Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni DICK Gephardt, sem verið hefur leiðtogi minnihluta demókrata í full- trúadeild Bandaríkjaþings, mun ekki sækjast eftir að gegna því emb- ætti áfram. Kemur þetta í kjölfar ósigurs demókrata í þingkosningun- um vestra á þriðjudag. Gephardt, sem er frá Missouri og hefur verið leiðtogi demókrata í full- trúadeildinni í átta ár, sagði er nið- urstöður kosninganna lágu fyrir að þær bæri einkum að rekja til stuðn- ings við George W. Bush forseta og þá föðurlandshyggju sem blossað hefði upp í Bandaríkjunum eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september í fyrra. Hann sagði þessi viðbrögð þjóðarinnar eðlileg. Búist er við harðri valdabaráttu innan Demókrataflokksins í kjölfar ósigursins í kosningunum. Ýmsir valdamiklir menn á borð við Gep- hardt verði gerðir ábyrgir fyrir óför- unum og nýir menn freisti þess að nýta svigrúmið sem skapast hefur til að láta til sín taka. Er þá m.a. horft til forsetakosninganna 2004 og ef til vill þó frekar 2008. Gephardt hættir Washington. AFP. SÉRFRÆÐINGAR reyna nú að finna orsakir flugslyssins í Lúxem- borg á miðvikudag þar sem 20 manns fórust þegar Fokker-50 flugvél frá flugfélaginu Luxair hrapaði skömmu fyrir lendingu. „Þetta er afar flókin rannsókn,“ sagði talsmaður lögreglu í Lúxemborg, Vic Reuter. „Franskir sérfræðingar aðstoða okkur við að greina upplýsingar úr svarta kassan- um.“ Um 70 ættingjar fórnarlamb- anna, sem flest voru þýskir kaup- sýslumenn, komu í gær á slysstaðinn og lögðu blómsveiga við flakið. Tveir komust lífs af úr slysinu, ann- ar þeirra var flugstjóri vélarinnar og hinn franskur ferðamaður. Þeir eru báðir mikið slasaðir en tilkynnt var í gær að flugstjórinn væri talinn úr lífs- hættu og Frakkinn einnig. Talsmaður þýsku flugumferðar- stjórnarinnar segir að slysið sé ein stór ráðgáta. Hann segist ekki trúa því að þokan hafi valdið því, þó svo að hún hafi getað haft einhver áhrif. Hann segir að allt hafi verið í lagi um borð nokkrum mínútum fyrir óhappið og ekkert neyðarkall borist. Ekki sé óalgengt að þoka sé á þessum slóðum og flugvélar hafi lent á flugvellinum í Lúxemborg án vandræða nokkrum mínútum áður. Skyggnið var um 100 metrar þegar flugvélin fórst. Enn óljóst um orsakir Luxair- slyssins Lúxemborg, Niederanven. AP, AFP. DANSKIR björgunarmenn flytja farþega úr annarri af tveimur lestum sem rákust saman norður af Kaupmannahöfn í gær með þeim afleiðingum að kona lést og fjórir slösuðust, að sögn dönsku lögreglunnar. Haft var eftir lækni að tveir væru alvarlega slasaðir. Áreksturinn varð á háanna- tíma, um 17.30 að staðartíma, skammt frá Holte-lestarstöðinni sem er um 20 km norður af Kaupmannahöfn. Að sögn tals- manns dönsku járnbrautanna var önnur lestin mannlaus og var verið að taka hana úr notkun er hún rakst á lest sem var full af fólki. Ekki lá fyrir hver orsök slyssins var. AP Lestar- slys í Danmörku Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir HOUSE of Fraser er þriðja stærsta stórverslanakeðja Bretlands og rekur nú 52 verslanir, meðal annars Dickens & Jones og Army & Navy, að sögn breska útvarpsins BBC. Skýrt var frá því í gær að Baugur- ID hefði keypt 4,54% hlut í versl- unarfyrirtækinu. Að sögn BBC hefur House of Fraser í hyggju að opna sex nýjar deildaskiptar stórverslanir í Bret- landi á næstu fjórum árum. Í mars var skýrt frá því að fyrirtækið hygð- ist verja 50 milljónum punda, and- virði 6,8 milljarða króna, í viðgerðir og endurbætur á um það bil tólf stórverslunum á næstu fimm árum. House of Fraser tilkynnti í sept- ember að taprekstur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hefði aukist í 2,7 milljónir punda (andvirði 367 milljóna króna) í ár úr 1,5 milljónum punda (200 milljónum króna) á sama tíma í fyrra. Allur hagnaður fyrirtækisins myndast á síðari helmingi ársins, einkum fyrir jól. Ennfremur var skýrt frá því að dregið hefði úr söluaukningu versl- anakeðjunnar „búð fyrir búð“ á fyrri helmingi ársins, en salan jókst þá um 3,7%. Fyrirtækið sagði að salan „búð fyrir búð“ hefði aðeins aukist um 2% fyrstu átta vikurnar á síðari helmingi ársins. Ákveðið var í júní að loka þremur verslunum House of Fraser í Skot- landi. Stórverslunum fyrirtækisins í Aberdeen og Dundee verður lokað í janúar og verslun í Perth var lokað í september. Telja að áætlanirnar standist Stjórnendur fyrirtækisins sögð- ust gera ráð fyrir því að áætlanir þeirra um 26 milljóna punda (3,5 milljarða króna) hagnað fyrir skatta á öllu árinu myndu standast. Blaðið Evening Standard hafði hins vegar eftir Iain McDonald, sérfræðingi við greiningardeild Numis Securities, að miðað við afkomutölurnar á fyrri helmingi ársins væri búist við því að hagnaðurinn fyrir skatta yrði 23,7 milljónir punda (3,2 milljarðar króna) á öllu árinu. McDonald sagði að salan hefði ekki aukist meira en raun bar vitni á fyrri helmingi árs- ins þótt verslanir House of Fraser hefðu þá verið með stóra útsölu þar sem veittur var 20% afsláttur af öll- um vörum. Að sögn Evening Standard telja nokkrir breskir sérfræðingar að House of Fraser hafi notað of mikið af hagnaði sínum í fjárfestingar í nýjum verslunum en aðrir eru þeirrar skoðunar að John Coleman, aðalframkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, hafi staðið vel að stækkun versl- anakeðjunnar. BBC hafði eftir John Coleman 24. september að fyrirtækið hygðist gera verslanakeðjuna að stærsta smásala merkjavöru í Bretlandi með metnaðarfullum áformum um endurbætur á verslunum sínum og fjölgun verslana. 3,5 milljarða hagnaður Hagnaður House of Fraser jókst verulega á síðasta ári. Hagnaðurinn fyrir skatta nam þá 25,6 milljónum punda (andvirði 3,5 milljarða króna) en var 17,8 milljónir punda (2,4 milljarðar króna) árið áður. Hagn- aðurinn í fyrra var sá mesti frá árinu 1998. Breska blaðið The Guardian hafði eftir David Adams, fjármálastjóra House of Fraser, í september að verslanakeðjan hefði verið nálægt Þriðja stærsta stór- verslanakeðja Bretlands House of Fraser rekur nú alls fimmtíu og tvær verslanir samkomulagi við verslunarfyrir- tækið Allders um samruna þeirra fyrir þremur árum. Orðrómur var á kreiki í september um að viðræð- urnar hefðu verið hafnar að nýju en Adams neitaði því. The Guardian skýrði ennfremur frá því 26. október að stjórnendur House of Fraser hefðu kannað þann möguleika að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaðnum í þrjú ár vegna þess að þeir teldu að verð- mæti fyrirtækisins væri vanmetið. Ef fyrirtækið yrði tekið af markaðn- um fengi það meira frelsi til að hag- ræða og breyta samsetningu versl- ana sinna í því skyni að auka hagnaðinn. Að sögn The Guardian var House of Fraser móðurfyrirtæki Harrods- verslunarinnar í Lundúnum þegar Mohamed Al Fayed, umdeildur kaupsýslumaður, eignaðist Harrods árið 1985. Al Fayed eignaðist versl- unina í gegnum aðild sína að Lonhro, viðskiptaveldi kaupsýslu- mannsins Tiny Rowlands, og þau kaup voru mjög umdeild á sínum tíma. Rowland var ekki sáttur við málalokin og hóf herferð gegn Fayed og beitti blaðinu Observer í því sambandi, en það var í eigu hans. MOGGABÚÐIN mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.