Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VELT var upp þeirri spurningu á fundi Versl-
unarráðs Íslands í gær hvort ástæða sé til
bjartsýni í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM
Vallár, sagði að þróunin hefði um margt verið
mjög jákvæð að undanförnu. Fyrir ári hefði
hann haldið að efnahagslífið væri á leið inn í
hefðbundinn djúpan öldudal, en það hefði ekki
gengið eftir. Hann sagði horfur enn tvísýnar,
en að örar vaxtalækkanir undanfarið og vonir
um frekari lækkanir myndu renna styrkari
stoðum undir efnahagsbatann. Þess vegna
mætti að minnsta kosti kosti segja að umtals-
vert minni ástæða sé til svartsýni en verið hafi.
Þorsteinn sagði þann árangur sem náðst
hefði í efnahagsmálum um margt sögulegan og
að góðar líkur væru á verulegri erlendri fjár-
festingu auk þess sem útrás íslenskra fyrir-
tækja hefði tvímælalaust skotið styrkari stoð-
um undir íslenskt efnahagslíf.
Þorsteinn sagði hagnað skráðra fyrirtækja
hafa margfaldast milli ára, en sú hagnaðar-
aukning sé aðallega vegna styrkingar krón-
unnar og aukinnar útrásar fyrirtækja.
Helstu hættumerkin felast að mati Þor-
steins í vöxtum og vaxtaþróun. Hann sagði
vaxtastig enn of hátt þó að vextir hefðu lækkað
mikið undanfarna mánuði og að ekki þyrfti að
hafa áhyggjur af því þó að krónan veiktist lít-
illega, því lítilsháttar veiking krónunnar sé
ekki óæskileg. Háir vextir komi illa við fyr-
irtæki sem séu aðeins á innlenda markaðnum
en auk þess valdi miklar kostnaðarhækkanir
undanfarin misseri og samdráttur í innlendri
eftirspurn erfiðleikum hjá þessum fyrirtækj-
um.
Fyrirtæki í erfiðleikum vegna hárra launa
Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri
verðbréfasviðs Búnaðarbankans, sagði aðalspá
Seðlabankans gera ráð fyrir mjúkri lendingu
eftir ofþenslu síðustu ára og að þetta sé í sam-
ræmi við spá Búnaðarbankans. Þá sé stefna
Seðlabankans í peningamálum rétt að mati
Búnaðarbankans.
Yngvi Örn sagði að ákveðin hætta væri á
hægari hagvexti en spáð hefði verið. Skilyrði í
verslun, þjónustu og framleiðslu fyrir innlend-
an markað séu erfið, ef bygging íbúðarhús-
næðis sé undanskilin. Skýring á þessu sé með-
al annars að kaupmáttur launa sé í sögulegu
hámarki og laun hafi ekki lækkað í niðursveifl-
unni. Hætta sé á frekari erfiðleikum í þessum
greinum og búast megi við frekari gjaldþrot-
um og aðgerðum til að draga úr kostnaði, þar á
meðal fækkun starfsfólks.
Ofris síðustu hagsveiflu veldur að mati
Yngva Arnar vonbrigðum og áfram geti skap-
ast aðstæður þar sem verðbólga taki á rás og
óásættanlegur viðskiptahalli myndist. Ofrisið
hafi orðið vegna aðstæðna innanlands en hafi
ekki komið erlendis frá. Niðursveiflan hafi
einnig átt upptök í ofrisinu en ekki í breyt-
ingum á ytri eftirspurn og því virðist sem erfitt
sé að hemja hagkerfið. Þó beri að hafa í huga
að uppsveiflan hafi verið fyrsta hagvaxtar-
skeiðið eftir að fjármagnsmarkaðurinn hafi
verið opnaður og sú þensla sem orðið hafi
kunni að vera vegna nýfengis frelsis á fjár-
málamarkaði. Þess vegna sé ekki víst að þetta
endurtaki sig.
Yngvi Örn sagði mikilvægt að stýrivextir
Seðlabankans hefðu áhrif á allan fjármagns-
markaðinn en ekki aðeins óverðtryggða vexti,
til að áhrif stýrivaxtanna skiluðu sér til allra. Í
því sambandi sagði hann meðal annars að
hugsanlegt væri að Seðlabankinn þurfi að
slaka á bindiskyldu til að þrýsta niður ávöxtun
á skuldabréfamarkaði.
Afsökun bankanna um háa
markaðsvexti dugar ekki lengur
Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður
bankastjórnar Seðlabankans, var einnig á
fundinum og gerði þar grein fyrir sjónarmið-
um bankans í tengslum við nýja þjóðhagsspá
hans og vaxtalækkun. Hann var spurður að því
hvort til greina kæmi að slaka á bindiskyldunni
og eins hvort hann teldi þróun verðtryggðra
vaxta hafa verið eðlilega. Birgir Ísleifur sagði
bankann ekki hafa fjallað um að breyta reglum
um bindiskyldu, en hún hefði verið lækkuð árið
1993 í samræmdu átaki ríkisstjórnar og Seðla-
banka til að lækka vexti.
Hann sagði að vaxtalækkun Seðlabankans
hefði skilað sér vel á óverðtryggða hluta mark-
aðarins, en hennar hefði síður orðið vart í verð-
tryggða hlutanum. Síðustu tvær vaxtalækkan-
ir hefðu þó skilað sér tiltölulega vel í lækkun
verðtryggðra vaxta. Bankarnir hefðu aftur á
móti ekki lækkað verðtryggða vexti eins mikið
og markaðsvextir hefðu lækkað, og að afsökun
þeirra um háa markaðsvexti dygði ekki lengur.
Aðlögunarhæfni efnahagslífsins vekur aðdáun
Þórólfur Árnason forstóri Tals kom með at-
hugasemd um það á fundinum að nú væri kom-
ið í ljós að Seðlabankinn hefði of lengi fylgt of
harðri aðhaldsstefnu í peningamálum, eins og
margir hafi bent á áður en bankinn hóf vaxta-
lækkunarferli sitt. Birgir Ísleifur sagðist mjög
ósammála þessu. Seðlabankinn hefði verið
þeirrar skoðunar að mun meiri kraftur hefði
verið í efnahagslífinu en margir hefðu viljað
vera láta. Þetta hafi nú verið staðfest eins og
megi sjá á tölum um hagvöxt. Hann hafi verið
meiri en margir hafi gert ráð fyrir og einnig
meiri en í nálægum iðnríkjum.
Birgir Ísleifur sagðist sannfærður um að ef
Seðlabankinn hefði látið undan og lækkað
vexti fyrr værum við nú í mun verri málum en
nú blasir við. Hann sagði árangurinn þó ekki
aðeins að þakka peningastefnu Seðlabankans
því fleira spilaði inn í, meðal annars aðgerðir í
tengslum við rauða strikið í vor. Breytt geng-
isstefna skipti einnig máli. Nú hefði orðið
gengislækkun á markaði en fyrir fáeinum ár-
um hafi ákvörðun um gengi verið tekin í rík-
isstjórn – og enn fyrr hefði slík ákvörðun verið
tekin á Alþingi. Aðlögun væri mun hraðari nú
og aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs hefði
vakið aðdáun erlendis.
Jákvæð þróun
efnahagsmála
Háir vextir og há laun valda fyrirtækjum vanda
FRÁ því Baugur seldi hlut sinn í
Arcadia í september síðastliðnum,
og hagnaðist um 8 milljarða króna,
hefur félagið fjárfest í tveimur
verslanakeðjum í Bretlandi fyrir
samtals um 3,5 milljarða króna.
Jafnframt hefur verið greint frá því
að Baugur ætli að auka hlut sinn í
Bonus Stores í Bandaríkjunum um
800 milljónir króna. Félagið hefur
því tekið ákvarðanir um fjárfesting-
ar fyrir rúmlega helming hagnaðar-
ins af fjárfestingunni í Arcadia.
Baugur tilkynnti í september að
ávinningur félagsins af sölu hluta-
bréfa sinna í Arcadia yrði um 8
milljarðar króna eftir skatta og
kostnað. Í október keypti Baugur-
ID 14,99% hlutafjár í breska fyr-
irtækinu Big Food Group, sem á og
rekur verslanakeðjurnar Iceland,
Booker og Woodward. Í tilkynningu
frá Baugi kom fram að kaupverðið
hafi numið allt að 40 pensum á hlut.
Fjárfestingin nam allt í allt um 2,5
milljörðum króna. Lokaverð hluta-
bréfa í Big Food Group í Kauphöll-
inni í London í gær var 58,50 pens á
hlut.
Í tilkynningu frá Baugi 31. októ-
ber síðastliðinn var tilkynnt að fé-
lagið hefði ákveðið að auka hlut sinn
í Bonus Stores í Bandaríkjunum á
næstu vikum um 9 milljónir Banda-
ríkjadala, sem svarar til um 800
milljóna íslenskra króna. Mikið tap
hefur verið á rekstri Bonus Stores
en áætlanir félagsins gera ráð fyrir
að það muni skila hagnaði á næsta
ári.
Í gær var svo tilkynnt um kaup
Baugs-ID á 4,54% hlut í verslunar-
fyrirtækinu House og Fraser, sem
rekur 50 stórverslanir með merkja-
vöru í Bretlandi. Miðað við gengi
hlutabréfa félagsins hefur kaupverð
þessa hlutar verið um 7 milljónir
punda, jafnvirði um 950 milljóna ís-
lenskra króna. Auk þess jók Baug-
ur-ID við lítillega hlut sinn í Big
Food keðjunni í gær.
Fjárfestingar Baugs-ID erlendis að undanförnu
Fjárfest fyrir helming
hagnaðar af Arcadia
BAUGUR-ID hefur fest kaup á
10.525.000 hlutum, eða 4,54% hlut, í
breska verslunarfyrirtækinu House
of Fraser PLC. Fyrirtækið á og rek-
ur 50 stórverslanir í Bretlandi. Með-
al verslana félagsins í London eru
Dickins & Jones í Regent Street,
House of Frasers í Oxford Street og
Barkers í Kensington High Street.
Verslanirnar selja ýmiss konar
merkjavöru.
Í tilkynningu frá Baugi segir að
velta House of Fraser á síðasta fjár-
hagsári hafi verið 964 milljónir
punda, jafnvirði um 131 milljarðs ís-
lenskra króna, og hagnaður fyrir
skatta og óreglulega liði 25,6 millj-
ónir punda, eða um 3,5 milljarðar
króna.
Í tilkynningu frá Baugi segir að
þessi kaup séu í samræmi við þá
stefnumótun Baugs-ID að fjárfesta í
arðbærum verslunarfyrirtækjum ut-
an Íslands. Sara Lind Þorsteinsdótt-
ir, kynningarfulltrúi Baugs, segir að
fyrirtækið telji þetta vera gott fjár-
festingartækifæri. Um hugsanleg
frekari kaup á hlutabréfum félagsins
vilji hún hins vegar ekki tjá sig á
þessu stigi.
Lokaverð bréfa House of Fraser í
gær var 66,00 pens. Verðmæti hlutar
Baugs-ID var því um sjö milljónir
punda í gær, jafnvirði um 950 millj-
óna íslenskra króna.
Baugur kaupir 4,5% hlut í House of Fraser í Bretlandi
Verðmæti hlutarins um
950 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn VERSLUNARKEÐJAN Iceland,
sem er í eigu breska fyrirtækisins
Big Food Group (BFG), er nú far-
in að skila hagnaði. Big Food gaf
út hálfsársskýrslu sína í gær og
við þessi tíðindi snarhækkaði
gengi bréfa í félaginu á hluta-
bréfamarkaðinum í London, enda
var skýrslan hagstæðari en sér-
fræðingar höfðu reiknað með.
Lokagengi í gær
var tæp 59 pens
og nam hækk-
unin 9,5 pens-
um, eða rúmum 19%.
Baugur ID tilkynnti í gær að
félagið hefði aukið hlut sinn í
BFG með kaupum á 600.000 hlut-
um til viðbótar við þá 51.426.945
hluti sem það átti fyrir. Hlutur
Baugs ID í BFG er nú samtals
15,16%. Hlutabréf Baugs hækk-
uðu um 4,2% á Kauphöll Íslands í
gær.
Fjárfestingabanki
hækkar mat
Þá bárust fréttir af því í gær að
fjárfestingabankinn UBS War-
burg hefði hækkað verðmat sitt á
BFG, úr 44 pensum á hlut í 50
pens. Bankinn ráðleggur fjár-
festum að eiga bréfin áfram. Sér-
fræðingar bankans sögðu einnig
að rekstur BFG hefði náð jafn-
vægi og að ástæða væri til að líta
framtíð fyrirtækisins bjartari
augum, en lögðu áherslu á að
næstu mánuðirnir myndu reynast
mikilvægir.
Í árshlutaskýrslunni sem birt
var í gær kemur fram að hagn-
aður samsteypunnar fyrir skatta
og óreglulega liði á fyrri helm-
ingi reikningsársins, sem endaði
13. september sl., hafi numið 18,2
milljónum punda, eða sem sam-
svarar tæpum 2,5 milljörðum
króna. Á sama tíma 2001 var
hann 33,4 milljónir punda, eða
sem nemur rúmum 4,5 milljörðum
króna. Samdrátt-
urinn er skýrður
með verri afkomu
Iceland-versl-
unarkeðjunnar, vegna breytinga
sem dregnar hafi verið til baka
seinni hluta tímabilsins. Rekstur
Iceland skili hagnaði, nú í lok
tímabilsins, þótt tapið á því öllu
nemi 6,9 milljónum punda, eða
tæpum 940 milljónum króna.
Booker-keðjan arðbærust
Booker-keðjan skilar bestri
rekstrarniðurstöðu fyrir BFG.
Sala jókst um 0,8% og hagnaður
nam 26,1 milljón punda, eða
þremur og hálfum milljarði
króna. Woodward, þriðja keðjan í
eigu samsteypunnar, tapaði 136
milljónum króna, þótt sala hefði
aukist um tæp 11%.
Bill Grimsey, framkvæmda-
stjóri BFG, segist í fréttatilkynn-
ingu vera mjög ánægður með nið-
urstöðuna hjá Booker. Þar hafi
sala aukist og ýmiss konar að-
gerðir skilað góðum árangri.
„Þar að auki skilar rekstur Ice-
land nú hagnaði. Áherslan verður
nú lögð á að auka sölu yfir jólin.“
Big Food hagnast
og hækkar mikið
Baugur eykur hlut sinn
LANDSBANKINN hefur ákveð-
ið að lækka vexti helstu verð-
tryggðra og óverðtryggðra inn-
lána og útlána. Ákvörðun um
vaxtalækkun er tekin í kjölfar
lækkunar á stýrivöxtum Seðla-
banka og lækkandi ávöxtunar-
kröfu á verðbréfamarkaði á und-
anförnum vikum. Vaxtalækkun
bankans tekur mið af vaxtaþróun
á markaði að undanförnu og nær
bæði til verðtryggðra og óverð-
tryggðra vaxta. Vextir verð-
tryggðra lífeyrisbóka verða þó
óbreyttir. Nánari útfærsla verður
kynnt ekki síðar en 11. þ.m.
Landsbankinn
lækkar vexti