Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LISTAVERK ALLRA
LANDSMANNA
Gleymska, sofandaháttur eðaglópska? spurði Ögmundur Jón-asson, málshefjandi í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í gær um
ástæður þess að ekki voru gerðar ráð-
stafanir til þess við breytingu ríkis-
bankanna í hlutafélög að hin miklu
listaverkasöfn þeirra yrðu áfram í al-
menningseigu. Það er von að spurt sé.
Ólafur Örn Haraldsson alþingismað-
ur vakti athygli almennings á þessu
máli fyrr í vikunni, eins og full ástæða
var til. Hann benti í frétt hér í blaðinu í
fyrradag á að verkin 1.200, sem eru í
vörzlu bankanna, væru þjóðargersemar
sem bankarnir hefðu eignazt og varð-
veitt sem stofnanir í eigu almennings.
Það er sömuleiðis rétt, sem Ásta R. Jó-
hannesdóttir benti á í umræðunum í
gær, að þegar umfangsmikil listaverka-
kaup bankanna hafa verið gagnrýnd,
hafa mótrökin verið þau að verið væri
að varðveita dýrmæt listaverk í eigu
þjóðarinnar.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur
Morgunblaðinu ekki tekizt að fá fram
hvert matið á listaverkaeign bankanna
sé. Flest bendir til að ekkert slíkt mat
liggi fyrir. Var þá yfirleitt nokkur að
hugsa út í listaverkasöfnin þegar bönk-
unum var breytt í hlutafélög? Ef enginn
veit hvers virði listaverkin eru, hvernig
geta þau þá hafa verið hluti af því verð-
mati, sem hefur verið lagt á bankana?
Flest bendir til að nýir eigendur bank-
anna fái þessar þjóðargersemar fyrir
ekki neitt, í kaupbæti.
Svör ráðherra ríkisstjórnarinnar í
þessu máli eru ekki sannfærandi. Val-
gerður Sverrisdóttir bankamálaráð-
herra segist „sannfærð um að hinir
nýju eigendur munu ekki láta sér detta
það í hug að selja þessi listaverk úr
bönkunum.“ Hvaðan kemur sú sann-
færing ráðherrans? Liggja einhverjar
skuldbindingar fyrir af hálfu eigenda
bankanna? Sama máli gegnir um þau
rök Tómasar Inga Olrich, menntamála-
ráðherra, að auðvelda megi aðgengi að
listaverkum bankanna með því að þau
verði þar til sýnis og lánuð til safna.
Hvaða tryggingar hefur menntamála-
ráðherrann fyrir því að einhverjir dýr-
gripanna verði ekki t.d. seldir úr landi?
Enn hafa ráðherrar og aðrir, sem
ábyrgð bera á hlutafélagavæðingu
bankanna, ekki svarað því hvers vegna
ekki kom t.d. til greina að fara sömu leið
og með verðmætt frímerkjasafn Pósts
og síma, sem haldið var eftir í almenn-
ingseigu þegar fyrirtækinu var breytt í
hlutafélag.
Ólafur Örn og aðrir þingmenn urðu
til þess að benda á hina augljósu lausn í
þessu máli í umræðunum í gær og það
gerði einnig Hannes Sigurðsson, for-
stöðumaður Listasafns Akureyrar, hér
í blaðinu í gær. Eigendur bankanna
ættu að gefa þjóðinni listaverkin og
tryggja að almenningur fái notið þeirra.
Sú hugmynd Hannesar að gefa verk
bankanna til listasafna á landsbyggð-
inni er hreint ekki fráleit; þvílíkur safn-
kostur gæti orðið mikið aðdráttarafl
fyrir söfn úti á landi. Sé ekki vilji fyrir
að gefa listaverkin, væri hugsanlegt að
fara svipaða leið og Íslandspóstur hf.
fór er hann samdi við Þjóðminjasafnið
um að skrá og varðveita póstminjar í
eigu fyrirtækisins, sýna þær í sölum
safnsins og halda á þeim sérstaka sýn-
ingu með reglulegu millibili.
Rekstur ríkisbankanna er vissulega
betur kominn í höndum einkaaðila en
ríkisins. Um varðveizlu mikilvægs
hluta af menningararfinum gegnir öðru
máli. Þetta eru listaverk allra lands-
manna og eiga að vera það áfram.
JÁKVÆÐ ÞRÓUN VAXTA
Seðlabankinn tilkynnti á miðvikudagað bankinn myndi lækka stýrivexti
um 0,5%. Er þetta níunda vaxtalækkun
bankans á árinu en samtals nemur
lækkunin 3,8%. Í Peningamálum, árs-
fjórðungsriti Seðlabankans, kemur
fram að miðað við fyrirliggjandi spár
geti vextir bankans lækkað enn frekar á
næstunni, ef framvindan staðfestir þær
spár. Það sé þó háð þeim fyrirvara að
eftir því sem vextirnir verði lægri muni
bankinn þurfa að leggja frekara mat á
örvunaráhrif þeirra. Þetta sé einnig háð
þeim fyrirvara að ákvarðanir um stór-
iðjuframkvæmdir muni leiða til endur-
mats á peningastefnunni. Íslandsbanki
og Landsbanki Íslands hafa tilkynnt um
vaxtalækkanir í kjölfar ákvörðunar
Seðlabankans. Báðir bankarnir ætla að
lækka vexti á óverðtryggðum og verð-
tryggðum lánum.
Fyrr í vikunni kom fram í máli for-
sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, á Al-
þingi að það væri umhugsunarefni fyrir
bankana að huga að breytingum á verð-
tryggðum innláns- og útlánsvöxtum.
Undir þetta tók Birgir Ísleifur á morg-
unverðarfundi Verslunarráðs Íslands í
gær. Sagði hann að vaxtalækkun Seðla-
bankans hefði skilað sér vel á óverð-
tryggða hluta markaðarins, en hennar
hefði síður orðið vart í verðtryggða hlut-
anum. Síðustu tvær vaxtalækkanir
hefðu þó skilað sér tiltölulega vel í lækk-
un verðtryggðra vaxta. Bankarnir hefðu
aftur á móti ekki lækkað verðtryggða
vexti eins mikið og markaðsvextir hefðu
lækkað, og að afsökun þeirra um háa
markaðsvexti dygði ekki lengur.
Í Peningamálum kemur fram að þótt
útlánsvextir banka hafi lækkað í takt við
breytingar á stýrivöxtum að undan-
förnu hafa þeir ekki enn náð því stigi
sem var í byrjun árs 1998, en vextir
Seðlabankans eru orðnir lægri en þeir
voru þá. Meðalvextir banka og spari-
sjóða hækkuðu meira á vaxtahækkunar-
skeiðinu en stýrivextirnir.
Það er umhugsunarefni að bankar og
sparisjóðir hafi hækkað vexti sína um-
fram hækkanir Seðlabankans og hægt
að taka undir orð forsætisráðherra og
seðlabankastjóra um að tímabært sé að
vextir verðtryggðra inn- og útlána
lækki. Því til stuðnings er lækkun stýri-
vaxta undanfarin misseri og að verð-
bólga hefur verið á niðurleið. Eins hefur
ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði
farið lækkandi á árinu. Það ætti því að
vera færi á að lækka verðtryggða vexti.
Slík vaxtalækkun myndi skipta miklu
fyrir flest heimili í landinu enda bæði
húsbréfalán og lífeyrissjóðslán verð-
tryggð sem og flest útlán bankanna.
Þróun efnahagsmála hefur verið já-
kvæð á Íslandi að undanförnu og von-
andi eiga vaxtalækkanir eftir að ýta
undir að þar verði framhald á. Svo virð-
ist sem sú aðhaldssama peningastefna
sem Seðlabanki Íslands hefur fylgt, og
oft hefur verið gagnrýnd, sé að skila ár-
angri. Árangri sem ber að fagna.
R
AUFARHÖFN hefur verið í
fréttum undanfarið vegna erf-
iðrar fjárhagsstöðu sveitarfé-
lagsins og greinilegt að hinn
almenni þorpsbúi tekur
ástandið nærri sér. Flestir
sem Morgunblaðið ræddi við í
gær eru þó bjartsýnir.
Guðmundur Valur Einarsson, starfsmaður
frystihússins Jökuls, er fæddur og uppalinn á
Raufarhöfn og hefur búið þar alla tíð, „og ég fer
ekki lengra en hérna út í garðinn,“ segir hann við
blaðamann í kaffistofu Jökuls, og bendir yfir
höfnina í átt að kirkjugarðinum. „Ég er mjög
ánægður á Raufarhöfn og fer aldrei héðan. Fjár-
hagsstaða bæjarins er vissulega slæm, en hér í
þessu fyrirtæki hefur verið mjög góð vinna síðan
ÚA tók við. Og við heyrum ekki annað á þeim en
þeir ætli sér að efla fyrirtækið frekar en hitt.“
Tvö ungmenni sem starfa hjá Jökli eru á för-
um úr bæjarfélaginu innan skamms, annað þó
líklega bara tímabundið. „Ég er að fara til
Bandaríkjanna sem au-pair en kem örugglega
aftur. Það er gott að vera hérna,“ segir Erna
Ragnarsdóttir, 18 ára. „Það er auðvitað leiðinlegt
hvernig komið er af því að sveitarfélagið var eitt
það ríkasta á landinu fyrir þremur árum og fólk
veltir því mikið fyrir sér hvernig svona lagað geti
gerst. Það er slæmt að svona miklir peningar
skyldu tapast; sveitarfélög eiga ekki að kaupa
hlutabréf,“ segir hún. Foreldrar Ernu eru þegar
farnir frá Raufarhöfn. „Pabbi er sjómaður og
fékk ekki pláss hér. Hann þurfti því að fara og
mamma fór auðvitað líka, það voru ótrúlega
margir sem fluttu burt héðan í fyrra.“
Fækkað um meira en 100 á einu ári
Tölurnar tala sínu máli; 1. desember 1998
bjuggu 407 manns á Raufarhöfn en 1. desember í
fyrra voru íbúar komnir niður í 296.
„Það er alveg hrikalegt hvað margir eru farn-
ir,“ segir Aron Þorbergssson, 16 ára. „Það er eig-
inlega enga vinnu að hafa í bænum nema í Jökli
og það er auðvitað mjög slæmt fyrir bæinn ef
fólk getur ekki séð fyrir fjölskyldum sínum. Þá
er ekki annað að gera en fara. Og ég fer í maí,“
segir hann. Fjölskyldan fer öll, foreldrar hans og
tvö systkini. „Við förum suður. Pabbi hefur enga
vinna hérna og er núna að vinna á Þórshöfn.“ Ar-
on segir fréttir af fjárhagsstöðu bæjarins nið-
urdrepandi. „Margir vilja vera hér áfram, en
það er bara ekki hægt ef fólk hefur ekki vinnu.“
Erla Guðmundsdóttir og Berglind Frið-
bergsdóttir starfa báðar í versluninni Urð, einu
matvöruversluninni á Raufarhöfn.
„Við lítum björtum augum á framtíðina og
trúum því að þetta bjargist,“ segir Erla. „Það
sem okkur vantar er að fá nóga loðnu; þá koma
peningar í kassann og þá erum við í góðum
málum.“ Vandamálið er að loðnan hefur brugð-
ist. Hvað ef svo verður áfram? „Ja, þá erum við
auðvitað í slæmri stöðu,“ segir hún.
Erla er innfædd og hefur alla tíð búið á Rauf-
arhöfn. „Vandamálin eru til þess að sigrast á
þeim,“ segir hún og bætir við með áherslu:
„Hér ætla ég að vera áfram. Ég fer að minnsta
kosti síðust úr þorpinu ef allir flytja burt.“
Berglind segir að vissulega hafi það verið
ákveðið áfall að fá fregnir af bágri fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins. „En það þýðir ekkert að
leggjast í þunglyndi. Hér er ekki allsherjar at-
vinnuleysi, en að vísu bara dagvinna í frystihús-
inu og bara dagvinna í verksmiðjunni fyrir
örfáa menn.“ Erla bætir því við að í þorpinu sé
góður skóli, leikskóli, gott íþróttahús, öflugt
ungmennafélag og tónlistarskóli. „Hér þarf því
engum að leiðast. Það er nóg félagslíf á Rauf-
arhöfn,“ segir hún.
Líf og fjör á fótboltaæfingu
Það var einmitt líf og fjör í íþróttahúsinu
þegar blaðamaður leit þar við síðdegis. Hópur
barna á aldrinum 6–16 ára var á fótboltaæfingu
undir stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar kenn-
ara. „Það eru 34 af 52 börnum í grunnskólanum
sem æfa fótbolta,“ upplýsir hann blaðamann, og
það vekur athygli að strákar og stelpur æfa
saman. Krakkar á aldrinum 6–11 ára æfa alltaf
saman og 12–16 ára, en einu sinni í viku kemur
allur hópurinn saman og slík æfing var einmitt
á dagskrá í gær. Og þar, eins og annars staðar í
heiminum þar sem bolta er sparkað, hlupu þeir
um Beckham, Owen, Rivaldo og Ronaldo, eða
a.m.k. pjakkar í peysum merktum heimsstjörn-
unum. Og í gær bjó hópurinn sig af krafti undir
mót sem fram fer á Raufarhöfn á morgun, þeg-
ar Þórshafnarbúar og Öxfirðingar koma í heim-
sókn.
Margrét Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri
Jökuls ehf., hefur búið í þrjú ár á Raufarhöfn
Bjartsýni á R
Það var heldur þungbúið á Melrakkasléttunni í gær.
Lífið gekk þó sinn vanagang á Raufarhöfn þegar
Skapti Hallgrímsson ræddi við nokkra þorpsbúa í
framhaldi frétta af erfiðleikum í fjármálum Rauf-
arhafnarhrepps. Fólk segist ánægt á staðnum og vill
vera þar ef það hefur trygga atvinnu.