Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 47

Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 47
HESTAR 48 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIN mikilvægasta undirstaða allrar ræktunar er frjósemi. Með fallandi frjósemi dregur allan kraft úr rækt- unarstarfi og því með réttu hægt að segja að frjósemin sé einn af horn- steinum ræktunarstarfs hverju nafni sem það nefnist. Allnokkuð er síðan hrossaræktarmenn fóru að minnast á mikilvægi þessa þáttar og hversu áríðandi væri að viðhalda góðri frjósemi innan íslenska hrossastofnsins. Víða um lönd mætti sjá hnignandi hrossastofna þar sem ein meginástæðan væri stöðugt minnkandi frjósemi. Margir þættir ráða frjóseminni Það eru margir þættir sem koma við sögu þegar frjósemi hrossa er metin. Eðli málsins samkvæmt bein- ast augu manna fyrst og fremst að stóðhestunum en að mati sérfræð- inga þarf vissulega að huga að hryssunum einnig. Hvað stóðhestana varðar eru það að sjalfsögðu sæðisgæðin þar sem litið er á sæðismagnið, fjölda sæð- isfrumna og hreyfigetu þeirra. Þá skiptir eistnastærð máli, lögun þeirra og lega. Stýrimaður í hverri girðingu Atferlisþátturinn er einnig mik- ilvægur og þar er það áhugi stóð- hestanna og hversu kröftugir þeir eru við að sinna hryssum. Þá getur verið mjög mismunandi hversu vel þeim gengur að finna réttu leiðina fyrir skaufann í leggöng hryssunnar. Dæmi er um það hérlendis að hátt dæmdur hestur hafi ekki fyljað lung- an af þeim hryssum sem voru með honum í girðingu af því hann „hitti“ svo sjaldan. Þetta segja sérfræð- ingar að sé vel þekkt úr heimi frjó- semisfræðinnar og þessi „klaufa- skapur hestsins“ geti vel erfst til afkomenda hans. Það gæti orðið at- hyglivert ef galli sem þessi breiddist út ef hafa þyrfti „stýrimann“ í hverri girðingu til að tryggja að allt fari rétta leið. Stærð eistna mæld En hvað hefur verið gert hér á landi til að sporna við ófrjósemi? Sæði hefur verið skoðað í nokkr- um fjölda hrossa í tengslum við starfsemi Sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti og vissulega hafa feng- ist ýmsar gagnlegar upplýsingar við ómskoðun hryssna víða um land þar sem fyrst og fremst er verið að at- huga hvort þær séu fyljaðar. Í landsmótinu á Vindheimamelum var í fyrsta sinn gerð markviss skoð- un á eistum þeirra stóðhesta er þar komu fram. Þau mæld og lega þeirra metin. Þá var í tengslum við til- raunir með frystingu á sæði gerð at- hugun á áhrifum aukinnar lýsingar sæðisframleiðslu stóðhesta. Einnig var tekin með í þessa rannsókn fóðr- un stóðhestanna. Tímgunin færð frá náttúrunni Sérfróðir vilja meina að stöðugt sé verið að færa tímgunina í hrossa- ræktinni meir og meir frá sínu nátt- úrulega umhverfi. Með því sé verið að breiða yfir hið raunverulega ástand í frjósemismálum. Dæmi eru um að stóðhestar sem skilað hafa lé- legri frjósemi séu því sem næst í gjörgæslu og þeir fylji „handvirkt“ eins og einn viðmælenda orðaði það. Fjölda hryssna sem hafa einhver vandamál með fyljun er hjálpað meðal annars með sæðingum. Versti skaðinn gerist þegar hæfi- leikamikil og vel gerð hross reynast ófrjósöm. Einn sérfræðingurinn sem rætt var við sagði að eitt stærsta meinið væri að reiðhestshæfileikar hrossa og atgervi þeirra væri mun framar á forgangslistanum en frjó- semin. Það virðist því sem áhyggjur manna af ófrjósemi risti ekki mjög djúpt því þegar kemur að pen- ingahliðinni er þeim áhyggjum oftar en ekki ýtt til hliðar fyrir skjótfeng- inn gróða. Þá hefur opinber umræða um ófrjósemi verið hálfgert tabú og stóðhestseigendur gjarnan viljað fá að vera í friði með sín ófrjósemi- vandmál. Mörg kunn nöfn tengd ófrjósemi Margir kunnir stóðhestar hafa verið þekktir að ófrjósemi um lengri og skemmri tíma og er þar líklega frægastur Ófeigur frá Flugumýri sem er skyldleikaræktaður hestur, undan alsystkinum án þess að hér sé verið að fullyrða að það sé ástæðan. Þá hafa nokkrir synir hans einnig fengið þennan stimpil á sig og má þar nefna Reyk frá Hoftúni og Geysi frá Gerðum. Nýjasta dæmið er svo Hegri frá Glæsibæ sem brást alger- lega nýjum eigendum sínum en hann fyljaði enga hryssu eftir því sem næst verður komist á þessu ári. Af- komandi Ófeigs, Töfri frá Kjart- ansstöðum, hefur einnig átt erfitt uppdráttar með afköst í fyljun. Einn sérfræðinganna sem rætt var við sagði alltaf erfitt að sanna til fulln- ustu ófrjósemi í hestum en þó væri ekki um að villast að eitthvað væri að þegar hestar væru að skila léleg- um afköstum árum saman. Baldur frá Bakka var að heita má ófrjór síðustu árin sem hann var hér á landi og erfiðlega gekk oft með Höfða-Gust frá Sauðárkróki. Einnig hafa ýmsir viljað bendla Hrafn frá Holtsmúla við ófrjósemi og sömu- leiðis einhverja af hans afkom- endum. Fjöldi stóðhesta hefur einn- ig lent í tímabundum hremmingum þar sem frjósemi þeirra hefur dottið niður en þeir síðan náð sér aftur. Að- alvandamálið hér á landi er fyrst og fremst þekkingarleysi á orsökum ófrjósemi. Eins og að ofan getur geta ástæður verið margvíslegar og því erfitt að finna út hvað hamlar í hverju tilviki. Þetta hefur meðal annars leitt það af sér að ekki er hátt talað um hvaða hesta um ræðir hverju sinni. Að byrgja brunninn áður en… Ágúst Sigurðsson hrossarækt- arráðunautur telur að frjósemi ís- lenska hrossastofnsins sé góð eins og er en hann tekur hiklaust undir að betra sé að huga alvarlega að þessum málum áður en í vandræði er komið. Hann er sammála þeim sérfræðingum sem hér er vitnað í um að þörf sé á margskonar rann- sóknum og upplýsingaöflun. Að síðustu er vert að vitna í um- mæli prófessors Hans Merkt frá Þýskalandi sem flutti fyrirlestur hér á landi fyrir nokkrum árum um frjó- semi hrossa þar sem hann hvatti ís- lenska hrossaræktarmenn til að taka á frjósemismálunum áður en það yrði vandamál því þá væri erf- iðara um vik að laga það sem aflaga hefur farið. Frjósemin einn af hornsteinum íslenskrar hrossaræktar Það var mikið reiðarslag þegar í ljós kom að Hegri frá Glæsibæ hafði ekki fyljað neina af þeim hryssum sem hjá honum voru í sumar og sannast þar að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. Knapi er Ragnar Tómasson. Morgunblaðið/Vakri Gott þykir þegar saman fara góðir erfðaeiginleikar og góð frjósemi og er Þorri frá Þúfu gott dæmi um farsælan hest þar sem þetta tvennt fer saman. Það eru Guðni Guðmundsson og Indriði Ólafsson sem standa við hestinn. Geysir frá Gerðum er einn þeirra hesta sem ekki hafa skilað góðri frjósemi og nú er ljóst að ekki fyljar hann fleiri hryssur því nýlega var komið að honum fótbrotnum í haga og þurfti að fella hann. Knapi er Björg Ólafsdóttir. Frjósemi íslenskra hrossa virðist í góðu lagi þegar á heildina er litið en sérfróðir menn telja sig þó sjá ýmsar blikur á lofti. Valdimar Kristinsson kynnti sér skoðanir nokkurra sérfræðinga. alltaf á sunnudögumBÍLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.