Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 23
VÍSINDADAGAR
– dagskrá föstudaginn 8. nóvember
P
R
[p
je
e
rr
]
Háskóli Íslands
Kl. 8:30–12:00 Opið málþing
um rannsóknir í hjúkrunarfræði-
deild, stofu 103 í Eirbergi.
Kl. 13–17 Opið hús
og kynning á starfsemi og verk-
efnum Lífefna- og sameindalíf-
fræðistofu læknadeildar í hús-
næði stofnunarinnar, Læknagarði,
Vatnsmýrarvegi 16, 5. hæð.
Háskólinn í Reykjavík
Rannsóknardagur Háskólans í
Reykjavík. Opnir fyrirlestrar frá
kl. 12–17 í þremur sölum
samtímis. Allir velkomnir.
Kl. 12–13
Rannsóknir á frumkvöðlastarf-
semi á Íslandi – Global
Entrepreneurship Monitor –
Halla Tómasdóttir lektor og
Guðrún Mjöll Sigurðardóttir sér-
fræðingur.
Margvarp á Internetinu.
Dr. Gísli Hjálmtýsson prófessor.
Kl. 13–14
Innri hagvöxtur og endurnýjan-
legar náttúruauðlindir.
Dr. Lúðvík Elíasson lektor.
Sjálfvirk gerð veffyrirspurna
með „merkingu“.
Dr. Björn Þór Jónsson dósent.
Viðvarandi upplýsingaskylda
og hugtakið trúnaðarskylda.
Aðalsteinn Jónasson lektor.
Kl. 14–15
Verðbólguferlið á Íslandi: Frá
óðaverðbólgu til verðstöðug-
leika (og til baka aftur?).
Dr. Þórarinn G. Pétursson lektor.
Always On-verkefnið.
Marta Kristín Lárusdóttir lektor.
Beiting hæstaréttar á ákvæðum
stjórnarskrár síðastliðin 15 ár.
Jón Steinar Gunnlaugsson
prófessor.
Kl. 15–16
Rannsókn á stjórnunarháttum í
fjölskyldufyrirtækjum saman-
borið við fyrirtæki á markaði.
Erla Björg Guðrúnardóttir nemi og
Guðmunda Kristjánsdóttir nemi.
NámUST.
Ásrún Matthíasdóttir lektor.
Þróun endurskoðunarvalds
dómstóla á Norðurlöndum og
áhrif bandarísks réttar,
1890–1955.
Ragnhildur Helgadóttir lektor.
Kl. 16–17
Tengsl starfsánægju og
ánægju með þjónustu.
Dr. Svafa Grönfeldt dósent.
Úttekt á íslenskum heimasíðum.
Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir nemi.
„Hverjir eru það sem ekki ljúka
framhaldsnámi? Hvernig er
hægt að styðja nemendur í
brottfallshættu?“
Björg Birgisdóttir, forstöðumaður
námsráðgjafar og alþjóðatengsla,
og Kristjana Stella Blöndal, að-
stoðarforstöðumaður Félags-
vísindastofnunar H.Í.
VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002
– kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is
BÚIÐ er að rífa hús nr. 40 við
Laugaveg þar sem gleraugnaversl-
unin Sjáðu og verslunin Hennar
voru áður til húsa. Húsið skemmd-
ist í miklum bruna fyrir skemmstu
þar sem fimm íbúðir í tveimur sam-
liggjandi húsum eyðilögðust. Málið
er í rannsókn hjá lögreglunni í
Reykjavík en ekki hefur tekist að
upplýsa hver kann að hafa kveikt
þar í.
Að sögn Karels Halldórssonar,
eiganda Jarðkrafts ehf., gekk vinna
við niðurrif hússins í gær mjög vel
en sex vörubílar voru að störfum
frá kl. átta um morguninn til kl.18
síðdegis við að flytja timbur og
brotajárn á Sorpu og brotajárns-
móttökuna Hringrás. Í gær var ráð-
gert að vinnu við niðurrif hússins
yrði lokið áður en verslanir yrðu
opnaðar kl. 10.
Morgunblaðið/Kristinn
Laugavegur 40
á bak og burt
BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ
hafa ákveðið að taka niður göngu-
brú sem liggur yfir Varmá í Ull-
arnesbrekkum og tengir saman tvö
íþróttasvæði, íþróttasvæðið að
Varmá og sparkvöll sem notaður er
á sumrin.
Ákvörðunin er tekin í framhaldi
af því að 13 ára stúlka lenti í alvar-
legu bílslysi þegar hún hljóp yfir
Vesturlandsveg við Ásland og varð
fyrir bíl á miðvikudagskvöld. Bæj-
aryfirvöld höfðu fengið ábendingar
frá íbúum í Helgafellshverfi.
Að sögn Þorsteins Sigvaldasonar,
deildarstjóra tæknideildar hjá Mos-
fellsbæ, hafa börn úr Helgafells-
hverfi sótt í að stytta sér leið og
hlaupa yfir Vesturlandsveginn og
þaðan yfir göngubrúna í átt að
íþróttasvæðinu.
Brúin sett upp
að nýju að vori
Í framhaldi af fundi í gær með
bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi
var ákveðið að taka niður brúna til
að hindra að börn stytti sér leið
þarna um.
Að sögn Þorsteins verður hún
tekin niður að hausti og sett upp að
vori.
Íbúum í Helgafellshverfi er bent
á gönguleið um undirgöngin við
Brúarland að íþrótta- og skólasvæði
svo og miðbæ.
Göngubrú
yfir Varmá
tekin niður
Mosfellsbær
Bílslysið á Vesturlands-
vegi í fyrrakvöld