Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 47 Jólahlaðborð heim í stofu eða í fyrirtækið Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • Sími 587 3800 • www.veislusmidjan.is Þórarinn Guðmundsson matreiðslumeistari Hið árlega stórglæsilega jólahlaðborð UM helgina voru 13 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík og 39 um of hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til lögreglu um 37 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð. Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Holtunum á föstudag. Stolið var veski sem fannst í nágrenninu. Úr veskinu var stolið GSM-síma, greiðslukort- um og ávísanahefti, auk gleraugna og lykla. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í sumarbústað skammt frá Grjóteyri í Kjós. Útihurð var spennt upp og stolið sjónvarpstæki, leikjatölvu, hljómtækjum, geisla- diskum, kaffi- og matarstellum, veiðibúnaði og fleiru. Þá var til- kynnt um innbrot í íbúð í Bakka- hverfi. Þar var talsvert rótað til og skartgripum stolið. Húsráðendur voru erlendis. Í sama hverfi hafði einnig verið farið inn í aðra íbúð með því að brjóta rúðu í forstofu. Er íbúar komu heim virðist sem innbrotsþjófarnir hafi verið enn inni því að tölva fannst úti í garði. Annars var ekki saknað úr íbúð- inni. Lítið var að gera í miðbænum aðfaranótt laugardags og engar lík- amsárásir kærðar. Tilkynnt var um mikinn reyk innandyra í húsi við Rauðarárstíg. Í ljós kom að íbúar höfðu verið að vinna við elda- mennsku. Eitthvað hafði farið úr- skeiðis og kviknaði í steikinni. Eng- ar skemmdir urðu á íbúðinni en slökkviliðið reykræsti. Fyrir hádegi á laugardag veittu lögreglumenn athygli manni sem hljóp vestur Hverfisgötu. Hann var stöðvaður og reyndist hafa í fórum sínum hass og gullbikar sem hann gat ekki gefið viðhlítandi skýringar á. Maðurinn var handtekinn og færð- ur í fangageymslu. Eftir hádegi var tilkynnt um inn- brot í sumarbústaði við Úlfarfells- veg. Þar var búið að skemma og brjótast inn í nokkra bústaði. Á laugardagskvöld varð árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Sæbrautar. Annar ökumaðurinn heimilaði leit á sér og við leitina fundust ætluð fíkniefni. Ökumað- urinn neitaði í fyrstu að leyfa leit í bifreiðinni og var hún þá flutt að lögreglustöðinni þar sem hann heimilaði leitina. Við leitina fundust nokkrir lítrar af landa og skilríki sem voru ekki í eigu ökumanns. Seint á laugardagskvöld var til- kynnt um eld í kofa skammt frá Varmárskóla. Þarna brunnu til grunna timburútihús á tjaldstæði en slökkviliðið slökkti í rústum. Ró- legt var í miðborginni fyrri part aðfaranætur sunnudags en síðan var tilkynnt um nokkur slagsmál. Engar líkamsárásir voru tilkynntar í miðborginni. Um nóttina var lög- regla kölluð að veitingahúsi við Laugaveg en þar voru dyraverðir í erfiðleikum með mann. Maðurinn var að stimpast við dyraverði og sló einn þeirra með þeim afleiðingum að margar tennur losnuðu. Mað- urinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Einnig var óskað aðstoðar að veitingahúsi í Selja- hverfi. Úr dagbók lögreglunnar 15.–18. nóvember Talsvert um inn- brot í sumarbústaði Námskeið um sviðsljós fjölmiðla hefst í dag, þriðjudaginn 19. nóv- ember. Hagnýt þjálfun í að koma vel fyrir í viðtölum, ná árangri í sam- skiptum við ólíka fjölmiðla og koma frétt á framfæri. Leiðbeinendur: Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamað- ur á RÚV og Hanna Katrín Frið- riksson, framkvæmdastjóri Stjórn- endaskóla HR. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Forvarnanefnd standa fyrir fræðslu- kvöldi um forvarnir gegn einelti fyrir þjálfara og leiðbeinendur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Fræðslukvöldið fer fram í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu, þriðjudaginn 19. nóv- ember kl. 18. Erindi halda: Guðjón Ólafsson, Sæmundur Hafsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Aðilar sem starfa að barna- og unglingastarfi í Hafnarfirði eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Trausti Valsson skipulagsfræðingur flytur erindið Skipulag byggðar á Ís- landi – útkoma yfirlitsrits í hádeg- isfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í samvinnu við Borg- arfræðasetrið. Erindið er flutt í Nor- ræna húsinu kl. 12.05 – 13, í dag, þriðjudaginn 19. nóvember. Í DAG Pétur Blöndal alþingismaður, sem býður sig fram í 3. – 5. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík um næstu helgi, heldur nú opna fræðslufundi um ýmis málefni. Fundirnir eru haldnir í Odda, Há- skóla Íslands, og byrja allir kl. 20.30. Í kvöld, þriðjudagskvöld, fjallar hann um „fé án hirðis, jafnrétti og SPRON“. Á morgun fjallar hann um „velferðarkerfið: af hverjum bönn- um við öryrkjum að vinna?“ Fundur hjá fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna á Akranesi verður hald- inn í dag þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20. Rætt verður um nýliðið próf- kjör og framkvæmd þess. Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps var haldinn sl. föstudag. Eyþór Rafn Þórhallsson var endurkjörinn for- maður. Aðrir í stjórn voru kosnir: Sigrún Aspelund, Svava Garð- arsdóttir, Pétur Christiansen og Jón Breiðfjörð Höskuldsson. Félagið hefur tekið í notkun nýtt fé- lagsheimili að Kirkjulundi 19 í Garðabæ. Alla laugadagsmorgna kl 10.30 er opið hús. Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna heldur opinn framboðsfund á Kaffi Reykjavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20 fyrir ungt fólk í framboði í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sem fram fer 22. til 23. nóvember nk. Á fundinum munu sex ungir frambjóðendur, Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Inga Ingólfs- dóttir, Ingvi Hrafn Óskarsson, Sig- urður Kári Kristjánsson, og Soffía Kristín Þórðardóttir, hafa framsögu. Í DAG STJÓRNMÁL Kynning á HKÍ Jóhanna Þórð- ardóttir aðjúnkt, Kristín Hildur Ólafsdóttir lektor, Sigríður Pálma- dóttir lektor og Sigrún Guðmunds- dóttir lektor við Kennaraháskóla Ís- lands halda kynningu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næst- komandi miðvikudag 20. nóvember kl. 16.15. Kynningin verður haldin í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. FFA-fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur stendur fyrir fyrirlestri, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20, í húsnæði Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Snæ- fríður Þóra Egilson fjallar um þátt- töku íslenskra gunnskólanemenda með hreyfihömlun í skólastarfi. Snæ- fríður er lektor við iðjuþjálf- unarbraut Háskólans á Akureyri og doktorsnemandi í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ. Grikklandsvinafélagið Hellas heldur fræðslu- og samverustund á morgun, miðvikudaginn 20. nóv- ember kl. 20.30 í Kornhlöðunni, veislusal á 2. hæð í húsinu á bak við Lækjarbrekku, Bankastræti 2. Fjallað verður um ítalska heimspek- inginn Giordano Bruno og áhrif forn- grískra fræða á miðöldum. Aðalfundur Fjölmiðlasambands- ins verður haldið á morgun, miðviku- daginn 20. nóvember kl. 17 hjá Raf- iðnaðarsambandi Íslands, Stórhöfða 31, fundarsal á jarðhæð. Þingið hefst með erindi Ásmundar Vilhjálms- sonar skattalögfræðings: Launþegi – sjálfstætt starfandi verktaki, hvar liggja mörkin. Að erindinu loknu hefst aðalfundastarf Fjölmiðla- sambandsins. Öllum starfsmönnum fjölmiðla er heimilt að fylgjast með störfum Fjölmiðlaþings. Fyrirlesarinn Mads Bryde And- ersen, lagaprófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur um efnið: Hverjir eiga uppfinningar, starfsmennirnir sem lögðu fram hug- vitið eða fyrirtækið sem lagði fram fjármagnið? Eru háskólar sér á báti? Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, en að honum loknum fara fram almennar umræður um ofan- greind efni. Fyrirlesturinn er á morgun miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17–19 í Norræna húsinu. Fræðslufundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn miðvikudag- inn 20. nóvember, kl. 20, í Norræna húsinu. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, og Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur á Orkustofnun, flytja erindi er þeir nefna „dýr merk- urinnar og liljur vallarins“. Inn- gangseyrir er krónur 500. Auður Arnardóttir, Ph.D., sálfræð- ingur á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, flytur erindið: Stjórnunarstíll í samstýrðri hópmeðferð, miðvikudag- inn 20. nóvember kl. 12.05–12.55 í Odda, stofu 201. Guðmundur Magnússon flytur er- indi um Sögu áhættukenninga í mál- stofu viðskipta- og hagfræðideildar. Málstofan er haldin í húsnæði Hag- fræðistofnunar á Aragötu 14 og er kl. 16–17.30, 20. nóvember. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.