Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 mbl.is Vatnaskil skáldsins Matthías Johannessen á ritþingi í Gerðubergi Listir Sigurbjörn Sigurðsson kvæntist bandarískum hermanni Daglegt líf Þó líði ár og öld Björgvin Halldórsson gælir við tónleika í Austurbæjarbíói Fólk FORSETAR Frakklands og Banda- ríkjanna, Jacques Chirac og George W. Bush, náðu í gær samkomulagi um drög að ályktun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er miðar að því að af- vopna stjórn Saddams Husseins í Írak, að því er fulltrúi Chiracs greindi frá í gærkvöldi. Frakkar hafa krafist þess að ályktunin, sem Bandaríkjamenn hafa frumkvæði að, heimili ekki að vopnavaldi verði sjálfkrafa beitt ef Írakar eyði ekki gereyðingarvopnum sem Banda- ríkjamenn fullyrða að Saddam ráði yfir. Bush sagði á fréttamannafundi í Washington í gær að hann væri nýbúinn að tala við Chirac og Vlad- imír Pútín Rússlandsforseta og væri vongóður um að öryggisráð SÞ myndi samþykkja ályktunina við at- kvæðagreiðslu í dag. Bandaríkja- menn, Frakkar og Rússar eiga, ásamt Bretum og Kínverjum, fasta- fulltrúa í öryggisráðinu og hafa hverjir um sig neitunarvald. Fasta- fulltrúaríkin hafa deilt um orðalag ályktunarinnar í nokkrar vikur. Reuters Bush Bandaríkjaforseti ræðir við fréttamenn í Washington í gær. Forsetar sammála um ályktun um Írak París. AFP. Fór í Kanann NÍTJÁN ára gamall Íslendingur að nafni Ívar Örn Kolbeinsson hefur selt bandaríska ilmvatnsfyr- irtækinu Kenneth Cole lag í aug- lýsingu sem dreift verður um ger- valla heimsbyggðina. Fær hann greiddar 1,6 milljónir fyrir. Auglýsingin er gerð af hálf- bróður Ívars, ljósmyndaranum Eiði Snorra Eysteinssyni sem unn- ið hefur ásamt samstarfsmanni sínum Einari Snorra Einarssyni að auglýsinga- og myndbandagerð í Bandaríkjunum um árabil. „Þetta er svona „electronica“, rafræna, mjög melódískt og með kröftugum takti. Það fylgir þó ekki viðteknum hugmyndum um auglýsingatónlist. Það þurfti að berjast svolítið fyrir því,“ segir Ívar Örn í samtali við Morg- unblaðið aðspurður hvernig tón- list sé um að ræða. Hann hefur áður gefið eitt lag út á bandarísk- um safndiski. Hinn kornungi tónlistarmaður Ívar Örn er kátur yfir árangrinum. 1,6 milljónir króna fyrir ilmvatnslag ■ Dreift um/61 BAUGUR-ID hefur fjárfest eða ákveðið að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis fyrir um 4,3 milljarða króna eftir að félagið seldi hlut sinn í Arcadia í september síðastliðnum. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni í Arcadia nam um 8 milljörðum króna eftir skatta og kostnað. Í gær voru tilkynnt kaup Baugs-ID á 4,54% hlut í breska verslunarfyrirtækinu House of Fraser PLC. Kaupverðið svarar til um 950 milljóna ís- lenskra króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi kaup séu í samræmi við þá stefnumótun að fjárfesta í arðbærum verslunarfyrirtækjum utan Íslands. Baugur-ID keypti 14,99% hlut í breska fyrirtækinu Big Food Group fyrir um 2,5 milljarða króna í októbermánuði og hefur nýlega aukið hlut sinn í 15,16%. Þá hefur verið tilkynnt að Baugur muni auka hlut sinn í Bonus Stores í Bandaríkjunum á næstunni sem svarar til um 800 milljóna króna. Ráðlagt að eiga hlutabréf í Big Food Gengi hlutabréfa Big Food Group hækkaði um rúm 19% á hlutabréfamark- aðinum í London í gær í kjölfar birtingar á hálfsársskýrslu fyrirtækisins. Þar kemur fram að verslunarkeðjan Iceland, sem er í eigu Big Food, er farin að skila hagnaði en hún hefur verið rekin með tapi um nokkurt skeið til þessa. Fjárfestingarbankinn UBS Warburg hefur hækkað verðmat sitt á Big Food Group og ráðleggur fjárfestum að eiga hlutabréf sín í fyrirtækinu áfram. Hlutabréf Baugs hækkuðu um 4,2% í Kauphöll Íslands í gær. FJÁRFEST FYRIR HELMING HAGNAÐAR AF ARCADIAHLUTNUM                                Verðmæti/14  Þriðja stærsta/20 KOMMÚNISTAR héldu baráttufund við byltingartorgið í Moskvu í gær í tilefni af 85 ára afmæli októberbyltingarinnar. Gríðarlegar örygg- isráðstafanir voru í borginni, og sagði ljósmyndari Morgunblaðsins að margfalt fleiri hefðu verið við öryggisgæslu en í skrúðgöngum. Komm- únistar sögðu um tuttugu þúsund manns hafa tekið þátt í göngunni, en lög- reglan sagði töluna nær fimm þúsundum. Morgunblaðið/Einar Falur Byltingarinnar minnst YFIRMÖNNUM á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) hefur fækkað um 65 frá því að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík voru sam- einuð. Þetta kemur fram í grein eft- ir Magnús Pétursson, forstjóra LSH, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að 29 stöður hjúkrunarframkvæmda- stjóra og forstöðulækna hafa verið felldar úr skipulagi spítalans. Ekki verður gengið lengra án þess að skerða þjónustu Magnús segir í samtali við Morg- unblaðið að starfsfólki við spítalann hafi fækkað án þess að sjúklingar hafi mikið orðið varir við að þjón- usta hafi verið skert. „En eigi að ganga lengra í samdrætti, er óhjá- kvæmilegt að það komi niður á þjónustu,“ segir Magnús. Kjarasamningar við lækna sem tóku gildi um seinustu mánaðamót fela í sér veigamiklar breytingar og fækkar ársverkum lækna á spítal- anum um 20 vegna þeirra. Tekin var ákvörðun í tengslum við kjara- samninga lækna um að enginn læknir sem hefur með höndum einkarekstur verði í hærra starfs- hlutfalli á LSH en 80%. Fram kem- ur í grein Magnúsar að 173 sér- fræðilæknar af alls 404 hafa kosið að helga spítalanum starfskrafta sína, 97 sérfræðilæknar eru í a.m.k. 80% starfi og 134 í lægra starfshlut- falli. Fyrstu níu mánuði ársins fækkaði ársverkum starfsmanna, annarra en lækna, um 80 miðað við sama tíma- bil í fyrra. Magnús bendir á að unn- ið hafi verið að umfangsmikilli sam- einingu sérgreina á spítalanum, sem leitt hefur til þess að vöktum við spítalann hefur fækkað um 18 og unnið er að því að leggja niður 15 til 20 til viðbótar en vaktir við spít- alann voru 180 á síðasta ári. Þá hef- ur yfirvinnutímum fækkað um 12% á fyrstu níu mánuðum ársins. Yfirmönnum hef- ur fækkað um 65 Ekki verður lengra gengið í samdrætti án þess að það komi niður á þjónustu að sögn forstjóra LSH Hagræðingaraðgerðir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi  Á hvaða/32                          ! "! #$ %&%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.