Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Minningartónleikar um Svanhvíti Egilsdóttur Í tilefni af útkomu bókarinnar Tvístirni – Saga Svanhvítar Egilsdóttur eftir Guðrúnu Egilson verða haldnir minningartónleikar um Svanhvíti Egilsdóttur, prófessor við tónlistarháskólann í Vín, í Hafnarborg miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20. Fram koma eftirtaldir listamenn: Ingveldur Ýr Jónsdóttir Snorri Wium 4Klassískar Léttsveit Reykjavíkur Guðrún Egilson les upp úr bókinni og segir frá lífi Svanhvítar Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. EFTIRLITIÐ AÐ HEFJAST Um þrjátíu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Íraks í gær. Þeir náðu strax árangri á fundum með Írökum, að sögn Hans Blix, oddvita eftirlitsmanna. Grunur um misferli Grunur leikur á misferli með eign- ir varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, sem hafi verið seldar framhjá opinberu sölukerfi. Um- sýslustofnun varnarmála hefur beð- ið um lögreglurannsókn á málinu og er hún hafin. Auðlindagjald rætt í Noregi Svein Ludvigsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, segist ætla að beita sér fyrir því að þar í landi fari fram umræður um upptöku auð- lindagjalds í sjávarútvegi. Ástæðan er hár söluhagnaður við sölu skipa og báta, þar sem veiðiréttindi eru hátt metin. Minna fyrir síldina Verð á saltsíld hefur lækkað um 10% frá fyrra ári og hefur það í för með sér um 100 milljóna króna tekjutap útflytjenda. Útlendir læknar sækja um Umsóknir hafa borizt frá arab- ískum, kambódískum og spænskum læknum eftir að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsti eftir heilsu- gæzlulæknum. Aðeins einn slíkur er nú starfandi við stofnunina. Fundur verður í dag í deilu lækna og heil- brigðisráðuneytisins, en leysist hún koma íslenzkir læknar væntanlega aftur til starfa. Morgunblaðið mest lesið Morgunblaðið er mest lesna dag- blað landsins samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallup, eitthvað lesið af um 80% landsmanna í könn- unarvikunni og að meðaltali af 57% þjóðarinnar hvern útgáfudag. Tilboði Kaupþings tekið Mikill meirihluti hluthafa í sænska bankanum JP Nordiska hef- ur samþykkt yfirtökutilboð Kaup- þings. Kaupþing stækkar um yfir 50% við sameiningu. Guðjón líklegur í framboð Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hef- ur sagt sig úr uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Hann kemur til greina sem frambjóðandi í einu af efstu sætum framboðslistans. Þriðjudagur 19. nóvember 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Nú gefst þér kostur á að fjárfesta í nýrri og rúmgóðri íbúð á frábærum stað. Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Íbúðirnar verða afhentar 1. febrúar 2003, fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða flísalögð. Húsin eru einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Njóttu þess að búa í hjarta borgarinnar! Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Hafnar- gata 19 Þekkt hús í Keflavík 8 Lóðir í Borgarbyggð Vegleg lagnasýning 15 Lág gatna- gerðar- gjöld 26 ÞEGAR búið er í borgum eða bæjum er alls konar útilýsing óhjákvæmileg til að auka öryggi íbúa, segir Guðjón L. Sigurðsson rafmagnsiðnfræð- ingur hér í blaðinu í dag í grein, þar sem hann fjallar um útilýsingu. Veglýsing er hluti af okkar um- hverfi sem við tökum lítið eftir nema þegar vantar perur í ljósastaura og fleira af því tagi. Vegagerðin sér um lýsingu þjóðvega í þéttbýli og bæjar- og sveitarfélög um aðra lýsingu í þéttbýli. Flest bæjar- og sveit- arfélög hafa staðið sig vel við lýs- ingu gatna en þó má alltaf gera bet- ur og þá sérstaklega í miðbæjar- kjörnum og þar sem fólk safnast saman að kvöldlagi. Á seinni árum hefur færst í vöxt að lýsa upp byggingar og listaverk á metnaðarfullan hátt og mætti gera talsvert meira af því. Lýsing í görðum er ákveðið vanda- mál á Íslandi vegna þess að þegar gróður er í fullum skrúða er dags- birta allan sólarhringinn og þegar skyggja tekur hefur gróðurinn ann- að hvort horfið eða trén hafa fellt lauf þannig að lýsingin missir að mestu leyti marks. Þó má lýsa upp stór tré í görðum sem geta verið fal- leg þótt engin lauf séu á þeim. / 31 Notkun útilýsingar Í KJÖLFAR fjársvikamáls fasteigna- sala í Kópavogi sem upp komst á dög- unum hyggst Íbúðalánasjóður bæta viðskiptavinum sínum tjón sem þeir hafa orðið fyrir þegar ljóst þykir að mistök hafi orðið af hálfu sjóðsins sem leitt geti til bótaskyldu. „Þegar liggja fyrir erindi frá tíu að- iljum sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mistaka sjóðsins. Ef fleiri telja sig hafa orðið fyrir slíkum skaða er þeim bent á að hafa samband við Íbúðalánasjóð,“ segir Hallur Magn- ússon hjá Íbúðalánasjóði. Skipuð þremur mönnum Tekin hefur verið ákvörðun um að sjálfstæð úrskurðarnefnd leggi mat á bótaskyldu sjóðsins og eftir atvikum bótafjárhæð í hverju tilviki fyrir sig. Nefndin verður skipuð Viðari Má Matthíassyni, prófessor, Helga I. Jónssyni, héraðsdómara og Friðjóni Erni Friðjónssyni, hæstaréttarlög- manni. Leitast verður við að fá niðurstöðu í þeim málum sem fyrir liggja eins fljótt og kostur er. Flýtimeðferð Þar sem hér er um að ræða íviln- andi málsmeðferð af hálfu sjóðsins, þ.e. flýtimeðferð án atbeina dómstóla setur Íbúðalánasjóður það skilyrði að aðilar málsins fallist á eftirfarandi: 1. Íbúðalánasjóður og úrskurðar- nefnd fái heimild til þess að afla upp- lýsinga um málið hjá skiptastjóra og efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra, en aðilar munu vinna saman að því að upplýsa málið. Einnig sam- þykki aðilar að leitað verði upplýsinga hjá lánastofnunum. 2. Verði á bótaskyldu fallist er það forsenda greiðslu af hálfu sjóðsins, að tjónþoli framselji allan rétt sinn skv. fasteignaveðbréfinu til Íbúðalána- sjóðs. 3. Ekki verður tekin afstaða til bótaskyldu fyrr en að lokinni lög- reglurannsókn málsatvika í hverju til- viki fyrir sig. 4. Úrskurðarnefnd tekur afstöðu til vaxtakrafna og ennfremur til annars kostnaðar, þ.m.t. vegna lögmanns- kostnaðar. 5. Skilyrði fyrir því að Íbúðalána- sjóður samþykki greiðslu er að aðilar lýsi því yfir að þeir muni ekki gera frekari kröfur á hendur sjóðnum. Íbúðalánasjóður vonast til að góð sátt verði um þessa skipan mála. Dómstólaleiðin fær „Rétt er að árétta að þeir sem telja sig eiga kröfu á Íbúðalánasjóð hafa einnig þann kost að leita atbeina dóm- stóla um úrlausn kröfu sinnar,“ sagði Hallur Magnússon að lokum. „Með málsmeðferð hjá úrskurðarnefndinni er leitast við að fá niðurstöðu í fyr- irliggjandi málum með eins skjótum hætti og kostur er.“ Úrskurðarnefnd leggi mat á bótaskylduna Morgunblaðið/RAX                                                 !" # # $ $ % $ & ' (    $ ! % & " $ # ' # $ ! # # $ $ %% " $ & '    )      * #     *      +,-  .   +,- ( . (  $ & # ' # $ $ ! % "       !  "# $%# ! &''& 01*2 * ! 2   # 3 456  - 27  8 3 ,  9  !   :* ; #   :* ; '* 1   :* ; #   :* ;        (     -. &  * < 2  . ===     ( (       <  2> ?@@ A               /  / !  "#   )*   2> ? A      $$+ ' , && &, - ' $-' &#$+. $&/- $0 &$" $$/+ @@  1 !  2   ! # $$# $-##&''& 8   * + &   !  $     @            #  #  Lilleström í Noregi 2002  ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ BIRKI KRISTINSSON / B2 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Morgunblaðið/Þorkell Leikmenn Hauka og Gróttu/KR tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa og Áskorendakeppni Evrópu um helgina en dregið verður í næstu umferð í dag. Hér skorar Aron Kristjánsson gegn Guðmundi Hrafnkelssyni og samherjum í Conversano. Atli er þekktur í Eistlandi – föð-urlandi pabba hans, og gengur Atli með eistneskt vegabréf upp á vasann. Atli var að sjálfsögðu spurður hvort hann hefði trú á íslenskum sigri í þriðja leiknum í röð sem þjóðirnar mætast í á morgun. Ísland vann Eistland í vináttulands- leik á Akureyri 1994 er Þorvaldur Örlygsson skoraði þrjú mörk, 4:0. Þórður Guðjónsson skoraði þá fjórða markið. Þjóðirnar hafa einu sinni áð- ur glímt hér í Tallinn – 24. apríl 1996 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson þá öll mörk Íslands í sigurleik, 3:0. Atli sagði við fréttamenn að ís- lenska landsliðið gæti ekki bókað sigur fyrirfram þó að Íslendingar hafi fagnað sigri í tveimur fyrstu við- ureignunum. „Eistlendingar hafa tekið miklum framförum á síðustu árum og við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum til að fagna sigri hér í Tallinn, en það er takmarkið hjá okkur,“ sagði Atli. Þess má geta til gamans að Atli hefur einu sinni stjórnað liði í Tall- inn. Það var í apríl 1996, er hann stjórnaði ungmennalandsliði Ís- lands, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, í sínum fyrsta leik með lið- ið. Þjóðirnar gerðu jafntefli og skor- aði Brynjar Björn Gunnarsson mark Íslands, 1:1. Tveir leikmenn sem léku þann leik, eru nú með landslið- inu í Tallinn – Árni Gautur Arason og Ólafur Stígsson. Tekið vel á móti Atla í Tallinn ÞEGAR íslenski landsliðshópurinn í knattspyrnu kom til Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi, biðu fréttamenn eftir landsliðshópnum og um leið og Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari gekk út úr flughöfninni hópuðust fréttamenn, ljósmyndarar og sjónvarpsmyndatökumenn að Atla til að fá viðtal við hann. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Tallinn VERNHARÐ Þorleifsson sigraði í -100 kg flokki á opna sænska meistaramótinu í júdó sem lauk í Malmö á sunnudaginn. Vernharð mætti Svíanum Ola Bisjö í úr- slitaviðureign í flokknum og lagði hann að velli. Gunnar B. Sigurðsson komst einnig í úrslit en hann keppti í +100 kg flokki. Þar mætti hann Adrian Morgan frá Wales, sem hafði betur í þeirri viðureign en Gunnar hlaut silfurverðlaunin. Þá náði Bjarni Skúlason í bronsverðlaun í -90 kg flokki á mótinu. Vernharð fékk gull í Malmö Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 14/17 Umræðan 34/38 Erlent 18/21 Minningar 39/43 Höfuðborgin 22 Staksteinar 46 Akureyri 23 Bréf 48 Suðurnes 25 Dagbók 50/51 Landið 25 Fólk 52/57 Neytendur 26 Bíó 54/57 Listir 27/29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * ÞRJÁR umsóknir hafa borist frá erlendum læknum um starf við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en að- eins einn læknir er nú starfandi við heilsugæslu- stöðina í Keflavík eftir að uppsagnir heilsugæslu- lækna tóku gildi. Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að spænskur læknir hafi sótt um sem og kambódískur maður bú- settur á Íslandi, sem reyndar hafi ekki fullgilt lækn- ingaleyfi. Þá hafi læknir frá einu arabalandanna forvitnast um sína möguleika. „Það er ekki búið að ráða neinn og verður ekki ráðið fyrr en við sjáum hvernig þessi deila þróast. Ég trúi ekki öðru en íslenskir aðilar leysi þetta mál, annað væri hneisa,“ segir Konráð. „Auðvitað viljum við helst fá okkar fólk til baka en við erum farin af stað því okkur ber skylda til að reyna með öllum ráðum að koma til móts við skjóstæðinga okkar.“ Konráð segir að Spánverjinn komi helst til greina, reynist nauðsynlegt að ráða erlenda lækna. Hann hafi mikinn áhuga á landinu, virðist hafa góða menntun og eigi fjölskyldu sem væri áhugavert að fá hingað til lands. „Ég vona að það komi ekki til þess og við munum gera allt til þess að fá okkar fólk hingað aftur. Það er alveg ljóst að það að ráða er- lenda aðila í starf sem byggist meira og minna á samskiptum milli fólks er hálfgert neyðarbrauð.“ Það yrði algjört skilyrði að læknir sem hingað yrði ráðinn væri enskumælandi. „Hins vegar gildir al- veg sama fyrir erlenda aðila sem koma hingað og okkur þegar við förum til útlanda. Við höfum oftast einhver ráð með að bjarga okkur og kunnum erlend mál. Menn fara yfir byrjunarerfiðleika en síðan er það persónan sjálf sem er vegin og metin í sínu starfi, sama hvaða mál hún talar,“ segir Konráð. Sænskur læknir hafi leyst hann af við stofnunina, hann hafi verið elskaður og dáður af sjúklingum og samstarfsfólki, það hafi ekki haft nein alvarleg óþægindi í för með sér að hann talaði ekki íslensku. Reiknar með sambærilegum kjörum Aðspurður segist Konráð reikna með því að ef er- lendir læknar yrðu ráðnir myndu þeim verða boðin sambærileg kjör og íslenskir læknar hafa fengið. Launamál heyri þó ekki undir hans starfssvið. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Þórir Björn Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, ákváðu í kjölfar borgarafundar í Keflavík í fyrrakvöld að koma saman á nýjan fund í dag til að ræða læknadeiluna. „Það voru ræddir ákveðnir möguleikar í stöð- unni,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Enn sé of snemmt að segja hverjir mögu- leikarnir séu og hvort þeir muni leiða til niðurstöðu. „Allavega eru menn sestir mjög ákveðið að því að leysa þetta,“ segir Elsa. Verið sé að ræða stöðu heilsugæslulækna almennt en náist niðurstaða í þessum viðræðum mun hún „vonandi verða til lausnar alls staðar“ segir hún. Þórir segir að fundurinn í gærmorgun hafi verið stuttur en niðurstaðan hafi verið að forsendur væru fyri því að fundað yrði formlega til að finna leiðir til að leysa deilur milli ráðuneytisins og heilsugæslu- lækna. Nýr fundur hefur verið boðaður eftir hádegi í dag. Á fundinum í gær hafi ekki verið ræddar nýj- ar hugmyndir, hann og ráðherra hafi hins vegar verið sammála um að báðir aðilar hafi fært fram hugmyndir sem unnt væri að skoða betur. Læknar frá Kambódíu og Spáni hafa sótt um stöður  Skorað á/24 OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verð á gasolíu um 3 kr. á lítrann og öðrum tegundum, bensíni, skipagasolíu og svart- olíu, um 1 kr. lítrann. Þá lækkaði Skeljungur verð á díselolíu um 3 krónur lítr- ann. Í tilkynningu frá Olíufélag- inu, Esso, segir að þróun heimsmarkaðsverðs á síðustu vikum gefi svigrúm til að lækka verð á öðrum tíma en um mánaðamót. Verðið hafi lækkað á liðnum vikum, að stærstum hluta vegna minnk- andi spennu og aukinnar olíu- framleiðslu en einnig hafi styrking krónunnar nokkur áhrif á lækkunina. Verð á lítranum af 95 oktana bensíni miðað við fulla þjón- ustu er nú 98 kr. og af 98 okt- ana bensíni 102,70 kr. Lítrinn af díselolíu kostar 44,60 kr. Ódýrast 91,90 til 92,10 Hjá ÓB kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 92,10 kr. og 39,30 lítrinn af díselolíu. Hjá Orkunni kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 91,90 kr. og af 98 oktana bensín kostar hann 99,90 kr. Lítrinn af díselolíu kostar 42,40 kr. Olíufélög- in lækka verð á eldsneyti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Drekaflug ÞEGAR veðrið er bjart og fallegt er tilvalið að draga fram flugdrekann. Sveinn Bjarki sem er átta ára Reykvíkingur hefur komið drekanum á loft en því miður var ekki nógu mikill vindur til að hann kæmi honum nógu hátt. Í KJÖLFAR fjársvikamáls fasteigna- sala í Kópavogi sem upp komst á dög- unum hyggst Íbúðalánasjóður bæta viðskiptavinum sínum tjón sem þeir hafa orðið fyrir þegar ljóst þykir að mistök hafa orðið af hálfu sjóðsins sem leitt geta til bótaskyldu. Tíu að- ilar telja sig hafa orðið fyrir tjóni og er öðrum í sömu sporum bent á að hafa samband við sjóðinn. Tekin hef- ur verið ákvörðun um að sjálfstæð úr- skurðarnefnd leggi mat á bótaskyldu sjóðsins og eftir atvikum bótafjárhæð í hverju tilviki fyrir sig. Nefndin verð- ur skipuð Viðari Má Matthíassyni prófessor, Helga I. Jónssyni héraðs- dómara og Friðjóni Erni Friðjóns- syni hrl. Þeir sem telja sig eiga kröfu á sjóð- inn geta einnig farið dómstólaleiðina en með úrskurðarnefndinni er leitast við að fá niðurstöðu í fyrirliggjandi málum eins fljótt og unnt er. Sett er sem skilyrði m.a. að Íbúða- lánasjóður og úrskurðarnefnd fái heimild til þess að afla upplýsinga um hvert mál hjá skiptastjóra og efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Verði fallist á bótaskyldu er það for- senda greiðslu af hálfu sjóðsins að tjónþoli framselji allan rétt sinn skv. fasteignaveðbréfinu til Íbúðalána- sjóðs. Úrskurðarnefnd tekur afstöðu til vaxtakrafna og annars kostnaðar. Íbúðalánasjóður grípur til aðgerða í kjölfar fjársvikamáls fasteignasala Viðskiptavinum verður bætt tjón  Úrskurðarnefnd/C1 STARFSSVIÐ hjúkrunarfræðinga var til umræðu á nýlegu hjúkrun- arþingi. Herdís Sveinsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir að uppi sé krafa hjá hjúkrunarfræðingum um að auka rými löggjafarvaldsins til þess að hjúkrunarfræðingar geti ávísað lyfjum í ljósi vanda sem get- ur skapast í tengslum við uppsagn- ir heilsugæslulækna. Hún segir að mjög víða annars staðar ávísi þeir lyfjum. „Lyfjaávísanir hjúkrunarfræð- inga myndu leysa vanda margra sjúklinga,“ segir Herdís en hjúkr- unarfræðingar stefna að því að fara yfir hugsanlega útvíkkun á starfssviði sínu á næsta ári. Á hjúkrunarþinginu var rætt um heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og verkefni hjúkrunarfræðinga sem tengjast henni. Þá kom fram á þinginu að nauðsynlegt sé að koma á skipulagðri heilsugæslu í fram- haldsskólum landsins, einkum í ljósi umræðu sem verið hefur um vandamál sem unglingar eiga við að etja í dag, s.s. í tengslum við kynsjúkdóma, vímuefni, sjálfsvíg, átraskanir og ýmsar tegundir geð- raskana. Vilja út- víkka starfssvið hjúkrunar- fræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.