Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 33 aðarins. Mestu breytinguna sagði Jónatan vera fólgna í því að nú er unnt að stýra gæðum framleiðslunn- ar sem ekki var hægt áður, slát- urkostnaður mun lækka um 20 – 30% sem er liður í því að hafa for- sendur til að lækka kjúk- lingaverð til neytenda og nýting framleiðslunnar kemur til með að verða meiri en áður. Hægt að slátra 2.500 fuglum á klukkustund „Afkastageta nýja húss- ins er 2500 fuglar á tímann og áætlanir gera ráð fyrir því að slátrun næsta ár skili um það bil 3000 tonn- um. Til að ná þessu er slátrað í fjóra til sex tíma á dag fjóra daga vikunnar þannig að álag á húsinu er í raun mjög lítið,“ sagði Jónatan. „Meðalslátrun á dag verður 10 til 15 þúsund fuglar eða 15 til 20 tonn sem fara um húsið á dag. Við byrjum með ellefu starfsmenn í nýja húsinu en þegar allur búnaður er kominn þurfum við átta. Heildar starfmannafjöldi Reykjagarðs á Hellu er sextíu manns sem vinnur við slátrun, ferskvinnslu, pökkun og fleira. Tíu manns starfa í Mosfellsbænum,“ sagði Jónatan. Hann sagði mikla bjartsýni ríkja um framtíð Reykja- garðs og hefði reksturinn snúist yfir í að vera jákvæður á mjög skömm- um tíma. NÝTT kjúklingasláturhús hjá Reykjagarði á Hellu var opnað með viðhöfn í gær. Er öll vinnsla fyrir- tækisins nú komin þangað. Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, klippti á borða og gangsetti búnað- inn að viðstöddum gestum. Jónatan S. Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, leiddi gesti um nýja sláturhúsið og út- skýrði starfsemina með að- stoð Rúnars Sigurðssonar verksmiðjustjóra. Á eftir ávarpaði ráðherrann við- stadda og boðið var upp á léttar veitingar. Mál hafa gengið hratt fyrir sig hjá fyrirtækinu síðastliðið ár. Í desember 2001 var Jónatan Svavars- son ráðinn framkvæmda- stjóri og var þá ljóst að fyrirtækið væri komið í rekstrarvanda. Á þeim tíma átti Búnaðarbankinn fyrirtækið að öllu leyti en í haust keypti Sláturfélag Suðurlands 67% hlut. Í ágúst í fyrra var slátrun flutt í Móastöðina í Mosfellsbæ og Samefli tók við rekstrinum á Hellu þannig að Reykjagarður var ekki lengur með framleiðsluna í sínum höndum. Fljótlega kom í ljós að betra væri að vera með reksturinn á Hellu og í apríl á þessu ári tók Reykjagarður aftur við húsinu og hafin var end- urskipulagning í framhaldi af því. Hratt unnið að byggingaframkvæmdum Í byrjun júlí hafði ákvörðun um bygginguna verið tekin og hafist var handa strax. Síðustu sextán vikur hefur verið unnið að byggingu nýja hússins og í lok september hófst vinna við uppsetningu tækja og búnaðar. Nú er öll vinnsla fyrirtæk- isins komin að Hellu en í Mos- fellsbæ eru bókhalds- og söluskrif- stofur. Nýja sláturhúsið er um 1660 fer- metrar að stærð og er kostnaður við byggingu og búnað innan við 200 milljónir sem telst ekki mikið að sögn Jónatans, en keyptur var not- aður búnaður því ekki þótti forsvar- anlegt að kaupa nýjan vegna kostn- Nýtt kjúklingasláturhús Reykjagarðs opnað Sláturkostnaður lækkar um 20–30% Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnar formlega nýtt kjúklingasláturhús Reykjagarðs á Hellu, Jónatan Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, aðstoðar Guðna við að klippa á borðann. Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Á FUNDI fulltrúa sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands var ákveð- ið að vinna sameiginlega að ýmsum málum er snerta m.a. skóla- og fé- lagaþjónustu. Markmiðið með því er að unnt verði að sameina öll þessi sveitarfélög í framtíðinni. Nýjar sveitarstjórnir hittust ný- lega til að kynna sér þá sameining- arvinnu sem fram fór á síðasta kjör- tímabili. Gerð var skoðanakönnun í sveitarstjórnarkosningum um vilja fólks til sameiningar og vildu um 50% þeirra sem afstöðu tóku að stefnt yrði að því marki. Þá velti fundurinn upp þeirri spurningu hvort núverandi og hugs- anleg sameining einstakra sveitarfé- laga hefði hvetjandi eða letjandi áhrif á heildarsameiningu og komst að þeirri niðurstöðu að slíkt gæti verið mikilvægur áfangi á þeirri leið. Unnið að sam- einingu allra sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands Egilsstaðir YFIR 100 laxar, margt boltafiskar, hafa í haust haft dvalarstað hjá Norðurlaxi en þeir eru notaðir í ræktunarstarfið og koma til með að gefa af sér mikinn fjölda seiða. Þegar margir laxar eru saman í einni tjörn er mikið buslað þegar farið er að taka hrognin og stund- um er erfitt að hafa tak á stórum sporðum. Þá daga lætur Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, sig ekki vanta enda vanur að láta fisk- inn ekki renna úr greipum sér. Á myndinni má sjá Jón ásamt Að- alsteini Haraldssyni, starfsmanni laxeldisstöðvarinnar, með einn yfir 20 pund sem mun vonandi skila nokkrum stórlöxum. Norðurlax selur seiði bæði í ár og hafbeitarstöðvar fyrir utan að vera ræktunarstöð fyrir Laxá í Aðaldal. Seiðasleppingar hafa aukist á und- anförnum árum í þeim tilgangi að auka endurheimtur. Í aflanum á síðasta sumri var mikið af merktum fiski sem bendir til þess að rækt- unarstarfið skili góðum árangri. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, ásamt Aðalsteini Haralds- syni, starfsmanni stöðvarinnar, með einn af stórlöxunum. Stórfiskar notaðir í ræktunarstarfið Laxamýri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.