FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kynningar - Blaðinu í dag fylgir af- mælisrit skátahreyfingarinnar í tilefni af 90 ára afmæli. Blaðinu er dreift um allt land. ARNGRÍMUR Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir stofnuðu Flugfélagið Atlanta árið 1986. Aðalstöðvar þess eru í Mos- fellsbæ. Félagið rekur breiðþotur til farþega- og fraktflugs sem leigðar eru öðrum flugfélögum. Fyrirtækið er nú með 21 þotu í rekstri, flestar af gerðinni Boeing 747 en einnig nokkrar B767 þotur og eru þotur félags- ins skráðar á Íslandi. Nokkrar þeirra bera nöfn íslenskra frum- herja í flugsögu landsins. Þot- urnar eru m.a. í verkefnum í Argentínu, Dóminíska lýðveldinu, Frakklandi, Írlandi, Nígeríu, Spáni og Englandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru hátt í 600 í dag. Í aðalstöðvunum starfa um 130 manns, flugmenn og flugvélstjórar eru 265 og tæknimenn um 200. Til viðbótar eru flugfreyjur og flugþjónar, stöðvarstjórar á starfsstöðvum fé- lagsins víða um heim og fleiri. Þegar mest hefur verið um að vera hjá félaginu, t.d. kringum pílagrímaflug, hafa starfsmenn verið kringum 1.400 og nú eru starfsmenn þess af um 40 þjóð- ernum. Félagið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Árið 1999 hlaut félagið útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands. Rekstrinum stjórnað úr Mosfellsbæ Staðnir að ólöglegum rjúpnaveiðum LÖGREGLAN á Egilsstöðum stóð í gær tvo menn að ólöglegum rjúpna- veiðum á Jökuldalsheiði. Höfðu mennirnir notað vélsleða við veiðarnar auk þess sem hvorugur mannanna gat framvísað veiðikorti í gildi. Lögreglan lagði hald á 15 rjúp- ur sem mennirnir höfðu veitt. Málið er í rannsókn. Torkennilegur kassi reyndist vera tómur TORKENNILEGUR kassi fannst á gólfi flugskýlis á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um tvöleytið í gær. Samkvæmt varúðarreglum var svæðið rýmt og kallað á sprengju- sérfræðinga Landhelgisgæslunnar auk lögreglu og slökkviliðs á Kefla- víkurflugvelli. Tveir sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar komust að raun um að engin hætta var á ferðum þar sem kassinn reynd- ist tómur þegar að var gáð. Hrina beinbrota í hálkunni HRINA beinbrota fylgdi mikilli hálku sem myndaðist á götum og gangstéttum í höfuðborginni í gær- morgun. Á annan tug manna á öllum aldri leitaði til slysadeildar Land- spítalans eftir að hafa dottið í hálk- unni og beinbrotnað. Einkum var um beinbrot á höndum og fótum að ræða en ekki alvarleg meiðsl. „NEI, ég átti nú ekki von á þessu, þetta kom mér verulega á óvart,“ sagði Manúela Ósk Harðardóttir, sem náði öðru sæti í keppninni um Ungfrú Norðurlönd, sem fram fór rétt fyrir utan Helsinki í Finnlandi í gær. Sigurvegarinn var stúlka frá Noregi. Manúela var kjörin Ungfrú Ísland sl. vor. „Ég kom til Finn- lands fyrir rúmri viku og við höfum verið á flakki og haldið tískusýn- ingar. Þetta hefur verið rosalega erfitt og alveg nóg að gera,“ segir Manúela. „Ég er vissulega mjög stolt af því að hafa náð þessum áfanga því ég er búin að vinna hart að þessu.“ Manúela er ekki búin að gera upp við sig hvort hún reyni fyrir sér í fyrirsætuheiminum, nám- ið í MR gangi fyrir. „Það er mjög gott að fá þessa reynslu og hún á eftir að nýtast mér mjög vel í keppninni um Ungfrú alheim í vor.“ Næstfegurst á Norðurlöndum Morgunblaðið/Þorkell Námið í MR gengur fyrir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞAÐ KEMUR kannski ekki fram á jarðskjálftamælum, en mikið gengur á í Íþróttahúsi HK í Kópavogi um helgina, þar sem fram fer tölvuleikjakeppn- in Skjálfti. 550 taka þátt í keppninni og má búast við að sumir keppendur haldi til í íþróttahúsinu alla helgina því keppnin er tvísýn. Morgunblaðið/Golli Skjálftavakt í Kópavogi  Á skjálftavaktinni/72

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.