Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 48
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 49
RÉTT VIKA er í 53. ársþing Landssambands
hestamannafélaga sem haldið verður í húsa-
kynnum Fáks á Víðivöllum í Reykjavík. Fyrir
þinginu liggja 24 tillögur en ef að líkum lætur
má gera ráð fyrir að þeim muni eitthvað fjölga
eitthvað fram að þingi en sú hefur verið raun-
in undanfarin ár þrátt fyrir að reglur kveði á
um að aðeins skuli bera upp tillögur sem hafi
borist með lögskipuðum fyrirvara.
Eins og ávallt eru tillögur viðvíkjandi
keppni nokkuð fyrirferðarmiklar en hæst ber
að sjálfsögðu tillögur til breytinga á lögum
sambandsins. Er þar annarsvegar um að ræða
ný þingsköp og svo breytingu á árlegu þing-
haldi en gangi tillagan eftir verða þingin
framvegis haldin annað hvert ár. Verða þá
haldnir formannafundir árin á milli og sagði
Jón Albert Sigurbjörnsson formaður LH að
þeir væru einvörðungu til skrafs og ráðagerða
en ekki teknar ákvarðanir um breytingar á
lögum eða reglum sambandsins.
Fet og stökk úr
gæðingakeppninni?
Róttækasta tillagan kemur að öllum lík-
indum frá Hestamannafélaginu Herði þar sem
lagt er til að bæði feti og stökki verði sleppt í
gæðingakeppni A- og B-flokks. Líklegt þykir
að þessi tillaga eigi eftir að hleypa lífi í um-
ræðuna að minnsta kosti í nefnd en ekki eru
allir jafn vissir um að hún muni eiga sér lengri
lífdaga en sem nemur nefndarstörfunum. Í
greinargerð með tillögunni segir: „Hreyfingar
hestsins eiga að vera léttar, fjaðurmagnaðar,
háar, svifmiklar, hreinar, sniðfastar og frjáls-
ar“ og er þar vitnað í gamla reglugerð. Segir
síðan að flutningsmenn tillögunnar fái með
engu móti séð hvar inn í þessa lýsingu fet og
stökk geti fallið.
Harðarmenn leggja einnig til að hinar al-
þjóðlegu FIPO-reglur fyrir íþróttakeppni
verði þýddar á íslenska tungu.
Vélhjól á reiðvegum vandamál
Andvaramenn vekja máls á þörfu máli sem
er akstur vélhjólamanna á reiðvegum þar sem
þeir leggja til að stjórn LH verði falið að leita
eftir viðræðum við yfirvöld og landssamtök
aksturs- og eða vélhjólaklúbba í því augnamiði
að koma hjólunum af reiðvegunum. Í grein-
argerð er bent á þá miklu slysahættu sem
fylgir þessu athæfi vélhjólamanna auk þess
sem hjólin spilli reiðvegunum verulega þegar
þau spæna þá upp og grafa í þá vatnsrásir.
Ferða- og samgöngunefnd leggur til að
heimild verði veitt til að endurúthluta
reiðvegafé sem ekki er notað.
Dómaranefnd LH leggur til að breytingar
verði gerðar á útreikningi úr tímatöku og ein-
kunnum í gæðingaskeiði í samræmi við al-
þjóðareglur. Stjórn LH leggur til að tekin
verði upp sætaröðun í úrslitum gæðinga-
keppni í stað einkunnagjafar eins og tíðkast
hefur hin síðari ár.
Stígandi í Skagafirði leggur til að heimild
verði sett í reglur fyrir aðstoðarmenn til
handa fötluðum sem hyggja á þátttöku í
keppni á hestum. Minnt er á að á ársþingi
1998 var samþykkt að auðvelda ætti þátttöku
fatlaðra í keppni á hestum.
Heimild fyrir dómaradúett
Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leggur til að
heimilað verði að hafa aðeins tvo gæðinga-
dómara á félagsmótum og öllum minni mót-
um. Er gert ráð fyrir í tillögunni að þeir dæmi
saman og gefi eina einkunn. Benda þeir á í
greinargerð að þetta hafi verið reynt víða með
góðum árangri og flýtt mjög fyrir framkvæmd
móta. Íslandsmótsnefnd leggur fram tillögu
þess efnis að hægt verði að veita undanþágu
frá tvískiptingu Íslandsmóta og halda þau
saman eins og gert var síðast liðið sumar. Í
þessu sambandi má geta þess að á þinginu
verður tekin ákvörðun um hvar Íslandsmót
verða haldin árin 2004 og 2005. Ljóst er að Ís-
landsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi
á næsta ári en ekki hefur enn borist boð um
að halda Íslandsmót yngri flokka það árið.
Gestgjafarnir eru með þrjár tillögur á
þinginu. Í einni þeirra er lagt til að afnumið
verði það ákvæði úr reglum að einungis dóm-
arar með landsdómararéttindi skuli dæma á
landsmótum en þess í stað verði heimilt að
skipa til starfans reynslumikla dómara. Þá
vilja fáksmenn að kröfur um hraða í gæð-
ingaskeiði verðar hertar á þá lund að til að fá
fullt hús stiga fyrir hraða þurfi að skeiða
vegalengdina á 8 sekúndum í stað 9 eins og nú
er.
Stjórnarmenn vilja
„örlitla“ hækkun
Þá er þess að geta að stjórn LH leggur til
að árgjald til samtakanna verði hækkað um
þrjú hundruð krónur og mun það þá verða
1650 krónur á hvern félagsmann verði sátt um
tillögu stjórnar. Bent er á að samtökin hafi á
undanförnum árum stigið krappan dans í fjár-
málum en með miklu harðfylgi hafi tekist að
rétta af og hækkun sé nauðsynleg til að ekki
fari aftur í sama horfið.
Þingið hefst klukkan 13:00 föstudaginn 8.
nóvember og verður dagskrá með hefðbundnu
sniði. Kosið verður væntanlega um allar stöð-
ur í stjórn vegna þinghalds annað hvert ár ef
lagabreytingar þess efnis verða samþykktar á
þinginu nú.
53. ársþing Landssambands hestamannafélaga
Afdrifaríkar
lagabreytingar
á dagskrá
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. er með
eftirtalin húsnæði til leigu:
Hlíðasmári 11
Til leigu í nýju og fallegu húsnæði. Hentar vel
fyrir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Stærðir
frá 150—600 fm.
Síðumúli 24—26
Nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Stærðir
frá 150—300 fm með stórum gluggum, inn-
réttað að óskum leigutaka.
Skúlagata 19
213 fm salur á 4. hæð í nýju lyftuhúsi með eld-
húsi. Glæsilega innréttað. Hentar undir skrif-
stofur eða félagasamtök.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Sleðbrjótur I, Hlíðarhreppi, þingl. eig. Eysteinn Geirsson, gerðarbeið-
endur Glitnir hf., Lífeyrissjóður Austurlands og Norður-Hérað,
miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
1. nóvember 2002.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12,
Bolungarvík, kl. 15.00 á eftirfarandi eignum í Bolungarvík:
Grundarhóll 3, þingl. eig. Ólafur Ingvi Ólafsson, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Mávakambur 2, þingl. eig. Byggðastofnun, gerðarbeiðandi sýslumað-
urinn í Bolungarvík.
Völusteinsstræti 30, þingl. eig. Þorgils Gunnarsson, Sigrún Elva
Ingvarsdóttir og Bolungarvíkurkaupstaður, gerðarbeiðandi Trygg-
ingamiðstöðin hf.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
1. nóvember 2002.
Jónas Guðmundsson.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu
7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 18—20, n.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann
Ársælsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudag-
inn 6. nóvember 2002 kl. 14.00.
Austurvegur 18—20, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 14.00.
Blöndubakki, Norður-Héraði, þingl. eig. Gestur Jens Hallgrímsson
og Bryndís Ágústa Svavarsdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður land-
búnaðarins, miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 14.00.
Lagarbraut 4, hl. 00.01, Fellabæ, þingl. eig. Oddur Óskarsson, gerðar-
beiðandi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., miðvikudaginn 6. nóvem-
ber 2002 kl. 14.00.
Lagarbraut 4, hl. 0103, Fellahreppur, þingl. eig. Oddur Óskarsson,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Hekla hf. og Íslandsbanki-
FBA hf., miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 14.00.
Miðás 23, 50%, Austur-Héraði, þingl. eig. Bón- og pústþjónustan
sf., gerðarbeiðandi Austur-hérað, miðvikudaginn 6. nóvember 2002
kl. 14.00.
Miðvangur 1—3, hl. 02.02, Austur-Héraði, þingl. eig. Karl Gústaf
Davíðsson og Davíð Jóhannesson, gerðarbeiðandi Austur-Hérað,
miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 14.00.
Skálar, Vopnafirði, þingl. eig. Ægir Kristinn Sævarsson, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður Austurlands, miðvikudaginn 6. nóvember 2002
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
1. nóvember 2002.
TIL SÖLU
Lagerútsala
Laugardaginn 2. nóvember verðum við
með lagerútsölu frá kl. 13.00 til kl. 16.00
síðdegis.
Seld verða leikföng í úrvali: Bílar, RISAEÐLUR
með hljóðum, dúkkur, gæsaveiðitækið vinsæla,
tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, boltar, stórar
vatnsbyssur, mikið úrval leikfanga í skóinn o.fl.
o.fl. Einnig nokkuð af ódýrum KAFFIVÉLUM,
brauðristum, handþeyturum. Herðatré: plast
og tré, fægiskóflur, borðdúkar, servíettur, plast-
hnífapör. VEIÐARFÆRI: Stangir, hjól, nælur,
önglar, spúnar, veiðikassar, gervibeita, línur,
flugulínur, vöðluskór, túbu-Vise, vatteraðir
veiðigallar, regnjakkar. Ódýrar vöðlur í stærð-
unum 41—42, hagstætt verð. VERKFÆRA-
KASSAR á tilboðsverði. Bakkar fyrir örbylgju-
ofna, hitakönnur, vínkælar, ÞURRKGRINDUR
fyrir þvott, áklæði á strauborð. Grillgrindur,
grillgafflar, uppkveikikubbar fyrir grill. GERVI-
JÓLATRÉ á góðu verði. Hleðslubatterí. Vagn
á hjólum með þremur hillum, tilvalinn á lager,
í mötuneyti o.fl. Trilla fyrir lager. Lítið við, því
nú er tækifærið að gera góð kaup og kaupa
ódýrar jólagjafir og leikföng á hagstæðu verði
í skóinn. Kredit- og debitkortaþjónusta.
I. Guðmundsson ehf.,
Skipholti 25, 105 Reykjavík.
TILKYNNINGAR
Gvendur dúllari ehf.
Fornbókaverslun
Opið líka laugardaga 11-17
Klapparstíg 35, sími 511 1925
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Miðlun — spámiðlun
Lífssporin úr fortíð í nútíð og
framtíð.
Upplýsingar og tímapantanir
í síma 561 6282 og 821 6282.
TIL SÖLU
Kristallasýning og -sala
verður haldin á morgun, sunnu-
daginn 3. nóvember milli kl. 15
og 18 í Ljósheimum, Brautar-
holti 8. Fallegir kristallar frá öll-
um heimshornum.
Hjartanlega velkomin,
Ljósheimar.
FÉLAGSLÍF
Svölur
Annar félagsfundur vetrarins
verður haldinn þriðjudaginn 5.
nóvember kl. 20.00 í Borgartúni
22, 3. hæð. Kristín Stefánsdóttir
förðunarmeistari verður gestur
kvöldsins.
Stjórnin.
3. nóv. Hengill að norðan.
Gengið frá Nesjavallavegi og á
Skeggja, gengið í 800 m hæð og
gönguhækkun u.þ.b. 400 m.
Áætlaður göngutími ca 4—5
klst. Brottför frá BSÍ kl. 10.30.
Verð 1.700/1.900. Fararstjóri:
Tómas Þröstur Rögnvaldsson.
4. nóv. Myndakvöld Mynda-
kvöld kl. 20.00 í Húnabúð, Skeif-
unni 11. Myndir frá gönguskíða-
ferð á Grænlandi og gönguferð
um Tindfjöll — Hungurfit —
Entujökul. Verð kr. 700. Kaffi-
hlaðborð.
Sunnudagur 3. nóv. 2002
Grændalur — Klambragil —
Reykjadalur — þar sem heitt og
kalt kemur saman.
Gengið verður úr Rjúpnabrekk-
um ofan við Hveragerði, upp
Grændal og yfir í Klambragil í
botni Reykjadala. Þar mætast
náttúruöflin þegar kalt og heitt
kemur saman á áþreifanlegan
hátt. 5 klst. ganga.
Brottför frá BSÍ kl. 11.00 á sunnud.
með viðkomu í Mörkinni 6.
Verð: Félagsmenn 1700 kr., aðrir
1900 kr.
Fararstjóri Eiríkur Þormóðsson.
Aðventuferð í Þórsmörk,
30. nóv.—1. des.
Áramót í Landmannalaugum
29. des.—1. jan.
Upplýsingar á www.fi.is .