Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 33 aðarins. Mestu breytinguna sagði Jónatan vera fólgna í því að nú er unnt að stýra gæðum framleiðslunn- ar sem ekki var hægt áður, slát- urkostnaður mun lækka um 20 – 30% sem er liður í því að hafa for- sendur til að lækka kjúk- lingaverð til neytenda og nýting framleiðslunnar kemur til með að verða meiri en áður. Hægt að slátra 2.500 fuglum á klukkustund „Afkastageta nýja húss- ins er 2500 fuglar á tímann og áætlanir gera ráð fyrir því að slátrun næsta ár skili um það bil 3000 tonn- um. Til að ná þessu er slátrað í fjóra til sex tíma á dag fjóra daga vikunnar þannig að álag á húsinu er í raun mjög lítið,“ sagði Jónatan. „Meðalslátrun á dag verður 10 til 15 þúsund fuglar eða 15 til 20 tonn sem fara um húsið á dag. Við byrjum með ellefu starfsmenn í nýja húsinu en þegar allur búnaður er kominn þurfum við átta. Heildar starfmannafjöldi Reykjagarðs á Hellu er sextíu manns sem vinnur við slátrun, ferskvinnslu, pökkun og fleira. Tíu manns starfa í Mosfellsbænum,“ sagði Jónatan. Hann sagði mikla bjartsýni ríkja um framtíð Reykja- garðs og hefði reksturinn snúist yfir í að vera jákvæður á mjög skömm- um tíma. NÝTT kjúklingasláturhús hjá Reykjagarði á Hellu var opnað með viðhöfn í gær. Er öll vinnsla fyrir- tækisins nú komin þangað. Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, klippti á borða og gangsetti búnað- inn að viðstöddum gestum. Jónatan S. Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, leiddi gesti um nýja sláturhúsið og út- skýrði starfsemina með að- stoð Rúnars Sigurðssonar verksmiðjustjóra. Á eftir ávarpaði ráðherrann við- stadda og boðið var upp á léttar veitingar. Mál hafa gengið hratt fyrir sig hjá fyrirtækinu síðastliðið ár. Í desember 2001 var Jónatan Svavars- son ráðinn framkvæmda- stjóri og var þá ljóst að fyrirtækið væri komið í rekstrarvanda. Á þeim tíma átti Búnaðarbankinn fyrirtækið að öllu leyti en í haust keypti Sláturfélag Suðurlands 67% hlut. Í ágúst í fyrra var slátrun flutt í Móastöðina í Mosfellsbæ og Samefli tók við rekstrinum á Hellu þannig að Reykjagarður var ekki lengur með framleiðsluna í sínum höndum. Fljótlega kom í ljós að betra væri að vera með reksturinn á Hellu og í apríl á þessu ári tók Reykjagarður aftur við húsinu og hafin var end- urskipulagning í framhaldi af því. Hratt unnið að byggingaframkvæmdum Í byrjun júlí hafði ákvörðun um bygginguna verið tekin og hafist var handa strax. Síðustu sextán vikur hefur verið unnið að byggingu nýja hússins og í lok september hófst vinna við uppsetningu tækja og búnaðar. Nú er öll vinnsla fyrirtæk- isins komin að Hellu en í Mos- fellsbæ eru bókhalds- og söluskrif- stofur. Nýja sláturhúsið er um 1660 fer- metrar að stærð og er kostnaður við byggingu og búnað innan við 200 milljónir sem telst ekki mikið að sögn Jónatans, en keyptur var not- aður búnaður því ekki þótti forsvar- anlegt að kaupa nýjan vegna kostn- Nýtt kjúklingasláturhús Reykjagarðs opnað Sláturkostnaður lækkar um 20–30% Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnar formlega nýtt kjúklingasláturhús Reykjagarðs á Hellu, Jónatan Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, aðstoðar Guðna við að klippa á borðann. Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Á FUNDI fulltrúa sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands var ákveð- ið að vinna sameiginlega að ýmsum málum er snerta m.a. skóla- og fé- lagaþjónustu. Markmiðið með því er að unnt verði að sameina öll þessi sveitarfélög í framtíðinni. Nýjar sveitarstjórnir hittust ný- lega til að kynna sér þá sameining- arvinnu sem fram fór á síðasta kjör- tímabili. Gerð var skoðanakönnun í sveitarstjórnarkosningum um vilja fólks til sameiningar og vildu um 50% þeirra sem afstöðu tóku að stefnt yrði að því marki. Þá velti fundurinn upp þeirri spurningu hvort núverandi og hugs- anleg sameining einstakra sveitarfé- laga hefði hvetjandi eða letjandi áhrif á heildarsameiningu og komst að þeirri niðurstöðu að slíkt gæti verið mikilvægur áfangi á þeirri leið. Unnið að sam- einingu allra sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands Egilsstaðir YFIR 100 laxar, margt boltafiskar, hafa í haust haft dvalarstað hjá Norðurlaxi en þeir eru notaðir í ræktunarstarfið og koma til með að gefa af sér mikinn fjölda seiða. Þegar margir laxar eru saman í einni tjörn er mikið buslað þegar farið er að taka hrognin og stund- um er erfitt að hafa tak á stórum sporðum. Þá daga lætur Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, sig ekki vanta enda vanur að láta fisk- inn ekki renna úr greipum sér. Á myndinni má sjá Jón ásamt Að- alsteini Haraldssyni, starfsmanni laxeldisstöðvarinnar, með einn yfir 20 pund sem mun vonandi skila nokkrum stórlöxum. Norðurlax selur seiði bæði í ár og hafbeitarstöðvar fyrir utan að vera ræktunarstöð fyrir Laxá í Aðaldal. Seiðasleppingar hafa aukist á und- anförnum árum í þeim tilgangi að auka endurheimtur. Í aflanum á síðasta sumri var mikið af merktum fiski sem bendir til þess að rækt- unarstarfið skili góðum árangri. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Benediktsson, stjórnarformaður Norðurlax, ásamt Aðalsteini Haralds- syni, starfsmanni stöðvarinnar, með einn af stórlöxunum. Stórfiskar notaðir í ræktunarstarfið Laxamýri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.