Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kyrrðardagar í Skálholti
Andleg næring
og hvíld
UM HELGINA erukyrrðardagar íSkálholti sem eru
ætlaðir þeim sem tekið
hafa þátt í tólf spora vinnu
og hlotið bata. Kyrrðar-
dagar eiga sér þónokkra
sögu hér á landi og eiga
erlendar fyrirmyndir, t.d.
frá Norðurlöndum, en
hafa aldrei fyrr en nú ver-
ið stílaðir inn á umræddan
hóp. Annar tveggja leið-
beinenda á kyrrðardögun-
um er séra Anna Sigríður
Pálsdóttir og svaraði hún
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
– Hvað eru kyrrðardag-
ar?
„Það eru dagar sem við
tökum frá í lífi okkar og
sækjum í kyrrð og and-
lega næringu. Á kyrrðardögum
er ákveðin dagskrá sem fólk
fylgir og byggist á fastmótuðu og
reglubundnu helgihaldi. Fólk tal-
ar ekki saman, heldur hugleiðir
og hlustar og þegar það hlýðir á
hugleiðingar annarra þá eru þeir
sem tala baka til, þátttakendum
ósýnilegir. Kyrrðardagar geta
verið þematengdir, t.d. á páskum
geta þeir verið tengdir krossfest-
ingunni og upprisunni, á aðvent-
unni tengdir komu Krists og svo
framvegis. Það eru margs konar
kyrrðardagar, ennfremur gæti
ég nefnt kvennakyrrðardaga og
hjónakyrrðardaga. Að þessu
sinni eru þeir fyrir fólk sem hefur
farið í 12 spora kerfið hjá AA,
OA, Alanon og NA.“
– Það er svolítið undarlegt að
hugsa sér þetta, geturðu útskýrt
það frekar?
„Kyrrðardagarnir hefjast í
kvöld klukkan 18 með föstum
kvöldbænum staðarins. Eftir
kvöldverðinn fer fram kynning á
dagskrá kyrrðardaganna og veitt
leiðsögn um hvernig þátttakend-
ur geti sem best notið þeirra. Síð-
an eru þátttakendur leiddir inn í
þögnina þar sem röddin er aðeins
notuð sem hluti af helgihaldinu.“
– Hvernig er fólk í stakk búið
að þegja svona lengi?
„Sumir geta þurft að tala, í
þeim kann að vera einhver óró-
leiki og þeim er boðið upp á við-
töl. En annars er þetta þannig að
fólk er hvatt til að hvílast og
ganga friði og kyrrð á hönd með
óskoraðri þátttöku í helgihaldinu,
gönguferðum og hugleiðingum.
Skálholt er afar góður staður til
þess og staðreyndin er sú, að yfir
flesta færist ró þegar þeir loka
sig frá amstri dagsins. Það sem
meira er, fólk fer að njóta þess og
upplifa sterkt hversu mikil tján-
ing er fólgin í öðru en raddbeit-
ingu. Viðmót, bros, hreyfingar og
fleira verður tjáningarformið.“
– Mega menn bara koma og
fara og hvað ef einhver rýfur tal-
bannið?
„Það er engum bannað að fara,
en það er ekki æskilegt. Þetta
eru frekar stuttir kyrrðardagar,
frá föstudegi til sunnu-
dags, en stundum eru
þeir frá miðvikudegi
til sunnudags og þá
þurfa sumir að koma
seinna eða fara fyrr.
Það er þó alls ekki æskilegt og
best væri að sú truflun yrði ekki.
Farsímar, útvörp, sjónvarp og
allt svoleiðis er lokað frá þessum
dögum. Sjálf var ég einu sinni
þátttakandi á kyrrðardögum og í
hópnum var maður sem var fíkill
í að hlusta á hádegisfréttir í út-
varpinu. Hann var með útvarp
inni á herbergi og það heyrðu all-
ir óminn frá herberginu hans.
Þetta var truflandi. Á kyrrðar-
dögum fer í gang ákveðið innra
ferli sem truflast við allt sem
ekki tilheyrir því.“
– Hvað taka margir þátt í
kyrrðardögum og hvernig spyrj-
ast þeir út?
„Það er tekið á móti þátttak-
endum á meðan húsrúm leyfir. Í
þessu tilviki er um allt að 25 þátt-
takendur að ræða, en á stærri
kyrrðardögum eru skálarnir sem
tengjast sumarbúðunum einnig
notaðir og þá geta mun fleiri tek-
ið þátt. Þá þarf fólk hins vegar að
ganga svolítið til að taka þátt í
helgihaldinu. Varðandi kynn-
inguna þá eru kyrrðardagar
sáralítið auglýstir og þessir, fyrir
12 spora fólkið, alls ekkert. Ég er
hins vegar einn fimm presta sem
standa fyrir svokölluðum æðru-
leysisguðsþjónustum fyrir fólk
sem hefur farið í 12 spora verk-
efnið. Þessar guðsþjónustur eru
einu sinni í mánuði í Dómkirkj-
unni og við prestarnir skiptum
þeim á milli okkar. Við létum vita
af þessum kyrrðardögum á mess-
unum, þetta spurðist þannig út
og viðtökurnar hafa greinilega
verið góðar.“
– Mig langar að vita meira um
hugleiðingarnar sem þarna eru
fluttar …
„Þær eru þematengdar eftir
því hvað viðkomandi kyrrðardag-
ar snúast um. Lífið og trúin eru
oftast ofarlega á baugi. Á að-
ventu fær fólk m.a. að hugsa um
hvað það er öfugsnúið að á jóla-
föstunni, sem fólk notaði forðum
til að íhuga hátíðina sem í hönd
fór og neyta sparlega matar, sbr.
nafnið jólafasta, er nú
samhangandi matar-
veisla með jólahlað-
borðum um allan bæ.
Nefni þetta sem dæmi.
Stundum eru einu
orðin sem notuð eru bænir og orð
úr ritningunni og eru þá ætluð til
íhugunar. “
– Og þetta finnst fólki gott og
gefandi?
„Já, það er alveg ljóst. Fólk
kann þessu vel og binst sterkum
böndum. Meira að segja mál-
gefnustu konum finnst gott að
þagna við þessar kringumstæð-
ur!“
Anna Sigríður Pálsdóttir
Anna Sigríður Pálsdóttir er
fædd í Mosfellsbæ árið 1947. Hún
lauk embættisprófi í guðfræði
frá Háskóla Íslands 1996, en
hafði áður starfað um árabil sem
kennari, fjölskylduráðgjafi og
ráðgjafi áfengis- og vímuefna-
neytenda. 1997 tók hún við Graf-
arvogsprestakalli og stýrir því
enn. Sr. Anna Sigríður á þrjá
uppkomna syni, Árna Pál, Gunn-
ar og Ragnar Hanssyni.
Jólafastan nú
samhangandi
matarveisla
Húrra, húrra, húrra, húrra.