Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ skrefi framar Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Kjólföt Smokingföt www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarráðs fyrir næstu tvö starfsár fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ. Framboðslistum skal skila til skrifstofu félagsins á Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 mánudaginn 25. nóvember 2002. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 52 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 7. nóvember 2002, stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. Sjómannafélag Eyjafjarðar Stjórnarkjör halda aðalfund sinn 22. nóvember á Hótel Húsavík kl. 10.00. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum og rætt um Markaðsskrifstofu Norðurlands. Við minnum einnig á aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands á Hótel Húsavík sama dag kl. 13.30. Stjórn Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra. Ferðamálasamtök Norðurlands eystra ÞRIÐJA lota í heilsuræktarátak- inu „Fjölskyldan, saman gaman“ verður á morgun, laugardaginn 9. nóvember, og verður dag- skráin fjölbreytt. Í Íþróttahöllinni verður kynn- ing á badminton frá kl. 9–11 þar sem ókeypis leiðsögn þjálfara er í boði. Þá verða sjúkraþjálfarar frá Eflingu í höllinni sem og Vaxt- arræktinni frá kl. 10 til 16 með þrek- og þolmælingar, fræðslu og ráðgjöf. Hjúkrunarfræðinemar bjóða upp á blóðþrýstingsmæl- ingar frá kl. 11 til 13 og iðju- þjálfanemar kynna sitt fag á sama tíma. Vaxtarræktin býður upp á mælingar og öllum þeim sem orðnir eru 14 ára er boðið að prófa spinning, hnefaleika eða fara í tækjasal frá kl. 10 til 13. Leikfimi verður fyrir börn frá kl. 10 til 12. Mjög góð aðsókn hefur verið að þessu átaki og fjöldi fólks kynnt sér hinar ýmsu íþróttagreinar síðustu tvær helgar. Haraldur Guðmundsson á hestaleigunni í Stjörnugötu 1 í Breiðholti kynnir hesta og hesta- íþróttir frá kl. 13 til 15 og þá verður 50% afsláttur af aðgangs- eyri og skautaleigu í Skautahöll- inni frá kl. 13 til 17 en þá hefst þar kynning á ísleiknum krullu. Fimleikaráð Akureyrar bauð for- eldrum að koma í æfingatíma sl. laugardag, þar sem þeir fengu að spreyta sig á ýmsum fimleika- áhöldum með börnum sínum. Gaman, saman um helgina Morgunblaðið/Kristján HESTAMANNAFÉLÖGIN í Eyja- firði annars vegar og Skagafirði hins vegar hafa sótt um að fá að halda Landsmót hestamanna árið 2006, auk þess sem Skagfirðingar sækja um að fá að halda mótið 2010. Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti, það var haldið á Vindheimamelum í Skaga- firði sl. sumar og mótið verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu árið 2004. Mótið var haldið í Reykjavík ár- ið 2000 og á Melgerðismelum í Eyja- firði árið 1998 og því telja Eyfirðingar að það sé komið að þeim aftur að halda mótið árið 2006. Kjartan Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akur- eyri, sagði það lífsspursmál fyrir fé- lögin í Eyjafirði og fyrir frekari upp- byggingu á Melgerðismelum, að mótið 2006 færi þar fram. Hinrik Már Jónsson, formaður Stíganda í Skaga- firði, sagði það einnig lífsspursmál fyrir félögin í Skagafirði og fyrir frek- ari uppbyggingu á Vindheimamelum að mótið færi fram þar. Hestamanna- félögin Funi og Léttir njóta stuðnings sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar og forráðamanna Akureyrarbæjar við umsókn sína. Auk þess hefur stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga lýst yfir stuðningi við um- sóknina en stjórnin leggur áherslu á að áfam verði haldið á þeirri braut að halda landsmót sem víðast á landinu, á þeim stöðum sem hafa nægilega góða aðstöðu til slíks mótahalds. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hef- ur þegar samþykkt að veita Funa og Létti fjárstyrk að upphæð 8 milljónir króna til undirbúnings verði lands- mótið á Melgerðismelum. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur standa að umsókn hestamannafélaganna þriggja í Skagafirði, Stíganda, Léttfeta og Svaða, um að fá að halda mótin 2006 og 2010. Þetta sýnir vel hversu mikil áhersla er hjá þessum aðilum að fá að halda landsmótið. Hér er líka um gíf- urlega stórt mál að ræða og þá ekki síst fjárhagslega, þar sem margfeldis- áhrifin eru gríðarleg. Gera má ráð fyrir að 7–10 þúsund manns séu á svæðinu meðan á mótinu stendur. Kostaði gríðarlega baráttu að fá landsmótið 1998 Gunnar Egilsson, formaður Funa í Eyjafjarðarsveit, sagði það hafa kost- að gríðarlega baráttu að fá landsmót- ið á Melgerðismela árið 1998. Eyfirð- ingar reyndu að fá landsmótið 1994 en eftir að því var hafnað á sínum tíma, sögðu félögin í Eyjafirði, Hringur, Léttir og Funi sig úr Landssambandi hestamanna. Gunnar sagði að lands- mótið á Melgerðismelum hefði tekist mjög vel, þrátt fyrir að hrossainflú- ensa og leiðindaveður hefðu vissulega sett strik í reikninginn. Fyrir mótið var ráðist í gríðarlega uppbyggingu á svæðinu, fyrir á fimmta tug milljóna króna, fyrir utan mikla sjálfboða- vinnu og til að hægt verði að halda þeirri uppbyggingu áfram, sé nauð- synlegt að landsmótinu 2006 verði valinn þar staður. „Þarna verður úti- vistarparadís í framtíðinni og það Bæði Eyfirðingar og Skagfirðingar vilja halda Landsmót hestamanna 2006 Eyfirðingar telja að röðin sé komin að þeim Morgunblaðið/Ásdís Baldvin Ari Guðlaugsson á gæðingnum Galsa frá Sauðárkróki á landsmóti hestamanna sem fram fór á Melgerðismelum í Eyjafirði árið 1998. vantar aðeins punktinn yfir i-ið í upp- byggingu svæðisins,“ sagði Kjartan. Landsþing Landssambands hesta- mannafélaga hefst í Reykjavík í dag, föstudag. Þar mun þetta mál vafa- laust verða til umræðu en ákvörðunar um næsta mótsstað er ekki að vænta fyrr en í byrjun næsta árs. Fyrir landsþinginu liggur tillaga frá stjórn LH um reglur um undirbúning og framkvæmd Landsmóta LH. Þar kemur m.a. fram að landsmót skuli haldin annað hvert ár og stjórn LH velji og ákveði landsmótsstað hverju sinni að höfðu samráði við rekstrar- aðila. Ákvörðun um mótsstað skuli liggja fyrir þremur árum fyrir það mót sem um ræðir. Við staðarval skuli stjórn LH hafa til hliðsjónar fjárhags- lega hagkvæmni svo og yfirsýn á fé- lagslegt réttlæti. Tillaga stjórnar LH hefur ekki enn verið afgreidd en þeir Kjartan, for- maður Léttis, og Gunnar, formaður Funa, telja fjárhagslegt og ekki síður félagslegt réttlæti í því að mótið 2006 verði haldið næst á Melgerðismelum. Mótinu hafi verið skipt á milli Suður- lands og Norðurlands í gegnum tíðina og þeir telja það alls ekki sjálfgefið að mótið norðanlands fari alltaf fram í Skagafirði. Ekki markaður fyrir nema tvö mótssvæði á landinu Hinrik Már sagði að málið snerist ekki um að hverjir væru næstir í röð- inni, heldur hvort þessi svæði lifa eða deyja. „Svæðin eru þung í rekstri og það er okkar mat að það sé ekki markaður fyrir nema tvö mótssvæði á landinu í mesta lagi. En okkar um- sókn er ekki sett fram til höfuðs Ey- firðingum. Við erum með þessu að reyna fá eitthvað út úr þeirri fjárfest- ingu sem lagt hefur verið í og um leið að styrkja sveitarfélagið. Þá teljum við nauðsynlegt að skipuleggja þessi mót lengra fram í tímann. Þannig verða sveitarfélögin viljugri til að taka þátt í uppbyggingunni.“ Hinrik Már sagði það sína skoðun að leggja þyrfti kalt mat á það hvaða tveir staðir þættu bestir fyrir lands- mót og menn yrðu að una þeirri nið- urstöðu. „Við þurfum að losna út úr þessari tilfinningasemi og hreppapóli- tík,“ sagði Hinrik Már. Sigfús Helgason, fyrrverandi for- maður Léttis og núverandi stjórnar- maður í LH, sækist eftir endurkjöri á þinginu um helgina. Kjartan sagði Sigfús hafa unnið mjög gott starf fyr- ir hestamenn og að nauðsynlegt væri fyrir landsbyggðarfélögin að eiga full- trúa í stjórn samtakanna. VÍSINDADAGUR verður haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri á Sólborg á laugardag, 9. nóvember og stendur frá kl. 13 til 17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, m.a. fjölda erinda sem tengjast daglegu lífi, forvitnilegar tilraunir á sviði jarð- vísinda, efna- og eðlisfræði, lifandi sjávarverur, varðveittar lífverur í smásjá og víðsjá auk vísindasmiðju fyrir yngstu kynslóðina. Fyrirlestrar fræðimanna verða fluttir í stofu K202, en meðal er- inda má nefna að fjallað verður um tengsl taugastarfsemi við daglega iðju, mun á því að kenna drengjum og stúlkum, rannsóknasamfélag fyrir börn, þróun og breytingar á vinnumarkaði, rannsóknir á tilfinn- ingum, samgöngubætur, reynslu bráðahjúkrunarfræðinga af hjúkr- un fjölskyldna og samanburð á út- gerðarmynstri fiskiskipa miðað við mismunandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. Vísindadagur í Háskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.