Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI nýjasta mynd kínverska bardagasnillingsins og skemmti- kraftsins Jackie Chan er eins dæmigerð Hollywood-spennumynd og verið getur. Og það er alveg ljóst að sú tilraun sem Hollywood- menn hafa verið að gera undanfarið við að þýða Chan yfir í bandaríska spennumyndaheiminn (sbr. Rush Hour og Shanghai Noon), er alls ekki að draga fram það besta í kappanum. Hér er það sem Chan hefur fram að færa, þ.e. fáránleg dirfska og lip- ur bardagahæfni sem jaðrar við hið ómennska, vafið inn í þunglamalega vondakallsfléttu, og unglingastjarn- an snoppufríða Jennifer Love Hewitt fengin Chan til halds og trausts. Staða Chan á þessu amer- íska spennumyndasviði verður síð- an eiginlega hlægileg í sjálfri sér, þó ljóst sé að honum er alltaf að fara fram í enskunni. En ef maður lætur af kröfum um að sjá ómennsk áhættuatriði og flugspörk sem ögra þyngdarlögmál- inu, er The Tuxedo ósköp skemmti- leg Hollywood-hasarmynd, með lág- um einfeldningsstuðli. Þar er sótt stíft til Bond-minnisins, þar sem að- alsöguhetjan er siðfágaður leyni- þjónustumaður, sem á ekki bara bíl og penna sem búa yfir ótrúlegum tæknilegum eiginleikum, heldur er glæsi- klæðnaðurinn sem hann ber algjört leynivopn, sem færir honum undraverða eigin- leika. Þetta er dáldið skemmtilegur snúningur á Bond-hetjunni sem fremur margar af sínum helstu hetjudáðum í kjólfötum eftir að hafa smyglað sér inn í veislu hjá einhverjum spillt- um olíufurstanum. Þau tímamótaáhrif sem hasarmyndin The Matrix hafði á Hollywood láta heldur ekki á sér standa, og eftir að Chan þarf að bregða sér í kjólfötin göldróttu er hann fljótlega farinn að bugta sig og beygja í anda Matrix-ofur- veruleikans í bland við eigin bar- dagahæfni, sem ef til vill er eitt- hvað farin að slappast hjá nær fimmtugum manninum. Það má hlæja að þessari spennumynd, en meira hefur hún ekki fram að færa. THE TUXEDO (SPARIFÖTIN) Laugarásbíó, Sambíóin Leikstjórn: Kevin Donovan. Handrit: Michael J. Wilson og Michael Leeson. Aðalhluterk: Jackie Chan, Jennifer Love Hewitt, Jason Isaacs. Lengd: 97 mín. Bandaríkin, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Í umsögn um The Tuxedo með Jackie Chan segir að myndin sé Bond-skotin og skemmtileg Hollywood-hasarmynd. Chan breytist í Bond DANIR hafa löngum verið kunnir ævintýrasagnamenn fyrir börn og unglinga og manna snjallastir að gera grín að sjálfum sér. Þessir ágætu eiginleikar njóta sín vel í Börnum systur minnar, laufléttri mynd fyrir yngri kynslóðina sem aðra fjölskyldumeðlimi. Aðalpersónan er prófessor Erik (Peter Ganzler), frægur barnasál- fræðingur sem er nýbúinn að senda frá sér nýja metsölubók um sérgrein sína þegar hann þarf skyndilega að reyna á kunnáttuna í raunveruleik- anum. Systur hans og mági er boðið í utanlandsferð og þá er gott að geta gripið til Eriks frænda til að taka að sér á meðan heimilið – og börnin þeirra fimm! Myndin skopast að sálfræðikenn- ingum prófessorsins sem ganga ekki alltaf upp í framkvæmd. Barnaskar- inn furðulunkinn við að finna göt á fræðunum sem þau vitna óspart í. Til að lífga enn frekar upp á framvind- una koma til sögunnar unglingaástir, snobbuð nágrannakona og óvænt ástarævintýri prófessorsins. Min søsters børn er í vel lukkuðum ýkju- stíl og börn sem fullorðnir leika hlut- verkin óaðfinnanlega. Til viðbótar er hún unaðslega stutt fyrir foreldrana (og afana). Danskt fyrir sjónir MIN SØSTERS BØRN (BÖRN SYSTUR MINNAR) Regnboginn ½ Leikstjóri: Tomas Villum Jensen. Handrit: Michael Asmussen o.fl. Aðalleikendur: Peter Ganzler, Wencke Barfoed, Niels Ol- sen, Lotte Merete Andersen, Neel Røn- holt, Birthe Neuman. 73 mín. Sandrews Metronome. Danmörk 2001. Sæbjörn Valdimarsson Dönsk kvikmyndahátíð MONA þarf á dagdraumum að halda. Hún er nákvæmur bókhaldari í auglýsingafyrirtækinu Avanti í Kaup- mannahöfn. Yfirmaðurinn er veru- leikafirrtur kókaín-sniffandi gaur sem krefur Monu um kraftaverk í bókahaldinu, vinnufélagarnir eru ágætir, en besta vinkona hennar er öldruð kona á neðri hæðinni. Þetta er ekki nóg fyrir unga konu, og því lætur hún sig dreyma um ungan mann, sem maður veit ekki hvort er til. En einn dag er Mona tekin sem gísl í bank- anum, og einn ræningjanna fellur fyr- ir henni. Auglýst var að Monas Verden væri með íslenskum texta. En það brást því miður og eyðilagði þónokkuð fyrir mér skemmtunina, sem er mjög hvimleitt. Þótt ég hafi langoftast skil- ið hvað var að gerast og getað hlegið að skemmtilegum myndrænum uppá- komum, missti ég býsna oft af brönd- urunum sem Danirnir fyrir aftan mig hlógu svo innilega að. Einnig var ég ekki með samskipti Monu og yfir- mannsins á hreinu og skildi því ekki uppgjörið í endann, svo hápunktur myndarinnar fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. En það sem ég gat haft gaman af var hin bráðskemmti- lega leikkona Sidse Babett sem leikur Monu. Sumir þekkja hana úr Den eneste ene og Mifunes sidste sang, en hún er sérstaklega heillandi og góð grínleikkona. Ástfangna ræningjann leikur svo Thomas Bo Larsen sem Ís- lendingar þekkja einnig að góðu úr Festen, Riget II, Edderkoppen, Taxa o.s.frv. en hann er mjög sannfærandi sem vafasamur umboðsmaður klám- leikara. Þetta er rómantísk gamanmynd, með frekar ýktum persónum og oft býsna klikkuðum húmor. Nokkrir skemmtilegir sprettir í frásögn, kvik- myndatöku og klippingu. Ágætasta afþreying fyrir áhugafólk um fína danska leikara eða þá sem vilja dreyma smá með Monu. MONAS VERDEN (HEIMUR MONU) Regnboginn  Leikstjórn: Jonas Elmer. Handrit: Nikolaj Peyk. Kvikmyndataka: Morten Søborg. Aðalhlutverk: Sidse Babett Knudsen, Thomas Bo Larsen, Mads Mikkelsen og Jesper Asholt. DK. 95 mín. Nordisk Film 2001. Hildur Loftsdóttir MAÐUR skilur vel hvað Anja og Viktor eru að ganga í gegnum. Þau eru ungt kærustupar, búin að vera saman í tvö ár þegar Anja flytur inn í miðbæ Kaupmannahafnar með vin- konu sinni og fær vinnu í myndveri. Viktor grípur til sinna ráða til að vera nærri henni, en hún virðist ekkert sérlega ánægð með það. Margar ungar turtildúfurnar upp- lifa í sambandi að vera að fara fram úr hinu í þroska eða hugsunarhætti og það gerist þegar Anja fær spennandi reynslu og tilboð í vinnunni. Mörg at- riði myndarinnar sem tæpa á þessu eru áhrifarík og standa aðalleikararn- ir ungu sig mjög vel, og þá sérstak- lega Robert Hansen sem leikur Vikt- or. Anja og Viktor eru trúverðug, en aðrar persónur eru heldur klisju- kenndar, flatar og stundum bara bjánalegar. Myndin er mjög fyrirsjáanleg að öllu leyti. Eftir að myndin byrjar get- ur hvaða vanur bíófari sagt sér hvað gerist og ... það gerist! Þar af leiðandi myndast lítil spenna og hápunktur myndarinnar fellur heldur flatur. Tónlistarnotkunin í myndinni er bæði ófrumleg og metnaðarlaus, þar sem vinsælustu bandarísku lögunum er hent inn, auk nokkurra annarra slagara sem á gegnsæjan máta eiga að túlka hugarástand persónanna. Dönskum krökkum hefur áreiðan- lega fundist þetta ágæt mynd, þar sem þau þekkja sig í persónunum og sumir í aðstæðunum. Íslenskir ung- lingar sem vilja æfa sig í dönskuskiln- ingi fyrir jólaprófin ættu kannski að skella sér á þessa mynd, en aðrir ættu að sjá eitthvað annað. ANJA OG VIKTOR Regnboginn Leikstjóri: Charlotte Sachs Bostrup. Handrit: Søren Frellesen. Kvikmynda- taka: Jørgen Johansson. Aðalhlutverk: Robert Hansen, Sofie Lassen-Kahlke, Joachim Jessen og Peter Gantzler. 90 mín. DAN. 2001. Hildur Loftsdóttir "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu lau 23. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 29. nóv, kl. 20, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri. 19. nóv, uppselt, mið 20. nóv, uppselt, föst 22.nóv AUKASÝNING, nokkur sæti, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, örfá sæti, sun 1. des, uppselt, mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, laus sæti, Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller fö 22/11 kl 20, su 1/12 kl. 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Lau 23/11 kl 20 ATH: Kvöldsýning, Su 24/11 kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 30/11 kl 20 SÍÐASTA SÝNING 15:15 TÓNLEIKAR Lau 23/11 Sveinn L. Björnsson, Lárus Grímsson og Guðni Franzson. CAPUT Nýja sviðið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 23/11 kl 20 SUSHI NÁMSKEIÐ með Sigurði og Snorra Birgi Í kvöld kl. 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler fi 28/11 kl. 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT FRUMSÝNING mi 20/11 kl 17.30 UPPSELT Su 24/11 kl 20 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum fim 21/11, fö 22/11, Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) fös. 22. nóv. kl. 21.00 lau. 23. nóv. kl. 21.00 Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastalinn@simnet.is www.senan.is Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó 2. sýn. 20. nóv. kl. 20 3. sýn. 24. nóv. kl. 20 4. sýn. 1. des. kl. 15 5. sýn. 1. des. kl. 20 Léttur kvöldverður innifalinn Miðasala í síma 562 9700 Myndverk í eigu Matthíasar Johannessen 23. nóvember: Viltu lesa fyrir mig? Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fim. 21/11 kl. 21 Örfá sæti Fös. 22/11 kl. 21 Örfá sæti Lau. 23/11 kl. 21 Örfá sæti Fös. 29/11 kl. 21 Uppselt Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 örfá sæti 9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 laus sæti 10. sýn. lau. 7. des. kl. 14. laus sæti 11. sýn. sun. 8. des kl. 14. laus sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.