Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ KORTASÝNING verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, föstudag, kl. 16.30 og ber hún heitið Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Á sýningunni eru sér- staklega dregin fram þau kort sem markað hafa verulega áfanga í leit- inni að réttri mynd landsins síðan fyrst tókst að ná þar nokkrum ár- angri seint á 16. öld með korti Guð- brands Þorlákssonar Hólabiskups. Sýningin verður í þremur sölum á 2. hæð Þjóðmenningarhússins. Í bæklingi með sýningunni eru greinar um strandkortin, korta- gerð, Þórð Þorláksson, Björn Gunn- laugsson og Þorvald Thoroddsen. Einnig verður ritgerð Haraldar Sigurðssonar, stytt, lagfærð og þýdd. „Í Landnámabók segir svo frá Garðari Svavarssyni hinum sænska sem kom hingað norður á níundu öld að hann „sigldi umhverfis land- ið og vissi [þ.e. komst að því] að það var eyland“. Hér er um að ræða elstu heimild sem greinir frá við- leitni manns til að átta sig á lögun landsins,“ segir Jökull Sævarsson sagnfræðingur og bókavörður Þjóðdeildar Landsbókasafns Ís- lands. „Fyrsta sérkort af Íslandi sem komst á prent birtist í ítalskri kortabók árið 1528. Það kort bar ekki með sér neitt umfram það sem Garðar vissi á sínum tíma nema nafn það er Flóki Vilgerðarson hafði síðar gefið landinu. Þar er um að ræða afar einfalda mynd sem ber ekki nokkurn svip þeirrar eyjar sem hún á að sýna, og á myndinni er einungis eitt örnefni: Islanda.“ „Oft var gerð Íslandskorta á fyrri tíð sífelld eftirlíking þar sem eitt kort tók mið af eldri kortum fremur en sjálfstæðum athugunum og mæl- ingum. Sum kort eru þó til marks um það að höfundar þeirra hafi haft ögn gleggri vitneskju en fyrirrenn- ararnir eða að minnsta kosti breytt- ar hugmyndir. Hér var minnst á Guðbrand Þorláksson, en ekki má gleyma kortagerð Þórðar Þorláks- sonar biskups í Skálholti á 17. öld og hinu stórmerka landmælinga- starfi Björns Gunnlaugssonar á fyrra hluta 19. aldar og jarðfræði- rannsóknum Þorvalds Thoroddsen í lok þeirrar aldar. Og síst má undan falla að minnast á strandmælingar þær sem stundaðar voru hér á landi á síðara hluta 18. aldar og í byrjun 19. aldar,“ segir Jökull Sævarsson. Sýningin er opin frá 11–17 alla daga vikunnar og stendur fram á næsta haust. Kort Guðbrands Þorlákssonar biskups úr útgáfu á kortasafni hollenska kortagerðarmannsins Abrahams Orteliusar frá árinu 1590. Leitin að réttri mynd landsins GREIÐSLUSTÖÐVUN rekstrar- félags Fosshótels Valaskjálfar, Hót- el 700, rennur út í dag, en líklega munu eigendur sækja um framleng- ingu greiðslustöðvunar. Útlit er fyrir að innan skamms verði gengið til nauðasamninga við kröfuhafa. Fosshótel Valaskjálf hefur verið rekið af Hótel 700 undanfarin ár, en húsakynnin eru í eigu annarra aðila. Á vetrum er hótelið nú nýtt sem heimavist fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum. Erfiður rekstur hótelsins er eink- um rakinn til taps vegna gjaldþrots Samvinnuferða-Landsýnar og þess að sumarið 2001 var lélegt í ferða- þjónustu. Reksturinn verður óbreyttur á greiðslustöðvunartíman- um. Fosshótel Valaskjálf í greiðslustöðvun Egilsstaðir Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Norræna húsið bjóða til hátíðardag- skrár í Norræna húsinu kl. 16. Í til- efni af hálfrar aldar afmæli Norð- urlandaráðs kom út afmælisrit sem einkum er ætlað að lýsa sögu nor- ræns samstarfs undanfarinn ald- arfjórðung. Ritið verður í fyrsta skipti kynnt hér á landi. Riitta Heinämaa, forstjóri Norræna hússins, býður gesti velkomna. Knud Enggaard heldur fyrirlesturinn „Tanker om Nordisk råds 50 års jubileum – fortid og fremtid“ og Eið- ur Guðnason, sendiherra og einn greinarhöfunda, flytur erindið „Horft til baka – hugsað fram.“ Umræður að loknum erindum. Fundarstjóri er Ísólfur Gylfi Pálma- son, formaður Íslandsdeildar Norð- urlandaráðs. Dagskráin er þáttur í norrænu bóka- safnavikunni og nýtur fjárhagslegs stuðnings Norrænu bókmennta- og bókasafnanefndarinnar NORDBOK. Í DAG ALMENNUR fundur til kynning- ar á fyrirliggjandi drögum að að- alskipulagi Fljótsdalshrepps 2002 til 2014 var nýlega haldinn í Vé- garði. Einar E. Sæmundsen lands- lagsarkitekt frá Landmótun ehf. kynnti aðalskipulagstillöguna fyrir fundarmönnum, en þar kemur fram að eftirfarandi markmið verði höfð að leiðarljósi: „Stefnt er að því að íbúum fjölgi á næstu 12 ár- um. Stefnt verði að því að bjóða íbúum góð skilyrði og laða að fólk til búsetu. Möguleikar á fjöl- breyttu atvinnulífi verði efldir, bæði framleiðslu og þjónustu. Áhersla verði lögð á hefðbundinn landbúnað, skógrækt og ferðaþjón- ustu. Boðið verði upp á þjónustu, útiveru og afþreyingu sem stuðli að eflingu svæðisins og nái til alls landshlutans. Fljótsdalshreppur verði eftirsóttur áfanga- og dval- arstaður fyrir ferðamenn jafnt inn- lenda sem erlenda. Náttúruauð- lindir hverskonar verði nýttar til að efla atvinnustarfsemi og treysta byggð.“ Þá kemur fram að einn þáttur í vinnuferli við aðalskipulag er að kynna það á ýmsum stigum fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þar sem m.a. er leitað eftir ábending- um og athugasemdun. Við gerð skipulagsáætlana skal eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hags- muna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þá gerði frummælandi grein fyr- ir öflun upplýsinga um mörk jarða, sem Þór Þorbergsson hefur unnið að. Jarðamörk flestra jarða eru sýnd á sveitarfélagsuppdrætti með fyrirvara um nákvæmni. Þessi jarðamörk koma ekki í stað þing- lýstra jarðamarka eða landa- merkjabréfa. Land í Fljótsdalshreppi er talið víðast hvar mjög gróið, grösugar engjar og vel gróin heiðarlönd. Berggrunnurinn á Héraði er að stærstum hluta gamall eða frá tertier og því orðinn mjög þéttur í sér. Sú úrkoma sem fellur nær því mjög takmarkað að seytla ofan í berggrunninn. Dýralíf: Héraðssvæðið sker sig að einu leyti úr hvað varðar dýra- stofna á Íslandi, en þar er átt við hreindýrastofninn sem er eitt af séreinkennum landshlutans. Náttúruvernd. Ræðumaður kom inn á ýmsa þætti í lögum er varða náttúruvernd og greindi frá þeim svæðum sem eru á náttúruminja- skrá. Hins vegar er ekkert svæði friðlýst samkvæmt náttúruvernd- arlögum í Fljótsdal. Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur vann í tengslum við svæðisskipulagsvinnuna á Héraði „náttúrumæraskrá“. Hann skráir mun fleiri svæði sem ættu erindi í endurskoðaða náttúruminjaskrá. Skógrækt er stunduð á 22 jörðum í hreppnum Landbúnaður og skógrækt: Í Fljótsdalshreppi er skógrækt nú stunduð á fleiri jörðum en þeim sem eru í hefðbundnum búrekstri eða á 22 jörðum og eru á samningi við Héraðsskóga. Alls hafa verið friðaðir 1790 ha. í þeim tilgangi. Þá var komið inn á áhrif Kára- hnjúkavirkjunar og framkvæmdir á komandi árum, einnig matsskyld- ar framkvæmdir skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Í Fljóts- dalshreppi hefur þegar farið fram mat á umhverfisáhrifum stærstu breytinga sem áætlaðar eru í land- notkun í sveitarfélaginu. Efnis- tökusvæði eru afmörkuð í skipu- laginu. Stefnt er að skipulegri nýtingu þeirra og góðum frágangi. Morgunblaðið/Guttormur Þormar Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt kynnti aðalskipulagstillöguna. Nýtt aðalskipu- lag Fljótsdals- hrepps kynnt Geitagerði BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness voru afhent í sjötta sinn í dag í Þjóðmenningarhúsinu að við- stöddum fjölda gesta. Verðlaunin hlaut Ari Trausti Guðmundsson fyrir smásagnasafnið Vegalínur. Ari Trausti Guðmundsson er löngu lands- kunnur fyrir bækur sínar um íslenska náttúru og jarðvísindi en hefur ekki áður sent frá sér skáldverk. Ara Trausta var afhent fyrsta ein- takið af verðlaunabókinni sem út kom í dag. Verðlaunaféð nemur 500.000 krónum en að auki fékk hann sérstak- an verðlaunapening og skrautritað verðlaunaskjal. Það er Vaka-Helga- fell sem stendur að Bókmenntaverð- launum Halldórs Laxness í samráði við fjölskyldu skáldsins. Myndrænar ferðasögur Pétur Már Ólafsson, formaður dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og útgáfustjóri Vöku-Helgafells, ávarpaði gesti, ræddi um Halldór Laxness, rithöf- undarferil hans og áhrif á íslenskar bókmenntir og þjóðlíf. Hann sagði frá bókmenntaverðlaununum sem Vaka- Helgafell stofnaði til og tengd eru nafni skáldsins en þau eru nú veitt í sjötta sinn. Þá kynnti Pétur Már nið- urstöðu dómnefndar og afhenti Ara Trausta verðlaunin. Í umsögn dóm- nefndar um verðlaunabókina segir: „Vegalínur geymir einstaklega lif- andi og myndrænar sögur, skemmti- lega upp byggðar og ritaðar af leikni og augljósri þekkingu á framandi löndum og menningarheimum. Allar fjalla sögurnar um ferðalanga sem komast í kynni við nýja staði og nýtt fólk, mæta framandlegum aðstæðum og atburðum. Á fjarlægum slóðum finna þeir eitthvað sem hreyfir við þeim, breytir þeim og ferðalangurinn sem fór af stað kemur annar maður heim, líkt og sá sem lokið hefur lestri góðrar sögu.“ Í dómnefnd sátu, auk Péturs Más, Sigurður G. Valgeirsson bókmennta- fræðingur og Kolbrún Bergþórsdótt- ir bókmenntagagnrýnandi. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Skáldið reyndist vera vísindamaður Morgunblaðið/Kristinn Pétur Már Ólafsson afhendir Ara Trausta verðlaunin. Sólar saga er fyrsta skáldsaga Sigurbjargar Þrastardóttur. Bókin hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar á dögunum. Sólar saga er frásögn stúlku sem ratar í djúpt myrk- ur fjarri ástvinum. Hún miðlar ein- semd sinni, angist og sorg – og nýjum vonum. Ung íslensk kona verður fyrir hrottafenginni líkamsárás í fegurstu borg Ítalíu. Í stað þess að flýja heim í faðm ástvina sinna einsetur hún sér að reyna að ná aftur áttum – og um leið sáttum. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan er grípandi og áhrifarík, en fyrst og fremst er hún skrifuð af eft- irtektarverðri stílgáfu og list og greini- legt að höfundur hennar býr yfir sér- stökum hæfileikum og óvenju næmri tilfinningu fyrir tungumálinu og mögu- leikum þess.“ Sigurbjörg hefur sent frá sér ljóða- bækurnar Blálogaland (1999) og Hnattflug (2000). Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 232 bls., prentuð í Odda. Jón Ásgeir gerði kápu. Verð: 3.980 kr. Skáldsaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.