Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 29 Til sölu Strætisvagn Bens O 305 árg. 1983. Vagninn er í ágætu lagi og óryðgaður. Nánari upplýsingar gefur Stefán á skrifstofu SVA sími 462 4929. Jörðin Hrísar í Eyjafjarðarsveit er til sölu. Á jörðinni er m.a. gott íbúðarhús, nokkur sumarhús og skógrækt, ræktað land er um 30 ha og nær m.a. að Eyjafjarðará. Jörðin er staðsett um 30 km sunn- an Akureyrar. Mögulegt er að selja jörðina í minni einingum. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ. Um helgina eru veittar upplýsingar í símum 897 7832 (Björn), s. 462 1744 og 462 1820. Fax 462 7746. Opið virka daga milli kl. 9 og 12 og kl. 13 - 17. Fasteignasalan BYGGÐ Strandgötu 29 s. 462 1744 og 462 1820 - fax 462 7746 Hrísar í Eyjafjarðarsveit til sölu Önnur umferð í fyrsta hluta spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár verður í safn- aðarheimili Glerárkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 3. nóv- ember, kl. 20.30. Alls taka sex lið þátt í keppninni og koma þau frá Akureyrarbæ – Geislagötu, Morg- unblaðinu, símamönnum, eldri borgurum, Útgerðarfélagi Ak- ureyringa og Heilsugæslunni á Akureyri. Ágóði rennur í söfnun til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Kvenfélagskonur vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja gott málefni. Á MORGUN Kvenfélagið Baldursbrá heldur bingó í dag, laugardaginn 2. nóv- ember, í safnaðarsal Glerárkirkju og hefst það kl. 15. Margt góðra vinn- inga er í boði, s.s. rafmagnstæki, matvörur og margt fleira. Ágóði rennur í söfnun til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Í DAG Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri stendur fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum í vetur um ýmsa þætti er varða skóla- starf. Fyrsti fundurinn verður á þriðjudag, 5. nóvember, í stofu 25 í Þingvallastræti og hefst kl. 16.15. Þar fjalla Elín Magnúsdóttir og Hel- ena Ármannsdóttir kennarar um lestrarkennslu 5–6 ára barna og þá færni sem börn á þessum aldri búa yfir og skiptir máli varðandi læs- isþróun þeirra. Einnig verður fjallað um hvað skiptir máli við skipulagn- ingu lestrarkennslu fyrir ung börn og samstarf leik- og grunnskóla við skipulagningu lestrarnáms. Á NÆSTUNNI KAUPFÉLAG Eyfirðinga – sam- vinnufélag hefur ákveðið að styrkja starfsemi Háskólans á Ak- ureyri, en í yfirlýsingu sem Bene- dikt Sigurðarson, formaður KEA, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirrit- uðu kemur fram að félagið muni kosta skilgreind styrktarverkefni innan háskólans. Um getur verið að ræða tíma- bundna fjármögnun á stöðugild- um prófessora, dósenta, lektora eða rannsóknarmanna við háskól- ann. Einnig getur verið um að ræða verkefni er varða rekstur þróun- arseturs eða annarra afmarkaðra eininga innan háskólans eða þá beinan stuðning við rannsóknir starfsmanna eða framhaldsnáms- nemenda. Næstu fimm ár mun KEA verja fjármagni til þessara styrktarverkefna sem svarar launakostnaði við eina prófess- orsstöðu á ári. „Þetta er einn mesti stuðningur sem fyrirtæki á Akureyri hefur veitt háskólanum og er til mik- illar fyrirmyndar,“ sagði Þor- steinn. Hann fagnaði því einnig að styrkurinn væri ekki fyrirfram skilyrtur ákveðnu verkefni, en það gæfi möguleika á að vinna að verkefnum „beint frá grasrót- inni“, eins og hann orðaði það. „Þessi stuðningur er mikil við- urkenning á störfum þess fólks sem starfar hjá Háskólanum á Akureyri,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Benedikt Sigurð- arson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, undirrituðu yfirlýsinguna og færði stjórnarformaður KEA rektor HA pennasett að gjöf. KEA styrkir háskólann FRAMKVÆMDASTJÓRN flokks- vals Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi hefur ákveðið að fram- lengja frest til að skila póstatkvæðum í kjöri félagsmanna í tvö efstu sætin á lista flokksins í kjördæminu fyrir al- þingiskosningarnar næsta vor um tvo daga. Öll atkvæði teljast gild sem póststimpluð eru í síðasta lagi hinn 6. nóvember nk. Ástæðan fyrir framlengingunni er sú að prenta varð fleiri kjörgögn en upphaflega var áætlað, m.a. vegna þess að mikill áhugi er fyrir inngöngu í Samfylkingarfélög í kjör- dæminu. Eins og fram hefur komið gáfu sjö frambjóðendur kost á sér í tvö efstu sætin á lista flokksins í kjördæminu. Niðurstaðan í póstkosningunni um tvö efstu sætin er bindandi en kjör- nefnd raðar í önnur sæti listans. Þau sem gefa kost á sér eru: Cecil Haraldsson, sóknarprestur á Seyðis- firði, Einar Már Sigurðsson, alþing- ismaður Neskaupstað. Kristján L. Möller, alþingismaður Siglufirði, Lára Stefánsdóttir, kennari Akur- eyri, Þorgerður Þorgilsdóttir, sjúkra- liði Akureyri, Þorlákur Axel Jónsson, kennari Akureyri, og Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og varaþingmað- ur, Laugum í Reykjadal. Póstkosning Samfylkingarinnar Frestur til að skila at- kvæðum framlengdur KOMIÐ hefur upp tilfelli heila- himnubólgu hjá einum nemanda í Brekkuskóla á Akureyri. „Þetta er heilahimnubólga af völdum men- ingokokka, týpu C, en það er sú týpa sem byrjað er að bólusetja fyrir,“ sagði Magnús Stefánsson yfirlæknir barnadeildar FSA í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði að þessi týpa hefði verið ráðandi í þeim heilahimnu- bólgutilfellum sem eru að koma upp hér á landi annað slagið. Hann sagði að drengurinn úr Brekku- skóla, sem er 9 ára, væri á bata- vegi og að búið væri að gera ráð- stafanir til að þetta tilfelli smitaði ekki út frá sér. Hann sagði að komið hefði upp annað tilfelli á svæðinu fyrir um mánuði og að þar væri mjög líklega um sömu týpu að ræða. „Þetta er ekkert óvenjulegt, það eru um tvö ár síðan við sáum þetta síðast og er hvorki meira eða minna nú en venjulega. Fólk þarf samt að vera vakandi eins og allt- af,“ sagði Magnús. Katrín Friðriksdóttir hjúkrunar- fræðingur í Brekkuskóla sagði að Heilsugæslustöðin hefði ákveðið að flýta fyrirhugaðri bólusetningu í skólanum, við heilahimubólgu C, sem hefði annars orðið eftir hálfan mánuð og var hluti nemenda bólu- settur í gær. Tilfelli heila- himnubólgu á Akureyri JÓN Birgir Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Ak- ureyrarbæ og mun hann hefja störf í desember næstkomandi. Á fundi bæjarráðs í vikunni var samþykkt tillaga frá Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra um tíma- bundna ráðningu verkefnastjóra, frá 1. desember 2002 til 1. desem- ber árið 2003. Verkefnastjóri mun vinna að og hafa umsjón með fram- kvæmd verkáætlunar samkvæmt áherslum í málefnasamningi meiri- hlutaflokkanna í bæjarstjórn. Áætl- unin verður tímasett, verkefnum forgangsraðað, þau kostnaðarmetin og þeim settir ábyrgðarmenn sam- kvæmt því er fram kemur í tillögu bæjarstjóra. Verkefnastjórinn mun jafnframt vinna að öðrum verkefn- um sem bæjarstjóri felur honum. Jón Birgir er B.Sc.-rekstrarfræð- ingur að mennt og hefur gegnt ýmsum ráðgjafar- og stjórnunar- störfum fyrir IMG og dótturfyrir- tæki þess. Jón Birgir verkefna- stjóri OPNUÐ hefur verið í Minjasafninu á Akureyri sýning á ljósmyndum sænska ljósmyndarans Hans Malmberg sem hann tók um mið- bik síðustu aldar. Á sýningunni eru myndir frá Íslandi, flestar af al- þýðufólki við leik og dagleg störf í sveitum og bæjum landsins. Malm- berg gat sér ungur gott orð sem ljósmyndari í heimalandi sínu og starfaði síðar víða um heim, m.a. sem fréttaljósmyndari, en eftir- stríðsárin voru gullöld þeirra. Ljósmyndir hans hafa verið á sýn- ingum í ýmsum löndum, m.a. á frægri sýningu í Museum of Mod- ern Art í New York sem fékk heitið Family of Man. Hans Malmberg kvæntist árið 1950 íslenskri konu, Margréti Guðmundsdóttur, og gaf ári síð- ar út í Svíþjóð bókina Island með 135 ljósmyndum og formála eftir Helga P. Briem sendiherra. Bókin fékk góðar viðtökur erlendis og hér heima. Á Íslandsferðum sínum tók Malmberg m.a. margar myndir af Halldóri Laxness og dvaldi hér við myndatökur þegar bókin Salka Valka var kvikmynduð í Grindavík árið 1954. Að auki tók hann fjöl- margar myndir á síldarárunum á Siglufirði og fylgdi konungi sínum, Gustaf Adolf, í opinberri heimsókn til Íslands árið 1957. Sýningin kemur frá Þjóðminja- safni Íslands og verður opin til nóvemberloka. Minjasafnið á Akureyri Ljósmyndir Hans Malmbergs ÓLAFUR Halldórsson fiskifræðing- ur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri norska þorskeldisfyrirtækis- ins Troms Marin Yngel. Hann heldur utan eftir helgi til að taka við starfinu. Seiðaeldisstöð fyrirtækisins er í byggingu og gert ráð fyrir að hún taki til starfa í mars á næsta ári og muni árlega framleiða um 10 milljónir þorsk- seiða. Kostnaður við uppbyggingu stöðvarinnar er um 750 milljónir króna. Ólafur var fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnun að loknu námi, en hann stofnaði Fiskeldi Eyjafjarðar ásamt fleirum árið 1987 og var fram- kvæmdastjóri félagsins allt til loka síðasta árs. Fiskeldi Eyjafjarðar náði fljótlega forystu í framleiðslu á lúðuseiðum og er langstærsti fram- leiðandi slíkra seiða í heiminum með 40 til 50% hlutdeild. En var ekki erfið ákvörðun að yf- irgefa Fiskey? „Nei, í raun og veru ekki. Málin þróuðust einfaldlega þannig að ég ákvað að hætta. Nú horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að takast á við nýtt og áhugavert verkefni. Það er mikill áhugi á þorskeldi í Noregi og það er gaman að fá að taka þátt í því að byggja það upp. Það var vissu- lega ekki á dagskránni að flytjast til Noregs, en mér bauðst þetta starf og ég ákvað að taka því,“ segir Ólafur Halldórsson. Elur þorskseiði fyrir Norðmenn Ólafur Halldórsson ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.