Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 31 EINAR Oddur, vinur minn og samherji í flestum málum um margra ára skeið, skrifar (að mínu viti) afspyrnuvonda grein í Morg- unblaðið í gær. Þar skiptir hann þjóðinni upp í tvo hópa eftir við- horfum til virkjunar við Norð- lingaöldu: Annars vegar eru svalir skynsemdarmenn, sem umhugað er að bæta kjör þjóðarinnar með hagkvæmustu og arðsömustu virkjun landsins á þessum tíma- punkti, hins vegar eru þeir sem skella skolleyrum við öllum rökum um hagkvæmni og svara með því að syngja fullum hálsi „Ísland ögr- um skorið“. Nú get ég í sjálfu sér verið sam- mála Einari Oddi um að það sé lítt heppilegt innlegg í umræður af þessu tagi að pakka skoðunum sín- um inn í þjóðfánann og gefa í skyn að andstæðingarnir séu vondir, eða a.m.k. verri Íslendingar, en þeir, sem elska landið, þar með taldar urðir þess og grjót. En mál- ið snýst bara að mínu viti ekki um þetta. Fyrir 30 árum urðu miklar deilur um virkjanir á þessu svæði og stóðu árum, ef ekki áratugum, saman. Íslendingar voru þá að uppgötva hálendið, búsvæði þess og lífríki, þar sem Þjórsárver reyndust einstakur staður á jarð- kringlunni. Náttúruverndarmenn og virkjunarmenn tókust á um nytjar þessa svæðis. Þeim slag lyktaði með samkomulagi um af- mörkun Þjórsárvera og friðun. Það samkomulag var innsiglað með með því að fella það inn í alþjóð- legan sáttmála, svonefnt Ramsar- samkomulag og með því fallist á alþjóðlegt eftirlit með efndum samkomulagsins. Síðan hafa um- fangsmiklar og nákvæmar vísinda- rannsóknir verið stundaðar á þessu svæði og allir þeir vísinda- menn, sem þar hafa komið að mál- um, rennt traustari stoðum undir það, að ekki sé gengið frekar á landið. Einnig hafa Íslendingar síðan gerst aðilar að alþjóðlegum sáttmálum sem kveða enn fastar á um nauðsyn þess að vernda lífríkið og að vafa megi ekki alltaf túlka framkvæmdagleði mannsins í vil. Við Einar höfum löngum verið sammála um að vilja ríkisbáknin burt. Landsvirkjun er eitt slíkt ríki í ríkinu, sem hefur löngum valtað yfir allt og alla, ýmist með ofríki eða fagurgala. Hún hefur komist upp með það að raforku- verð til stóriðju sé álitið ríkis- leyndarmál og meðan svo er ástatt er lítið gefandi fyrir fullyrðingar hennar um arðsemi einstakra framkvæmda. Að auki er henni fal- ið land og fallvötn til umráða ókeypis og ofaná bætist ríkis- ábyrgð og Reykjavíkurborgar. Öll áhætta þessa fyrirtækis hvílir á þjóðinni og forráðamenn þess bera ekki ábyrgð á einu né neinu, held- ur geta velt mistökum sínum og misgerðum yfir í almennt raforku- verð til heimila og smærri atvinnu- reksturs, ef ekki beint á skatt- og útsvarsgreiðendur. Á undanförnum árum hafa landsmenn verið að ranka við sér um margvíslegt gildi lands til ann- ars en beinnar arðsemi. Þjóðgörð- um, frið- og griðlöndum hefur ver- ið komið á með lögum, þar sem landsmenn og aðrir jarðarbúar eiga þess kost að hlaða sínar raf- hlöður í snertingu við annars ósnortna náttúru. Ef Landsvirkjun á hins vegar að fá að vaða inn á þessi friðlönd, hvenær sem hún fær augastað á hagkvæmum virkj- unarkostum innan þeirra, er öll sú náttúruvernd bara marklaust hjal, og lög hana varðandi ætti þá alltaf að setja með þeim fyrirvara „ … nema/eða þar til Landsvirkjun ákveður annað“. Því vil ég ekki gefa Landsvirkjun eftir tommu af Þjórsárverum. Málið snýst um hvort orð skuli standa eða ekki. Hvort náttúruvernd skuli standa á eigin rökum eða ekki. Að lokum vil ég benda vini mín- um Einari Oddi á það, að til munu vera áætlanir um hagkvæma virkj- un Gullfoss og meira að segja varaáætlanir sem sýna enn fram á hagkvæmni þótt fossinum væri hleypt á yfir háferðamannavertíð- ina. Slíkar áætlanir eru aldrei ræddar heldur fara beint í rusla- körfuna, þar sem þær eiga heima. Þær fengjust ekki einu sinni rædd- ar þótt sýnt væri fram á, að þær væru eina leiðin til að stækka ál- ver eða stofna nýtt, eða t.d. eina leiðin sem menn sæju til að standa undir atvinnulífi og byggð í næsta nágrenni fossins, Árnessýslu. Ég er ekki á móti stækkun álvers í Norðvesturkjördæmi. Til þess þurfa menn bara að finna annan kost en svíkja gerð samkomulög og sneiða af Þjórsárverum. Að lokum vil ég óska Einari vini mínum alls velfarnaðar í afdrifa- ríkri prófkjörsbaráttu í hinu nýja Norðvesturkjördæmi. Hans hrjúfa rödd þarf að hljóma áfram á þingi eins og í vísunni stendur, sem mér barst nýlega til eyrna: Íhaldið missir allan brodd og svo þjóðin trúna, ef það glutrar Einari Odd’ út af þingi núna. Gullfoss er líka hag- kvæmur virkjunarkostur Eftir Ólaf Hannibalsson „Því vil ég ekki gefa Lands- virkjun eftir tommu af Þjórsárverum. Málið snýst um hvort orð skuli standa eða ekki.“ Höfundur er blaðamaður. EITT af þeim málum sem voru til umræðu í bæjarráði Garða- bæjar sl. þriðjudag voru málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Undir þeim lið lagði bæjarstjóri fram bréf sem hann hafði ritað til stjórnar Orkuveitunnar þar sem farið var fram á hugsanleg kaup Orkuveitunar á 0,47% hlut Garða- bæjar í fyrirtækinu en töluverðar umræður hafa farið fram á vett- vangi bæjarstjórnar um skuldbind- ingar OR. Bréf bæjarstóra var rit- að með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Garðabæjar. Einar Sveinbjörnsson lagði fram bókun á fundinum þar sem hann á einstaklega smekklausan og ómak- legan hátt réðst á bæjarstjórann, gagnrýndi stjórnsýslu hans og lýsti bréfið „marklaust plagg“. Bréfið var ekki marklausara plagg en það að stjórn Orkuveit- unnar tók undir hugmyndina og samþykkti að leggja til við eig- endafund í Orkuveitunni að kaupa hlut Garðbæinga sem metinn hef- ur verið á tæplega 190 m.kr. Vinnubrögð bæjarstjórans eru fullkomlega eðlileg og í samræmi við góða stjórnsýslu. Mér er ekki kunnugt um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Framsóknar- heimilinu í Garðabæ en hjá meiri- hluta sjálfstæðismanna er náið samráð og samvinna. Að sjálf- sögðu var bréf bæjarstjóra sent með vitund og vilja formanns bæj- arráðs og forseta bæjarstjórnar. Þó svo hefði ekki verið er ekkert athugavert þótt bæjarstjóri skrifi bréf og hreyfi við málum með þeim fyrirvörum að málin eigi eftir að ræða í bæjarstjórn því þar eru hinar endanlegu ákvarðanir tekn- ar. Í tengslum við hugsanlega sölu á eignarhlut Garðabæjar í OR er ástæða til að rifja forsögu málsins upp. Um árabil hélt Garðabær fram því sjónarmiði að ekki væri eðlilegt að OR greiddi arð til Reykjavíkurborgar af þjónustu sem fyrirtækið veitti í öðrum sveitarfélögum. Í ljósi þess taldi Garðabær sig eiga inni uppsafn- aðan arð í Orkuveitunni. Þetta álitamál var leyst með samningi fyrir ári. Í staðinn fyrir að Garða- bær fengi uppsafnaðan arð greidd- an, líkt og sveitarfélagið gerði kröfur um, eignaðist sveitarfélagið 0,47% í OR. Frá upphafi var ljóst að sveitarfélagið hafði áhuga á að selja þennan litla eignarhluta við fyrsta tækifæri. Það hefur alltaf verið sjónarmið meirihlutans í Garðabæ að það þjónaði hagsmun- um Garðbæinga betur að fá arðinn í OR greiddan út. Þannig getur hann nýst best til hinna fjölmörgu verkefna sem framundan eru í ört vaxandi bæjarfélagi. Áhrifalaus 0,47 % eignarhlutur í fyrirtæki úti í bæ getur ekki verið eftirsókn- arverður. Hagsmunir Garðbæinga varðandi kaup á heitu vatni eru sérstaklega tryggðir með sérstök- um samningi við OR sem hefur einkarétt á þeirri starfsemi í bæj- arfélaginu gegn því að Garðbæing- ar njóti ávallt sömu þjónustu og kjara og Reykvíkingar. Salan á 0,47% eignarhlut hefur engin áhrif á þá þjónustu. Ámælisvert er að bæjarfulltrúinn Einar Svein- björnsson hleypur með málið með gífuryrðum um bæjarstjórann í fjölmiðla að því er virðist í þeim eina tilgangi að gera málið tor- tryggilegt. Eðlilegra hefði verið að bæjarfulltrúinn fagnaði því að nú loks virðist það mál vera að leys- ast að Garðbæingar fái greiddan út þann arð sem hafði safnast upp í OR árum saman. Eðlilegt að Garðabær selji eignarhlutann Eftir Erling Ásgeirsson Höfundur er formaður bæjarráðs í Garðabæ. „Garðbæ- ingar fái greiddan út þann arð sem hafði safnast upp í OR árum saman.“ Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Hjartavernd Vinningar í Happdrætti Hjartaverndar Útdráttur 6. nóvember, 2002 Vinningar féllu þannig: 1-3. Skemmtisigling í Karabíska hafinu fyrir tvo, hver á kr. 500.000 nr. 13894, 18458, 48683 4-5. Ferð til Malasíu fyrir tvo, hver á kr. 350.000 nr. 55739, 65128 6-15. Sólarlandaferð fyrir fjölskylduna, hver á kr. 300.000 nr. 1204, 5353, 11089, 19361, 20443, 24798, 38925, 44427, 64041, 87280 16-30. Sólarlandaferð fyrir fjölskylduna, hver á kr. 200.000 nr. 7925, 8797, 15014, 15557, 16254, 23768, 33448, 42586, 50088, 53805, 67075, 71664, 75527, 79292, 82478 31-40. Skíðaferð til Ítalíu, hver á kr. 180.000 nr. 2987, 4744, 13642, 27903, 34405, 44643, 51659, 65209, 76073, 89378 41-50 Golfferð, hver á kr. 180.000 nr. 16811, 17606, 18500, 28082, 30982, 31017, 56809, 75363, 76884, 84211 51-65 Borgarferð með leiguflugi, hver á kr. 100.000 nr. 5689, 6835,16994, 23274, 26573, 32413, 32604,32658, 33643, 42270, 56111, 71821, 73825, 81119, 86224, 66- 85 Ferðavinningur að eigin vali, hver á kr. 100.000 nr. 863, 3167, 11393, 17068, 17679, 20207, 22391, 22914, 29135, 30582, 38923,42205, 46123, 46187, 48042, 52350, 56012, 73328, 85445, 88255 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Holtasmára 1, 201 Kópavogi Þökkum veittan stuðning HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 Samkvæmisfatnaður Kynning 8.-16. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.