Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 64

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 64
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 65 Þegar líkaminn þarf meira en lystin leyfir Útsölustaðir apótek landsins og Heilsuhúsið Við orku- og próteinskorti Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988 2 fyrir 1 Fallegir jóladúkar Þú greiðir fyrir dýrari dúkinn Fleiri lögaðilar Borist hefur leiðrétting frá Skatt- stofu Reykjanesumdæmis vegna fjölda lögaðila í umdæminu. Þeir eru 4.315 en ekki 3.645 eins og fram kom í frétt blaðsins í gær. Lionshátíð á Eir Lionshátíð verður á hjúkrunarheimilinu Eir í Graf- arvogi laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30. Þar munu Karlakórinn Fóst- bræður og Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngja. Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn bjóða heimilisfólki og gestum upp á heitt súkkulaði og veitingar, segir í fréttatilkynningu. Í DAG Kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs opnuð Stuðningsmenn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar opna kosningaskrifstofu, sunnudaginn 3. nóvember kl. 16 í Vegmúla 2. Helgi Björnsson tónlistarmaður mun taka nokkur lög og hljóm- sveitin XD leikur fyrir gesti. Boð- ið verður upp á léttar veitingar. Kosningaskrifstofan verður opin frá klukkan 16–20 virka daga og frá klukkan 14–20 um helgar. Allt- af heitt á könnunni. Netfang Guð- laugs Þórs er gudlaugurthor- @gudlaugurthor.is Fundur hjá VG Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur opinn fund í dag, laugardaginn 2. nóv- ember, kl. 11–13, á Torginu, Hafn- arstræti 20, um Írak og þá atburði sem þar eiga sér stað um þessar mundir. Frummælendur verða Elías Davíðsson og Stefán Páls- son. Boðið verður upp á molasopa. Bryndís Hlöðversdóttir býður til hátíðar Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, býður til hátíðar í dag á efri hæð Kaffi Sólon, kl. 17–19. Á dagskrá er ávarp Bryndísar Hlöðversdóttur, Arnaldur Indr- iðason les kafla úr Röddinni, nýút- kominni bók sinni. Þverflautudúett leika Dagbjört Hákonardóttir og Bryndís Nielsen. Katrín Júlíusdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar hefur opnað vef á slóðinni www.katrin.co.is. Á vefnum er að finna pistla eftir Katrínu um þjóðmálin og kveðjur frá stuðnings- mönnum. Katrín gefur kost á sér í 2 - 3 sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 9.nóvember n.k. Katrín er 27 ára ráðgjafi og verk- efnastjóri hjá hugbúnaðarfyr- irtæki. Hún hefur um árabil starf- að með jafnaðarmönnum á Íslandi. Hún sat í háskóla- og stúdentaráði fyrir Röskvu 1997 - 1999, sat í stjórn Grósku, var formaður Ungra jafnaðarmanna auk þess að hafa sinnt fjölda annarra trún- aðarstarfa fyrir áður Alþýðu- bandalagið og nú Samfylkinguna. Í DAG STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir Basar Húsmæðrafélags Reykja- víkur Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar á Hallveigarstöðum við Túngötu sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Á boðstólum verður jólafönd- ur og handavinna, t.d. sokkar, vett- lingar, heklaðir dúkar, prjónuð leik- föng o.fl. Einnig verða lukkupakkar fyrir börnin. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Friðarstund í Bókasafni Kópa- vogs Bahá’í samfélagið í Kópavogi stendur fyrir friðarstundum fyrir al- menning í sal Bókasafns Kópavogs, Hamraborg 6a, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Lesið er úr ritum bahá’í trúarinnar og annarra trúar- bragða samþætt við tónlist og mynd- list. Næsta friðarstund verður sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Kirkja og kaffisala hjá Húnvetn- ingafélaginu Húnvetningafélagið í Reykjavík verður með kirkju- og kaffisöludag á morgun, sunnudaginn 3. nóvember, kl. 15 í Húnabúð, í Skeifunni 11. Kaffi og meðlæti kost- ar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Kl. 14 verður messa í Kópavogskirkju, þar sem Húnakór- inn syngur. Opið hús hjá Jöklasýningu og Há- skólasetrinu á Hornafirði Í sam- bandi við Vísindadaga 2002 bjóða Háskólasetrið á Hornafirði og Jökla- sýningin á Höfn upp á opið hús auk tveggja fyrirlestra á vegum raunvís- indadeildar Háskóla Íslands sunnu- daginn 3. nóvember. Jöklasýningin: Opið hús kl. 13–18. Fyrirlestrar verða kl. 16. Erindi halda: Guðrún Larsen, jarðfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands, og Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræð- ingur á jarðeðlisfræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla Íslands og aðjúnkt við rafmagns- og tölvuverk- fræðiskor Háskóla Íslands. Á MORGUN ÞEIR sem sóttu trúnaðarmannaráð- stefnu Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ, í síðustu viku skora á ríkis- stjórnina að efna sinn hluta sam- komulags sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að koma í veg fyrir að þensla í efna- hagslífinu færi úr böndunum fyrir 1. febrúar nk. Í ályktun sem Morgunblaðinu barst frá ráðstefnu RSÍ segir að for- sætisráðherra hafi lagt fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfirlýsingu um hver yrði hennar þáttur. „Á þeim forsendum féllst verkalýðshreyfing- in á að fresta viðmiðunardagsetn- ingu svo svigrúm væri til að ná markmiðum kjarasamninga,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nú séu tíu mánuðir liðnir frá undirritun yfirlýsingar ráð- herra „og þrátt fyrir fjölda funda ASÍ með embættismönnum og ráð- herrum er málið enn óleyst. Fjár- málaráðherra telur að um sé að ræða kostnaðarauka sem ekki verði vipp- að fram úr erminni, svo vitnað sé til hans eigin orða. Það var forsenda samkomulagsins að jafnað yrði það misrétti að félagsmenn í tilteknum stéttarfélögum njóti mun betri líf- eyrisréttinda en þeir sem kjósa að vista sig í stéttarfélögum innan ASÍ“. Í ályktuninni frá trúnaðar- mannaráðstefnunni er fjármálaráð- herra bent á að dæmi séu um að stjórnvöld hafi gengið frá breyting- um á kjarasamningum á miðjum samningstíma og oft hafi verið um að ræða mun meiri kostnaðarauka. „Aðilar vinnumarkaðar hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins. Því verður ekki trúað að ráðherra í rík- isstjórn Íslands undirriti yfirlýsingu gagnvart heildarsamtökum á vinnu- markaði og telji síðan að hann beri ekki frekari ábyrgð á niðurstöðu málsins.“ Ályktun um kjaramál frá trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ Aðilar vinnumarkaðar- ins hafa staðið við sitt BANDARÍSKA listflugskonan Patty Wagstaff er stödd á Íslandi í boði Flugmálafélags Íslands og verður einn af þremur erlendum heiðurs- gestum á hátíðarfagnaði félagsins sem fram fer á Grand Hótel í kvöld. Hún mun einnig sýna listflug á Reykjavíkurflugvelli um helgina ef veður leyfir. Aðrir erlendir heiðursgestir á há- tíðarfagnaðinum eru sænskur svif- flugmaður, Pekka Havbrandt, og bandaríski svifdrekaflugmaðurinn Dennis Pagen. Geir H. Haarde verð- ur aðalræðumaður en auk hans mun Arngrímur B. Jóhannsson forseti Flugmálafélagsins flytja ávarp. Ás- geir Pálsson, framkvæmdastjóri flug- umferðarþjónustu Flugmálastjórnar verður veislustjóri og Jóhann Frið- geir Valdimarsson syngur einsöng. Fræg listflug- kona á Íslandi THORVALDSENSFÉLAGIÐ hef- ur á undanförnum árum gefið út jólakort til styrktar sjúkum börn- um, en félagið hefur starfað að líknarmálum barna vel á aðra öld. Jólakortið í ár er teiknað af Sigríði Bragadóttur, grafískum hönnuði. Myndin heitir Jólaæv- intýri. Jólakortin er bæði hægt að fá í stykkjatali eða fimm í pakkningu. Þau eru seld hjá félaginu og á basar Thorvaldsensfélagsins í Austurstræti, einnig í verslunum Máls og menningar. Hægt er að fá kortin ótextuð og þá hugsuð fyrir fyrirtæki sem vilja prenta sinn eigin texta í kortin. Jólakort Thorvald- sens- félagsins LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.