Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN sem Dagur B. Eggerts- son, læknir og borgarfulltrúi, ritar í Morgunblaðið sunnudaginn 3. nóv- ember 2002, undir fyrirsögninni „Kreppa löggæslunnar“ fjallar hann um og vitnar í grein sem ég ritaði í sama blað þann 27. október sl., en þar var ég m.a. að vitna í fyrri grein hans, sem bar yfirskriftina „Lög- gæsla í kreppu“. Dagur tekur úr grein minni tiltekin atriði og slítur þau að sumu leyti úr samhengi við það sem ég var að leitast við að skýra. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara hér að endurtaka það sem ég hef áður sagt enda stendur grein mín óhögguð. Vil þó koma að nokkrum atriðum. Úr lausu lofti gripið Í niðurlagi greinar sinnar segir Dagur að fyrir utan allt annað sé ótækt að yfirlögregluþjónn við emb- ætti ríkislögreglustjóra hafi ekki nýrri gögn um mannaflaþörf lög- gæslunnar en frá árinu 1985. Þetta er rangt, enda tala ég ekki um mannaflaþörf löggæslunnar árið 1985 í grein minni, eða nefni hvaða gögn ég hafi í höndum um það efni. Rétt er að árétta að mikilvægar upplýsingar m.a. um mannaflaþörf lögreglunnar í Reykjavík liggja fyrir í nýlegri skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis. Áður en grein mín birt- ist átti yfirstjórn lögreglunnar í Reykjavík fund með borgarstjóran- um í Reykjavík þar sem ræddar voru hinar margvíslegu hliðar lög- gæslunnar í Reykjavík. Legg ég því til að Dagur fari á fund yfirstjórnar lögreglunnar í Reykjavík og jafnvel einnig borgarstjóra, varðandi það sem hann kallar fimm meginstað- reyndir í upptalningu í grein sinni, til að fyrirbyggja misskilning. Hlutlægt mat Í grein sinni 3. nóvember sl. segir Dagur að Reykjavík hafi árið 1976 verið „rólegt sjávarþorp“ en ekki þróttmikil borg eins og nú er og það sé ekki síst í þessu ljósi sem munur á fjölda lögreglumanna miðað við aðrar borgir sé eftirtektarverður. Samanburður þessi er ekki allskost- ar sanngjarn þar sem ólíku er sam- an að jafna, hvernig sem á það er lit- ið. Að minnsta kosti lýsir eftirfarandi atburður ekki rólegu sjávarþorpi: Í nóvember 1976 var tilkynnt um tvo menn, vopnaða haglabyssum og riffli, búna skotfæravesti og skot- færabeltum í Sportval við Hlemm- torg. Var allt tiltækt lögreglulið hvatt til. Allt frá því mennirnir yf- irgáfu Sportval voru þeim gefnar ítrekaðar skipanir um að leggja nið- ur vopnin en þeir svöruðu þeim jafn- an með skothríð. Þar sem þarna var orðið talsvert hættuástand þurfti lögreglan að grípa til þess óvanalega neyðarúrræðis að aka annan byssu- manninn niður, en hann var vopn- aður tveimur byssum og hafði skotið á lögreglubifreiðina. Í dag er lögreglan betur í stakk búin til að takast á við hættuleg verkefni, s.s. gagnvart vopnuðu fólki. Þar má nefna sérsveit ríkislög- reglustjórans, sem hefur yfir að ráða sérþjálfuðum lögreglumönnum og fullkomnum tækjabúnaði, en sveitin var stofnuð af lögreglustjór- anum í Reykjavík og dómsmála- ráðuneytinu árið 1982. Þó svo að uppbygging hafi átt sér stað innan lögreglunnar á undanförnum árum þarf ávallt að hafa vakandi auga á styrkleika hinnar almennu löggæslu en segja má að þar sé hjartsláttur löggæslunnar. Leggja þarf hlutlægt mat á stöðu mála og byggja á mál- efnalegum grunni. Skýrsla dóms- málaráðherra gegnir mikilvægu hlutverki í því sambandi, enda koma þar fram fleiri en ein hlið máls. Kjölfestan í uppbyggingu löggæslunnar Dagur víkur að því að umræðan um stöðu lögreglunnar í Reykjavík hafi haft allt of mikla tilhneigingu til að snúast um útþenslu embættis rík- islögreglustjóra annars vegar og flutning grenndarslöggæslu til sveitarfélaga hins vegar. Það er rétt, umræðan hefur verið á villigötum hvað þessi mál varðar. Haraldur Jo- hannessen, ríkislögreglustjóri, hefur opinberlega á undanförnum árum ítrekað fjallað á hlutlægan hátt um þann áróður sem hafður hefur verið í frammi gegn embætti ríkislög- reglustjóra og uppbyggingarstarfi þess. Í skýrslu dómsmálaráðherra og ársskýrslum ríkislögreglustjór- ans hefur rækilega verið fjallað um starfsemi embættisins og hlutverk þess við uppbyggingu löggæslunnar í landinu. Vísað er til þeirra gagna. Krepputal borgarfull- trúa um löggæsluna Eftir Guðmund Guðjónsson „Í dag er lög- reglan betur í stakk búin til að takast á við hættu- leg verkefni, s.s. gagn- vart vopnuðu fólki.“ Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. AFDRIFARÍK lokaákvörðun er að skella á um framtíð eða eyðilegg- ingu Þjórsárvera, sem sker úr um hvort nokkur trúnaður eða sættir geta orðið milli virkjunarfólks og landverndarfólks á Íslandi í framtíð- inni. Auðvitað verðum við að virkja en líka ljóst að nást verður í landinu brúkleg sátt um virkjanir í framtíð- inni. Ef rofin verða öll grið, brotnir samningar skv. íslenskum lögum um friðun jafnt sem alþjóðlegar skuld- bindingar okkar í Ramsarsáttmála, heimafólk í viðkomandi hreppum hundsað, valið umfram aðra staði að ráðast í eyðileggingu á langsérstæð- asta og dýrmætasta friðaða svæði okkar á lands- og alþjóðavísu og haldið áfram ofbeldisaaðferðum þá verður aldrei um neina sátt að ræða í framtíðinni. Enginn getur framar treyst þeim sem allt rýfur. Það eina sem getur nú bjargað og þar með sáttagrundvelli landsmanna í fram- tíðinni, svo sem norðan jökla, er að Norðlingaölduveitu verði hafnað í yf- irvofandi úrskurði ráðherra. Enda eru nægir aðrir virkjunarstaðir af þeirri stærðargráðu neðar í Þjórsá, í Skaftá og víðar. Þarf bara vilja og ákvörðun um að ganga í að ljúka undirbúningsvinnu þar og drífa í henni. Ég ákæri þá sem hafa komið okk- ur í þessa stöðu, þvert á rannsóknir. Eru með ótrúlegum blekkingarvef að undirbúa og keyra málið í grófa nauðgun. Að samningur var gerður um frið- un hluta Þjórsárvera skv. íslenskum lögum 1982 var vegna þeirrar nið- urstöðu að þeim yrði, ásamt Gullfossi sem þá var líka á teikniborðunum, að þyrma umfram allar aðrar náttúru- perlur á Íslandi. Svo er enn! Þjórs- árver eru eina landspilldan sem í auðninni lifði af ísöld og eru þar því fleiri tegundir jurta og fugla en nokkurs staðar annars staðar á há- lendi Íslands. M.a. lífæð heiðagæsa- stofnsins í heiminum. Þarna eru fá- gætar jurtir, fléttur og smádýr. Kvíslar Þjórsár gera þetta að fjöl- breyttasta votlendinu og sérkenni- legustu freðmýrum á þessu landi og á alþjóðavísu, verndað í Ramsarsátt- málanum með okkar undirskrift. Umfram allt er þarna undir jökul- hettu stórkostlega fagurt djásn, um- lukt svörtum gróðurlausum söndum. Annar eins staður fyrirfinnst ekki. Í samningnum um friðun var til- skilið að hrinda af stað ítarlegum rannsóknum, sem stóðu í áratugi, og að af engri virkjun gæti orðið ef nátt- úruvernargildi veranna rýrnaði „umtalsvert“, að dómi Náttúru- verndarráðs, sem nú er orðið að Náttúruvernd ríkisins. Það telur nú áformin of skaðleg. Er þá bara ýtt til hliðar til að svíkja löglegan samning. Að auki er komið í ljós að mats- skýrsla sú, sem Landsvirkjun hefur látið vinna og lagði fram til Skipu- lagsstofnunar til úrskurðar og svo til einvalds ráðherra, er ónothæf. Vís- indamenn þeir sem lengst hafa stundað rannsóknir í Þjórsárverum segja gögnum sínum hagrætt. Þetta eru þeir vísindamenn sem ég hefi fylgst með frá því ég fyrst fór inn í Þjórsárver um 1970, þar sem dr. Arnþór Garðarsson var þegar við fuglarannsóknir og þar til ég síðast gekk þar með náttúruverndarráði 1990 og við komum við hjá dr. Þóru Ellen Þórhallsdóttur í Eyvindarveri. Með okkur til að meta vatnstöku Kvíslaveitna var dr. Gísli Már Gísla- son vatnalíffræðingur. Allt virtustu vísindamenn í sinni grein. Enginn þeirra getur nú sætt sig við hvernig gögnum þeirra er hagrætt og sleppt úr því sem ekki hentar. Um sama vitnar hálærður doktor sem Lands- virkjun réð í umhverfismatsskýrsl- una, Ragnhildur Sigurðardóttir, sem ekki gat lengur varið vísindamanns- heiður sinn nema með lögfræðinga við hlið, vegna hagræðingar á henn- ar mati. Allir segja að orðið „umtals- verð áhrif“ hafi hvergi mátt nota, enda stöðvar það lagalega virkjun. Matsskýrslan er greinilega ómark- tæk og villandi. Frá því ég fyrst fór með virkjun- armönnum inn á hálendið árið 1960 hafði á hendi fréttaflutning fyrir Morgunblaðið um allar virkjanir frá Búrfellsvirkjun til Kvíslaveitna og fylgdist í náttúrvernarráði og með setu í samstarfsnefnd orkustofnana og náttúruverndarráðs, SÍNO, grannt með öllum rannsóknum þarna innfrá, hefi ég séð að í stefndi að virkjun Norðlingaölduvirkjunar kæmi ekki til. Það hljóta Landsvirkj- unarmenn að hafa séð líka fyrir. En haldið áfram samt að gera þetta eina valkostinn í virkjun af þessari stærð- argráðu. Skipulagsstofnun fékk í hendur matsskýrsluna, þar sem m.a. vantar í mikil umhverfisáhrif eftir að stíflan er byggð, gríðarlega aursöfnun í ver- unum og framburðinn sem hækkar þau þar sem þau eru marflöt og kall- ar því á slóða mótvægisaðgerða sem stigmagna áhrifin. Þau gríðarlegu áhrif eru ekki með. Fyrir utan að eyðileggja nær öll verin í framtíðinni eru þær aðgerðir ekki reiknaðar inn í framleiðslukostnað á rafmagninu. Til að fá það ódýrar? Í hverjum kafla í úrskurðarmati Skipulagstofnunar segir að áhrifin séu veruleg og óaft- urkræf – þar til í lokakaflanum að kemur eins og skollinn úr sauðar- leggnum að ekki sé ástæða til annars en að leyfa virkjun. Fékk einhver högg í röksvið höfuðsins? Nú vofir yfir lokaúrskurður al- valds ráðherra – með sömu skýrslu í höndunum. Ekki lái ég umhverfis- málaráðherra að leggja á flótta, und- ir því yfirskini að hún hefði skoðun á umhverfismálum, vísast byggða á þekkingu og hefur því tjáð sig um þau. Og sá væni maður heilbrigðis- ráðherra, sem ekki hefur tjáð sig um umhverfismálin, væntanlega af því hann hefur lítinn áhuga og því kannski ekki eytt miklum tíma í þekkingaröflun, leggur höfuðið og trúverðugheit sín á höggstokkinn. Ég ákæri Eftir Elínu Pálmadóttur Höfundur er fv. blaðamaður. „Enginn get- ur framar treyst þeim sem allt rýf- ur.“ FJÁRÞÖRF Landspítala – há- skólasjúkrahúss umfram fjárlög er staðreynd, þótt útgjaldahækkun í raunkrónum talið frá ári til árs sé lítil eða engin. Sitt sýnist hverjum um hvort um er að kenna slæmum rekstri og óráðsíu eða ónógum fram- lögum til starfseminnar. Rekstur og fjárveitingar til spítalans á komandi ári eru nú til umfjöllunar í Alþingi. Starfsmannahald skiptir höfuð- máli í rekstri spítalans og fyrir þá þjónustu sem veitt er. Launakostn- aður er 68% heildarrekstrargjalda, aðrir kostnaðarliðir telja minna. Hjá stjórnmálamönnum og almenningi örlar stundum á því að spítalinn sé gróflega ofmannaður og viðveru starfsfólks, einkum lækna, sé ábóta- vant vegna umfangsmikilla starfa ut- an hans. Nú 1. nóvember tóku að fullu gildi kjarasamningar við lækna og fólu þeir í sér veigamikla breytingu á starfi þeirra á spítalanum. Aðalkjara- samningar liggja fyrir við allar starfsstéttir spítalans, um 30 talsins. Stjórnendum LSH, eins og annarra ríkisstofnana, er ætlað að útfæra ýmsa þætti þeirra. Fjármálaráðu- neytið veitir fé til spítalans í sam- ræmi við meginatriði aðalkjarasamn- inga. Spítalinn stendur að sínu leyti frammi fyrir samræmingu á launum í kjölfar sameiningar, röðun starfs- manna í launaflokka, mótframlagi vegna ákvæða um séreign í lífeyris- sjóðum og þrýstingi einstakra starfs- manna og hópa um launahækkun af ástæðum sem allir vinnuveitendur þekkja. Spítalanum er ætlað að hag- ræða í rekstri til að mæta þessum út- gjöldum og hefur það verið gert að vissu marki. Í upphafi ársins var spítalanum gert að spara 4% af veltu. Í stað fjöldauppsagna var ákveðið að draga úr ráðningu starfsfólks eins og frek- ast væri unnt. Starfsfólki hefur þann- ig fækkað án þess að sjúklingar hafi mikið orðið varir við að þjónusta hafi verið skert eða felld niður. Starfs- menn og stjórnendur kveinka sér af og til undan álagi og telja mönnun á sjúkradeildum við mörk þess sem viðunandi geti talist. Hér þarf að geta nokkurra atriða. Fyrst er til að taka, að liður í sam- einingu spítalanna í Reykjavík er að velja yfirmenn sameinaðrar starf- semi, setja þeim starfslýsingar og ákveða kjör. Þessu verki er senn lok- ið. Spítalinn vill að yfirmenn helgi stofnuninni og háskólanum óskerta starfskrafta sína. Ekki er sóst eftir stjórnendum sem stunda einkarekst- ur, s.s. lækningastofa, utan spítalans. Framkvæmdastjórar, sviðsstjórar, deildarstjórar og yfirlæknar hafa áð- ur gert upp við sig að þeir fallist á þessa ráðningarskilmála. Langflest- um hefur verið boðinn aðlögunartími til að leggja niður störf utan spítal- ans. Ekki er ástæða til að ætla annað en þessir samningar haldi. Í öðru lagi hefur starfsmönnum fækkað frá sameiningu sjúkrahús- anna, stjórnendum sem öðru starfs- fólki. Framkvæmdastjórum hefur fækkað úr 10 í 5, sviðsstjórum úr 31 í 25, deildarstjórum hjúkrunar úr 115 í 101 og yfirlæknum úr 90 í 79. Auk þess hafa alls 29 stöður hjúkrunar- framkvæmdastjóra og forstöðu- lækna verið felldar úr skipulagi spít- alans. Yfirmönnum hefur þannig fækkað um 65 þó að ýmsir þeirra starfi áfram hjá spítalanum. Spítal- inn greiðir enn talsverð biðlaun vegna niðurlagningar starfa eða vegna starfslokasamninga enda iðu- lega um lögbundnar greiðslur að ræða. Í þriðja lagi var ákveðið í tengslum við kjarasamninga lækna að enginn sem hefur með höndum rekstur læknastofu eða annan rekstur verði í hærra starfshlutfalli á LSH en 80%. Af 404 sérfræðilæknum í 310 árs- verkum á spítalanum hafa 173 (43%) kosið að helga honum starfskrafta sína, 97 (24%) eru í a.m.k 80% starfi og 134 (33%) í lægra starfshlutfalli. Nú þegar hafa mörgum sérfræði- læknanna verið settar starfslýsingar og unnið er að gerð þeirra fyrir aðra. Frá síðasta ári fækkar ársverkum lækna á spítalanum um 20 vegna þeirra breytinga sem tóku gildi nú í byrjun nóvember. Öðru starfsfólki hefur einnig fækkað. Að 9 mánuðum liðnum liggur fyrir að ársverkum starfsmanna, annarra en lækna, hef- ur fækkað um 80 borið saman við sama tímabil 2001. Þótt spítalinn vilji að þorri lækna sé starfsmenn hans að fullu eða langmestu leyti er jafn ljóst að læknum og öðru starfsfólki þarf að búa viðunandi aðstæður í launum og starfsaðstöðu til að sinna sjúklingum. Hér vantar enn nokkuð á. Í fjórða lagi er þess að geta að vaktir eða vaktlínur á spítalanum voru 180 árið 2001. Nú hefur vöktum fækkað um 18 og unnið er að því að leggja niður aðrar 15 til 20. Umfangs- mikil sameining sérgreina gerir þetta kleift. Séu fyrstu 9 mánuðir áranna 2001 og 2002 bornir saman hefur yf- irvinnutímum fækkað um 12% sem hlýtur að teljast markvert. Í ljósi þess sem hér segir verður ekki framhjá því litið að margt hefur verið gert til þess að hagræða og koma breyttri reglu á starfsmanna- hald spítalans. Starfsfólk hefur tekið þátt í þessum breytingum og álag hefur aukist í starfi. Það þýðir líka að enn beinna samhengi verður milli þeirrar þjónustu sem Landspítali – háskólasjúkrahús veitir og starfs- mannafjölda og fjárveitinga til spít- alans. Á hvaða siglingu er Landspítali? Eftir Magnús Pétursson „...verður ekki fram- hjá því litið að margt hefur verið gert til þess að hag- ræða og koma breyttri reglu á starfsmanna- hald spítalans“. Höfundur er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.