Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Í einum grænum eru ljúffengar ostasósur,
sem eru tilvaldar með öllum mat, heitar eða
kaldar.
Ostasósur í einum grænum
NÝR samskiptasamningur Tryggingastofnunar
ríkisins (TR) og Tannlæknafélags Íslands felur í
sér að endurgreiðslur þeirra sem eiga rétt á
þeim hækka um allt að 22% frá næstu áramót-
um, þegar ný gjaldskrá heilbrigðisráðherra tek-
ur gildi. Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslum frá
TR vegna kostnaðar við tannlækningar eru fyrst
og fremst börn og ungmenni yngri en 18 ára og
lífeyrisþegar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er
áætlað að kostnaðarauki ríkisins vegna þessa
nemi á annað hundrað milljónum kr. á ári en
heildarútgjöld TR vegna tannlækninga eru áætl-
uð um einn milljarður kr. á þessu ári.
Samningurinn kveður einnig á um að verð-
lagning fyrir unnin verk tannlækna sé frjáls og
ber þeim jafnframt að hafa liggjandi frammi út-
drátt með helstu atriðum gjaldskrár sinnar.
Verðlagning tannlækna hefur verið frjáls frá því
slitnaði upp úr samningum TR og Tannlækna-
félagsins fyrir fjórum árum en enginn samningur
hefur verið í gildi á milli stofnunarinnar og tann-
lækna frá 1998.
Endurgreiðslurnar hækka misjafnlega mikið
eftir gjaldskrárliðum. Í samkomulaginu er gert
ráð fyrir tvenns konar uppgjörsaðferðum vegna
kostnaðar við þjónustu tannlækna. annars vegar
að tannlæknir innheimti heildargreiðslu fyrir
unnið verk af sjúklingi, sem sæki hana síðan til
Tryggingastofnunar, eigi hann rétt á endur-
greiðslu. Hins vegar er gert ráð fyrir að tann-
læknir bjóði sjúklingi upp á að greiða sinn hluta,
en sæki sjálfur endurgreiðsluhluta sjúklingsins
til TR.
Samskiptasamningurinn gerir einnig ráð fyrir
að starfandi verði sérstök samstarfsnefnd á veg-
um samningsaðila þar sem sitji sex fulltrúar, þrír
frá hvorum, og er hlutverk samstarfsnefndarinn-
ar að fjalla um öll þau mál er varða samskipti
Tryggingastofnunar ríkisins, einstaklinganna
sem í hlut eiga og tannlækna.
Greiðslur vegna tann-
lækninga hækka um 22%
Útgjöld TR talin aukast um
á annað hundrað milljónir
RJÚPNAVEIÐIN í haust hefur ver-
ið mjög léleg þrátt fyrir sæmilega
byrjun hjá sumum veiðimönnum
fyrstu dagana á veiðitímabilinu.
Heyrst hefur að á gjöfulum svæðum
á Vestur- og Norðurlandi sé mjög
lítið að hafa. Þá hefur frést af veiði-
mönnum sem hafa mátt þramma
daglangt um veiðisvæðin án þess að
ná fugli. Vegna gríðarlegrar ásókn-
ar í Holtavörðuheiðina, vegna frið-
unar á Hellisheiði, Reykjanesskaga
og í Henglinum, er þar sömuleiðis
lítið að hafa.
Dauft á
rjúpunni
Morgunblaðið/Sverrir
ÞRÁTT fyrir erfiða fjárhagsstöðu
Raufarhafnarhrepps segjast marg-
ir íbúar vera ánægðir á staðnum og
vilja vera þar, hafi þeir trygga
vinnu. Svo er þó ekki með alla. Íbú-
um hefur fækkað um meira en 100
á tveimur árum og nokkrir þorps-
búanna segjast vera á förum.
Blaðamaður Morgunblaðsins fór
til Raufarhafnar í gær og ræddi við
Raufarhafnarbúa í framhaldi frétta
af erfiðleikum í fjármálum Rauf-
arhafnarhrepps.
Margrét Vilhjálmsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jökuls ehf., segir það
gefa augaleið að þegar bæjarfélag
sé rekið með halla ár eftir ár komi
að því að peningarnir klárist. „En
það er ekki annað inni í myndinni
en að bjarga málunum,“ segir hún.
„Og það ætti að vera hægt með
smáaðhaldi í einhvern tíma; reynd-
ar er vitað mál að það verður erfitt
í fyrstu en fólk ætlar ekki að gefast
upp. Við erum ekki mjög skuldsett
sveitarfélag á íslenska vísu og ef
rekstrinum verður stýrt eftir
tekjum ætti þetta ekki að verða
neitt vandamál næstu árin,“ bætir
hún við.
„Fer ekki lengra en
hérna út í garðinn“
Guðmundur Valur Einarsson,
starfsmaður Jökuls, hefur búið alla
sína tíð á Raufarhöfn. Hann segist
vera ánægður og ekki komi til mála
að flytja burt. „...ég fer ekki lengra
en hérna út í garðinn,“ segir hann
við blaðamann í kaffistofu Jökuls,
og bendir yfir höfnina í átt að
kirkjugarðinum.
„Eftir því sem maður heyrir er
allt á hausnum en ég get svo sem
ekkert fullyrt um það. En ég segi að
þetta hafi allt saman byrjað þegar
kvótakerfið var sett á,“ segir Einar
Jóhannesson, starfsmaður hjá SR-
mjöli. „Þegar kvóti fer af svona
stað kemur ekkert í staðinn. Þá er
svona staður búinn að vera,“ segir
hann.
„Og húskofarnir eru verðlausir,“
segir Gestur Þorsteinsson, vinnu-
félagi Einars, en hann hefur ákveð-
ið að flytja til Suðurnesja. „Já, hér
hefur orðið fólksfækkun og hún á
eftir að verða meiri,“ segir Gestur.
Bergur Þórðarson myndlist-
armaður og kennari fluttist til
Raufarhafnar fyrir rúmu ári ásamt
eiginkonu og dóttur. Hann segir
yndislegt að búa á Raufarhöfn.
„Hér fær maður frið til að vinna og
skólastarfið hefur gengið mjög
vel.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Strákar og stelpur koma saman einu sinni í viku á fótboltaæfingu á Raufarhöfn. Slík æfing var í gær.
Raufarhafnarbúar
ætla ekki að gefast upp
Bjartsýni/34–35
ÁKVÖRÐUN bandarískra heil-
brigðisyfirvalda um að stöðva hluta
af viðamikilli rannsókn á heilsufari
kvenna á breytingaskeiði virðist
hafa vakið ugg meðal kvenna hér á
landi. Rannsóknin var stöðvuð eftir
að í ljós kom að neikvæð áhrif voru
meiri en jákvæð af samfelldri, sam-
settri hormónameðferð við hjarta-
og æðasjúkdómum, heilaáföllum og
brjóstakrabbameini. Íslenskir
kvensjúkdómalæknar eru sammála
um að ekki sé ástæða til að grípa
til afgerandi aðgerða og banna
hormónameðferðir en að ástæða sé
til að endurskoða lengd meðferð-
arinnar. Bent er á að flestar konur
taki hormón vegna erfiðra ein-
kenna og fylgikvilla á breytinga-
skeiði en ekki til að vinna gegn
öldrun eða viðhalda eilífum æsku-
blóma.
Konur
uggandi
Hormónameðferð
Konur á krossgötum/B4
HÆSTIRÉTTUR ómerkti í
gær sýknudóm Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir manni sem
handtekinn var vegna gruns
um ölvunarakstur á Vestur-
landsvegi fyrir um ári. Maður-
inn sagðist ekki hafa verið ölv-
aður við aksturinn heldur hefði
hann drukkið úr fernu með
áfengisblönduðum sveskju-
graut eftir að lögregla handtók
hann
Lögreglumennirnir sem
handtóku manninn sögðu að
ekki hefði farið milli mála að
maðurinn var ölvaður, af hon-
um var áfengislykt, framburð-
ur hans ruglingslegur, málfar
óskýrt og sjáöldur útvíkkuð.
Skemmdi þvagsýni
Manninum tókst að skemma
þvagsýni með því að stinga sýn-
isglasinu ofan í klósettskálina
en niðurstöður blóðrannsóknar
sýndu að áfengi í blóði hans var
2,23 prómill. Ekkert sýni var
tekið af sveskjugrautnum.
Héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að ekkert
hefði komið fram sem útilokaði
að sveskjugrauturinn hefði ver-
ið blandaður með áfengi og
ekkert í málinu gerði það að
verkum að hafna yrði fram-
burði mannsins að hann hefði
drukkið áfengi úr fernunni eftir
að hann var handtekinn. Var
maðurinn því sýknaður.
Hæstiréttur kemst á hinn
bóginn að þeirri niðurstöðu að
slíkar líkur séu á að mat hér-
aðsdómara á sönnunargildi
framburðar fyrir dómi og öðr-
um sönnunargögnum sé rangt,
að óhjákvæmilegt sé að
ómerkja dóminn og vísa honum
á ný til héraðsdóms.
Kvaðst
hafa
drukkið
áfengan
graut
♦ ♦ ♦
13 ÁRA gömul stúlka, sem ekið var á
á Vesturlandsvegi í fyrrakvöld, liggur
þungt haldin á gjörgæsludeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss. Stúlkan
hefur gengist undir skurðaðgerðir en
hún hlaut alvarlega höfuðáverka við
slysið og er henni haldið sofandi í önd-
unarvél.
Tíu ára gömul stúlka, sem varð fyr-
ir bifreið á gatnamótum Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar á þriðju-
dag, er á batavegi, að sögn
vakthafandi læknis á gjörgæsludeild.
Stúlkunni
haldið sofandi
í öndunarvél