Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
KORTASÝNING verður opnuð í
Þjóðmenningarhúsinu á morgun,
föstudag, kl. 16.30 og ber hún heitið
Íslandsmynd í mótun – áfangar í
kortagerð. Á sýningunni eru sér-
staklega dregin fram þau kort sem
markað hafa verulega áfanga í leit-
inni að réttri mynd landsins síðan
fyrst tókst að ná þar nokkrum ár-
angri seint á 16. öld með korti Guð-
brands Þorlákssonar Hólabiskups.
Sýningin verður í þremur sölum
á 2. hæð Þjóðmenningarhússins.
Í bæklingi með sýningunni eru
greinar um strandkortin, korta-
gerð, Þórð Þorláksson, Björn Gunn-
laugsson og Þorvald Thoroddsen.
Einnig verður ritgerð Haraldar
Sigurðssonar, stytt, lagfærð og
þýdd.
„Í Landnámabók segir svo frá
Garðari Svavarssyni hinum sænska
sem kom hingað norður á níundu
öld að hann „sigldi umhverfis land-
ið og vissi [þ.e. komst að því] að það
var eyland“. Hér er um að ræða
elstu heimild sem greinir frá við-
leitni manns til að átta sig á lögun
landsins,“ segir Jökull Sævarsson
sagnfræðingur og bókavörður
Þjóðdeildar Landsbókasafns Ís-
lands. „Fyrsta sérkort af Íslandi
sem komst á prent birtist í ítalskri
kortabók árið 1528. Það kort bar
ekki með sér neitt umfram það sem
Garðar vissi á sínum tíma nema
nafn það er Flóki Vilgerðarson
hafði síðar gefið landinu. Þar er um
að ræða afar einfalda mynd sem ber
ekki nokkurn svip þeirrar eyjar
sem hún á að sýna, og á myndinni er
einungis eitt örnefni: Islanda.“
„Oft var gerð Íslandskorta á fyrri
tíð sífelld eftirlíking þar sem eitt
kort tók mið af eldri kortum fremur
en sjálfstæðum athugunum og mæl-
ingum. Sum kort eru þó til marks
um það að höfundar þeirra hafi haft
ögn gleggri vitneskju en fyrirrenn-
ararnir eða að minnsta kosti breytt-
ar hugmyndir. Hér var minnst á
Guðbrand Þorláksson, en ekki má
gleyma kortagerð Þórðar Þorláks-
sonar biskups í Skálholti á 17. öld
og hinu stórmerka landmælinga-
starfi Björns Gunnlaugssonar á
fyrra hluta 19. aldar og jarðfræði-
rannsóknum Þorvalds Thoroddsen í
lok þeirrar aldar. Og síst má undan
falla að minnast á strandmælingar
þær sem stundaðar voru hér á landi
á síðara hluta 18. aldar og í byrjun
19. aldar,“ segir Jökull Sævarsson.
Sýningin er opin frá 11–17 alla
daga vikunnar og stendur fram á
næsta haust.
Kort Guðbrands Þorlákssonar biskups úr útgáfu á kortasafni hollenska
kortagerðarmannsins Abrahams Orteliusar frá árinu 1590.
Leitin að réttri
mynd landsins
GREIÐSLUSTÖÐVUN rekstrar-
félags Fosshótels Valaskjálfar, Hót-
el 700, rennur út í dag, en líklega
munu eigendur sækja um framleng-
ingu greiðslustöðvunar. Útlit er fyrir
að innan skamms verði gengið til
nauðasamninga við kröfuhafa.
Fosshótel Valaskjálf hefur verið
rekið af Hótel 700 undanfarin ár, en
húsakynnin eru í eigu annarra aðila.
Á vetrum er hótelið nú nýtt sem
heimavist fyrir Menntaskólann á
Egilsstöðum.
Erfiður rekstur hótelsins er eink-
um rakinn til taps vegna gjaldþrots
Samvinnuferða-Landsýnar og þess
að sumarið 2001 var lélegt í ferða-
þjónustu. Reksturinn verður
óbreyttur á greiðslustöðvunartíman-
um.
Fosshótel Valaskjálf
í greiðslustöðvun
Egilsstaðir
Íslandsdeild Norðurlandaráðs og
Norræna húsið bjóða til hátíðardag-
skrár í Norræna húsinu kl. 16. Í til-
efni af hálfrar aldar afmæli Norð-
urlandaráðs kom út afmælisrit sem
einkum er ætlað að lýsa sögu nor-
ræns samstarfs undanfarinn ald-
arfjórðung. Ritið verður í fyrsta
skipti kynnt hér á landi.
Riitta Heinämaa, forstjóri Norræna
hússins, býður gesti velkomna. Knud
Enggaard heldur fyrirlesturinn
„Tanker om Nordisk råds 50 års
jubileum – fortid og fremtid“ og Eið-
ur Guðnason, sendiherra og einn
greinarhöfunda, flytur erindið
„Horft til baka – hugsað fram.“
Umræður að loknum erindum.
Fundarstjóri er Ísólfur Gylfi Pálma-
son, formaður Íslandsdeildar Norð-
urlandaráðs.
Dagskráin er þáttur í norrænu bóka-
safnavikunni og nýtur fjárhagslegs
stuðnings Norrænu bókmennta- og
bókasafnanefndarinnar NORDBOK.
Í DAG
ALMENNUR fundur til kynning-
ar á fyrirliggjandi drögum að að-
alskipulagi Fljótsdalshrepps 2002
til 2014 var nýlega haldinn í Vé-
garði. Einar E. Sæmundsen lands-
lagsarkitekt frá Landmótun ehf.
kynnti aðalskipulagstillöguna fyrir
fundarmönnum, en þar kemur
fram að eftirfarandi markmið verði
höfð að leiðarljósi: „Stefnt er að
því að íbúum fjölgi á næstu 12 ár-
um. Stefnt verði að því að bjóða
íbúum góð skilyrði og laða að fólk
til búsetu. Möguleikar á fjöl-
breyttu atvinnulífi verði efldir,
bæði framleiðslu og þjónustu.
Áhersla verði lögð á hefðbundinn
landbúnað, skógrækt og ferðaþjón-
ustu. Boðið verði upp á þjónustu,
útiveru og afþreyingu sem stuðli
að eflingu svæðisins og nái til alls
landshlutans. Fljótsdalshreppur
verði eftirsóttur áfanga- og dval-
arstaður fyrir ferðamenn jafnt inn-
lenda sem erlenda. Náttúruauð-
lindir hverskonar verði nýttar til
að efla atvinnustarfsemi og treysta
byggð.“
Þá kemur fram að einn þáttur í
vinnuferli við aðalskipulag er að
kynna það á ýmsum stigum fyrir
íbúum og hagsmunaaðilum þar
sem m.a. er leitað eftir ábending-
um og athugasemdun. Við gerð
skipulagsáætlana skal eftir föngum
leita eftir sjónarmiðum og tillögum
íbúa og annarra þeirra sem hags-
muna eiga að gæta um mörkun
stefnu og skipulagsmarkmið.
Þá gerði frummælandi grein fyr-
ir öflun upplýsinga um mörk jarða,
sem Þór Þorbergsson hefur unnið
að. Jarðamörk flestra jarða eru
sýnd á sveitarfélagsuppdrætti með
fyrirvara um nákvæmni. Þessi
jarðamörk koma ekki í stað þing-
lýstra jarðamarka eða landa-
merkjabréfa.
Land í Fljótsdalshreppi er talið
víðast hvar mjög gróið, grösugar
engjar og vel gróin heiðarlönd.
Berggrunnurinn á Héraði er að
stærstum hluta gamall eða frá
tertier og því orðinn mjög þéttur í
sér. Sú úrkoma sem fellur nær því
mjög takmarkað að seytla ofan í
berggrunninn.
Dýralíf: Héraðssvæðið sker sig
að einu leyti úr hvað varðar dýra-
stofna á Íslandi, en þar er átt við
hreindýrastofninn sem er eitt af
séreinkennum landshlutans.
Náttúruvernd. Ræðumaður kom
inn á ýmsa þætti í lögum er varða
náttúruvernd og greindi frá þeim
svæðum sem eru á náttúruminja-
skrá. Hins vegar er ekkert svæði
friðlýst samkvæmt náttúruvernd-
arlögum í Fljótsdal.
Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur vann í tengslum við
svæðisskipulagsvinnuna á Héraði
„náttúrumæraskrá“. Hann skráir
mun fleiri svæði sem ættu erindi í
endurskoðaða náttúruminjaskrá.
Skógrækt er stunduð á
22 jörðum í hreppnum
Landbúnaður og skógrækt: Í
Fljótsdalshreppi er skógrækt nú
stunduð á fleiri jörðum en þeim
sem eru í hefðbundnum búrekstri
eða á 22 jörðum og eru á samningi
við Héraðsskóga. Alls hafa verið
friðaðir 1790 ha. í þeim tilgangi.
Þá var komið inn á áhrif Kára-
hnjúkavirkjunar og framkvæmdir
á komandi árum, einnig matsskyld-
ar framkvæmdir skv. lögum um
mat á umhverfisáhrifum. Í Fljóts-
dalshreppi hefur þegar farið fram
mat á umhverfisáhrifum stærstu
breytinga sem áætlaðar eru í land-
notkun í sveitarfélaginu. Efnis-
tökusvæði eru afmörkuð í skipu-
laginu. Stefnt er að skipulegri
nýtingu þeirra og góðum frágangi.
Morgunblaðið/Guttormur Þormar
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt kynnti aðalskipulagstillöguna.
Nýtt aðalskipu-
lag Fljótsdals-
hrepps kynnt
Geitagerði
BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall-
dórs Laxness voru afhent í sjötta sinn
í dag í Þjóðmenningarhúsinu að við-
stöddum fjölda gesta. Verðlaunin
hlaut Ari Trausti Guðmundsson fyrir
smásagnasafnið Vegalínur. Ari
Trausti Guðmundsson er löngu lands-
kunnur fyrir bækur sínar um íslenska
náttúru og jarðvísindi en hefur ekki
áður sent frá sér skáldverk.
Ara Trausta var afhent fyrsta ein-
takið af verðlaunabókinni sem út kom
í dag. Verðlaunaféð nemur 500.000
krónum en að auki fékk hann sérstak-
an verðlaunapening og skrautritað
verðlaunaskjal. Það er Vaka-Helga-
fell sem stendur að Bókmenntaverð-
launum Halldórs Laxness í samráði
við fjölskyldu skáldsins.
Myndrænar ferðasögur
Pétur Már Ólafsson, formaður
dómnefndar um Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness og útgáfustjóri
Vöku-Helgafells, ávarpaði gesti,
ræddi um Halldór Laxness, rithöf-
undarferil hans og áhrif á íslenskar
bókmenntir og þjóðlíf. Hann sagði frá
bókmenntaverðlaununum sem Vaka-
Helgafell stofnaði til og tengd eru
nafni skáldsins en þau eru nú veitt í
sjötta sinn. Þá kynnti Pétur Már nið-
urstöðu dómnefndar og afhenti Ara
Trausta verðlaunin. Í umsögn dóm-
nefndar um verðlaunabókina segir:
„Vegalínur geymir einstaklega lif-
andi og myndrænar sögur, skemmti-
lega upp byggðar og ritaðar af leikni
og augljósri þekkingu á framandi
löndum og menningarheimum. Allar
fjalla sögurnar um ferðalanga sem
komast í kynni við nýja staði og nýtt
fólk, mæta framandlegum aðstæðum
og atburðum. Á fjarlægum slóðum
finna þeir eitthvað sem hreyfir við
þeim, breytir þeim og ferðalangurinn
sem fór af stað kemur annar maður
heim, líkt og sá sem lokið hefur lestri
góðrar sögu.“
Í dómnefnd sátu, auk Péturs Más,
Sigurður G. Valgeirsson bókmennta-
fræðingur og Kolbrún Bergþórsdótt-
ir bókmenntagagnrýnandi.
Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Skáldið reyndist
vera vísindamaður
Morgunblaðið/Kristinn
Pétur Már Ólafsson afhendir Ara Trausta verðlaunin.
Sólar saga er
fyrsta skáldsaga
Sigurbjargar
Þrastardóttur.
Bókin hlaut Bók-
menntaverðlaun
Tómasar Guð-
mundssonar á
dögunum.
Sólar saga er
frásögn stúlku sem ratar í djúpt myrk-
ur fjarri ástvinum. Hún miðlar ein-
semd sinni, angist og sorg – og nýjum
vonum. Ung íslensk kona verður fyrir
hrottafenginni líkamsárás í fegurstu
borg Ítalíu. Í stað þess að flýja heim í
faðm ástvina sinna einsetur hún sér
að reyna að ná aftur áttum – og um
leið sáttum.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.:
„Sagan er grípandi og áhrifarík, en
fyrst og fremst er hún skrifuð af eft-
irtektarverðri stílgáfu og list og greini-
legt að höfundur hennar býr yfir sér-
stökum hæfileikum og óvenju næmri
tilfinningu fyrir tungumálinu og mögu-
leikum þess.“
Sigurbjörg hefur sent frá sér ljóða-
bækurnar Blálogaland (1999) og
Hnattflug (2000).
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
232 bls., prentuð í Odda. Jón Ásgeir
gerði kápu. Verð: 3.980 kr.
Skáldsaga