Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR
52 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VERKEFNASTYRKUR Félags-
stofnunar stúdenta var veittur
þriðjudaginn 5. nóvember, í Stúd-
entaheimilinu við Hringbraut. Rík-
ey Hlín Sævarsdóttir hlýtur styrk
fyrir BS-verkefni sitt í jarðfræði
„Grunnvatn og vatnajarðfræði
Skaftársvæðisins“. Ríkey Hlín út-
skrifaðist frá Háskóla Íslands 26.
október sl.
Verkefnið fól í sér athuganir á
grunnvatni og vatnafari á vatna-
sviði Skaftár. Myndar verkefnið
grunn að gerð vatnafarslíkans af
svæðinu og er nú nýtt af Lands-
virkjun í tengslum við hugsanlega
gerð Skaftárveitu. Verkefnið var
unnið á Vatnamælingum Orku-
stofnunar þar sem markviss gagn-
aúrvinnsla fór fram frá sumri 2000
til hausts 2002 en rannsókn á fold
á svæðinu fór fram sumurin 1999–
2001.
Leiðbeinendur á Orkustofnun
voru Freysteinn Sigurðsson,
vatnajarðfræðingur og Kristinn
Einarsson sem jafnframt var yf-
irverkefnisstjóri af hálfu Vatna-
mælinga. Leiðbeinandi á vegum
Háskóla Íslands var Stefán Arn-
órsson, prófessor í jarðfræði.
Verkefnastyrkur Félagsstofn-
unar stúdenta er veittur þrisvar á
ári. Tveir við útskrift að vori, einn
í október og einn í febrúar. Nem-
endur sem skráðir eru til út-
skriftar hjá Háskóla Íslands og
þeir sem eru að vinna verkefni sem
veita 6 einingar eða meira í grein-
um þar sem ekki eru eiginleg loka-
verkefni geta sótt um styrkinn.
Markmiðið með verkefnastyrk
FS er að hvetja stúdenta til mark-
vissari undirbúnings og metn-
aðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt
að koma á framfæri og kynna
frambærileg verkefni. Styrkurinn
nemur 100.000 kr.
Verkefnastyrkur
Félagsstofnunar stúdenta
Morgunblaðið/Jim Smart
Andri Óttarsson afhendir Ríkey Hlín Sævarsdóttur verðlaunin.
Fagsýning Camson. Dagana 8. og
9. nóvember stendur Camson ehf, í
samvinnu við nokkra af sínum
helstu birgjum, fyrir fagsýningu
fyrir kvikmynda-, hljóð- og sjón-
varpsiðnaðinn. Þar verða til sýnis
ýmis tæki og tól en auk þess verð-
ur boðið upp á fjölda fyrirlestra og
stutt kynningarnámskeið þar sem
farið er í notkun Xpress DV klippi-
forritsins. Þau fyrirtæki sem sýna
vörur sínar á sýningunni eru Avid,
Sony, Panasonic, Genelec, Nétia,
Digidesign, Miller, Century Optics,
ADS og Canon.
Á föstudeginum er þétt dagskrá
fyrirlestra frá kl. 10–17. Á laug-
ardeginum býður Camson alla
áhugamenn um sjónvarps-, út-
varps- og kvikmyndagerð vel-
komna í hús. Þann dag er sýningin
opin frá kl. 12 til 17. Sýningin verð-
ur haldin að Laugavegi 176 (gamla
RÚV stúdíóið, gengið inn baka til).
Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu Camson ehf (www.cam-
son.is), senda fyrirspurn á camson-
@camson.is
Jólaleikur Pepsi og Íslandssíma.
Pepsi í samstarfi við Íslandssíma
kynnir jólaleikinn Pakkajól í
Kringlunni í dag, föstudaginn 8.
nóvember, þar fram kemur m.a.
hljómsveitin Í svörtum fötum.
Gleðin byrjar klukkan fjögur og
verður fjölbreytt dagskrá. Hægt
verður að smakka ískalt Pepsi, Ný-
herjastelpur taka myndir af gest-
um og Rautt SMS hetjunni með
stafrænum myndavélum frá Canon
auk þess sem hljómsveitin Í svört-
um fötum spilar nokkur lög og árit-
ar nýjan geisladisk.
Hress heldur upp á afmæli. Um
þessar mundir heldur heilsurækt-
arstöðin Hress í Hafnarfirði upp á
15 ára afmæli sitt. Af því tilefni er
nóvembermánuður sérstakur hátíð-
armánuður hjá Hress. Hafnfirð-
ingum og nágrönnum er boðið í
heimsókn til að fagna með stöðinni,
viðskiptavinum, starfsmönnum og
eigendum.
Í tilefni afmælisins verða haldnir
Hressleikarnir 2002 á föstudag og
laugardag. Föstudaginn 8. nóv-
ember klukkan 18:00-19.30 verður
partýtími og á laugardaginn 9. nóv-
ember verður haldinn maraþon-
leikfimitími þar sem kennt verður
með öllum æfingaraðferðum sem í
boði eru í stöðinni. Þá verða kynn-
ingar á heilsutengdum vörum, líf-
legar uppákomur og gestir gladdir
með ýmsu móti.
Í DAG
Opið hús hjá Bergmáli Líknar- og
vinafélagið Bergmál hefur Opið hús
sunnudaginn 10. nóv. n.k. kl. 16.00 í
húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.
Alda Ingibergsdóttir syngur. Fjölda-
söngur með harmonikuundirleik Þór-
ólfs og Finnboga.
Stjórnun hugbúnaðarverkefna
Endurmenntun HÍ vekur athygli á
nýju námskeiði á sviði hugbúnaður og
hugbúnaðargerð. Námskeið þetta er
einkum ætlað starfsmönnum sem
stjórna smíði nýrra hugbún-
aðarlausna eða hugbúnaðarkerfa.
M.a. verður fjallað um undirbúning
nýrra hugbúnaðarverkefna, smíði
hugbúnaðar, verklok hlutverk verk-
efnisstjóra og gildi öflugrar liðsvinnu.
Einnig hvernig nota má forritið
Microsoft Project til að sundurliða,
tímasetja og deila út verkefnum.
Námskeiðið hefst 11. nóvember og
mun Helga Sigurjónsdóttir tölv-
unarfræðingur kenna. Skráning fer
fram á vefslóðinni www.endurmennt-
un.is.
Fundur um virkjanamál Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð efnir til
opins fundar um virkjunarmál á Hót-
el Héraði, sunnudaginn 10. nóvember
kl 14:00. Tilgangur fundarins er að
leita svara við ýmsum spurningum
sem snerta fyrirhugaða virkjun við
Kárahnjúka. Framsögumenn á þess-
um fundi verða Sigurður Jóhann-
esson, hagfræðingur hjá Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands og
Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur
hjá Náttúrustofu Austurlands. Allir
velkomnir.
Reiði og ofbeldishegðun ung-
menna. Mánudaginn 11. nóvember
hefst hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands námskeið sem fjallar um reiði
og ofbeldishegðun ungmenna. Kynnt-
ar eru aðferðir, sem byggja á hug-
rænni atferlismeðferð, til að greina
reiði og ofbeldisvandamál ungmenna.
Kynnt verða sálfræðipróf sem notuð
eru til að meta hvenær einstaklingur
erlíklegur til að beita ofbeldi og gegn
hverjum. Þá er fjallað um meðferð við
reiði og ofbeldisvandamálum og að-
ferðir til að hvetja ungmenni til að ná
tökum á vandanum.
Umsjón með námskeiðinu hefur dr.
Jón Friðrik Sigurðsson forstöðusál-
fræðingur á geðlækningasviði Land-
spítala-háskólasjúkrahúsi. Fyrirles-
arar með honum eru Anna Kristín
Newton MSc í réttarsálfræði og Mar-
ius Peersen cand.psych. sálfræð-
ingur. Námskeiðið er 11. og .12. nóv.
kl. 9:00-15:00. Skráning fer fram á
vefslóðinni www.endurmenntun.is.
Djákna- og prestvígsla.
Tveir prestar og einn djákni verða
vígðir af biskupi Íslands í Dómkirkj-
unni n.k. sunnudag, 10. nóvember kl.
14. Hólmfríður Margrét Konráðs-
dóttir verður vígð til djáknastarfa í
Bessastaðasókn, Haukur Ingi Jón-
asson guðfræðingur verður vígður
sem prestur á Landspítala, háskóla-
sjúkrahúsi í afleysingum og Sigfús
Kristjánsson guðfræðingur verður
vigður sem prestur í Hjalla-
prestakalli í Kópavogi.
Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir alt-
ari, organisti er Marteinn H. Frið-
riksson og Dómkórinn syngur. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur
lýsir vígslu. Vígsluvottar eru auk
hans: Birgir Thomsen formaður
sóknarnefndar Bessastaðasóknar, sr.
Hans Markús Hafsteinsson sókn-
arprestur í Garðaprestakalli, sr. Íris
Kristjánsdóttir sóknarprestur í
Hjallaprestakalli, Nanna Guðrún
Zoega djákni, Ragnheiður Sverr-
isdóttir, djákni og sr. Sigfinnur Þor-
leifsson, sjúkrahúsprestur.
Leiðtogaskóli Ungmennafélag Ís-
lands stendur fyrir leiðtoganámskeiði
dagana 22. – 24. nóvember næstkom-
andi. Leiðtogaskóli UMFÍ er nú á
sínu öðru starfsári. Innan skólans fer
fram allt fræðslustarf UMFÍ. Á síð-
astliðnu ári tóku um 90 manns þátt í
leiðtogaþjálfun.
Markmiðið er að efla og þjálfa fólk til
forystu sem hefur sýnt hæfileika og
dugnað í æskulýðs og félagsstarfi.,
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesarar fjalla m.a. um markaðs-
setningu, framkomu, fundahöld,
markmiðasetningu í eitt heildar-
námskeið. Félagasamtökum, fyr-
irtækjum og öllum sveitarfélögum er
boðið að tilnefna fulltrúa á nám-
skeiðið. Námskeiðið verður í tveimur
hlutum fyrsti hlutinn fer fram 22-24
nóvember nk. og síðari hlutinn 1-2
febrúar 2003, í millitíðinni leysa þátt-
takendur létt en hagnýtt verkefni þar
sem þeir nýta sér innihald fyrirlestra
fyrra hlutans. Þátttökugjald er kr.
35.000- Innifalið í því verði er gisting
og uppihald í fimm daga, námskeiðs-
gögn, fyrirlestrar, afþreying ofl.
Skráning fram í þjónustumiðstöð
UMFÍ Valdimar@umfi.is.
Tauga- og vöðvasjúkdómar barna
Dagana 14.-15. nóv. heldur Greining-
arstöð ríkisins námskeið um tauga-
og vöðvasjúkdóma barna.
Tauga- og vöðvasjúkdómar eru
margvíslegir sjúkdómar sem hver um
sig eru nokkuð sjaldgæfur og grein-
ast í heild örfá börn á ári hverju. Á
þessu námskeiði verður fjallað um þá
algengustu, eða Duchenne Muscular
Dystrophy, sem er algengasta teg-
und vöðvarýrnana hjá börnum, Spin-
al Muscular Atrophy sem er alvar-
legur sjúkdómur í taugakerfi sem
veldur hrörnun í hreyfigetu og alvar-
legri hreyfihömlun og Carcot-Marie-
Tooth sjúkdómur. Ungur maður með
vöðvasjúkdóm og foreldrar ungs
barns munu greina frá reynslu sinni
og kynnt verður ungliðastarf Sjálfs-
bjargar, BUSL. Einnig verður sýnt
ástralskt fræðslumyndband um
Duchenne, sem nýverið var þýtt og
textað á íslensku. Alls verða 12 fyr-
irlesarar með erindi á námskeiðinu.
Þetta verður fyrsta sinn sem nám-
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa
með börnum og ungmennum með
tauga- og vöðvasjúkdóma, s.s. leik- og
grunnskólakennurum, þroskaþjálf-
um, læknum, hjúkrunarfólki, sjúkra-
þjálfurum og iðjuþjálfum. Einnig ætl-
að aðstandendum og öðrum sem
áhuga hafa.
Námskeiðið fer fram í Gerðubergi.
Nánari upplýsingar og skráning á
www.greining.is
Á NÆSTUNNI
Fulltrúaráðsfundur
sjálfstæðiskvenna Laugardaginn
9. nóvember nk. gengst Lands-
samband sjálfstæðiskvenna fyrir
opnum fulltrúaráðsfundi á Flughót-
elinu í, Keflavík, frá klukkan 13.30
til 17.30. Fulltúaráðsfundur LS er
haldinn annað hvert ár á móti lands-
þingi sambandsins. Sem fyrr er
áherslan lögð á fróðlegan og jafn-
framt skemmtilegan fund um þau
málefni sem helst brenna á sjálf-
stæðiskonum, segir í fréttatilkynn-
ingu. Meðal frummælenda eru Sól-
veig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra og Sigríður
Anna Þórðardóttir, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, ein af
„tíkunum“ svonefndu af tikin.is, en
hennar viðfangsefni verður að meta
gildi kynjakvóta fyrir stjórn-
málaflokka. Þá ræðir Friðrik H.
Jónsson, sálfræðingur og for-
stöðumaður Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands, um mótun fjöl-
miðla á ímynd stjórnmálamanna og
Ellen Ingvadóttir, formaður laga-
nefndar LS, kynnir tillögur nefnd-
arinnar um stofnun Landsnets sjálf-
stæðiskvenna.
Rútuferð verður í Reykjanesbæ
(Keflavík) klukkan 9.45 um laug-
ardagsmorgunin frá Valhöll í
tengslum við opinn stjórnarfund
sem landssambandið gengst fyrir á
Flughótelinu frá klukkan 11 til
12.30, en þar verður m.a. fjallað um
menningartengda ferðaþjónustu.
Vistfólk Höfða heldur basar. Ár-
legur basar vistfólks á Dvalarheim-
ilisins Höfða á Akranesi verður
haldinn á morgun, laugardag. Þarna
gefst fólki kostur á skoða eða kaupa
eigulega muni sem unnir hafa verið
af vistmönnum heimilisins og þeim
einstaklingum sem verið hafa í dag-
vistun á heimilinu.
Á undanförnum árum hefur fjöldi
fólks lagt leið sína á basarinn á
Höfða til að gera góð kaup og ekki
síður til að blanda geði við heim-
ilisfólkið. Nokkuð er um það að
burtfluttir Akurnesingar, sem búa
ekki svo fjarri, hafi notað þennan
dag til að heilsa upp á ættingja sína
og vini. Basarinn verður opinn frá
kl. 14–16 laugardaginn 9. nóvember
og verður boðið upp á kaffiveitingar
á staðnum.
Skjaladagur Norrænn skjaladagur
var fyrst haldinn árið 2001. Þá héldu
skjalasöfn á Norðurlöndum sameig-
inlegan kynningardag. Í ár er það
undir hverju landi komið að ákveða
skipan dagsins sem nú er laug-
ardagurinn 9. nóvember. Þjóð-
skjalasafn Íslands, Borgarskjala-
safn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn víða um land hafa
ákveðið að tileinka daginn félögum í
víðum skilningi.
Þau skjalasöfn sem hafa opið þenn-
an dag taka til sýningar og kynn-
ingar skjöl einhverra félaga. Mörg
félög voru stofnuð hér á landi, eink-
um þegar leið á 19. öldina og æ síð-
an. Skjöl frá mörgum þeirra, svo
sem fundargerðabækur, hafa sem
betur fer ratað á skjalasöfnin.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur gef-
ið út bækling um skjaladaginn og
liggur hann frammi í söfnum sem
taka á móti gestum á laugardaginn
kemur. Það gera eftirtalin söfn:
Þjóðskjalasafn Íslands opið kl. 11–
16, Borgarskjalasafn Reykjavíkur
kl. 12–16, Héraðsskjalasafn Mos-
fellsbæjar kl. 13–15, Héraðs-
skjalasafn Borgarfjarðar kl. 13–17,
Héraðsskjalasafn Austur-Húna-
vatnssýslu kl. 13–16, Héraðs-
skjalasafn Skagfirðinga kl. 10–16,
Héraðsskjalasafnið á Akureyri kl.
10–15, Héraðsskjalasafn Austfirð-
inga kl. 13–17, Héraðsskjalasafn
Austur-Skaftafellssýslu kl. 13–17,
Héraðsskjalasafn Rangæinga og V-
Skaftfellinga kl. 11–16, Héraðs-
skjalasafn Árnesinga kl. 10–14, Hér-
aðsskjalasafn Vestmannaeyja kl.
13–16.
Lottódanskeppnin. Laugardaginn
9. nóvember fer fram Lottó-
danskeppnin í Íþróttahúsi Hafn-
arfjarðar við Strandgötu. Það er
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sem
heldur keppnina en framkvæmd er í
höndum Auðar Haraldsdóttur dans-
kennara. Keppnina dæma 6 íslensk-
ir danskennarar ásamt Göran Nor-
din frá London. Keppt verður í
öllum aldursflokkum og riðlum og
verða veitt verðlaun sér fyrir suður-
ameríska dansa og sér fyrir stand-
ard-dansa. Lottóbikarinn verður
veittur því pari er hlýtur flesta ása í
samanlögðum greinum frá dóm-
urum.
Lottóbikarinn er farandbikar og
hefur verið gefinn af Auði Haralds-
dóttur í 10 ár. Danssýningar verða
inn á milli dagskráliða og má þar
nefna m.a. fimleikadans frá Fim-
leikafélaginu Björk, Freestyle og
Break frá DÍH Jazzballett frá Jazz-
ballettskóla Báru og börn í B-riðli
koma fram í fyrsta sinn.
Keppnin hefst kl. 14. Miðaverð er
700 kr. fyrir 12 ára og yngri og
1.200 kr. fyrir fullorðna. Frítt er inn
á keppnina fyrir 5 ára og yngri og
eldri borgara.
Á MORGUN
UNDIRRITAÐUR hef-
ur verið samstarfssamn-
ingur milli Landflutn-
inga-Samskipa og FÍB.
Samkvæmt honum
taka Landflutningar-
Samskip að sér að flytja
bifreiðar, mótorhjól og
varahluti fyrir fé-
lagsmenn FÍB og fé-
lagsmenn erlendra syst-
urfélaga innanlands og
utan. Samningurinn
tryggir félagsmönnum
FÍB og systurfélaganna
aukið öryggi á ferðalög-
um innanlands og einnig
erlendis, segir í fréttatil-
kynningu. Með samn-
ingnum er fyrirtækið
Landflutningar-Samskip
orðið beinn samstarfs-
aðili innan alþjóðlegs
hjálparnets Alþjóðasam-
bands bifreiðaeigenda og
ferðafélaga – AIT.
Við undirritun samstarfssamnings FÍB og Land-
flutninga – Samskipa. Við borðið sitja f.v. Run-
ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Óskar
G. Hallgrímsson, sölustjóri innanlandsdeildar
Landflutninga – Samskipa. Að baki þeim standa
f.v. Björn Pétursson frá FÍB og Stefán Rúnar
Birgisson frá Landflutningum – Samskipum.
FÍB semur um flutninga