Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG vona að sem flestir geri sér grein fyrir að mannleg hugsun er tak- mörkunum háð. Mannleg hugsun er í besta falli mikið einfaldað líkan af raunveruleikan- um og í versta falli hreinar rang- hugmyndir. Þetta eru hreint ekki ný sannindi. Ég þekki þetta af af- spurn frá Grikkj- anum Plató (frummyndirnar). Einnig skilst mér að þýski heimspek- ingurinn Immanuel Kant hafi eitt- hvað komið inn á efnið. Mitt framlag í þessu samhengi er fyrst og fremst nýtt orðalag á gömlum hugmyndum. En hversu langan tíma þarf mann- kynið til að meðtaka þetta einfalda atriði? Stór spurning. Endurtekið í gegnum söguna hafa komið fram spámenn, oft með falleg líkön af fyr- irmyndarsamfélagi. Oftar en ekki hafa þeir verið svo hrifnir af líkaninu sínu að þeir hafa reynt að troða raun- veruleikanum í líkanið. Venjulega hafa afleiðingarnar verið skelfilegar; má þar nefna nasjónalsósíalisma (nasisma), sósíalisma (félagshyggju), og fleira. Þessir hugsjónamenn virð- ast ekki skilja það grundvallaratriði að líkanið er einfaldara en raunveru- leikinn og þess vegna er það hrein firra að reyna að breyta raunveru- leikanum þannig að hann falli að lík- aninu. Nú þegar sumir af gömlu spá- mönnunum eru að láta sér segjast, því útfærslur þeirra á ýmsum ismum hafa oft á tíðum leitt hörmungar yfir heilar þjóðir, þá eru samt komnir fram aðrir nýir spámenn með nýjar stefnur sem á endilega að troða þjóð- félaginu og þar með raunveruleikan- um í. Einn nýjasti stórisannleikurinn er svo kölluð nýfrjálshyggja. Og áhangendur hennar virðast stað- ráðnir í að yfirfæra þjóðfélagið í heild yfir á nýfrjálshyggjuna. Ég er nokkuð viss um að útkoman verður ekkert skárri fyrir þegnana en af- leiðingarnar af því þegar heilu sam- félögunum var troðið inn í kenninga- kerfi kommúnisma. Ég tel að mann- kynið þarfnist annars en fals- spámanna! Síðari hluti fyrirsagnarinnar er nafnið á bókinni „Lofgjörð heimsk- unnar“ eftir Erasmus frá Rotterdam í íslenskri þýðingu. Ég tel mig hafa skilið nóg við lestur þeirrar bókar til þess að ég lærði eitthvað af henni um mannfólk, lífið og tilveruna. Hvernig má það vera að ófor- skammaðir og ósiðaðir dónar eins og ég lesi merkilegar bækur? HILMAR HARÐARSON, félagi í klúbbnum Geysi. HHG og lofgjörð heimskunnar Frá Hilmari Harðarsyni: Hilmar Harðarson BLÖÐRUJEPPAEIGANDI nokk- ur, Örn Johnson, fer mikinn í Mbl. 23. okt. vegna bréfs míns frá 19. okt., „Rjúpuna þarf að friða“. Tilefnið er m.a. móðgandi ummæli mín um öku- tækið hans og þar sem blöðrujepp- inn er ekki sendibréfsfær en eigand- inn telur sig vera það, er ekki mikið um þessa verkaskiptingu þeirra fóst- bræðra að segja nema minna á það sem margoft hefur verið haldið fram, að því snautlegar sem karlmaður er vaxinn niður, því stærri jeppa þurfi hann undir rassinn á sér. Ég fagna þeim miklu og jákvæðu viðbrögðum sem efni bréfs míns hef- ur fengið hjá öllu sæmilegu fólki og ekkert er nema gott um það að segja þótt reið sportskytta reyni að krafsa í bakkann. En það er eins og Örn hafi lesið bréf mitt líkt og skrattinn Biblíuna forðum, ég kannast a.m.k. ekki við mín viðhorf í hans endursögn. Ég tefldi fram rökum og stað- reyndum sem skýra látlausa niður- sveiflu rúpnastofnsins, allt mitt bréf út í gegn var á þá leið, ásamt kröfu um friðun. Örn segir hins vegar um efni þess orðrétt „engin rök, engar staðreynd- ir“ og að undirritaður sé „vargur“ þótt ég segðist skýrt og skorinort ekki hafa haft geð í mér sl. 10 ár að sækja í hruninn stofn. Ekki batnar þegar Örn telur sig þess umkominn að taka mig á hné sér og útlista rjúpnafræði og veiði- mennsku, jafnvel skotanýtinu en það er svo sem ekkert nýtt í henni veröld að eggið vilji kenna hænunni. Síðan grípur Örn fegins hendi niðrandi nýyrði Skotvísforustunnar „magnveiðimenn“ um okkur svo og aðra þá sem ganga til rjúpna á eðli- legan og heiðarlegan hátt og hafa séð þjóðinni fyrir langmestum hluta þessa lostæta hátíðamatar. Er þessi nafngift bara bundin við „magn“veiði á rjúpu? Hvað með gæsa- og svartfuglsskyttur, lunda- veiðimenn, refa- og minkabana, snjalla lax- og silungsveiðimenn og aflaklær til sjós? Og í hvorum flokknum, „magn“ eða „sport“, skyldu þeir nú vera sem teknir hafa verið við rjúpnaveiðar á sexhjólum, skjóta kýr og kálfa í stað- inn fyrir hreintarfa og langar til að skjóta mikið „magn“ af hrossagauk- um? Öfundin hefur alla tíð verið fylgi- fiskur lítilsigldra einstaklinga og hana er auðvelt að lesa milli línanna hjá Erni. En langskólaganga, verð- bréf og blöðrujeppi ásamt því láni að búa ekki í „afdal“ virðast ekki geta bætt þessum vesalings manni upp þá skelfilegu staðreynd að vera fæddur of seint til að geta nokkurn tímann orðið fræg rjúpnaskytta. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn v/Djúp. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Frá Indriða Aðalsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.