Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 47
Jólahlaðborð
heim í stofu eða í fyrirtækið
Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • Sími 587 3800 • www.veislusmidjan.is
Þórarinn
Guðmundsson
matreiðslumeistari
Hið árlega stórglæsilega
jólahlaðborð
UM helgina voru 13
ökumenn grunaðir um
ölvun við akstur í
Reykjavík og 39 um of
hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til
lögreglu um 37 umferðaróhöpp þar
sem eignatjón varð. Tilkynnt var
um innbrot í bifreið í Holtunum á
föstudag. Stolið var veski sem
fannst í nágrenninu. Úr veskinu
var stolið GSM-síma, greiðslukort-
um og ávísanahefti, auk gleraugna
og lykla.
Síðdegis á föstudag var tilkynnt
um innbrot í sumarbústað skammt
frá Grjóteyri í Kjós. Útihurð var
spennt upp og stolið sjónvarpstæki,
leikjatölvu, hljómtækjum, geisla-
diskum, kaffi- og matarstellum,
veiðibúnaði og fleiru. Þá var til-
kynnt um innbrot í íbúð í Bakka-
hverfi. Þar var talsvert rótað til og
skartgripum stolið. Húsráðendur
voru erlendis. Í sama hverfi hafði
einnig verið farið inn í aðra íbúð
með því að brjóta rúðu í forstofu.
Er íbúar komu heim virðist sem
innbrotsþjófarnir hafi verið enn
inni því að tölva fannst úti í garði.
Annars var ekki saknað úr íbúð-
inni.
Lítið var að gera í miðbænum
aðfaranótt laugardags og engar lík-
amsárásir kærðar. Tilkynnt var um
mikinn reyk innandyra í húsi við
Rauðarárstíg. Í ljós kom að íbúar
höfðu verið að vinna við elda-
mennsku. Eitthvað hafði farið úr-
skeiðis og kviknaði í steikinni. Eng-
ar skemmdir urðu á íbúðinni en
slökkviliðið reykræsti. Fyrir hádegi
á laugardag veittu lögreglumenn
athygli manni sem hljóp vestur
Hverfisgötu. Hann var stöðvaður
og reyndist hafa í fórum sínum
hass og gullbikar sem hann gat
ekki gefið viðhlítandi skýringar á.
Maðurinn var handtekinn og færð-
ur í fangageymslu.
Eftir hádegi var tilkynnt um inn-
brot í sumarbústaði við Úlfarfells-
veg. Þar var búið að skemma og
brjótast inn í nokkra bústaði. Á
laugardagskvöld varð árekstur á
gatnamótum Reykjanesbrautar og
Sæbrautar. Annar ökumaðurinn
heimilaði leit á sér og við leitina
fundust ætluð fíkniefni. Ökumað-
urinn neitaði í fyrstu að leyfa leit í
bifreiðinni og var hún þá flutt að
lögreglustöðinni þar sem hann
heimilaði leitina. Við leitina fundust
nokkrir lítrar af landa og skilríki
sem voru ekki í eigu ökumanns.
Seint á laugardagskvöld var til-
kynnt um eld í kofa skammt frá
Varmárskóla. Þarna brunnu til
grunna timburútihús á tjaldstæði
en slökkviliðið slökkti í rústum. Ró-
legt var í miðborginni fyrri part
aðfaranætur sunnudags en síðan
var tilkynnt um nokkur slagsmál.
Engar líkamsárásir voru tilkynntar
í miðborginni. Um nóttina var lög-
regla kölluð að veitingahúsi við
Laugaveg en þar voru dyraverðir í
erfiðleikum með mann. Maðurinn
var að stimpast við dyraverði og sló
einn þeirra með þeim afleiðingum
að margar tennur losnuðu. Mað-
urinn var handtekinn og vistaður í
fangageymslu. Einnig var óskað
aðstoðar að veitingahúsi í Selja-
hverfi.
Úr dagbók lögreglunnar 15.–18. nóvember
Talsvert um inn-
brot í sumarbústaði
Námskeið um sviðsljós fjölmiðla
hefst í dag, þriðjudaginn 19. nóv-
ember. Hagnýt þjálfun í að koma vel
fyrir í viðtölum, ná árangri í sam-
skiptum við ólíka fjölmiðla og koma
frétt á framfæri. Leiðbeinendur: Gísli
Marteinn Baldursson, fjölmiðlamað-
ur á RÚV og Hanna Katrín Frið-
riksson, framkvæmdastjóri Stjórn-
endaskóla HR.
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og
Forvarnanefnd standa fyrir fræðslu-
kvöldi um forvarnir gegn einelti fyrir
þjálfara og leiðbeinendur í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Fræðslukvöldið fer
fram í Álfafelli, íþróttahúsinu við
Strandgötu, þriðjudaginn 19. nóv-
ember kl. 18. Erindi halda: Guðjón
Ólafsson, Sæmundur Hafsteinsson,
Vanda Sigurgeirsdóttir og Stefán
Karl Stefánsson. Aðilar sem starfa að
barna- og unglingastarfi í Hafnarfirði
eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Trausti Valsson skipulagsfræðingur
flytur erindið Skipulag byggðar á Ís-
landi – útkoma yfirlitsrits í hádeg-
isfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags
Íslands í samvinnu við Borg-
arfræðasetrið. Erindið er flutt í Nor-
ræna húsinu kl. 12.05 – 13, í dag,
þriðjudaginn 19. nóvember.
Í DAG
Pétur Blöndal alþingismaður, sem
býður sig fram í 3. – 5. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík um næstu helgi, heldur nú opna
fræðslufundi um ýmis málefni.
Fundirnir eru haldnir í Odda, Há-
skóla Íslands, og byrja allir kl. 20.30.
Í kvöld, þriðjudagskvöld, fjallar
hann um „fé án hirðis, jafnrétti og
SPRON“. Á morgun fjallar hann um
„velferðarkerfið: af hverjum bönn-
um við öryrkjum að vinna?“
Fundur hjá fulltrúaráði sjálfstæð-
isfélaganna á Akranesi verður hald-
inn í dag þriðjudaginn 19. nóvember
kl. 20. Rætt verður um nýliðið próf-
kjör og framkvæmd þess.
Aðalfundur Framsóknarfélags
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
var haldinn sl. föstudag. Eyþór Rafn
Þórhallsson var endurkjörinn for-
maður. Aðrir í stjórn voru kosnir:
Sigrún Aspelund, Svava Garð-
arsdóttir, Pétur Christiansen og Jón
Breiðfjörð Höskuldsson.
Félagið hefur tekið í notkun nýtt fé-
lagsheimili að Kirkjulundi 19 í
Garðabæ. Alla laugadagsmorgna kl
10.30 er opið hús.
Heimdallur, félag ungra sjálfstæð-
ismanna heldur opinn framboðsfund
á Kaffi Reykjavík þriðjudagskvöldið
19. nóvember kl. 20 fyrir ungt fólk í
framboði í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík sem fram fer
22. til 23. nóvember nk. Á fundinum
munu sex ungir frambjóðendur,
Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór
Þórðarson, Guðrún Inga Ingólfs-
dóttir, Ingvi Hrafn Óskarsson, Sig-
urður Kári Kristjánsson, og Soffía
Kristín Þórðardóttir, hafa framsögu.
Í DAG STJÓRNMÁL
Kynning á HKÍ Jóhanna Þórð-
ardóttir aðjúnkt, Kristín Hildur
Ólafsdóttir lektor, Sigríður Pálma-
dóttir lektor og Sigrún Guðmunds-
dóttir lektor við Kennaraháskóla Ís-
lands halda kynningu á vegum
Rannsóknarstofnunar KHÍ næst-
komandi miðvikudag 20. nóvember
kl. 16.15. Kynningin verður haldin í
sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla
Íslands v/Stakkahlíð.
FFA-fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur stendur fyrir fyrirlestri,
miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20, í
húsnæði Landssamtakanna Þroska-
hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Snæ-
fríður Þóra Egilson fjallar um þátt-
töku íslenskra gunnskólanemenda
með hreyfihömlun í skólastarfi. Snæ-
fríður er lektor við iðjuþjálf-
unarbraut Háskólans á Akureyri og
doktorsnemandi í uppeldis- og
menntunarfræðum við HÍ.
Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur fræðslu- og samverustund á
morgun, miðvikudaginn 20. nóv-
ember kl. 20.30 í Kornhlöðunni,
veislusal á 2. hæð í húsinu á bak við
Lækjarbrekku, Bankastræti 2.
Fjallað verður um ítalska heimspek-
inginn Giordano Bruno og áhrif forn-
grískra fræða á miðöldum.
Aðalfundur Fjölmiðlasambands-
ins verður haldið á morgun, miðviku-
daginn 20. nóvember kl. 17 hjá Raf-
iðnaðarsambandi Íslands, Stórhöfða
31, fundarsal á jarðhæð. Þingið hefst
með erindi Ásmundar Vilhjálms-
sonar skattalögfræðings: Launþegi –
sjálfstætt starfandi verktaki, hvar
liggja mörkin. Að erindinu loknu
hefst aðalfundastarf Fjölmiðla-
sambandsins. Öllum starfsmönnum
fjölmiðla er heimilt að fylgjast með
störfum Fjölmiðlaþings.
Fyrirlesarinn Mads Bryde And-
ersen, lagaprófessor við Háskólann í
Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur
um efnið: Hverjir eiga uppfinningar,
starfsmennirnir sem lögðu fram hug-
vitið eða fyrirtækið sem lagði fram
fjármagnið? Eru háskólar sér á báti?
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku, en að honum loknum fara
fram almennar umræður um ofan-
greind efni. Fyrirlesturinn er á
morgun miðvikudaginn 20. nóvember
kl. 17–19 í Norræna húsinu.
Fræðslufundur Garðyrkjufélags
Íslands verður haldinn miðvikudag-
inn 20. nóvember, kl. 20, í Norræna
húsinu. Guðmundur Halldórsson,
skordýrafræðingur hjá Skógrækt
ríkisins á Mógilsá, og Oddur Sigurðs-
son, jarðfræðingur á Orkustofnun,
flytja erindi er þeir nefna „dýr merk-
urinnar og liljur vallarins“. Inn-
gangseyrir er krónur 500.
Auður Arnardóttir, Ph.D., sálfræð-
ingur á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi, flytur erindið: Stjórnunarstíll í
samstýrðri hópmeðferð, miðvikudag-
inn 20. nóvember kl. 12.05–12.55 í
Odda, stofu 201.
Guðmundur Magnússon flytur er-
indi um Sögu áhættukenninga í mál-
stofu viðskipta- og hagfræðideildar.
Málstofan er haldin í húsnæði Hag-
fræðistofnunar á Aragötu 14 og er kl.
16–17.30, 20. nóvember.
Á NÆSTUNNI