Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 27 ÞAÐ er óhætt að segja að listalífið hafi blómstrað á Djúpavogi í október. Laugardagskvöldið 26. október frumsýndi Leikfélag Djúpavogs þrjá einþáttunga eftir Dario Fo og Franca Rame í leikstjórn Hallgríms Odds- sonar. Leikfélagið hefur ekki verið starfrækt í nær tuttugu ár og fannst unga fólkinu á staðnum tími til kom- inn að vekja það af værum blundi. Hátt í þrjátíu eru skráðir í félagið sem sýnir þann áhuga sem ríkir. Aðsókn var góð að sýningunni sem þótti tak- ast mjög vel. Sérstaka athygli vakti Árdís Ingvarsdóttir, en hún fór á kostum í hlutverki eiginkonu sem er haldið fanginni á heimili sínu. Árshátíð Grunnskóla Djúpavogs var svo haldin viku seinna. Nemendur og kennarar höfðu unnið í hálfan mánuð að því að setja upp Skilaboða- skjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlistin í leikritinu er eftir Jóhann G. Jóhannsson og sáu Berglind Ein- arsdóttir tónmenntakennari og Snæ- björn Sigurðsson um tónlistaræfing- ar. Nemendurnir tóku allir þátt Í Grunnskóla Djúpavogs eru 75 nemendur sem allir tóku þátt í sýn- ingunni á einn eða annan hátt. Nem- endurnir gátu valið um þrjá hópa; búningahönnun, sviðsmynd og leik- muni eða að leika og syngja. Í stærstu hópatriðunum voru um 50 nemendur á aldrinum sex til sextán ára saman á sviðinu. Þetta fyrirkomulag þótti tak- ast sérstaklega vel og voru bæði nem- endur og kennarar ánægðir með út- komuna. Sumir foreldrar voru svo snortnir af frammistöðu barnanna að þeir felldu tár. Kvöldið eftir árshátíð grunnskól- ans héldu Vísnavinir sína árlegu Sviðamessu í samvinnu við Hótel Framtíð. Vísnavinir voru stofnaðir fyrir fimm árum af hópi fólks á Djúpavogi sem hefur áhuga á öllu sem viðkemur menningu. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákom- um á þeim fimm árum sem félagið hefur verið starfandi. Má þar nefna Tyrkjakvöld, Suðrænt kvöld, jóla- skemmtanir, kvöldvökur með menn- ingarlegu ívafi og Reykjavíkurkvöld þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var heiðursgestur. Yfirskrift Sviðamessunnar í ár var Margt býr í þokunni sem kom kannski ekki mörgum á óvart þar sem þokan var tíður gestur á Djúpavogi síðastliðið sumar. Lesin voru ljóð og sögur um þokuna og tónlistarfólkið sá um að koma þokustemmningunni til skila. Að lokum var fluttur frumsam- inn „þokuleikþáttur“ sem endaði á því að þokuprinsessan losnaði úr álögum og allir lifðu hamingjusamir til ævi- loka. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hans og Gréta sungu Nammisönginn af mikilli innlifun. Leikfélagið vakið af værum blundi Djúpivogur VIKUNA 4.–8. nóvember er opin vika í Barnaskóla Vestmannaeyja. Foreldrum barna er boðið að koma í skólann og kynna sér skólastarfið og taka þátt í því. Opin vika í skól- anum á sér að baki langa hefð og mælist einstaklega vel fyrir hjá for- eldrum barna sem óspart nýta sér tækifærið og líta við á vinnustað barna sinna. Í opinni viku er í engu brugðið frá hefðbundinni kennslu eða stundaskrá. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Opin vika í barnaskólanum Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.