Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TOPPUM FÆKKAÐ Á LSH Yfirmönnum á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi hefur fækkað um 65 að undanförnu vegna hagræðing- araðgerða. Forstjóri LSH segir að lengra verði ekki gengið í nið- urskurði án þess að þjónusta við sjúklinga versni. Milljarðar fjárfestir ytra Baugur ID hefur varið um helm- ingi hagnaðarins af sölu hlutar síns í Arcadia í fjárfestingar erlendis, eða um fjórum milljörðum. Í gær til- kynnti Baugur kaup á 4,54% hlut í House of Fraser í Bretlandi. Sammála um Íraksályktun Forsetar Frakklands og Banda- ríkjanna náðu í gær samkomulagi um ályktun, sem stefnir að því að af- vopna Saddam Íraksforseta. Vonazt er til að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykki ályktunina í dag. Meira tannfé frá ríkinu Endurgreiðslur tannvið- gerðakostnaðar hækka um allt að 22% um áramót samkvæmt nýjum samningi ríkisins og tannlækna. Út- gjöld ríkisins aukast um ríflega 100 milljónir vegna þessa. Skuldug sveitarfélög Skuldir sveitarfélaganna jukust á síðasta ári og eru nú 64 milljarðar, nærri jafnmiklar og allar skatt- tekjur þeirra. Samanlagður halli á rekstri sveitarfélaga var á níunda milljarð í fyrra. Gefi þjóðinni l istaverkin Þingmenn hvöttu í gær eigendur Landsbanka og Búnaðarbanka til að gefa þjóðinni listaverkasöfn bank- anna. Málið var rætt utan dagskrár á Alþingi. Fjórir í fangelsi Fjórir menn voru dæmdir í 1–3 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær fyrir að smygla 30 kíló- um af hassi til landsins innan í hús- gögnum í gámi. Umboðsmaður látinn bíða Í nærri fimmtungi tilfella tvö síð- astliðin ár hafa stjórnvöld tekið sér meira en þrjá mánuði til að svara er- indum umboðsmanns Alþingis. Um- boðsmaður hvetur stjórnvöld til að vera fljótari til. 2002  FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LÁRUS ORRI GEFUR ÁFRAM KOST Á SÉR Í LANDSLIÐIÐ / C3 FORRÁÐAMAÐUR norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, Tom Schelvan, staðfesti í gær í samtali við Morgunblaðið að Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson yrðu báðir í landsliðshópi Ís- lands sem mætir liði Eistlands í vináttulands- leik, 20. þessa mánaðar í Tallinn. Schelvan sagði að skeyti þess efnis hefði borist frá Knatt- spyrnusambandi Íslands, KSÍ, á dögunum. Tryggvi hefur ekki verið í landsliðshópi Íslands í undanförnum leikjum en fær nú tækifæri á ný hjá Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara. Tryggvi klæddist landsliðsbúningnum síðast í Bodö í Noregi í maí, er hann kom inná á 81. mín. í jafn- teflisleik gegn Noregi, 1:1. Hann hefur leikið 29 landsleiki og skorað átta mörk í þeim. Atli kallar á Tryggva NJARÐVÍKINGAR eiga von á bandarísk- um körfuknattleiks- manni um næstu helgi sem á að fylla skarð Pete Philo sem hefur komist að samkomu- lagi við liðið um að samningi við hann verði rift. Philo þarf að gangast undir að- gerð á hné á næstunni vegna meiðsla. Frið- rik Ragnarsson, þjálf- ari Íslandsmeistara- liðsins, sagði í gær að búið væri að komast að samkomulagi við bak- vörðinn G.J. Hunter sem er 31 árs og hefur komið víðar við á ferli sínum sem atvinnumað- ur í Evrópu. Að auki hefur Keflvíkingurinn Þorsteinn Húnfjörð til- kynnt félagaskipti í Njarðvík en Þorsteinn er hávaxinn og sterkur miðherji og sagði Frið- rik það happafeng að fá slíkan leikmann upp í hendurnar. Þórður hefur verið úti í kuld-anum með landsliðinu í meira en eitt ár. Hann lék síðast með því á Möltu í aprílmánuði 2001 og skor- aði fjórða markið í 4:1 sigri Íslend- nga eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann var í landsliðs- hópnum í næstu tveimur leikjum þar á eftir, gegn Möltu og Búlg- aríu, sem báðir fóru fram hér á andi í júní 2001, sat á varamanna- bekknum en kom ekkert við sögu í þeim leikjum. Þórður lýsti opinber- ega yfir ónægju sinni með því að vera ekki í byrjunarliðinu í um- ræddum leikjum og síðan hefur Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, ekki séð ástæðu til að velja hann fyrr en nú. Þórður, sem hefur leikið mjög vel með Bochum á leiktíðinni, á að baki 42 leiki með íslenska landslið- nu og í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk. Þeir bræður hafa ekki verið sam- an í leikmannahópi síðan þeir léku með Genk í Belgíu fyrir fjórum ár- um. Þess má geta til gamans að þrír bræður hafa áður verið í lands- liðshópi Íslands og léku þá saman gegn áhugamannalandsliði Eng- lands í Wimbledon 1963, 0:4. Það eru þeir Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir, gamalkunnir leikmenn KR-liðsins. Heimasíða Stokes greinir frá því í gær að Pétur Hafliði Marteinsson hafi eins og Bjarni Guðjónsson ver- ið valinn í íslenska landsliðshópinn en ekki Brynjar Björn Gunnarsson. Brann hefur ekki fagnað sigri í deildinni frá því árið 1963 og síðasti titill liðsins var árið 1982 í bik- arkeppninni. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi fyrir Brann sem dregur á eftir sér skuldahala sem nemur um 770 milljónum ísl. kr., en með sigrinum er talið að tekjur liðsins verði um 100–200 milljónum meiri en ef liðið hefði fallið í 1. deild. MIKLU fargi var létt af stuðnings- mönnum norska úrvalsdeildarliðs- ins Brann á miðvikudag er liðið bar sigurorð af Sandefjord, 2:1, í síðari leik liðanna um laust sæti í úrvals- deild að ári. Um 11 þúsund stuðn- ingsmenn Brann fögnuðu langt fram eftir kvöldi líkt og liðið hefði unnið meistaratitil, og í lok leiks var heljarmikil flugeldasýning á heimavelli liðsins. Þess má geta að Nokkur óvissa hefur verið um framtíð Teits Þórðarsonar, þjálfara Brann, en Ivar Hanestad, stjórn- arformaður Brann og maðurinn sem réð Teit til starfsins, segir við Bergens Tidende að Teitur sé ekki syndaselurinn á leiktíðinni. „Við seljum þrjá af lykilleikmönnum liðsins í upphafi tímabilsins og þeir sem komu í staðinn eru ekki sama gæðaflokki og ekki við Teit að sak- ast,“ segir Hanestad og lofar því að Teitur verði áfram þjálfari liðsins til ársins 2004. Margir leikmenn liðsins hafa sagt að Teitur sé rétti maðurinn í starfið en styrkja þurfi liðið í vörn sem sókn ætli liðið sér stærri hluti. Aftenposten hrósar Teiti fyrir að hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri og aðeins einn „aðkomumaður“ hafi skilað sínu, Ármann Smári Björnsson. Teitur Þórðarson fagnar eftir að Brann hafði lagt Sandefjord að velli á miðvikudagskvöldið í Berg- en, 2:1, og tryggt áframhaldandi sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni. Sjá viðtal við Teit á C4. „Teitur er ekki syndaselurinn“ Philo fer frá Njarðvíkingum Friðrik Ragnarsson Þórður, Bjarni og Jóhannes í landsliðinu ÞÓRÐUR Guðjónsson, leik- maður þýska úrvalsdeildarliðs- ns Bochum, er í íslenska lands- iðshópnum í knattspyrnu sem mætir Eistum í vináttulandsleik í Tallin í Eistlandi 20. þessa mánaðar ásamt bræðrum sín- um, Bjarna og Jóhanni Karli. F Ö S T U D A G U R 8 . N Ó V E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  ÞRJÚ SEM SÖÐLUÐU UM/2  VERSACE – TÍSKUNNI SÓMI SÝND- UR/2  KYNNTUST Á BÆJARINS BESTU/6  JÓGA OG ÍÞRÓTTIR – EFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 HÖRÐ viðbrögðhafa verið víðaum heim eftir að bandarísk heilbrigðis- yfirvöld ákváðu að stöðva hluta af viðamikilli bandarískri rannsókn (WHI The Women’s Health Initiative), á hormónanotkun kvenna á breytingaskeiði. Við- brögð í Bandaríkjunum eru sérstaklega hörð, þar sem svo virðist sem þar hafi hormón verið meira notuð í forvarnarskyni en víða annarsstaðar. Í flest- um öðrum löndum hafa ráðleggingar verið end- urskoðaðar og mælt með að dregið verði úr lang- tímanotkun. Á Íslandi hefur horm- ónanotkun verið svipuð og í öðrum vestrænum löndum. Rannsókn sem gerð var á gögnum Leit- arstöðvar Krabbameins- félags Íslands árið 1996, sýnir að það ár tók rúm- lega helmingur allra kvenna eldri en 50 ára, sem þangað leituðu, hormón á breytinga- skeiði. Flestar tóku hormón í 1–2 ár en innan við þriðjungur þeirra, sem höfðu byrjað, eða um 15% af öllum konunum, tóku hormón lengur en í fimm ár. Samkvæmt eldri könn- un á gögnum Leitar- stöðvarinnar var hlutfall 50–55 ára kvenna sem tóku hormón 9% árið 1986 en 50% árið 1995. Einnig var kannað hvort langtímanotkun hormóna hefði aukist og kom í ljós að hlutfall kvenna eldri en 60 ára sem tóku horm- ón í fimm ár eða lengur var 13% á árunum1979 til 1989 og 32% á árunum 1994 til 1995. Ekki eru til nýrri tölur um hormónameðferð kvenna á breytingaskeiði en frá árinu 1996. Í vor stendur til að taka saman nýjar upplýsingar. Konur á krossgötum 4 Hormónar á breytingaskeiði SÍÐUSTU áratugina hefur norræn skart- gripagerð verið að þróast úr tiltölulega hefð- bundinni og íhaldssamri formgerð í framsækna samtímalist. Hina nýju skartgripatísku getur að líta á sýningunni Norræni skartgripaþríæring- urinn í Hafnarborg í Hafnarfirði. Norrænt skart 6 „Daggarslæða“, hálsfesti úr skeljum, næloni og plexígleri eftir Mette Saabye frá Danmörku og „Incognito“-næla fyrir þá sem vilja fara huldu höfði. Nælan er úr viði, striga, málningu og silfri og er eft- ir Eistann Piret Hirv. Daggarslæða og næla fyrir þá sem vilja fara huldu höfði Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 47/51 Viðskipti 14/15 Staksteinar 54 Erlent 16/20 Bréf 56 Höfuðborgin 22 Skák 57 Akureyri 24/25 Dagbók 58/59 Suðurnes 26 Brids 59 Landið 27 Leikhús 60 Listir 28/30 Fólk 61/65 Umræðan 31/46 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Viðhorf 38 Veður 67 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir kynn- ingarblað um Edduverðlaunin 2002. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. ÞAÐ var engu líkara en heill fjallgarður væri við að steypast í Fagradalsfjöru, austan við Vík í Mýrdal í gærmorgun, svo tignarlegur var brimgarðurinn. Stíft norðanrokið reif í öldutoppana og feykti þeim á haf út sem gerði boðaföllin enn tilkomumeiri að sjá. Hver af annarri náðu öldurnar landi og brotnuðu á svörtum sandinum. Það var eins gott að vera ekki á ferð í fjörunni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Líkt og fjallgarðar nálgist land ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað á Þórð Guðjónsson, leikmann með Bochum í Þýskalandi, í landsliðshóp sinn sem leikur gegn Eistlandi í Tallinn 20. nóvember. Þórður hittir fyrir í hópnum bræður sína Bjarna og Jó- hannes Karl sem léku saman tvo síð- ustu landsleiki Íslands – gegn Skot- landi og Litháen. Þeir bræður léku síðast saman með belgíska liðinu Genk fyrir þremur árum og urðu Belgíumeistarar. Það eru 39 ár síð- an þrír bræður léku saman í lands- liði. Gunnar, Bjarni og Hörður Fel- ixsynir, sem eru hér saman á myndinni í landsliðsbúningnum, léku saman gegn Ólympíuliði Eng- lands í Wimbledon 1963. Gunnar er forstjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar, Bjarni er íþróttafréttamað- ur hjá RÚV og Hörður var um árabil skrifstofustjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar en hefur látið af störfum vegna aldurs. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að það væri aðallega tvennt sem hann myndi eftir í tengslum við þennan leik. „Ég man að það var mjög mikill hliðarhalli á vellinum og svo að einn leikmanna Englands brotnaði í leiknum. Annað er nú svo sem ekki minnisstætt,“ sagði Gunnar. „Þetta var rótburst“ Spurður um hvernig leikurinn hefði endað sagðist hann ekki muna það nákvæmlega en Englendingar hefðu unnið. „Talaðu við Bjarna bróður um þetta, hann man allt um fótbolta,“ sagði Gunnar. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá Bjarna. „Þetta var rót- burst. Við spiluðum tvo leiki með viku millibili, töpuðum fyrst hér heima 6:0 og svo 4:0 úti, stóðum okk- ur sem sagt betur þar. Það brotnaði einn leikmanna Englendinga og annar var síðan rekinn út af þannig að við vorum tveimur fleiri. Hörður bróðir sagði alltaf að þetta hefði verið í fínu lagi hjá okkur á meðan þeir voru ellefu en síðan hefði allt farið í vitleysu,“ sagði Bjarni. Þess má geta að fimm KR-ingar auk þeirra bræðra léku í Wimbledon. Bjarni bætti því við að þeir bræð- ur hefðu sett heimsmet með þessum leik. „Við vorum í nokkur ár í heims- metabók Guinness, slógum met Nor- dal-bræðranna sænsku en þeir voru þrír í sama leiknum. Einn þeirra kom inn á sem varamaður fyrir ann- an bróðurinn þannig að við bættum metið. Síðan bættu einhverjir afr- ískir bræður metið,“ sagði Bjarni. Bræðurnir Gunnar, Bjarni og Hörður Felixsynir í landsliðsbúningnum fyr- ir leikinn í Wimbledon 1963 þar sem þeir komust í heimsmetabók Guinness. Bjarni, Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir valdir í landsliðshópinn Síðast voru þrír bræður í lands- liðinu árið 1963  Þórður/C1 PÉTUR Henry Petersen, sameindalíffræðingur og doktorsnemi við Yale-háskólann í Bandaríkj- unum fékk nýlega birta grein í hinu virta vís- indatímariti Nature, þar sem hann fjallar um rannsóknir sínar, sem gætu hugsanlega nýst læknavísindunum í baráttunni við ýmsa tauga- hrörnunarsjúkdóma s.s. Parkinsonsveiki og Alz- heimer. Rannsóknirnar vinnur Pétur í samstarfi við leiðbeinanda sinn dr. Weimin Zhong, pró- fessor í sameindalíffræði. Þeir fást einkum við rannsóknir á ósymmetrískri frumuskiptingu sem er lýsing á því þegar fruma skiptir sér og myndar tvær mismunandi frumur. Sjónum sín- um beina þeir sérstaklega að svonefndu Numb- prótíni sem er staðsett öðrum megin í ákveðnum frumum áður en þær skipta sér. „Þetta veldur því að dótturfrumurnar velja sér ákveðin og mismunandi starfshlutverk og þannig höfum við sérstakan áhuga á því hvernig taugamóðurfrumur skipta sér og mynda tvær frumur, þar sem önnur verður að taugafrumu á meðan hin heldur áfram að vera móðurfruma og endurtekur leikinn,“ segir Pétur. „Meginverkefni mitt er að rannsaka hlutverk Numb-prótínsins í þessu ferli. Dr. Zhong hefur áður sýnt fram á það að Numb-prótínið er í þeim hluta taugamóður- frumna sem heldur móðurfrumuhlutverk- inu eftir frumuskipt- ingu, og núna höfum við sýnt fram á að ef Numb-prótínið er fjar- lægt úr taugamóður- frumum meðan þrosk- un taugakerfisins á sér stað, fækkar móð- urfrumunum á sama tíma og í upphafi þeg- ar fleiri taugafrumur eru að myndast. Þetta bendir eindregið til þess að Numb-prótín- ið hafi lykilhlutverki að gegna í því að viðhalda móðurfrumunum sem slíkum. Það hefur svo þýðingu í líffræði þessara frumna sem eru rannsakaðar mikið t.d. í tengslum við mögulegar lækningar á ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum, en gefur einnig innsýn í þroskun og þróun mannsheilans.“ Pétur og dr. Zhong nota tilraunamýs í rann- sóknum sínum en þeim er stillt upp sem líkani fyrir spendýr, þá einkum menn. Pétur segir að þrátt fyrir byltingu á sviði erfðafræðinnar sé hlutverk margra gena enn óþekkt og því sé það oft eitt af fyrstu skrefunum í að rannsaka hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að eyða þeim úr erfðamengi músarinnar. „Oftar en ekki hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fóstur- þroska músarinnar og þá er brugðið á það ráð að eyða einungis geninu í ákveðnum frumum eða vefjum. Í okkar dæmi sóttumst við t.d. eftir því að eyða Numb-geninu úr taugamóðurfrumum snemma í fósturþroska. Kostir þessarar aðferð- ar eru m.a. þeir að þá er unnt með nokkurri vissu að staðhæfa að þeir gallar sem fram koma, s.s. frumudauði eða krabbamein, séu orsakaðir af tapi þessa ákveðna gens síður en vegna þess hve fósturþroski var almennt mislukkaður þegar geninu var eytt alstaðar.“ Pétur lauk B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1996. Pétur og dr. Zhong sendu grein sína til Nature í vor og var hún loks tekin til birt- ingar nú í haust. Hann viðurkennir að því fylgi talsverð upphefð en annars sé áfanginn fyrst og fremst viðurkenning á rannsóknum þeirra Zhong. Íslenskur doktorsnemi við Yale-háskólann fær vísindagrein birta í Nature Innsýn í mannsheilann með tilraunum á músum Pétur Henry Pet- ersen sameinda- líffræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.