Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 57
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVÓTAKERFI í fiskveiðum var tekið upp 1981 í þeim tilgangi að draga úr sókn og byggja upp illa leikna fiskistofna. Á þessum tíma vissi enginn hver verðmæti gætu fal- ist í úthlutuðum kvóta. Kerfið byggðist á líffræðilegum forsendum. Það sem á eftir kom, framseljanlegi kvótinn í nafni hagræðingar, hefur valdið miklum átökum og svo verður áfram í íslensku samfélagi verði ekki betur búið um hnútana. Hagræðing er mikilvægt markmið, en má ekki verða tæki til ójöfnuðar og blindrar samþjöppunar. Spyrja má, hvar endar þessi sam- þjöppun kvótans? Fagleg umræða verður að lifa Kvótakerfið byggist á líffræðileg- um og hagfræðilegum þáttum, en undirstaðan er vistfræðileg þekking á lífríki sjávar. Mér virðist orðið þrengt að þeirri faglegu umræðu sem þarf að fara fram um grundvöll fiskveiðistjórnunarinnar. Hags- munaaðilar virðast bregðast jafn- harðan við og reyna að slá nýjar vís- bendingar og hugmyndir út af borðinu, samanber nýlegar niður- stöður rannsókna um áhrif veiðar- færa á erfðir og vöxt fiska. Þeir eru til í harðan slag til að þagga niður í blaðamönnum vegan frásagna af brottkasti úr afla skipa. Þaðan mun sú þekking koma sem mestu skiptir við framtíðarnýtingu fiskistofnanna. Íþyngjandi er, hve lítið hefur miðað í tuttugu ár við uppbyggingu þeirra í núverandi kerfi. Örva þarf umræður og sækja nýja þekkingu víða; enn vitum við lítið um áhrif hinna nýju manngerðu um- hverfisþátta á nýliðun fiskistofn- anna, t.d. veiðarfæranna og afkasta- getu skipanna. Sjálfbærar verða veiðarnar ekki nema að teknu tilliti til þessara áhrifavalda. Stjórnmálin enn og aftur Samfylkingin hefur sett fram markvissar tillögur um fiskveiði- stjórnun, en hún þarf aukinn styrk til að vinna að framgangi þeirra, vinda ofan af ójafnaðarkerfinu, skila í áföngum því sem tekið hefur verið og festa rétt þjóðarinnar í stjórnar- skrá. Skerpum skilning á þeirri hættu sem felst í því að hagsmuna- hópi takist að einoka umræðuna um grundvöll fiskveiðistjórnunarinnar. Veitum þeim vísindum eðlilegt svig- rúm, sem lagt geta umræðunni lið til að fjalla á gagnrýninn hátt um þenn- an sama grundvöll. Fiskveiðistjórn- unin og vísindin Eftir Stefán Bergmann Höfundur tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Samfylk- ingin hefur sett fram markvissar tillögur um fiskveiðistjórnun.“ HAFNFIRÐINGUM er í fersku minni þegar Guðmundur Árni Stef- ánsson settist í stól bæjarstjóra árið 1986. Eitthvert glæsilegasta kjör- tímabil í sögu bæj- arins fór í hönd undir stjórn hans og kosn- ingasigurinn 1990 undirstrikaði það. Guðmundur Árni er maður sem getur og þorir. Hann er jafnaðarmaður af hugsjón og allur málflutningur hans er tengdur sýn um samfélag réttlætis og jöfnuðar. Í störfum sínum hefur Guðmundur Árni nýtt reynslu sína á jákvæðan hátt. Auk þess að gegna mikilvægum störfum á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili hefur hann tekið að sér ábyrgðarstörf innan íþróttahreyfing- arinnar svo dæmi sé tekið. Reynslu- heimur hans í bæjarpólitík og síðar í landsmálum gefur honum ákaflega víða sýn og hvar sem hann kemur fylgir honum snerpa þar sem honum tekst að greina hismið frá kjarn- anum. Guðmundur Árni Stefánsson sæk- ist eftir forystusæti Samfylking- arinnar í öðru stærsta kjördæmi landsins. Við þurfum á honum að halda og ég hvet allt Samfylking- arfólk til að tryggja honum 1. sætið þann 9. nóvember. Guðmund Árna Stefánsson í 1. sætið Leifur Helgason kennari skrifar: ÉG STYÐ Jóhönnu Sigurð- ardóttur í prófkjöri Samfylking- arinnar, við hlið formanns, til að leiða flokkinn til sigurs. Hana vel ég vegna sérstöðunnar sem hún hefur skapað sér á þingi. Áræði hennar, heiðarleiki og dugnaður á sér vart hliðstæðu. Hún stendur vörð um jafnaðarstefnuna og berst fyrir þá sem minna mega sín. Hreinskiptni hefur einkennt störf Jóhönnu frá upphafi og farsæld hennar byggist á eigin sáningu. Hún rær á einæringi mót fullskipuðum flota stórlaxa, með storminn í fangið og árina eina að vopni. Það vekur aðdáun allra sem minna mega sín í þjóðfélagi þar sem lítilmagnanum reynist æ erf- iðara að hafa til hnífs og skeiðar. Í síðasta prófkjöri fékk Jóhanna afgerandi kosningu, á sjöunda þús- und atkvæða, og Samfylkingin náði glæsilegum sigri undir forystu hennar. Þarf að minna á hver lagði þá til stærsta kvótann? Kvóta sem hún hafði unnið til með baráttu fyr- ir alþýðuna sem flykktist til að taka þátt. Jóhanna býður sig fram í ann- að sætið í prófkjörinu 9. nóvember. Fylkjum okkur um konuna sem hefur sýnt að hún er traustsins verð. Jóhönnumst! Ég er Jóhönnuð! Anna A. Agnarsdóttir skrifar: ÞAÐ er brýnt að saman fari reynsla og kraftmikil endurnýjun á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Á fáum stöðum eigum við meiri möguleika á góðum árangri. Til að ná honum þarf öflugt fólk. Björgvin G. Sigurðsson gefur kost á sér í flokks- vali Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Hann er ungur og kraftmikill jafn- aðarmaður sem er mikill akkur að að fá í forystuveit Samfylking- arinnar. Björgvin er einarður bar- áttumaður fyrir félagslegu réttlæti og sú tegund af félagshyggjumanni sem er mér að skapi; réttsýnn bar- áttumaður sem finnur til í stormum sinna tíða. Til að Samfylkingin nái þeim ár- angri sem við væntum af henni í komandi kosningum er áríðandi að fá öflugt fólk á borð við Björgvin í fremstu röð. Hann hefur sýnt og sannað með glæsilegri framgöngu á pólitíska sviðinu að hann er traustsins verður. Ég skora á Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi að kjósa ungan mann á Alþingi – að kjósa Björgvin í öruggt sæti í flokksvalinu hinn 9. nóvember. Kjósum Björgvin í flokksvalinu Sigurbjörg Grétarsdóttir skrifar: GUÐRÚN Ögmundsdóttir hefur frá upphafi þingsetu sinnar 1999 dregið fram í dagsljósið mál sem fram til þess tíma voru álitin feimn- ismál sem e.t.v. mætti minnast á í framhjáhlaupi, mál sem höfð voru í flimtingum en ekki fjallað um af al- vöru. Oftar en ekki var talið að við Íslendingar þyrftum ekki að hafa áhyggj- ur af þeim, þetta væri eitthvað sem gerðist annars stað- ar í heiminum. Þetta eru málefni innflytj- enda, kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi, fanga, sam- kynhneigðra. Hún hefur dregið fram í dagsljósið til umfjöllunar mál eins og vændi og mansal. Þetta hefur hún gert af þekkingu, varfærni og hrein- skilni. Fólkið sem tilheyrir þessum „málaflokkum“ á sér fáa málsvara. Guðrún hefur alla tíð haft áhuga á þessu fólki. Hún hefur viljað rétta hlut þess. Vinna með því, eiga það að vinum, hafa það allt í kringum sig. Hún sat í félagsmálaráði Reykjavík- ur frá 1992, var formaður þess frá 1994 til 1998. Þar vann hún heilshug- ar að bættri stöðu notenda. Allar þær breytingar miðuðu að því að fólk gæti leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að skammast sín fyrir. Þegar fólk úr ýmsum flokkum er spurt um þingmanninn Guðrúnu Ög- mundsdóttur segir það: „Hún talar mannamál.“ Þessi kona þarf að vera á Alþingi Íslendinga. Guðrúnu Ög- mundsdóttur á þing á ný Sigrún Óskarsdóttir, forstöðumaður hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur, skrifar: ÍSLAND er gott og stórt land með fáa íbúa en stóra þjóðarsál. Þjóðin hefur alla tíð þurft að ala með sér samkennd og samhjálp til að hún lifði af við þær erfiðu aðstæður sem ríkja á norðurhjara veraldar. Það er ekki hægt að reka samfélag og stjórna landinu til lengdar nema með miklum samhug og samhjálp, þannig hefur það verið í órofa tíð, það er galdurinn bak við stolt okkar, menningu og grundvöllur samstöðu þjóðarinnar. Valdhafi sem ekki skilur þetta er þeg- ar tekinn að grafa undan einingu þjóðarinnar örar en með nokkrum öðrum hætti er hægt. Ef þjóðin hætt- ir að skynja sig sem samstæða heild, sem tekur undir arma þeirra sem minna mega sín og ber þá með sér, í stað þess að skilja þá eftir, getur ekk- ert annað haldið þjóðinni saman. Valdhafi sem elur á þeirri skoðun að rétt sé að skilja þrekminni bræður okkar og systur eftir eins og þeir komi okkur ekki við, er að sundra þjóðinni hraðar en önnur öfl gætu gert. Um hríð hefur landinu verið stjórn- að eftir lögmálum græðginnar, þar sem þjóðargersemarnar hverfa í hvern úlfskjaftinn eftir annan. Mestu verðmæti þjóðarinnar, náttúruauð- lindirnar, sem eining var um að þjóð- in ætti í sameiningu eru gefnar „greifum“ sem selja þær aftur og hverfa á braut með milljarða króna af þjóðarauðnum til útlanda til að gamna sér með í spilavítum verð- bréfamarkaðanna. Svo sannarlega þurfa lögmál jafnaðarstefnunnar að grípa hér inn í. Valdshafarnir sundra þjóðinni þeg- ar þeir auka sífellt útgjöld sjúklinga þannig að venjulegt alþýðufólk þarf oft að neita sér um að leysa út lyfin sín eða fara í myndatökur sem læknir telur þörf á. Í sumar sögðu valdhaf- arnir þjóðinni að ekki væru til 12 milljónir kr. til að reka deild heila- skaddaðra, en voru á sama tíma að greiða brottreknum forstjóra Símans 35 milljónir í starfslokasamning. Valdhafar sem forgangsraða þannig og stjórna eftir lögmálum græðginn- ar, sundra þjóð sinni. Sérstaklega þegar þjóðin er lítil og þarf að byggja tilveru sína á samhjálp, samhug og samkennd. Hætt er við að ungu fólki finnist því ekki lengi bera tryggð við land sem skipt hefur upp auði sínum á milli „greifa“ sem leika sér með gjaf- irnar eins og þeim sýnist. Land sem krefur unga sem aldna sífellt um hærri gjöld fyrir læknishjálp en það hefur ráð á og rukkar svo margfaldar þær upphæðir með lögfræðihótunum. Samfylkingin hefur trúverðugleika og styrk sem við þurfum til að snúa af þessari óheillabraut. Jafnaðarstefnan er það lögmál sem ég vil starfa eftir, samhjálp og samhugur í verki, eru mín lífsmottó. Ég óska eftir umboði og samstarfi fólks í Suðvesturkjör- dæmi, til að gera þetta samfélag betra, eins og landsmenn eiga skilið. Þetta er okkar land Eftir Þorlák Oddsson Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi og sækist eftir 3.–4. sæti. „Jafnaðar- stefnan er það lögmál sem ég vil starfa eftir.“ SAMFYLKINGARFÉLAGAR í suðvesturkjördæmi hafa úr ellefu hæfum frambjóðendum að velja í flokksvali hinn 9. nóvember nk. Ég fagna því sér- staklega að Katrín Júlíusdóttir vara- þingmaður skuli gefa kost á sér í flokksvalinu. Þrátt fyrir ungan aldur er Katr- ín enginn nýliði í stjórnmálum. Hún hóf stjórnmálaþátttöku fyrir nær áratug og hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Hún var framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs og formaður Ungra jafn- aðarmanna, en er nú varafor- maður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Katrín hefur einnig fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, meðal annars af verslunarrekstri og verkefnastjórn hjá hugbúnaðarfyr- irtæki. Hún hefur sýnt það og sannað að þarna er framsækin og dugmikil kona á ferð. Ég kynntist Kötu fyrst í stjórn Grósku, en markmið félagsins var sameining jafnaðarmanna. Sam- einingin varð að veruleika og síð- an höfum við starfað saman í Kópavogslistanum, Ungum jafn- aðarmönnum og loks í Samfylk- ingunni. Katrín Júlíusdóttir er hugsjóna- manneskja sem leggur áherslu á málefni ungs fólks, menntamál og Evrópumál. Hún er verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar á Alþingi og ég hvet alla Samfylking- arfélaga í suðvesturkjördæmi til þess að styðja hana. Kjósum Katrínu Júlíusdóttur Svala Jónsdóttir, Kópavogi, skrifar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.