Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 23

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 23 HÆTTA er á, að næstum helm- ingur allra plöntutegunda verði aldauða en hingað til hefur ver- ið talið, að það ætti aðeins við um áttundu hverja tegund. Kemur þetta fram í nýrri rann- sókn bandarískra grasafræð- inga en niðurstöður hennar voru kynntar í vísindatímarit- inu Science. Segja þeir, að við fyrra mat hafi ekki verið tekið tillit til margra tegunda í hita- beltinu en þar er tegundafjöld- inn mestur. Mesta hættan steðjar að plöntum, sem búa við sérstök skilyrði á tiltölulega af- mörkuðum landsvæðum. Leyniskyttur tengdar fleiri morðum ÞEIR John Allen Muhammad og John Lee Malvo, leyniskytt- urnar svokölluðu, eru nú grun- aðir um að hafa myrt konu, Hong Ballenger, í Louisiana 23. september sl., það er að segja viku áður en morðin hófust á Washington-svæðinu. Var Ball- enger skotin til bana er hún lok- aði snyrtivöruverslun, sem hún rak, og um 1.000 dollurum rænt af henni. Rannsóknir sýna, að notaður var sami riffillinn og fannst í bifreið morðingjanna. Þegar eiginmaður Ballenger sá mynd af Malvo fannst honum hann vera líkur morðingjanum og hafði samband við lögregl- una. Var honum þá sagt, að þetta gæti ekki verið vegna þess, að ránið passaði ekki við atferli morðingjanna. Þó var hugað betur að og þá kom í ljós, að sama vopnið hafði verið not- að. Er nú verið að kanna hvort þeir Muhammad og Malvo hafi enn fleiri morð á samviskunni. Bryti Díönu laus allra mála ÁKÆRUR á Paul Burrell, bryta Díönu heitinnar prins- essu, hafa verið felldar niður en hann hafði verið sakaður um að stela hundruðum persónulegra muna í hennar eigu. Elísabet drottning hefur skýrt frá því, að Burrell hafi sagt sér, að hann hefði mikið af munum frá Díönu í sinni vörslu. Hefði hann þá undir höndum í því skyni að varðveita minningu hennar. Var Burrell að sjálfsögðu létt þegar málinu var vísað frá og kvaðst innilega þakklátur drottningu. STUTT Margar plöntu- tegundir í hættu Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.