Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF 52 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þau voru ljós á leiðum okkar Á allra heilagra messu sunnudaginn 3. nóvember er látinna minnst Vitjum leiða ástvina okkar með hlýhug og þakklæti Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma verður til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og garðinum við Suðurgötu frá kl. 14-17. Skrifstofa Kirkjugarðanna er opin frá kl. 14-18. Á sama tíma bjóða tónlistarmenn, kórar og prestar upp á samfellda dagskrá í Fossvogskirkju. Eru gestir garðsins hvattir til að ganga í kirkju og eiga helga stund við kerta- ljós og kórsöng, orgelleik, bæn og ritningarlestur. 14.00-14.20 Tónlistarflutningur: Viera og Pavel Manásek Ritning og bæn: Sr. María Ágústsdóttir 14.30-15.00 Orgel og saxafónn: Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason Ritning og bæn. 15.10-15.30 Kórsöngur: Hljómkórinn Ritning og bæn: Sr. Hreinn Hákonarson 15.40-16.00 Kórsöngur: Félagar úr kór Bústaðakirkju Ritning og bæn. 16.10-16.30 Kórsöngur: Félagar úr kór Bústaðakirkju Ritning og bæn. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu í Fossvogs- og Gufuneskirkjugarði. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna öllum sem á einhvern hátt hafa lát- ið gott af sér leiða í lífi sínu og starfi. Hefur dagurinn því verið nefndur „allra heilagra messa“. Í frumkirkjunni var þessi hátíð helguð píslarvottum kirkjunnar. Önnur hátíð tengdist þessum degi á miðöldum, „allra sálna messa“, sem var sunnudaginn eftir allra heil- agra messu. Er þá minnst látinna ættingja og vina. Messa sunnudagsins, allra sálna messu, verður í Hafnarfjarð- arkirkju helguð þessum tveimur fornu hátíðum. Þema hennar er því „Hin kristna von“. Af því tilefni syngur Alda Ingibergsdóttir ein- söng en hún er Hafnfirðingum að góðu kunn fyrir frábæran söng sinn. Einnig mun hún syngja með kór kirkjunnar undir stjórn Anton- iu Hevesi. Börn verða borin til skírnar í messunni og eftir altarisgöngu geta allir kirkjugestir tendrað bænaljós á bænastjaka kirkjunnar, í minn- ingu látinna vina og ættingja. Messan hefst kl. 11. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Allra heilagra messa í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 3. nóvember verður látinna minnst í allra heil- agra messu í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Í upphafi messunnar gefst kirkjugestum kostur á að tendra bænaljós og leggja á kross til hliðar við altarið til minningar um látinn ástvin. Sérstaklega verður blessuð minning þeirra sem látist hafa síð- astliðið ár og eru þeir sem vilja láta lesa nöfn látinna ástvina bent á að koma nöfnum þeirra til kirkjunnar eða í síma 557 3280. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar í messunni. Þor- valdur Halldórsson sér um tónlist- ina ásamt kór Fella- og Hólakirkju. Fella- og Hólakirkja. KK og Ellen syngja í Árbæjarkirkju Í ANNARRI Léttmessu vetrarins, sem fram fer í Árbæjarkirkju sunnudaginn 3. nóvember kl. 20, koma systkinin Ellen Kristjáns- dóttir og Kristján Kristjánsson og leiða sönginn. Í kirkjuárinu nefnist fyrsti sunnudagurinn í nóvember allra heilagra messa og er notaður til að minnast sérstaklega þeirra sem fallnir eru frá og munu kirkjugestir geta kveikt á kertum og lagt þau á steinkross í minningu ástvina. Lagavalið tekur einnig mið af kirkjuárinu og munu systkinin syngja lögin: „When I think of an- gel“ og „Englar himins grétu í dag“ sem samin voru í minningu látinna, KK mun einnig flytja lögin „Úr- skeiðis í Paradís og ,,Guðs náð“ af glænýrri plötu sinni ásamt fleiri lögum. Hugleiðingin verður í höndum sr. Óskars Inga Ingasonar sem einnig þjónar til altaris og eldri félagar í æskulýðsfélaginu flytja bænir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheim- ilinu og félagar úr æskulýðsfélag- inu verða með basar til styrktar ut- anlandsferð félagsins. Ekki vanrækja andlegu hliðina, láttu sjá þig í léttmessu. Árbæjarkirkja. Allra sálna messa í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 3. nóvember verður messan kl. 11 helguð minn- ingu látinna. Við höfum fyrir því langa hefð að minnast sérstaklega þeirra sem við okkur hafa skilist um genginn árs- hring sem og allra þeirra sem við söknum. Þá gefst fólki tækifæri til að tendra ljós í minningu þeirra. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni. Dóm- kórinn mun syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Á eftir verður svo samvera í safn- aðarheimilinu með léttum veit- ingum. Þar mun sr. Hjálmar í er- indi leiða í ljós hvernig sálmar lýsa og túlka sorgarviðbrögðin um leið og þeir vísa veginn áfram að sátt- inni við lífið og Guð sem gefur það og tekur. Léttmessa í Dómkirkjunni MESSAÐ verður í Dómkirkjunni á sunnudagskvöldið. Öðrum þræði er kvöldmessan leit og viðleitni til þess að finna farveg helgihalds sem fleiri og fleiri geti nýtt fyrir líf sitt og aðstæður. Æðruleysismess- urnar, sem nú hafa átt sér stað í Dómkirkjunni í rúm fjögur ár, hafa mælst vel fyrir og verið fjölsóttar. Þessar byggja á sömu nálægð, ljúf- um og innilegum trúarsöngvum og léttleika í boðun fagnaðarerind- isins. Á sunnudagskvöldið predikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jakob Á. Hjálm- arssyni. Einnig þjónar Hans Guð- berg Alfreðsson. Bræðrabandið, Hörður og Birgir Bragasynir, sér um undirleikinn og Anna Sigríður Helgadóttir stýrir söngnum. Verið velkomin. Þrenna í Neskirkju á sunnudag ALFA III kl. 10. Séra Örn Bárður heldur áfram fræðslu um Fjallræð- una. Allra heilagra messa kl. 11. Minnst látinna. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar. Kór Neskirkju leiðir söng. Inga J. Backman syng- ur einsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ræðuefni á kosn- ingavetri: Stefnuskrá Krists. Barnastarf í tveimur hópum, 8–9 ára og yngri börn kl. 11. Börnin eru með full- orðnum fyrri hluta messunnar en njóta svo sérstakrar fræðslu í safn- aðarheimili kirkjunnar. Kaffisopi eftir messu. Kvöldmessa kl. 20. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð á léttum nótum. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og leiðir fyrirbænir. Séra Frank M. Halldórsson og séra Toshiki Toma útdeila sakramenti. Kaffisopi eftir messu. Húnversk messa EINS og undanfarin ár verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju á vegum Húnvetningafélagsins fyrsta sunnudag í nóvember og hefst hún kl. 14. Brynleifur Steingrímsson læknir flytur stólræðu og séra Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar fyrir altari. Húnvetningar lesa ritningarlestra og flytja upphafs- og lokabæn. Húnakórinn syngur undir stjórn Ei- ríks Grímssonar og orgelleik ann- ast Árni Arinbjarnarson. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi og samvera í Húnabúð, Skeif- unni 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði annað kvöld, sunnudagskvöldið 3. nóvember, kl. 20, en slíkar kvöldvökur eru haldn- ar í kirkjunni einu sinni í mánuði. Það er að venju Örn Arnarson og hljómsveit hans sem leiða tónlist og söng ásamt félögum úr kór Frí- kirkjunnar. Sérstakur gestur kvöldvökunnar er að þessu sinni sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sr. Jóna Hrönn starfar sem miðbæj- arprestur í Reykjavík og hefur get- ið sér gott orð á þeim vettvangi. Hún er kunn fyrir líflega og skemmtilega framkomu og hispurs- leysi í tali. Það er því tilhlökkunar- efni að fá hana í heimsókn. Á kvöldvökunni gefst fólki kost- ur á að tendra bænakerti í minn- ingu látinna ástvina, en á morgun er einmitt allra sálna messa. Að lokinni kvöldvöku verður svo kaffi í safnaðarheimilinu. 50 ára prestsþjónusta í Langholtskirkju HÁTÍÐARMESSA verður í Lang- holtskirkju sunnudaginn 3. nóv- ember kl. 11. Þess verður sérstaklega minnst að 1. nóvember fyrir 50 árum tók sr. Árelíus Níelsson við embætti sem fyrsti prestur Langholtssafn- aðar. Af þessu tilefni predikar sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, fyrrv. sóknarprestur. Kammerkór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Á allra heilagra messu er látinna minnst með sérstökum hætti. Tekið verður við framlögum í minning- arsjóð Guðlaugar Bjargar Páls- dóttur, en sjóðurinn greiðir tónlist- arflutning við messuna þennan dag ásamt því að styrkja efnilega söng- nemendur. Guðlaug Björg var um árabil félagi í Kór Langholtskirkju. Trúin á Netinu NETIÐ teygir anga sína inn á mörg svið daglegs lífs og er þegar orðinn einn helsti samskiptavettvangur margra. Um fjórðungur þeirra sem vafra um veraldarvefinn hafa sótt sér trúarlegt efni. En hvað með trú- ariðkunina sjálfa, er hægt að iðka trú sína á Netinu? Og þá hvernig? Árni Svanur Daníelsson guðfræð- ingur og vefstjóri kirkjan.is ræðir um trúna og Netið í ljósi kristins mannskilnings á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 3. nóvember kl. 10. Guðsþjónusta á allra heilagra messu hefst síðan kl. 11 og er hún í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Kvöldmessa við kerta- ljós í Hallgrímskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 3. nóv- ember á allra heilagra messu verð- ur kvöldmessa í Hallgrímskirkju. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur nokkur kórverk og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors. Hafsteinn Þórólfsson syngur einsöng. Prestarnir sr. María Ágústsdóttir og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast prests- þjónustuna. Söfnuðinum verður gefinn kostur á að tendra bænaljós í minningu látinna ástvina eða vegna annarra áfalla í fjölskyldum svo og vegna þakkargjörðar. Form messunnar er einfalt og mjög að- gengilegt fyrir alla. Lögð er áhersla á kyrrð, íhugun, söng og vandaðan tónlistarflutning. Kaffisala, basar og happdrætti í Landakoti KVENFÉLAG Kristskirkju í Landakoti heldur árlega kaffisölu sína, basar og happdrætti í safn- aðarheimili kaþólskra, Hávallagötu 16, Landakoti, nk. sunnudag kl. 15. Þar verður um margt góðra muna að velja og engin núll. Kvenfélag Kristskirkju. Fossvogskirkja. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug- ardögum kl. 12.30. Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur verk eftir Pál Ísólfsson og Sig- fried Karg-Elert. Lesari er Laufey Brá Jónsdóttir. Aðgangur ókeypis. Hveragerðiskirkja. Kl. 15:30 – 16:30 Ath. breyting á áður auglýst- um tíma. Allir mæta á sama tíma. Fundur með foreldrum fermingar- barna ásamt fermingarbörnum, ár- íðandi að allir mæti. Erla Guðrún Arnmundardóttir leiðir okkur inn í heim Afríkubúans. Rætt verður um tilhögun söfnunar og foreldrar fá að heyra hvernig gengur í fræðslunni. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og ung- lingadeildir. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.