Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 44

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 44
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 45 myndarleg kona, vörpuleg á velli, hnarreist og hafði tiginmannlega framkomu, enda bar maður ótta- blandna virðingu fyrir henni. Hún siðaði mann með strangri mildi. Hún fór ekkert leynt með skoðanir sínar á mönnum og málefnum og fylgdist grannt með. Nú er skarð fyrir skildi hjá fjöl- skyldunni. Nú er hún sofnuð svefn- inum langa en við örvæntum ekki því Drottinn segir í Jóh. 5:28-29: „Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífs- ins.“ Í trausti þessa fyrirheits þá vonast ég til þess að fá að hitta vinkonu mína á ný í himneskum heimkynnum í fyllingu tímans. Þangað til verðum við sem eftir lifum að minnast góðrar konu og þakka allar góðu stundirnar, og þreyja þorrann með Guðs styrk. Ég sendi Óla pabba og glæsilega hópnum hans innilegar samúðar- kveðjur og bið þeim blessunar og styrks. Megi Hugborg hvíla í friði. Þorsteinn Halldórsson. Garðablóm hafa látið undan vetr- arkuldanum og nú hefur þú, Hug- borg, sem varst öllum svo góð, kvatt. „Þetta er hún Hugborg, konan mín,“ sagði Óli fyrir meira en fjöru- tíu árum, þegar ég var nýkomin til landsins og gisti hjá ykkur á meðan Gunnlaugur var í námi á Selfossi hjá Jóni Pálssyni dýralækni, tengdaföð- ur þínum. Ég skildi ekkert af því sem sagt var, en hlýja viðmótið þitt þurfti engrar þýðingar við. Upp frá því varst þú mér svo miklu meira en bara vinkona. Kannski vegna þess að systir þín, Munda, er gift í Þýska- landi skildir þú mig betur en aðrir. Skildir hvað það var, sérstaklega á fyrstu árum Íslandsdvalar minnar, erfitt fyrir mig. Rætur mínar voru viðkvæmar og ekki búnar að aðlaga sig og festast. Þú hjálpaðir mér og hvattir mig. Fyrstu íslensku setning- arnar lærði ég af þér. Einnig siði, ís- lenska matargerð og margt fleira. Ánægjustundirnar sem við Gunn- laugur höfum átt með þér og Óla eru margar. Hjá ykkur beið ég eftir tveimur börnum okkar og var eins og ein af fjölskyldunni tímunum saman. Hvenær sem mér og mínum datt í hug að líta inn vorum við vel- komin og á nokkrum námsárum sín- um voru einnig Barbara og Hákon hluti af fjölskyldunni. „Ekki hættir þú að heimsækja okkur,“ sagðir þú, þegar þið fluttust í Lækjartún. Auðvitað hætti ég ekki. Umræður við eldhúsborðið, um fjöl- skyldur okkar, lífið og tilveruna, sameiginleg áhugamál eins og garð- rækt voru upplífgandi og oft fylgdi garðaskoðun í kjölfarið. Í síðustu heimsókn minni í Lækj- artún varst þú að planta út hádeg- isblómum, uppáhaldsblómum okkar beggja. Í sjúkrahúsheimsókninni til þín blasti við mér lítill vöndur af þeim og veit ég að þér þótti allra blómvanda vænst um hann. Þú hlúðir að öllum ástvinum þín- um og elskaðir þá. Þökk sé að ég var ein þeirra. Óla, sonum ykkar og öðrum ná- tengdum votta ég samúð mína. Renata. Það eru ekki nema tveir og hálfur mánuður síðan þau Hugborg og Ólafur voru hér á hátíðarstund þeg- ar Barbara, dóttir okkar, lét skíra son sinn og nú er þessi mikla heið- urskona látin. Barbara var svo lán- söm að fá inni hjá þeim hjónum í tvo vetur á námsárunum, var þar ekki aðeins í fæði og húsnæði heldur eins og ein af fjölskyldunni og er ævin- lega þakklát fyrir það góða atlæti og metur mikils tryggð þeirra. Þau Hugborg settu saman bú við Austurveg á Selfossi þar sem Ólafur rak lengi verslunina Sölvason og Co. ásamt Þorvarði Sölvasyni. Síðan settu þau upp lakkrísgerð og sölu- skála ásamt með vélaumboði. Það var oft í mörgu að snúast, en alltaf var Hugborg sá fasti punktur sem einslægt var til staðar ef eitthvað bjátaði á eða vantaði. Þannig kynnt- umst við Hugborgu og fjölskyldunni fyrst. Maður varð þess fljótt áskynja að hvarvetna lagði Hugborg gott til. Um tíma var ég aðstoðarmaður hjá Jóni tengdaföður Hugborgar og þeg- ar kom að því að Renata birtist öllum ókunn þá var henni einstaklega vel tekið af Hugborgu og hennar fólki og síðan hafa þær verið vinkonur í þess orðs bestu merkingu. Eftir að Ólafur hóf rekstur Steypustöðvarinnar og þau fluttust að Lækjartúni, breyttist ýmislegt og Hugborg gaf sér meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum, barna- börnum, garðrækt og fleira. Skrúð- garðinum, sem ævinlega var vel hirt- ur, hafði hún mikið dálæti á. Oft dvöldust á heimilinu langtímum saman bæði skyldir og vandalausir eins og móðir Hugborgar, Herdís, höfðingleg kona, viðræðugóð í besta lagi og átti þar fagurt ævikvöld. Nýlega kom til tals við einhvern gestrisni þeirra hjóna og þá var ein- mitt sagt að það hefði verið sama hvort þau bjuggu við Austurveginn eða í Lækjartúni, það hefði alltaf verið jafn mikið í leiðinni að koma við hjá þeim og tökum við undir það. Blessuð sé minning hennar og að- standendum skulu færðar samúðar- kveðjur. Gunnlaugur Skúlason. Með Hugborgu Benediktsdóttur er genginn mikill máttarstólpi í fjöl- skyldu okkar. Fjölskylda hennar og manns hennar Ólafs Jónssonar frá Hlöðum og fjölskylda okkar hafa átt náið samstarf og vináttu um áratuga skeið, bæði í starfi og leik. Minningarnar eru margar og á þessum tímamótum líða þær fyrir hugskotssjónir sem ljúfir draumar og bægja frá vandamálum daganna um stund. Eitt skáldið orðaði það svo: „… öll vor sæla er annaðhvurt, óséð eða liðin.“ Tíminn gefur engin grið og fyrr en nokkurn varir er ævin liðin hjá. Allt er breytt og menn sakna heilsu sinn- ar og hreysti þegar nýir boðar rísa. Þau sem þetta rita eiga Hugborgu og Ólafi marga skuld að gjalda. Marga glaða stund á heimili þeirra á Selfossi og Lækjartúni. Þar reistu þau sér glæsihús í náttúruperlu Ár- bæjar, þar sem Jón Pálsson dýra- læknir og Áslaug kona hans stund- uðu búskap með afkomendum sínum. Sú stórfjölskylda er ógleym- anleg þeim sem henni kynntust og fyrirmynd annarra að samheldni og léttleika hugans. Þetta fólk er einbeitt sjálfstæðis- fólk og Hugborg heitin var þar eng- inn eftirbátur. Hún var skarpvitur í pólitík og var stundum fljót að slá niður ranghugmyndir, sem maður hélt í einfeldni sinni að væru góðar og gegnar. Það leiftrar af minning- um um snörp orðaskipti um pólitík á Selfossheimilunum þar sem samt allt fólkið var þó sammála um að vera blátt íhald. Hugborg var glæsileg kona á velli og fríð sýnum. Hún var ákveðin í framgöngu og lá yfirleitt ekki á skoð- unum sínum. Hún var ef til vill ekki allra eins og sagt er. En hún var heil- steypt og vinur vina sinna. Ólafi manni sínum var hún lífsakkerið sjálft og saman eignuðust þau mann- vænleg börn og buru. Þau lifðu sam- an langa ævi þar til Hugborg nú and- aðist liðlega áttræð að aldri. Við sendum Ólafi og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Steinunn og Halldór. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mæt kona er fallin frá eftir stutt en erfið veikindi. Með virð- ingu og hlýju minnumst við Hug- borgar Benediktsdóttur. Við þökkum henni samfylgdina og vin- áttu um langt árabil. Kæra frænd- fólk og vinir, Ólafur Jónsson og fjölskylda: Ég og fjölskylda mín sendum ykkur hugheilar sam- úðarkveðjur. Jón Helgason. HINSTA KVEÐJA Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Margrét Sigfús-dóttir fæddist á Skálafelli í Suður- sveit 26. janúar 1911. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjól- garði laugardaginn 26. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigfús Sigurðsson bóndi og Ingibjörg Þorsteins- dóttir húsmóðir. Margrét var þriðja í röð sex systkina og eru nú tvö þeirra á lífi, Ragnar og Guð- brandur, báðir búsettir á Höfn. Hin voru: Karólína, Sigríður og Sigurður. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum á Skálafelli og tók ung þátt í öllum almennum sveitastörfum eins og þá tíðkaðist. Hún fór snemma að vinna fyrir sér utan heimilis og stundaði margvísleg störf um ævina, m.a. var hún ráðskona í verbúð- um á Höfn, ráðskona við vega- og brúar- gerð og tvo vetur var hún ráðskona við heimavistarskólann á Hrollaugsstöðum. Árið 1961 flutti hún að Höfn. Þar vann Margrét mörg ár í kjörbúð KASK og síðan í saltfiskverk- un KASK til sjötugs- aldurs. Árið 1972 keypti Margrét litla íbúð á Höfða- vegi 13 og þar bjó hún til ársins 1983 er hún festi kaup á nýrri íbúð á Bjarnahóli 3, þar sem hún bjó síðan. Útför Margrétar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Magga frænka mín. Þá er komið að kveðjustund. Ég fæddist og ólst upp á Skálafelli þar sem þú bjóst, þú varst ráðskona í heimavistinni fyrsta árið mitt í skóla og þú fluttir að Höfn um svipað leyti og ég. Ég hef því notið þeirra forrétt- inda að vera í námunda við þig alla mína ævi og samverustundir okkar hafa verið bæði margar og góðar. Þú og amma kennduð mér bænir og þið kennduð mér líka að lesa, prjóna og margt fleira sem hefur gagnast mér vel í lífinu. Þú varst afskaplega dugleg kona og vildir alltaf bjarga þér sjálf. Það gerðir þú líka svo sannarlega fram á síðasta dag, eldaðir mat, bakaðir bestu kökur í heimi og aldrei mátti maður fara frá þér án þess að fá kaffi- sopa og meðlæti. En þú varst líka þakklát ef ég gat rétt þér hjálpar- hönd, sérstaklega síðustu árin. Þessa síðustu daga hafa komið upp í huga minn margar minningar um þig, allar jafn góðar, og þær ætla ég að geyma í hjarta mínu um ókomin ár. Efst í huga mínum núna er þó þakklæti. Þakklæti til þín fyrir það sem þú hefur verið fjölskyldu minni, börnum mínum, tengdabörnum og ekki síst barnabörnunum, en þau segjast alltaf „eiga þig“. Þín er sárt saknað en við eigum öll góðar minn- ingar eftir. Elsku Magga mín. Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt. Þín Guðbjörg (Gugga). Elsku Magga mín, nú kveð ég þig með sárum söknuði í hjarta, þar sem ég á einnig svo margar fallegar minn- ingar um þig. Það var sama hvaða tíma dags maður heimsótti þig, alltaf voru kræsingar á borði, og þú hrein- lega móðgaðist ef maður kláraði ekki að minnsta kosti eina sort. Þegar ég var í pössun hjá þér í eina viku einn veturinn var ég borin eld- snemma út í heitan bílinn og svo beint upp í rúmið þitt og þar fékk ég að lúlla áfram í hlýjunni. Ef við frænkurnar fengum nokkrar að gista saman bjóstu alltaf um okkur í þínu rúmi, annað tókst þú ekki í mál, og eftir að hafa farið með bænirnar með okkur lagðist þú á dýnuna á gólfinu. Þannig er þér best lýst, alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla. Þú talaðir oft um hann Guð og hann Jesú og hana Maríu mey, sem þú trúðir svo sterkt á. Þegar þú varst veik á spítalanum og hafðir ekkert vaknað yfir daginn lásum við, ég og Kidda, upp úr litlu bænabókinni þinni fyrir þig og þú umlaðir með okkur flestar bænirnar. Þú kunnir þær allar og lagðir þig fram við að kenna okkur þær, og þær geymi ég í hjarta mínu og reyni að kenna barninu mínu þær. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Magga mín, núna ertu kom- in til himna og átt eftir að vaka yfir okkur þar, það veit ég. Minning þín mun lifa með okkur um alla ævi. „Ég lít til himins, ég lít til þín. Ég lít til himins og reyni að finna augun þín.“ María Viðarsdóttir. Elsku Magga frænka. Nú ertu komin á nýjan og betri stað þar sem þér á eftir að líða vel. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun alltaf geyma styttuna af okkur sem þú gafst mér þegar ég var lítil og mun ég þá hugsa til þín þegar ég horfi á hana. Ég vil kveðja þig með fyrsta erindinu í uppáhaldssálminum þínum. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Guð geymi þig elsku Magga mín og minningin um þig mun ávallt vera í huga mér. Þín frænka Sigurbjörg Viðarsdóttir. Elsku Magga. Mig langar að skrifa þér nokkrar línur. Til að þakka þér fyrir að vera Magga frænka, sem gerði alltaf allt fyrir alla, allt sem þú mögulega gast og oft miklu meira en það. Einnig vil ég þakka þér fyrir trúna sem þú gafst mér í bernsku og alla sálmana og versin sem þú kenndir mér. Ég kveð þig með versinu sem þú kenndir mér í sumar þegar þú varst hjá mér. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg og böl þig buga baggi margra þungur er. (Höf. ók.) Góða ferð og Guð geymi þig elsku frænka. Kveðja Svanhvít Sigurðardóttir. Elsku Magga frænka. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér. Þegar ég kom heim á Höfn var alltaf fastur liður að hitta þig. Maður passaði sig á því að koma aldrei of saddur til þín svo að maður gæti borðað nóg af góðu kök- unum þínum. En skemmtilegast var að spjalla við þig, þú fylgdist vel með öllu svo að það var hægt að talað um allt við þig. Húmorinn var alltaf í lagi hjá þér og þú sást björtu hliðarnar á öllu og við hlógum saman, hvort sem við vorum að tala um heimsmálin eða hversdagsleikann. Þú hafðir alltaf gaman af börnum það man ég frá því að ég var sjálf lítil. Það var alltaf svo gaman þegar við Heiðar bróðir fengum að gista, þú hugsaðir svo vel um okkur og kennd- ir okkur bænirnar fyrir svefninn en auðvitað eftir að við vorum búin að fá okkur mjólk og brúnköku. Mér fannst líka svo gaman að skoða allt dótið þitt og þá er sterkasta minn- ingin tengd jesúmyndinni þinni sem breyttist í Maríu mey ef maður færði sig aðeins til. Ég fór alltaf inn í her- bergið þitt til að kíkja á þessa mynd, líka síðast þegar ég heimsótti þig á Bjarnahólinn. Ég var viss um að þessi mynd væri gædd einhverjum töframætti og trúi því jafnvel enn í dag. Ég sá það enn betur eftir að við Halldór eignuðumst hann Sigurð Bjarma okkar, hvað börnin glöddu þig. Þegar við komum með hann fyrst til þín um síðustu jól, þá varstu ekki lengi að leggjast á gólfið hjá honum og leika við hann, þú máttir varla vera að því að tala við okkur. Litli snáðinn skynjaði strax hversu góð þú varst og leið alltaf vel með þér þegar þið hittust. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa getað haft þig hjá okkur í sumar þegar þú þurftir að koma til læknis í Reykjavík. Á daginn skemmtuð þið Sigurður Bjarmi ykk- ur vel saman. Þó að það væru níutíu ár á milli ykkar, hlóguð þið að hvort öðru og það var yndislegt að horfa á ykkur leika saman. Á kvöldin áttum við Halldór síðan góðar stundir með þér þar sem við spjölluðum saman og skemmtum okkur. Það kom okkur á óvart hvað þú rúmlega níræð konan vissir mikið um sjónvarpsefnið í dag, t.d. vildir þú alls ekki missa af þætt- inum um Frasier fyrir svefninn. Elsku Magga frænka, við eigum eftir að sakna þín mikið og það verð- ur skrítið að koma heim á Höfn og geta ekki hitt þig. Við höfum lært mikið af þér og eigum margar góðar minningar um þig sem við munum alltaf eiga. Nú ertu komin á nýjan stað og við vitum að þér líður vel þar og munt vaka yfir okkur öllum. Við viljum enda þessa kveðju á vísunni sem þú fórst svo oft með í sumar: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg og böl þig buga baggi margra þungur er. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku Magga, Ingibjörg Ósk, Halldór og Sigurður Bjarmi. Elsku Magga. Það er ekki ofsögum sagt að þú hafir ávallt verið í sérstöku uppáhaldi hjá fjölskyldunni í Fáka- leiru 8c. Þú varst frænka sem alltaf var gott að koma til, gafst af þér hlýju og yl og varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Þú varst barngóð með eindæmum og þegar stelpurnar komu í heimsókn til þín mátti alltaf sjá gleðiglampa í augum þínum. Þú varst góð vinkona sem gaman var að spjalla við og ávallt var stutt í grínið og glensið. Þú lést óspart í ljós hversu mikla trú þú hafðir á okkur og hversu vænt þér þótti um okkur öll og von- andi fannst þú fyrir sömu væntum- þykju og virðingu frá okkur í þinn garð. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim er okkur efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum með þér og minningarnar sem þú skildir eftir handa okkur. Við eigum öll eftir að sakna þín en við vitum að þú ert nú komin á góðan stað þar sem þér líður vel í návist allra góðu englanna sem þú talaðir svo oft um. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Heiðar, Ragna, Anna Regína og Elín Ása. MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.