Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER heppin að hafa fengið pabba sem kosningastjóra minn, því hann er einn reyndasti kosn- ingamaður landsins, hefur verið í þessu í fimmtíu ár,“ segir Stef- anía Óskarsdóttir, sem nú er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, en faðir hennar, Ósk- ar V. Friðriksson, stjórnar kosn- ingabaráttu hennar. Óskar hefur stjórnað utankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í áratugi. Auk þess hefur hann unnið fyrir marga frambjóðendur í próf- kjörum Sjálfstæðisflokksins og fjölmarga presta sem gáfu kost á sér í prestkosningum á meðan þær voru við lýði. Óskar hefur því ótal ráð í pokahorninu fyrir dótt- ur sína. „Það er heilmikil aðgerð að fara af stað í kosningabaráttu ef maður ætlar að gera þetta af alvöru og í því er fólgin mikil skipulagsvinna,“ segir Stefanía og nefnir sem dæmi að finna hús- næði, safna saman fólki til að að- stoða í baráttunni og útdeila verk- efnum. „Þetta er skipulagsvinna sem frambjóðandinn sjálfur er ekki alltaf bestur til að stjórna,“ segir Stefanía sem hefur verið varaþingmaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn frá árinu 2000, en var m.a. framkvæmdastjóri þingflokks Samtaka um kvennalista áður. Hún segist vel muna þegar hún var lítil og faðir hennar var að vinna að kosningabaráttu þjóð- þekktra stjórnmálamanna, sem hún segir marga hverja eiga hon- um m.a. gott gengi að þakka. Hún þekkti því kosningaslaginn vel sem áhorfandi og þessi reynsla ýtti undir áhuga hennar á stjórn- málum. Nú er hún sjálf frambjóð- andi. „Ég býð mig fram á eigin forsendum og legg til grundvallar menntun mína og reynslu. En það er auðvitað alveg ómissandi að hafa hann pabba sér við hlið í þessu,“ segir Stefanía. Morgunblaðið/Ómar Pabbinn stjórnar baráttunni HAFNARFJÖRÐUR er verst setta sveitarfélagið fjárhagslega á höfuð- borgarsvæðinu, en peningaleg staða þess var neikvæð um 446 þúsund krónur á hvern íbúa eða 199% af skatttekjum í árslok 2001. Ef tekið er tillit til einkaframkvæmdarsamn- inga hækkar þessi tala í 619 þúsund krónur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um mat á fjárhagsstöðu og fram- kvæmdagetu Hafnarfjarðarbæjar, sem lögð var fram í bæjarráði í gærmorgun. Skýrslan var unnin af PricewaterhouseCoopers/IBM. Útlit fyrir að bærinn nái ekki lágmarkseinkunn Meðal niðurstaðna í skýrslunni er að áhrif þess að halda einkafram- kvæmdarsamningum utan efna- hagsreiknings skila sér í lægri framlegð og minni skuldsetningu. Núvirði einkaframkvæmdarsamn- inga er um 3,5 til 4,1 milljarður króna miðað við október 2002. Ár- leg greiðsla vegna samninganna er um 315 milljónir króna. Komist er að þeirri niðurstöðu að útlit sé fyrir að einkunnagjöf Hafn- arfjarðarbæjar hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga nái ekki lágmarkseinkunn fyrir árið 2002, en bærinn er undir viðmiðunarmörk- um eftirlitsnefndarinnar árin 1999– 2002 og er undir meðaltali sam- anburðarsveitarfélaganna til ársins 2003. Peningaleg staða Hafnarfjarðar er neikvæð um 446 þúsund krónur á hvern íbúa, en til samanburðar er staðan neikvæð um 214 þúsund krónur í Reykjavík, eða 91% af skatttekjum. Í Kópavogi er staðan neikvæð um 232 þúsund krónur eða 103% af skatttekjum og í Reykjanesbæ 395 þúsund krónur eða 177% af skatt- tekjum. Í Garðabæ er staðan neikvæð um 176 þúsund krónur á íbúa eða 73% af skatttekjum og í Mosfellsbæ 388 þúsund krónur eða 183% af skatt- tekjum. Samanburðarsveitarfélögin hafa ekki fjármagnað framkvæmdir sín- ar með einkaframkvæmdarsamn- ingum á sambærilegan hátt og Hafnarfjarðarbær, heldur með af- gangi frá rekstri og lántöku. Pen- ingaleg staða í Hafnarfirði að teknu tilliti til einkaframkvæmdarsamn- inga er 57% verri en í Reykjanesbæ og 152% verri en í Garðabæ. Ekki óbreytt framkvæmdastig Skuldfærsla einkaframkvæmdar- samninga leiðir til skuldsetningar umfram skuldaþak árin 2001–2002. Skýrsluhöfundar segja að ef ein- göngu sé litið til skuldaþaksins sé ljóst að bærinn geti ekki haldið óbreyttu framkvæmdastigi miðað við áætlaða afkomu ársins 2002. Ný skýrsla um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar kynnt Skuld á hvern íbúa 446 þúsund krónur Vígslubiskupskjör í Hólastifti Séra Jón A. Baldvinsson gefur kost á sér SÉRA Jón A. Baldvinsson, sem hef- ur verið sendiráðsprestur í London í rúm 19 ár, hefur gefið kost á sér til vígslubiskupskjörs í Hólastifti sem fram fer eftir áramót. Jón tilkynnti þetta formlega á aðalfundi Presta- félags Hólastiftis um síðustu helgi. Hann flutti þar ræðu ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, sem einnig hefur gefið kost á sér í kjörinu. Auk Jóns og Kristjáns hafa sr. Guðni Þór Ólafsson og sr. Dalla Þórðardóttir einnig verið nefnd lík- legir kandídatar, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, en þau áttu ekki heimangengt á fund presta- félagsins. Jón sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa fengið mikla hvatningu víða að úr stiftinu til að bjóða sig fram. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir tækifæri til að takast á við nýtt embætti á Íslandi eftir langa fjarveru erlendis. Jón hefur síðustu mánuði verið í námsleyfi frá störfum í London en þegar Morgunblaðið náði tali af honum var hann á ferð um Austurland til að kynna sig fyrir prestum svæðisins og þeim sem rétt eiga á að kjósa í vígslubiskupskjör- inu. Yfirlýsing frá VSÓ Ráðgjöf ehf. vegna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Farið að reglum í einu og öllu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá VSÓ Ráðgjöf ehf.: Í tilefni af mjög villandi frétta- flutningi síðustu daga um málefni VSÓ Ráðgjafar ehf. sem tengist skýrslu fyrirtækisins um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu, vill fyrirtækið koma eftirfar- andi upplýsingum á framfæri: 1. Enginn starfsmaður fyrirtæk- isins hefur reynt að hafa áhrif á nið- urstöður vísindarannsókna á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. 2. Skipulagsstofnun hefur verið upplýst um öll ágreiningsefni sem upp hafa komið í matsferlinu. 3. Dr. Ragnhildur Sigurðardótt- ir, vistfræðingur, var ráðin af VSÓ Ráðgjöf til þess að vinna samantekt á rannsóknum sem unnar hafa ver- ið á svæði Norðlingaölduveitu. Henni hefur ekki verið falið að vinna að sjálfstæðum rannsóknum á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði. VSÓ Ráðgjöf og starfsmenn fyr- irtækisins hafa kappkostað að vinna faglega og heiðarlega að mati á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu. Fyrirtækið hefur í einu og öllu fylgt þeim lögum og reglum sem gilda um mat á umhverfisáhrif- um. Allar yfirlýsingar um annað eru rangar. Sú skýrsla sem VSÓ Ráðgjöf skilaði til framkvæmdaraðila inni- heldur upplýsingar um öll þau at- riði sem þarf að taka tillit til þegar umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu eru metin. Athugasemdir sem bár- ust í matsferlinu hafa ekki leitt til þess að breyta þurfi í neinu meg- inniðurstöðu matsins. Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Smábátarnir eru eina vörn sjávar- byggðanna „Uppbygging smábátaflotans er eina vörn sjávarbyggðanna og það smáræði sem smábátarnir hafa ver- ið að fiska hefur þó bjargað því sem bjargað hefur verið í sjávarbyggð- um,“ segir Einar Oddur Kristjáns- son þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sem mótmælir því að uppbygging flotans sé sóun á fé eins og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ lýsti sem skoðun sinni á aðalfundi LÍÚ í síð- ustu viku. Einar Oddur segir veiðitakmark- anir aðalvandamálið en ekki upp- bygging smábátaflotans og gagn- rýnir harðlega „ímyndaða friðun á þorski“. „Stjórnvöld hefðu aldrei komist upp með að fylgja því sem ég kalla herstefnu gagnvart þorsk- veiðunum, nema með stuðningi LÍU,“ segir hann. „Þetta hefur fyrst og fremst orsakað vannýtingu á íslenskum fiskiskipaflota, en ekki uppbygging smábátaflotans. Gallinn á fiskveiðistjórnunarkerfinu er sá að það virðir ekki á nokkurn hátt hagsmuni sjávarbyggða.“ „Ég skil ósköp vel árekstrana sem verða þegar verið er að skerða aflamarksbátana vegna smábát- anna, en það er algjör óþarfi. Loks- ins, eftir þrjá áratugi, eru menn að opna augu sín fyrir því að þessi rík- isvísindi hafa fullyrt miklu meira en þau geta staðið við. Þessar friðunar- aðgerðir á smáfiski hafa fært okkur afturábak en ekki áfram og það er kominn tími til þess að þessari ein- okun í að rannsaka hafið kringum Ísland, linni og vísindamenn fái frjálsan aðgang að rannsóknum. Það mun færa okkur til þess tíma að Íslandsmið bera sannarlega 350 til 400 þúsund tonn af þorskveiði eins og þau gerðu áratugum saman. Með því getum við fengið nýtingu á smábátaflotann og það er hörmu- legt að útvegsmenn skuli vera komnir í hár saman rétt einu sinni.“ RÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og missir ökuréttindi sín í þrjú ár fyrir að aka á tvo pilta á göngustíg í Mosfellsbæ í maí 2001. Málinu var á sínum tíma lokið með sátt hjá lögreglustjóran- um í Reykjavík þar sem manninum var gert að greiða sekt og sviptur ökuréttindum í 10 mánuði. Þessa ákvörðun felldi ríkissaksóknari úr gildi og höfðaði mál gegn mann- inum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot. Útilokað að refsingin yrði skilorðsbundin Maðurinn var verulega ölvaður þegar atvikið átti sér stað. Hann játaði að hafa ekið bílnum eftir göngustígnum á nokkurri ferð, hann hafi á hinn bóginn eingöngu ætlað að hræða piltana en ekki náð að hemla í tæka tíð. Þessi fullyrðing fékk nokkurn stuðning af fremur óskýrum framburði þeirra tveggja sem voru með honum í bílnum. Komst dómurinn að þeirri niður- stöðu að maðurinn hefði ekki ætlað sér að aka á piltana og því væri um gáleysisbrot að ræða. Með því að aka á piltana rauf maðurinn skilorð vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás. Þá var hann dæmdur til að sæta sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvör ár. Þar sem brotið væri alvar- legt og hann hefði áður verið sak- felldur fyrir líkamsárás væri skil- orðsbinding útilokuð. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóminn. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari flutti málið f.h. ákæru- valdsins en Örn Clausen hrl. var til varnar. Dæmdur í 15 mánaða fangelsi og sátt úr gildi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.