Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 56

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 56
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 57 JÓHANNA Sigurðardóttir hefur markað spor í íslenskri stjórn- málasögu. Hún er talsmaður þess besta sem jafnaðarstefnan hefur að geyma: Réttlætis, bættra kjara al- mennings og mannúðar. Baráttan gegn fátækt og misrétti, fyrir sam- ábyrgð og félagslegum lausnum hefur ekki verið í tísku þennan síð- asta áratug frjálshyggjunnar. En það eru teikn á lofti. Frjáls- hyggjan hefur reynst gagnslaus við að leysa fé- lagslegan vanda og mistekist hrap- allega við að stýra fjármagninu inn á brautir arðsemi og skynsamlegra fjár- festinga. Það heyr- ast háværar raddir úr röðum fjár- magnseigenda og hagspekinga að meta verði verðmæti fyrirtækja út frá öðru og meiru en arðseminni einni. Mér lék forvitni á að vita hvaða dóm stjórnmálamaðurinn Jóhanna fengi frá athafnamanni úr röðum Sjálfstæðisflokksins og leitaði því til eins vinar míns, sem sagði: „Jó- hanna Sigurðardóttir er heiðarleg og vinnur af hugsjón, en veit ekki alltaf hvað er arðbært fyrir ís- lensku þjóðina.“ Þetta er hárrétt en frjálshyggjan hefur sýnt og sannað að arðsemin er ekki lengur mál málanna, er að hverfa úr tísku, bæði í viðskiptalífinu og í þjóðlíf- inu. Nýir tímar eru að taka við. Samfylkingin er ungur flokkur nútímalegrar jafnaðarstefnu sem ætlar sér stóran hlut í næstu kosn- ingum. Og ég er viss um að svo muni einnig verða með fánabera jafnaðarstefnunnar, Jóhönnu Sig- urðardóttur, í fylkingarbrjósti. Það eru forréttindi fyrir Samfylk- inguna að hafa þessa sönnu, traustu og skeleggu baráttukonu í fyrsta sæti í öðru Reykjavík- urkjördæmanna og formanninn í hinu. Hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir? Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur skrifar: ÉG vil endilega hvetja Samfylk- ingarfólk í Reykjavík til að kjósa Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur í 3. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Af atorku og hug- rekki hefur Ásta Ragnheiður gerst málsvari þeirra sem oft á tíðum eiga sér fáa málsvara á Al- þingi. Nefnilega öryrkja, sjúkra, aldraðra, barna og geðsjúkra svo fátt eitt sé nefnt. Við Íslendingar erum svo heppin að geta státað af besta velferð- arkerfi heimsins. Ég hélt að ég myndi aldrei lifa þann dag að setja spurningarmerki við þessa yfirlýs- ingu. Já það er von að maður spyrji þegar biðlistar eftir sjálfsagðri og nauðsynlegri sjúkraþjónustu lengj- ast í sífellu. Í hraða þjóðfélagsins má ekki gleyma þeim manngildum sem við höfum öll verið alin upp við í gegnum tíðina. Nefnilega mann- virðingu, tillitssemi og umburð- arlyndi. Ásta Ragnheiður berst af atorku, hugrekki og þekkingu fyrir einmitt þessum gildum. Ég skora því á Samfylkingarfólk í Reykjavík að styðja Ástu Ragn- heiði. Svo að hægt sé að tefla fram sterkum lista í komandi Alþing- iskosningum. Kjósið Ástu Ragnheiði í 3. sæti María Arinbjarnar, nemi í tölvufræði við Háskólann í Reykjavík, skrifar: Í FLOKKSVALI Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi, sem fer fram laugardaginn 9. nóvember nk., skora ég á félaga mína að tryggja áframhaldandi setu Sigríðar Jóhann- esdóttur á Alþingi. Sigríði hef ég þekkt lengi og starfað með henni í stjórnmálum, við áttum mikið sam- starf er ég sat í stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja um árabil og einnig í stjórn Norræna félagsins á Suð- urnesjum, en hún var lengi formað- ur þar. Eins og kunnugt er tók Sigríður sæti á Alþingi er Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti árið 1996. Hún átti m.a. sæti í fjárveit- inganefnd Alþingis til ársins 1998. Sigríður gætti þar af fremsta megni hagsmuna Suðurnesja- manna. Sigríður er ötull talsmaður þeirra sem minnst mega sín í þjóð- félaginu og hefur barist fyrir jöfn- uði og kvenfrelsi. Viðhorf Sigríðar til þjóðmála fara saman við mín viðhorf að öllu leyti. Við viljum að auðlindir landsins, fiskimiðin og stórbrotin náttúra verði sameign þjóðarinnar. Við viljum vernda náttúruperlur landsins fyrir skammtíma gróða- hagsmunum. Nánar um störf Sigríðar, ræður og greinar má finna á vef Alþingis á slóðinni http://www.althingi.is/altext/thingm- /1006433679.html?knt=1006433679 Sigríði áfram á Alþingi Eyjólfur Eysteinsson útsölustjóri skrifar: meistar inn. is HÖNNUN LIST helgina 1. til 3. nóv OPIÐ HÚS Við opnum glæsilegustu innanhúss golfaðstöðu landsins! Púl, sviti og sveifla, kynningar, tilboð og fleira skemmtilegt alla helgina. Komdu í heimsókn og prófaðu! laugardagur Opið hús fyrir alla 13:00 - 18:00 10:00 - 17:00 Hljómsveitin Land og Synir halda uppi alvöru fjöri ásamt kennurum húsanna í risa hjólatíma - 70 hjól í stóra salnum! Kl. 18:00-20:00 Tilboð á líkamsræktarkortum Opnum tvo fullkomnustu golfherma landins - allir geta prófað! Framleiðendur hermanna verða á svæðinu og kenna á græjurnar Bob Brankely kynnir The Egde - það nýjasta í golfinu P.G.A. kennarar verða á svæðinu og gefa góð ráð og leiðbeiningar Golfverslanirnar Hole in One og Golfbúðin Strandgötu kynna sínar vörur Verslun Sporthússins opnar - opnunar tilboð Freddy tískusýning EAS fæðubótaefna kynning Boxaðstaðan opnar - atvinnumenn sýna réttu höggin Maximize fæðubótaefna kynning Púttkeppni á nýja 200 m2 púttvellinum Drivekeppni í nýju golfhermunum utanlandsferðir f. tvo til Manchester dregnar út „Live“ spinningtímiföstudagur sunnudagur 3 Sporthúsið Dalsmári 9-11 201 Kópavogur S: 564 4050 www.sporthusid.is ze to r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.