Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 61
Veisla í Vesturporti!
..ef ykkur langar til að eiga stund
þar sem þið getið velst um af
hlátri, ekki missa af þessari leiksýn-
ingu... (SA, Mbl.)
fös 8. nóv. kl. 21 örfá sæti
lau. 9. nóv. kl. 23.30
fim. 14. nóv. kl. 21.00
lau. 16. nóv. kl. 23.30
Ósóttar pantanir seldar tveimur
dögum fyrir sýningu
Vesturport, Vesturgata 18
Miðasala í Loftkastalanum,
Sími 552 3000
loftkastali@simnet.is
www.senan.is
TÓNLISTARMAÐURINN
Ívar Örn Kolbeinsson er
ekki nema nítján ára en
hefur nú fengið heimsdreifingu á
tónlist sinni. Gerist það í gegnum
sjónvarpsauglýsingu ilmvatnsfram-
leiðandans Kenneth Cole sem fer í
dreifingu um heim allan, en auglýs-
ingin sjálf var unnin af ljósmynd-
urunum og kvikmyndagerðarmönn-
unum Einari Snorra Einarssyni, og
Eiði Snorra Eysteinssyni hálfbróður
Ívars Arnar, en þeir hafa starfað
saman í Bandaríkjunum í nokkur ár
við auglýsinga- og myndbandagerð.
Ívar Örn fékk greiddar 1,6 milljónir
kr. fyrir framlag sitt til auglýsing-
arinnar.
Ívar bjó í New York í fimm ár en
flutti heim á nýjan leik skömmu eftir
11. september. Tíma sinn nýtti hann
m.a. til tónlistariðkunnar en upp-
runalega fór hann til að heimsækja
hálfbróður sinn Eið Snorra.
– Hvernig kom þetta nú til Ívar?
„Eiður og Einar voru að vinna
auglýsinguna fyrir fyrirtækið og
höfðu samband við mig, þar sem þá
vantaði tónlist.“
– Hvernig tónlist er þetta?
„Þetta lag er svona „electronica“
(rafræna), mjög melódískt og með
kröftugum takti. Það fylgir þó ekki
viðteknum hugmyndum um auglýs-
ingatónlist. Það þurfti að berjast
svolítið fyrir því.“
– Hefur þú gefið eitthvað út ?
„Eitt lag hefur komið á safndiski
frá lítilli útgáfu í Brooklyn sem heit-
ir „Little Fury Things“ (The No-
_Compression Compilation, haustið
2001).“
– Hvaða þýðingu hefur þessi aug-
lýsing fyrir þig sem tónlistarmann?
„Mér finnst auðvitað geðveikt að
þetta sé komið inn á heimili um allan
heim – lag sem ég gerði í Miðtúni,
Hvolsvelli (hlær). Mér finnst líka frá-
bært að koma smáfegurð inn í aug-
lýsingabransann sem mér finnst
virkilega ógeðslegur og asnalegur.“
Dreift
um all-
an heim
Íslendingur seldi lag í ilmvatnsauglýsingu
Ívar Örn er kampakátur yfir árangrinum.
BJÖRN Brynjúlfur Björnsson,
formaður félags kvikmyndagerðar-
manna, segir að fjöldi verka, sem
tilnefnd eru til Edduverðlaunanna
í ár, enduspegli gróskuna í kvik-
myndagerð á Íslandi. „Þetta sýnir
að það er gróska á mörgum svið-
um. Það er enginn vafi á því, þótt
sum svið kvikmyndagerðarinnar
séu heldur vanþroskuð hjá okkur,“
segir Björn og nefnir þá sérstak-
lega leikið sjónvarpsefni. „Við er-
um eftirbátar annarra þjóða hvað
það varðar.“
Björn er aftur á móti ánægður
með stöðu heimildarmyndagerðar
hérlendis. „Það er mikil uppsveifla
í henni enda erum við til dæmis
með fimm tilnefningar þar eins og
í sjónvarpsþáttunum sem mikil
framleiðsla er á hér innanlands.
Leikna sjónvarpsefnið er töluvert
dýrara efni,“ segir hann. Hann
bendir á að sjónvarpsstöðvar hér á
landi sýni fátt í eins miklu magni
og leikið sjónvarpsefni. „Það er
bara allt erlent.“
Björn segir erfitt að nefna ein-
hver einstök verk sem hann sakni í
tilnefningunum en er ánægður
með framkvæmd valsins. Hann
bendir á að margar valnefndir sjái
um tilnefningarnar og telur að það
sé til bóta. „Við höfum áður verið
með eina stóra valnefnd. Núna er-
um við með sjö þriggja manna val-
nefndir sem velja í þessa fjórtán
flokka. Sérhæfingin er því meiri.
Ég held að þetta sé betra kerfi en
við vorum með áður og við náum
frekar fram því sem best er gert á
hverju sviði,“ segir hann.
Ánægður með
sérflokk stuttmynda
Björn er ánægður með að stutt-
myndir verði í sérflokki í fyrsta
sinn og sömuleiðis tónlistarmynd-
bönd. Hann segir breytingarnar
merki um að engin hræðsla sé við
að þróa hátíðina og bæta hana.
„Sem dæmi um þessa þróun er
að tvenn fagverðlaun verði veitt í
stað einna áður,“ segir hann. „Það
er miklu skemmtilegra fyrirkomu-
lag á þessu. Við erum að leita eftir
því að finna þessu betri farveg á
allan hátt. Auðvitað þróast þetta
og við erum alveg ófeimin við
það.“
Hann segir að enginn vafi leiki á
því að afhending Edduverð-
launanna, sem nú eru veitt í fjórða
sinn og verður athöfnin í beinni út-
sendingu í Ríkissjónvarpinu frá
Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld,
marki hátíðisdag fyrir kvikmynda-
gerðarfólk. „Bæði er þetta
uppskeruhátíð þar sem menn taka
við verðlaunum fyrir þau verk,
sem vel eru unnin. Svo er þetta
nokkurs konar árshátíð í leiðinni.
Fólk fer í sparifötin og hittist í
leiðinni,“ segir Björn Brynjúlfur
Björnsson.
Edduverðlaunin verða
veitt á sunnudags-
kvöldið. Inga Rún
Sigurðardóttir ræddi
við Björn Brynjúlf
Björnsson um hátíðina
og stöðu kvikmynda-
gerðar á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn
ingarun@mbl.is
Björn Brynjúlfur kynnti tilnefningarnar til Edduverðlaunanna í síðustu viku.
Uppsveifla og gróska