Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 27

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 27 ÞAÐ er óhætt að segja að listalífið hafi blómstrað á Djúpavogi í október. Laugardagskvöldið 26. október frumsýndi Leikfélag Djúpavogs þrjá einþáttunga eftir Dario Fo og Franca Rame í leikstjórn Hallgríms Odds- sonar. Leikfélagið hefur ekki verið starfrækt í nær tuttugu ár og fannst unga fólkinu á staðnum tími til kom- inn að vekja það af værum blundi. Hátt í þrjátíu eru skráðir í félagið sem sýnir þann áhuga sem ríkir. Aðsókn var góð að sýningunni sem þótti tak- ast mjög vel. Sérstaka athygli vakti Árdís Ingvarsdóttir, en hún fór á kostum í hlutverki eiginkonu sem er haldið fanginni á heimili sínu. Árshátíð Grunnskóla Djúpavogs var svo haldin viku seinna. Nemendur og kennarar höfðu unnið í hálfan mánuð að því að setja upp Skilaboða- skjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlistin í leikritinu er eftir Jóhann G. Jóhannsson og sáu Berglind Ein- arsdóttir tónmenntakennari og Snæ- björn Sigurðsson um tónlistaræfing- ar. Nemendurnir tóku allir þátt Í Grunnskóla Djúpavogs eru 75 nemendur sem allir tóku þátt í sýn- ingunni á einn eða annan hátt. Nem- endurnir gátu valið um þrjá hópa; búningahönnun, sviðsmynd og leik- muni eða að leika og syngja. Í stærstu hópatriðunum voru um 50 nemendur á aldrinum sex til sextán ára saman á sviðinu. Þetta fyrirkomulag þótti tak- ast sérstaklega vel og voru bæði nem- endur og kennarar ánægðir með út- komuna. Sumir foreldrar voru svo snortnir af frammistöðu barnanna að þeir felldu tár. Kvöldið eftir árshátíð grunnskól- ans héldu Vísnavinir sína árlegu Sviðamessu í samvinnu við Hótel Framtíð. Vísnavinir voru stofnaðir fyrir fimm árum af hópi fólks á Djúpavogi sem hefur áhuga á öllu sem viðkemur menningu. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákom- um á þeim fimm árum sem félagið hefur verið starfandi. Má þar nefna Tyrkjakvöld, Suðrænt kvöld, jóla- skemmtanir, kvöldvökur með menn- ingarlegu ívafi og Reykjavíkurkvöld þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var heiðursgestur. Yfirskrift Sviðamessunnar í ár var Margt býr í þokunni sem kom kannski ekki mörgum á óvart þar sem þokan var tíður gestur á Djúpavogi síðastliðið sumar. Lesin voru ljóð og sögur um þokuna og tónlistarfólkið sá um að koma þokustemmningunni til skila. Að lokum var fluttur frumsam- inn „þokuleikþáttur“ sem endaði á því að þokuprinsessan losnaði úr álögum og allir lifðu hamingjusamir til ævi- loka. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hans og Gréta sungu Nammisönginn af mikilli innlifun. Leikfélagið vakið af værum blundi Djúpivogur VIKUNA 4.–8. nóvember er opin vika í Barnaskóla Vestmannaeyja. Foreldrum barna er boðið að koma í skólann og kynna sér skólastarfið og taka þátt í því. Opin vika í skól- anum á sér að baki langa hefð og mælist einstaklega vel fyrir hjá for- eldrum barna sem óspart nýta sér tækifærið og líta við á vinnustað barna sinna. Í opinni viku er í engu brugðið frá hefðbundinni kennslu eða stundaskrá. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Opin vika í barnaskólanum Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.