Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðfinna Gísla-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 23. ágúst
1914 og bjó þar alla
ævi. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 29. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Gísli
G. Guðmundsson frá
Hákoti í Innri-Njarð-
vík, f. 15. júlí 1879, d.
18. mars 1963, og
Ingunn Ólafsdóttir
frá Höfða á Vatns-
leysuströnd, f. 30.
ágúst 1881, d. 16.
apríl 1968. Þau hjónin eignuðust
auk Guðfinnu fjögur börn: 1) Ólaf,
f. 18. sept. 1909, d. 25. okt. 1996. 2)
Sigurgeir, f. 6. júní 1919, d. 4.
mars 1953. Tvö börn dóu í barn-
æsku.
Guðfinna var einhleyp. Hún
hélt heimili með foreldrum sínum
og Ólafi bróður sínum og einnig
með bróðursyni, Gísla Inga, f. 7.
janúar 1942, en hann er elstur
fimm barna Sigurgeirs og Guð-
rúnar Karlsdóttur.
Guðfinna stundaði nám við
Flensborgarskóla og síðar við
Iðnskólann í Hafnar-
firði. Veturinn 1938–
39 var hún við nám í
biblíuskóla í Noregi.
Hún lærði módel- og
hattasaum hér á
landi og í Kaup-
mannahöfn og var
um tíma í stjórn við-
komandi stéttar-
félags. Rak um ára-
bil hattaverslun í
Hafnarfirði. Starfaði
lengi í hattaverslun
Soffíu Pálma við
Laugaveg. Guðfinna
tók virkan þátt í
kristilegu starfi innan KFUK,
lengst af við barna- og unglinga-
starfið. Var formaður KFUK í
Hafnarfirði um tuttugu ára skeið.
Veitti um árabil forstöðu sumar-
starfi fyrir telpur í Kaldárseli.
Var gerð að heiðursfélaga Kaldæ-
inga 1995 á 70 ára afmæli Kald-
ársels. Guðfinna starfaði einnig
fyrr á árum í Kvenfélagi Hafnar-
fjarðarkirkju og stúkunni Morg-
unstjörnunni.
Útför Guðfinnu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Efst í huga við fráfall Guðfinnu
Gísladóttur er þakklæti fyrir ein-
læga vináttu og mikla velvild fjöl-
skyldu hennar. Ekki er síður þakk-
arvert að hafa notið þeirrar gæfu
allt frá barnsaldri að hafa átt svo
góða vini sem næstu nágranna,
fyrst við Austurgötu, en síðan við
Ölduslóð. Vináttuböndin urðu svo
sterk við það, að Ólafur, bróðir
Guðfinnu, sem var einstakur sóma-
maður, starfaði við verslun föður
míns um þrjátíu ára skeið með
þeim ágætum, að ekki varð á betra
kosið.
Á lífsferli Guðfinnu ljóma hvað
skærast minningar frá farsælu
barna- og unglingastarfi á vegum
KFUK sem hún veitti forstöðu um
langt skeið. Hún valdi sér það há-
leita og göfuga hlutskipti að verja
tómstundum sínum til að efla
trúarvitund unga fólksins og gefa
heilræði sem haldbest eru í lífinu.
Hún átti sanna kristna trú og var
unnandi bindindis og hollra lífs-
hátta.
Mörg þeirra sem á unglingsárum
nutu handleiðslu Guðfinnu munu
minnast hennar með þakklátum
huga fyrir gott veganesti á lífsleið-
inni og aldrei verður nógsamlega
þakkað það mikilvæga og þrótt-
mikla uppeldisstarf sem fram fór á
vegum KFUM og K á árum áður.
Sá félagsskapur var hafnfirsku
æskufólki hið þarfasta athvarf.
Minnumst við, sem nú erum komin
á efri ár, með gleði samverustund-
anna í KFUM húsinu við Hverf-
isgötu og í Kaldárseli.
Guðfinna ólst upp við fagran
heimilisbrag, sem mótaðist af
hljóðlátri festu, anda góðvildar og
mikillar gestrisni, reglusemi og
kristilegum dyggðum. Þar ríkti
eindrægni og heilbrigð glaðværð.
Oft var þar tekið lagið, en faðir
Guðfinnu lék á orgel. Guðfinna var
mjög söngelsk og tók þátt í kór-
starfi á yngri árum. Og eftir lát
foreldranna ríkti áfram sama hlýj-
an og ljúfmennskan á heimili
þeirra Guðfinnu, Ólafs og Gísla
Inga. Öll samskiptin við þetta góða
fólk, fyrr og síðar, voru ætíð á einn
veg, einkar ljúf og mannbætandi.
Gleðistundirnar með þeim eru mér
ógleymanlegar.
Alltaf þegar Guðfinna átti af-
mæli hélt hún þeim góða sið að
bjóða vinum til veislu, nú síðast 23.
ágúst sl., er hún varð 88 ára. Hún
dvaldist á Sólvangi síðustu fjögur
árin og var mjög þakklát fyrir þá
hlýju aðhlynningu, sem hún þar
naut.
Guðfinna var víðlesin, fylgdist
vel með þróun mála, hafði heil-
steyptar skoðanir og var gædd
góðum gáfum. Hún var næm á alla
fegurð og kunni að meta dásemdir
náttúrunnar. Gott var við hana að
ræða og oft gat Guðfinna verið
gamansöm, sagt skemmtilega frá
og slegið á létta strengi.
Guðfinna mat mikils trygglyndi
margra vina og frændfólks sem
styttu henni stundir með heim-
sóknum síðustu árin. Sérstaklega
sýndi Gísli Ingi frænku sinni ein-
staka ræktarsemi og nærgætni.
Þannig fór hann til hennar nær
daglega á Sólvangi og veitti ómet-
anlega hjálp, meðan Guðfinna gat
dvalist heima. Veit ég, að Gísli Ingi
metur að verðleikum alla þá um-
hyggju sem hann naut hjá Guð-
finnu og Ólafi allt frá barnsaldri.
Göfug kona er kvödd með djúpri
virðingu og þökk fyrir að hafa gef-
ið öðrum gott fordæmi með vönd-
uðu líferni og viljað sem mest gott
láta af sér leiða.
Megi fögur sál hvíla í eilífum
friði.
Árni Gunnlaugsson.
Það er erfitt að vera víðsfjarri á
kveðjustund. Ég hafði óljósan grun
um að við frænkurnar myndum
ekki sjást framar hér á jörð er ég
kvaddi hana á Sólvangi fyrir um 7
vikum. Sá grunur reyndist réttur.
Er ég fletti upp í litlu bænabók-
inni minni á Spáni eftir andlát
kærrar frænku kom upp versið úr
Davíðssálmum „Drottinn er minn
hirðir“.
Það á vel við, enda átti trúin rík-
an sess í hjarta Finnu frænku.
Honum helgaði hún líf sitt og starf
og breiddi út boðskap hans alla tíð.
Ótal góðar minningar snúast líka
um yndislegar samverustundir fyrr
og síðar. Sönn og heilsteypt vin-
átta, virðing og kærleikur ríkti
meðal foreldra minna og fjölskyldu
Finnu frænku á Austurgötu og síð-
ar á Ölduslóð 36 í Hafnarfirði, sem
þróaðist síðar áfram meðal nýrra
kynslóða.
Síðustu 6 til 7 árin voru frænku
erfið, ekki hvað síst er Óli frændi,
bróðir hennar, andaðist, en hann
var þessi yndislegi sterki persónu-
leiki sem aldrei brást. Ómetanleg-
ur frændi. En Finna stóð samt
ekki ein. Gísli Ingi frændi sýndi
henni umhyggju og kærleika til
hinstu stundar. Guð launi honum
allt sem hann hefur vel gert.
Þakka enn og aftur fyrir að hafa
átt jafn yndislegt frændfólk og
fjölskylduna á Ölduslóð 36 í Hafn-
arfirði.
Hvíl í Guðs friði.
Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir.
Guðfinna Gísladóttir hefur lokið
langri og vinnusamri ævi.
Ég var unglingur þegar ég
kynntist henni í KFUK-starfinu í
Hafnarfirði. Þó að nálægt 30 ára
aldursmunur væri á okkur urðum
við nánir vinir og samstarfsmenn í
fjölbreyttu KFUK-starfinu í marga
áratugi. Finna starfaði af eldmóði
og áhuga. Það var fyrst og fremst
einlæg trú hennar, sem knúði hana
áfram. Jesús var frelsarinn hennar
og hún vildi leiða unga og gamla til
samfélags við hann. Hún predikaði
og leiddi söng og stjórnaði fundum
og samkomum, – og hún bað. Á
notalegu heimili hennar áttum við
ótal glaðar stundir þar sem hún
bauð okkur í tertur og trúarsam-
félag.
Guðfinna var hattadama, útbjó
og seldi fína hatta, meðan þeir
voru í tísku. Eftir að ég kynntist
henni var hún með hattaverslun og
verkstæði heima og við kölluðum
hana stundum Hatta-Finnu. Ég er
ekki viss um að henni hafi líkað
það, en hitt veit ég, að hún gat
hlegið dátt með okkur stelpunum,
þegar við fengum að máta hattana
í búðinni hennar.
Guðfinna eignaðist ekki mann og
börn, en hún átti óteljandi marga
sem nutu umhyggju hennar og
kærleika, bæði í kristilega starfinu
og fjölskyldu sinni. Þessi sam-
starfsár okkar bjó hún með bróður
sínum og bróðursyni og þjónaði
þeim með kærleika og virðingu,
sem var eftirtektarverð og lær-
dómsrík.
Síðustu árin dvaldi Finna sjón-
döpur og lasburða á Sólvangi. Þar
hitti ég hana síðasta sinn í sept-
ember. Við rifjuðum upp gamla,
góða söngva úr KFUK-starfinu,
sungum og báðum saman eins og
svo oft áður.
Ég þakka Guði fyrir samstarf og
vináttu Guðfinnu Gísladóttur og
fyrir fórnfúst starf hennar fyrir
KFUK og kristniboðið.
Guð blessi minningu merkrar
konu.
Stína Gísladóttir.
Kær vinkona okkar er látin, vin-
ur sem var okkur mjög kær, þegar
við lítum til baka eru minningarnar
svo óendanlega dýrmætar. Það er
okkur ákaflega ljúft að minnast
Guðfinnu Gísladóttur, hún var heil-
steypt kristin kona, Guðs orð var
henni ávallt ofarlegar í huga og
leiðarljós á lífsleiðinni.
Nú síðustu árin sem hún dvaldi á
Sólvangi notaði hún einnig til að
vitna í Guðsorð. Á náttborðinu var
lítil askja með biblíuversum. Guð-
finna tók mikinn þátt í kristilegu
starfi, ung kynntist hún starfi
KFUK og tengist því ævilangt.
Ung fór hún til Danmerkur og
lærði hattasaum, og einnig fór hún
til Noregs í biblíuskóla. Reynslan í
biblíuskólanum var henni mjög
dýrmæt og minntist hún oft á
þennan tíma með gleði og þakklæti
til Guðs.
Þegar hún kom heim stofnaði
hún unglingadeild KFUK í Hafn-
arfirði og síðan sumarstarf KFUK
og var formaður þess til margra
ára ásamt því að vera formaður
KFUK í Hafnarfirði.
Frá Finnu eins og við kölluðum
hana, stafaði einstök hlýja og kær-
leikur og aldrei gleymdist að lesa
úr Guðsorði og biðja þegar við
komum í heimsókn. Afmælisdagar
voru í heiðri hafðir og nú síðastlið-
inn ágúst hélt hún upp á afmælið
sitt á Sólvangi þar sem Gísli Ingi
bróðursonur hennar ásamt starfs-
fólki Sólvangs sáu um að gera
henni afmælisdaginn eftirminnileg-
an. „Sannlega segi ég þér í dag
skaltu vera með mér í Paradís.“
Þetta fyrirheiti gaf Jesús á föstu-
daginn langa fyrir rúmum tvö þús-
und árum og margir hafa síðan
mætt dauða sínum í trausti og trú
á hann. Í dag hefur Guðfinna feng-
ið að vera með Jesú í Paradís, hví-
lík lifandi von og eilífðarvissa.
Fyrir henni var dauðinn ávinn-
ingur af því að hann var henni leið
til eilífs lífs í Kristi sem hún trúði á
og lifði fyrir af innileik og einlægni
sem enginn skilur nema sá sem
reynt hefur. Við þökkum Guðfinnu
fyrir kærleiksríka vináttu, fyrir-
bænir og blessun á umliðnum ár-
um, og biðjum góðan Guð að blessa
Gísla Inga og aðra aðstandendur.
Vinkonur.
GUÐFINNA
GÍSLADÓTTIR Eiginkona mín, ástkær móðir, tengdamóðir og
amma,
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar-
daginn 2. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju laug-
ardaginn 9. nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
MS-félagið eða Minningarsjóð Skógarbæjar.
Guðmundur Vikar Einarsson,
Edda Vikar Guðmundsdóttir, Jón Örn Guðmundsson,
Þóra Vikar Guðmundsdóttir, Jahmel Toppin,
Guðmundur Vikar Jónsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVAVA BERNHARÐSDÓTTIR,
Hrauntungu 50,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykja-
vík í dag, föstudaginn 8. nóvember, kl. 15.00.
Blóm og kransar afbeðnir, en bent er á Svövu-
sjóð til eflingar kyrrðardögum í Skálholti, sem Svava bar mjög fyrir brjósti.
(Bankareikningur 0151-05-060560).
Bernharður Guðmundsson, Rannveig Sigurbjörnsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Margrét Hjaltadóttir,
Þórhallur Guðmundsson, Herdís Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndislegi sonur okkar og bróðir,
KRISTJÁN ÁRNI GUNNARSSON,
Sjafnargötu 14,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 31. október, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn
11. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Geðhjálp.
Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Andrés Gunnarsson,
Gunnar Gunnarsson,
Jóhannes Páll Gunnarsson,
Ari Gunnarsson,
Ásmundur Gunnarsson,
Katrín Gunnarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður og afa,
KARLS HAFSTEINS PÉTURSSONAR,
Hátúni 12,
Reykjavík.
Hermann Karlsson, Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir,
Bryndís Karlsdóttir, Þórður Baldursson,
Dagný Karlsdóttir, Unnsteinn B. Eggertsson,
Sverrir Karlsson, Guðlaug Vestmann,
Viðar Karlsson, Halla Valgerður Haraldsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR Þ. SIGURÐSSON
fyrrv. hafnarvörður,
Hjöllum 15,
Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 9. nóvember og hefst athöfnin
kl. 14.00.
Hrönn Vagnsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Skúli Berg,
Sigurður Pétur Guðmundsson, María Petrína Berg,
Margrét Guðmundsdóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson,
Þorbjörn Guðmundsson
og barnabörn.