Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 11
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222
Stærðir frá 36-60
Samkvæmisfatnaður
. s æ t i ð3
Sólveig Pétursdóttir
dóms- og
kirkjumálaráðherra
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
22. og 23. nóvember 2002.
Stuðningsmenn Sólveigar
opna kosningaskrifstofu að
Suðurlandsbraut 8,
Fálkahúsinu, í dag,
föstudaginn 8. kl.17-19.
Allir hjartanlega velkomnir.
Stuðningsmenn.
Skrifstofan verður opin virka daga frá
kl. 14:00 til 21:00 og um helgar frá
kl. 13:00 til 18:00.
Símar skrifstofunnar eru:
568 0582 og 568 084
Faxnúmer er 568 0584
Laugavegi 46, sími 561 4465
Villtar & Vandlátar
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-16
Rýmum fyrir jólasendingum!
15% afsláttur af flestum fatnaði
í dag og á morgun
MEÐ hlutafjárvæðinguríkisbankanna hurfuþjóðargersemar úrhöndum almennings og
alþingi verður að viðurkenna að
ekki var gætt nógu vel að þessari
eign, hvorki alþingismenn né þeir
sem sáu um framkvæmd hluta-
félagsvæðingar bankanna. Þarna
áttu sér stað ákveðin mistök.
Þetta sagði Ólafur Örn Haralds-
son, Framsóknarflokki, við utan-
dagskrárumræður á Alþingi í gær
um listaverk í eigu Landsbankans
og Búnaðarbankans. Hann vakti at-
hygli á þessu máli í frétt í Morg-
unblaðinu sl. miðvikudag.
Ólafur Örn sagðist telja það vera
nokkuð ljóst að hlutafélögin ættu
þessi listaverk nú. Eina leiðin til
þess að koma verkunum í hendur
þjóðarinnar að nýju sé sú að eig-
endur hlutabréfa í bönkunum, bæði
eldri og eins þeir sem nú eru að
kaupa þar hluti, sýni þann höfð-
ingsskap að afhenda íslensku þjóð-
inni þessi ómetanlegu listaverk að
gjöf og muni þá hafa af því hinn
mesta sóma. Þjóðin muni njóta þess
vel og kunna að meta.
Ólafur Örn segir að bankarnir
hafi ekki keypt listaverk á sínum
tíma af ágirnd heldur fyrst og
fremst vegna þess að þeir hafi litið
á sig sem fulltrúa almennings.
„Upphaf þessa máls nú er einmitt
komið frá almenningi. Kaupmaður
hér í Bankastræti kom að máli við
mig og vakti athygli mína á því. Ég
kom því til Morgunblaðsins en það
blað hefur hvað eftir annað sýnt að
það vill gæta að verðmætum sem
eru hafin yfir peningasjónarmið og
varða þjóðina alla á menningarsvið-
inu.“
Yfirveguð ákvörðun, glópska
eða sofandaháttur?
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG, var málshefjandi umræðunnar
og beindi þeirri spurningu til við-
skiptaráðherra hvort þetta hafi
verið gert af yfirveguðu ráði eða
hvort þjóðin hafi verið hlunnfarin
vegna gleymsku, sofandaháttar eða
glópsku stjórnvalda. Þá vildi Ög-
mundur vita hvað væri til ráða til
þess að koma verkunum aftur í
hendur þjóðarinnar. „Hér er um að
tefla verðmætan menningararf sem
er í eigu og á að vera í eigu þjóð-
arinnar.“
Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, sagði
ljóst að með breytingum á bönk-
unum í hlutafélög hafi þau tekið yf-
ir eignir þeirra og skuldbindingar
og þá einnig listaverk bankanna.
Nú sé verið að selja hluta af þessum
hlutabréfum og því sé ekki hægt að
undanskilja listaverk vegna sölu
ríkisins á hlutafé sínu. Slíkt væri
svik gagnvart öðrum hluthöfum
þar sem ríkið sé ekki eini hluthaf-
inn. Ef ríkið vildi tryggja sér verkin
þyrfti það að kaupa þau. „En ég er
alveg sannfærð um það að hinir
nýju eigendur munu ekki láta sér
detta það í hug að selja þessi lista-
verk úr bönkunum.“
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði að dæma-
laust skeytingarleysi ríkisstjórn-
arinnar ætli að verða til þess að
mörg hundruð af bestu og dýrmæt-
ustu listaverkum síðustu aldar fari
úr almenningseigu í einkaeigu.
Huga hefði átt að því að tryggja
eigu almennings á verkunum áður
en bönkunum hafi verið breytt í
hlutafélög. En þar hafi stjórnvöld
brugðist. Listaverkakaup bank-
anna hafi ávallt verið réttlætt með
þeim rökum að þannig væri verið
að varðveita dýrmæt listaverk í
eigu þjóðarinnar. Ásta sagðist
skora á eigendur hlutafjár í bönk-
unum að gefa íslensku þjóðinni
verkin aftur og stofna um þau
sjálfseignarsjóð og nýtt listasafn,
listasafn Búnaðarbanka og Lands-
banka, hluthöfunum til sóma en rík-
isstjórninni til háðungar.
Verði aðgengileg almenningi
Menntamálaráðherra, Tómas
Ingi Olrich, sagði að það væri alls
ekki sáluhjálparatriði að ríkið ætti
þessi verk. Það sem skipti mestu
máli sé að vel sé að safninu staðið,
að bætt sé við það með áframhald-
andi listaverkakaupum og að þessi
verk verði aðgengileg fyrir al-
menning. Það sé hægt að gera með
ýmsum hætti, t.d. með því að bank-
arnir láni verkin Listasafni Íslands
og öðrum söfnum. Mikilvægt sé að
þessi söfn hafi aðgang að mál-
verkum í opinberri eigu og einka-
eigu. Tómas sagði að auðvelda
mætti aðgengi að þessum listaverk-
um með því að þau verði til sýnis í
bönkunum og lánuð til safna.
Ólafur Örn Haraldsson við utandagskrárumræðu
Morgunblaðið/Sverrir
Ásta R. Jóhannesdóttir og Valgerður Sverrisdóttir hlýða á mál Ólafs Arnar Haraldssonar utan dagskrár.
Eigendur bankanna af-
hendi þjóðinni listaverkin
LISTAVERKAEIGN ríkisbank-
anna var eðlilegur hluti af starfsemi
þeirra og að sjálfsögðu meðal eigna
sem hlutafélögin yfirtóku 1997–1998
eftir að Alþingi hafði samþykkti lög
þar sem kveðið var á um að hluta-
félög þau sem stofnuð skyldu um
rekstur bankanna yfirtækju allar
eignir og skuldbindingar þeirra.
Þetta segir Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóri Landsbankans.
Um listaverkaeign Landsbankans
segir Halldór rétt að taka sérstak-
lega fram að Landsbankinn hafi frá
stofnun stutt menningu og listir í
landinu með því að verja árlega hóf-
legri upphæð til að styrkja listvið-
burði og listsköpun, þ.m.t. með kaup-
um á listaverkum af völdum
listamönnum. „Í annan stað,“ heldur
Halldór áfram, „hafa bankarnir hér
á landi prýtt starfsstöðvar sínar með
myndlist og m.a. látið gera vegg-
myndir í aðalafgreiðslusölum sínum,
viðskiptavinum og starfsfólki til
ánægju. Slík myndlist verður að
sjálfsögðu aldrei skilin frá rekstri
bankanna.“
Þá bendir Halldór og á að málverk
í eigu bankans prýði útibú og starfs-
stöðvar hans um allt land. „Með
þeim hætti eru þau aðgengileg öllum
landsmönnum sem er hluti af því
sem gerir Landsbankann að banka
allra landsmanna. Hugleiðingar um
að aðskilja listaverkaeign bankanna
frá rekstri þeirra eru alfarið á mis-
skilningi byggðar og má öllum ljóst
vera að þetta er eðlilegur þáttur í
rekstri bankanna og eign bankanna
skv. lögum. Þá er þess að geta að
sala á stórum eignarhlut í Lands-
banka og Búnaðarbanka nú gefur
ekkert tilefni til að umbreyta eignum
bankanna.“
Halldór bendir á að félögin hafi
bæði verið skráð á VÞÍ frá því haust-
ið 1998 og allar eignir, skuldbinding-
ar og rekstur bankanna voru hluti af
þessari eign sem almenningi og
starfsfólki bankanna var boðið að
kaupa hlutafé í við skráningu félag-
anna sem almenningshlutafélög.
„Ríkið hefur selt almenningi og fag-
fjárfestum hluti í Landsbanka Ís-
lands í útboðum í desember 1999 og
júní 2002 og hefur ríkið verið minni-
hlutaeigandi í bankanum frá því í
júní s.l. Allar þessar sölur voru án
fyrirvara og salan nú gefur ekkert
tilefni til umfjöllunar af því tagi sem
þingmaðurinn hefur hafið.“
„Landsbankinn er eitt fjölmenn-
asta almenningshlutafélag þjóðar-
innar og mun halda áfram að rækta
hlutverk sitt sem banki allra lands-
manna með rekstri víðtækasta úti-
búanets allra banka hér á landi og
þar sem starfsfólk og viðskiptavinir
Landsbankans geta haldið áfram að
gleðjast yfir hinum fjölmörgu lista-
verkum í eigu bankans.“
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans
Eðlilegur þáttur í rekstri
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111