Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 31
EINAR Oddur, vinur minn og
samherji í flestum málum um
margra ára skeið, skrifar (að mínu
viti) afspyrnuvonda grein í Morg-
unblaðið í gær. Þar skiptir hann
þjóðinni upp í tvo hópa eftir við-
horfum til virkjunar við Norð-
lingaöldu: Annars vegar eru svalir
skynsemdarmenn, sem umhugað
er að bæta kjör þjóðarinnar með
hagkvæmustu og arðsömustu
virkjun landsins á þessum tíma-
punkti, hins vegar eru þeir sem
skella skolleyrum við öllum rökum
um hagkvæmni og svara með því
að syngja fullum hálsi „Ísland ögr-
um skorið“.
Nú get ég í sjálfu sér verið sam-
mála Einari Oddi um að það sé lítt
heppilegt innlegg í umræður af
þessu tagi að pakka skoðunum sín-
um inn í þjóðfánann og gefa í skyn
að andstæðingarnir séu vondir,
eða a.m.k. verri Íslendingar, en
þeir, sem elska landið, þar með
taldar urðir þess og grjót. En mál-
ið snýst bara að mínu viti ekki um
þetta. Fyrir 30 árum urðu miklar
deilur um virkjanir á þessu svæði
og stóðu árum, ef ekki áratugum,
saman. Íslendingar voru þá að
uppgötva hálendið, búsvæði þess
og lífríki, þar sem Þjórsárver
reyndust einstakur staður á jarð-
kringlunni. Náttúruverndarmenn
og virkjunarmenn tókust á um
nytjar þessa svæðis. Þeim slag
lyktaði með samkomulagi um af-
mörkun Þjórsárvera og friðun. Það
samkomulag var innsiglað með
með því að fella það inn í alþjóð-
legan sáttmála, svonefnt Ramsar-
samkomulag og með því fallist á
alþjóðlegt eftirlit með efndum
samkomulagsins. Síðan hafa um-
fangsmiklar og nákvæmar vísinda-
rannsóknir verið stundaðar á
þessu svæði og allir þeir vísinda-
menn, sem þar hafa komið að mál-
um, rennt traustari stoðum undir
það, að ekki sé gengið frekar á
landið. Einnig hafa Íslendingar
síðan gerst aðilar að alþjóðlegum
sáttmálum sem kveða enn fastar á
um nauðsyn þess að vernda lífríkið
og að vafa megi ekki alltaf túlka
framkvæmdagleði mannsins í vil.
Við Einar höfum löngum verið
sammála um að vilja ríkisbáknin
burt. Landsvirkjun er eitt slíkt
ríki í ríkinu, sem hefur löngum
valtað yfir allt og alla, ýmist með
ofríki eða fagurgala. Hún hefur
komist upp með það að raforku-
verð til stóriðju sé álitið ríkis-
leyndarmál og meðan svo er ástatt
er lítið gefandi fyrir fullyrðingar
hennar um arðsemi einstakra
framkvæmda. Að auki er henni fal-
ið land og fallvötn til umráða
ókeypis og ofaná bætist ríkis-
ábyrgð og Reykjavíkurborgar. Öll
áhætta þessa fyrirtækis hvílir á
þjóðinni og forráðamenn þess bera
ekki ábyrgð á einu né neinu, held-
ur geta velt mistökum sínum og
misgerðum yfir í almennt raforku-
verð til heimila og smærri atvinnu-
reksturs, ef ekki beint á skatt- og
útsvarsgreiðendur.
Á undanförnum árum hafa
landsmenn verið að ranka við sér
um margvíslegt gildi lands til ann-
ars en beinnar arðsemi. Þjóðgörð-
um, frið- og griðlöndum hefur ver-
ið komið á með lögum, þar sem
landsmenn og aðrir jarðarbúar
eiga þess kost að hlaða sínar raf-
hlöður í snertingu við annars
ósnortna náttúru. Ef Landsvirkjun
á hins vegar að fá að vaða inn á
þessi friðlönd, hvenær sem hún
fær augastað á hagkvæmum virkj-
unarkostum innan þeirra, er öll sú
náttúruvernd bara marklaust hjal,
og lög hana varðandi ætti þá alltaf
að setja með þeim fyrirvara
„ … nema/eða þar til Landsvirkjun
ákveður annað“. Því vil ég ekki
gefa Landsvirkjun eftir tommu af
Þjórsárverum. Málið snýst um
hvort orð skuli standa eða ekki.
Hvort náttúruvernd skuli standa á
eigin rökum eða ekki.
Að lokum vil ég benda vini mín-
um Einari Oddi á það, að til munu
vera áætlanir um hagkvæma virkj-
un Gullfoss og meira að segja
varaáætlanir sem sýna enn fram á
hagkvæmni þótt fossinum væri
hleypt á yfir háferðamannavertíð-
ina. Slíkar áætlanir eru aldrei
ræddar heldur fara beint í rusla-
körfuna, þar sem þær eiga heima.
Þær fengjust ekki einu sinni rædd-
ar þótt sýnt væri fram á, að þær
væru eina leiðin til að stækka ál-
ver eða stofna nýtt, eða t.d. eina
leiðin sem menn sæju til að standa
undir atvinnulífi og byggð í næsta
nágrenni fossins, Árnessýslu. Ég
er ekki á móti stækkun álvers í
Norðvesturkjördæmi. Til þess
þurfa menn bara að finna annan
kost en svíkja gerð samkomulög
og sneiða af Þjórsárverum.
Að lokum vil ég óska Einari vini
mínum alls velfarnaðar í afdrifa-
ríkri prófkjörsbaráttu í hinu nýja
Norðvesturkjördæmi. Hans hrjúfa
rödd þarf að hljóma áfram á þingi
eins og í vísunni stendur, sem mér
barst nýlega til eyrna:
Íhaldið missir allan brodd
og svo þjóðin trúna,
ef það glutrar Einari Odd’
út af þingi núna.
Gullfoss er líka hag-
kvæmur virkjunarkostur
Eftir Ólaf
Hannibalsson
„Því vil ég
ekki gefa
Lands-
virkjun eftir
tommu af
Þjórsárverum. Málið
snýst um hvort orð skuli
standa eða ekki.“
Höfundur er blaðamaður.
EITT af þeim málum sem voru
til umræðu í bæjarráði Garða-
bæjar sl. þriðjudag voru málefni
Orkuveitu Reykjavíkur. Undir
þeim lið lagði bæjarstjóri fram
bréf sem hann hafði ritað til
stjórnar Orkuveitunnar þar sem
farið var fram á hugsanleg kaup
Orkuveitunar á 0,47% hlut Garða-
bæjar í fyrirtækinu en töluverðar
umræður hafa farið fram á vett-
vangi bæjarstjórnar um skuldbind-
ingar OR. Bréf bæjarstóra var rit-
að með fyrirvara um samþykki
bæjarstjórnar Garðabæjar.
Einar Sveinbjörnsson lagði fram
bókun á fundinum þar sem hann á
einstaklega smekklausan og ómak-
legan hátt réðst á bæjarstjórann,
gagnrýndi stjórnsýslu hans og
lýsti bréfið „marklaust plagg“.
Bréfið var ekki marklausara
plagg en það að stjórn Orkuveit-
unnar tók undir hugmyndina og
samþykkti að leggja til við eig-
endafund í Orkuveitunni að kaupa
hlut Garðbæinga sem metinn hef-
ur verið á tæplega 190 m.kr.
Vinnubrögð bæjarstjórans eru
fullkomlega eðlileg og í samræmi
við góða stjórnsýslu. Mér er ekki
kunnugt um hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig á Framsóknar-
heimilinu í Garðabæ en hjá meiri-
hluta sjálfstæðismanna er náið
samráð og samvinna. Að sjálf-
sögðu var bréf bæjarstjóra sent
með vitund og vilja formanns bæj-
arráðs og forseta bæjarstjórnar.
Þó svo hefði ekki verið er ekkert
athugavert þótt bæjarstjóri skrifi
bréf og hreyfi við málum með
þeim fyrirvörum að málin eigi eftir
að ræða í bæjarstjórn því þar eru
hinar endanlegu ákvarðanir tekn-
ar.
Í tengslum við hugsanlega sölu á
eignarhlut Garðabæjar í OR er
ástæða til að rifja forsögu málsins
upp. Um árabil hélt Garðabær
fram því sjónarmiði að ekki væri
eðlilegt að OR greiddi arð til
Reykjavíkurborgar af þjónustu
sem fyrirtækið veitti í öðrum
sveitarfélögum. Í ljósi þess taldi
Garðabær sig eiga inni uppsafn-
aðan arð í Orkuveitunni. Þetta
álitamál var leyst með samningi
fyrir ári. Í staðinn fyrir að Garða-
bær fengi uppsafnaðan arð greidd-
an, líkt og sveitarfélagið gerði
kröfur um, eignaðist sveitarfélagið
0,47% í OR. Frá upphafi var ljóst
að sveitarfélagið hafði áhuga á að
selja þennan litla eignarhluta við
fyrsta tækifæri. Það hefur alltaf
verið sjónarmið meirihlutans í
Garðabæ að það þjónaði hagsmun-
um Garðbæinga betur að fá arðinn
í OR greiddan út. Þannig getur
hann nýst best til hinna fjölmörgu
verkefna sem framundan eru í ört
vaxandi bæjarfélagi. Áhrifalaus
0,47 % eignarhlutur í fyrirtæki úti
í bæ getur ekki verið eftirsókn-
arverður. Hagsmunir Garðbæinga
varðandi kaup á heitu vatni eru
sérstaklega tryggðir með sérstök-
um samningi við OR sem hefur
einkarétt á þeirri starfsemi í bæj-
arfélaginu gegn því að Garðbæing-
ar njóti ávallt sömu þjónustu og
kjara og Reykvíkingar. Salan á
0,47% eignarhlut hefur engin áhrif
á þá þjónustu. Ámælisvert er að
bæjarfulltrúinn Einar Svein-
björnsson hleypur með málið með
gífuryrðum um bæjarstjórann í
fjölmiðla að því er virðist í þeim
eina tilgangi að gera málið tor-
tryggilegt. Eðlilegra hefði verið að
bæjarfulltrúinn fagnaði því að nú
loks virðist það mál vera að leys-
ast að Garðbæingar fái greiddan
út þann arð sem hafði safnast upp
í OR árum saman.
Eðlilegt að
Garðabær selji
eignarhlutann
Eftir Erling
Ásgeirsson
Höfundur er formaður bæjarráðs
í Garðabæ.
„Garðbæ-
ingar fái
greiddan út
þann arð
sem hafði
safnast upp í OR árum
saman.“
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Hjartavernd
Vinningar í Happdrætti Hjartaverndar Útdráttur 6. nóvember, 2002
Vinningar féllu þannig:
1-3. Skemmtisigling í Karabíska hafinu fyrir tvo,
hver á kr. 500.000
nr. 13894, 18458, 48683
4-5. Ferð til Malasíu fyrir tvo, hver á kr. 350.000
nr. 55739, 65128
6-15. Sólarlandaferð fyrir fjölskylduna,
hver á kr. 300.000
nr. 1204, 5353, 11089, 19361, 20443,
24798, 38925, 44427, 64041, 87280
16-30. Sólarlandaferð fyrir fjölskylduna,
hver á kr. 200.000
nr. 7925, 8797, 15014, 15557, 16254, 23768,
33448, 42586, 50088, 53805, 67075,
71664, 75527, 79292, 82478
31-40. Skíðaferð til Ítalíu, hver á kr. 180.000
nr. 2987, 4744, 13642, 27903, 34405,
44643, 51659, 65209, 76073, 89378
41-50 Golfferð, hver á kr. 180.000
nr. 16811, 17606, 18500, 28082,
30982, 31017, 56809, 75363, 76884, 84211
51-65 Borgarferð með leiguflugi,
hver á kr. 100.000
nr. 5689, 6835,16994, 23274, 26573,
32413, 32604,32658, 33643, 42270,
56111, 71821, 73825, 81119, 86224,
66- 85 Ferðavinningur að eigin vali,
hver á kr. 100.000
nr. 863, 3167, 11393, 17068, 17679,
20207, 22391, 22914, 29135, 30582,
38923,42205, 46123, 46187, 48042,
52350, 56012, 73328, 85445, 88255
Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Holtasmára 1, 201 Kópavogi
Þökkum veittan stuðning
HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
Samkvæmisfatnaður
Kynning
8.-16. nóvember