Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 16
FYRSTU tíu mánuði ársins drógu Flugleiðir heildarframboð á flugsæt- um saman um 15,9%. Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða úr 1.216 milljónum í fyrra í 1.066 milljónir í ár eða um 12,4% Hins veg- ar hefur sætanýting batnað á milli tímabila um 1%. Í október í ár var sætaframboð Flugleiða 14,5% minna en í október í fyrra en farþegum fækkaði hins vegar mun minna eða um 3,7%. Sætanýting var 6,8% betri í október 2002 en á sama tíma í fyrra. Eitt af meginmarkmiðum í rekstri félagsins á þessu ári er að draga úr hlutfalli farþega sem eru á leið yfir Norður-Atlantshaf en auka hlutfall þeirra sem ferðast til og frá Íslandi. Í október voru farþegar á leiðum til og frá Íslandi 60% af heildarfjölda far- þega. Í október í fyrra var þetta hlut- fall 54%. Fyrstu tíu mánuði ársins voru farþegar á leiðum til og frá landinu 60% en á sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall 52%. „Þrátt fyrir minnkað framboð og færri áfangastaði en í fyrra fjölgaði farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, í októbermánuði um 1,1%, úr 21.795 farþegum í fyrra í 22.030 í ár, á meðan sætanýting félagsins jókst um 0,8 prósentustig. Sætanýt- ing hjá Flugfélagi Íslands hefur batnað um 6,1 prósentustig fyrstu níu mánuði ársins og á þátt í veruleg- um bata á afkomu fyrirtæksins ásamt með kostnaðarlækkun og mik- illi hagræðingu á flestum sviðum starfseminnar,“ að því er segir í til- kynningu frá Flugleiðum. Markaðsvirði hækkað um 8 milljarða Viðskipti með bréf Flugleiða námu 313 milljónum króna í síðustu viku og hækkaði gengi bréfanna um 14,9%. Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings hefur gengi bréfa Flug- leiða hækkað um 242% á einu ári og hefur markaðsvirði Flugleiða því aukist um rúma 8 milljarða á því tímabili. Í gær voru engin viðskipti með bréf Flugleiða í Kauphöll Íslands en lokagengi þeirra var 5 á föstudag. Flugleiðir munu birta níu mánaða uppgjör félagsins síðdegis í dag.    !  "##$"##" 25 ! 7   C G   G    H C G   G  H $#&$.#%"$ @ @ $C *  &''$                 $C *  &''& $#'.+#-+- (( ( 2     2  /  &.#+,+   &,#$0$ 25 2    9 7   7           &+"#%0+  !   &$0#,.- "#! Farþegum Flug- leiða fækkar um 12,4% milli ára VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sérsniðin innheimtulausn TAP Íslandssíma fyrstu níu mánuði ársins nam 376 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tap félagsins á þriðja ársfjórðungi 2002 nam 242 milljónum króna. Í tilkynningu frá Íslandssíma kemur fram að þrjár meginástæður séu fyrir tapinu. Í fyrsta lagi hefur rekstur Halló verið sameinaður rekstri Íslandssíma, það er afkoma Halló er inni í rekstrarniðurstöðu Ís- landssíma á þriðja ársfjórðungi. Halló er yngra félag og afkoma þess lakari en Íslandssíma. Af því leiðir að heildarafkoma Íslandssíma versnar. Í öðru lagi var sala Íslands- síma fyrstu mánuði ársins undir væntingum. Nýir viðskiptavinir Ís- landssíma eru hins vegar nú í nóv- ember orðnir jafnmargir og áætlanir gerðu ráð fyrir. Í þriðja lagi hefur kostnaður orðið vegna þess mikla starfs sem unnið hefur verið í sam- runamálum bæði vegna Halló og Tals. Eimskip flytur símaþjónustu Einn stærsti samningur sem Ís- landssími er að gera um þessar mundir er við Hf. Eimskipafélag Ís- lands og nokkur dótturfélög fyrir- tækisins um yfirtöku fastlínuteng- inga, farsímaþjónustu, internet- þjónustu, útlandasambönd og gagnatenginga félaganna. Félögin sem um ræðir eru auk móðurfélags- ins Hf. Eimskipafélag Íslands, Eim- skip ehf, sem verður frá áramótum það fyrirtæki samstæðunnar sem annast flutningastarfsemi og þar með einnig Eimskip innanlands hf., Vöruhótelið hf., Flytjandi hf., og Hafnarbakki hf. Auk þess sjávarút- vegsfélögin Haraldur Böðvarsson hf., Skagstrendingur hf. og Útgerð- arfélag Akureyrar hf. sem mynda sjávarútvegseiningu Eimskipa- félagsins og að lokum fjárfestinga- félagið Burðarás ehf. Skrifað var undir samning í gær sem er til þriggja ára. Samningurinn felur í sér samtengingu allra meg- instarfsstöðva félaganna í símstöðv- um Íslandssíma sem gerir fyrirtækj- unum kleift að hringja frítt sín á milli í tal- og farsíma. Þá var samið um verulegan fjölda ADSL tenginga. Útlit fyrir rekstrarbata „Á síðustu dögum hefur verið skrifað undir samskonar samninga við fjölda annarra stórfyrirtækja. Meðal þeirra eru Pharmanor, eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki hérlendis, Orkuveitu Reykjavíkur, Íslensk verðbréf, Slippfélagið í Reykjavík og Gámaþjónustuna,“ að því er segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir tap félagsins á þriðja ársfjórðungi telja stjórnendur horf- ur á rekstrarbata í þeim fjórða og framtíðarhorfur góðar. Tæplega 82 milljóna króna tap varð af rekstri sameinaðs félags fyrstu níu mánuði ársins sé horft til afkomu fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA). Þar af er tap á þriðja ársfjórðungi 71 milljón. Rekstrar- tekjur sameinaðs félags námu 1.588 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins og rekstrargjöldin voru 1.670 milljónir króna. Afskriftir félagsins fyrstu níu mánuði ársins 2002 hafa aukist um 129 milljónir króna frá sama tímabili árinu áður, úr 333 milljónum í 462 milljónir. Auknar af- skriftir skýrast af miklum fjárfest- ingum síðasta árs en meginuppbygg- ingu fjarskiptakerfa félagsins er lokið. Þá er byrjað að afskrifa við- skiptavild Halló á þriðja ársfjórð- ungi, að því er segir í tilkynningu. Eiginfjárhlutfallið 46% Fjármagnsliðir félagsins voru já- kvæðir um 94 m.kr. fyrstu níu mán- uði ársins 2002 og er það verulegur viðsnúningur frá sama tímabili árið áður en þá voru fjármagnsliðir nei- kvæðir um 269 m.kr. Skýrist þetta einkum af jákvæðri gengisþróun fyrstu sex mánuði ársins. Reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga námu 29 m.kr. fyrstu níu mánuði ársins 2002. Í lok september nam eigið fé 2.696 m.kr. og nemur eig- infjárhlutfall félagsins 46%. Í tilkynningu kemur fram að með sameiningu Íslandssíma, Halló og Tals muni nást fram veruleg sam- legðaráhrif í rekstrarkostnaði. „Má þar taka til betri nýtingu markaðsfjár, lækkun stjórnunar- kostnaðar, hagræðingu í rekstri kerfa og nets, sparnað í húsnæðis- málum og fleira. Íhaldssöm áætlun gerir ráð fyrir samlegð á bilinu 600 til 750 m.kr. á ári. Við sameiningu fé- laganna þriggja verður horft til efl- ingar sölustarfs og gefst tækifæri til að beina öllum kröftum að einum keppinaut. Þannig er ráðgert að rekstrartekjur sameinaðs félags nemi um 5.300 m.kr. á yfirstandandi ári. Sjóðsstreymi verður sterkt þeg- ar á fyrsta ári. Gert er ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 1.200 til 1.600 m.kr. árið 2003, fjárfestingarkostn- aður minni og að hagnaður verði af rekstri félagsins árið 2004. Loks er ráðgert að heildareignir sameinaðs félags í árslok 2002 nemi 12.500 m.kr.,“ segir í tilkynningunni. Tap Íslandssíma 376 m.kr. Morgunblaðið/Þorkell Heiðar Kristinsson og Einar Birgir Einarsson frá Íslandssíma, Hlynur G. Guðmundsson og Stefán Stefánsson frá Eimskip, Óskar Magnússon, for- stjóri Íslandssíma, og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskipafélagsins, voru við undirritun samnings um flutning síma- þjónustu Eimskips til Íslandssíma. BAUGUR-ID hefur fest kaup á 3.300.000 hlutum í House of Fraser PLC, til viðbótar við þá 13.925.000 hluti sem félagið átti fyrir. Samtals er eignarhlutur Baugs í House of Fraser nú 7,45%, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lokagengi bréfa House of Fraser í gær var 70 pens. Miðað við það námu viðskiptin 2,3 milljónum punda, eða tæpum 310 milljónum króna. Mark- aðsvirði eignarhlutar Baugs í House of Fraser nemur rúmum 1,6 milljörð- um króna ef miðað er við sama gengi. Síðan Baugur seldi hlut sinn í Arc- adia í september og hagnaðist um 8 milljarða króna, hefur félagið keypt alls rúm 15% í breska matvörufyrir- tækinu Big Food og 7,45% í House of Fraser. Auk þess ákvað fyrirtækið að auka hlut sinn í Bonus Stores í Bandaríkjunum um 9 milljónir doll- ara. Samtals nema þessar fjárfesting- ar tæplega fimm milljörðum króna. Baugur kaupir í House of Fraser Yfirtökutilboð Kaup- þings í JP Nordiska Meirihluti hluthafa vill selja MIKILL meirihluti hluthafa sænska bankans JP Nordiska hefur samþykkt kauptilboð Kaupþings, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Talning á svörum hluthafa stóð yfir í gærkvöldi, en vonast var til þess að endanlegar niðurstöður yrðu ljósar fyrir hádegi í dag. Kaupþing gerði yfirtökutil- boð í félagið, en hluthafar JP Nordiska gátu gengið að til- boðinu þar til á föstudag. Í boði voru 9,55 hlutir í Kaupþingi fyrir hvern hlut í JP Nordiska. Tilboðið er meðal annars háð þeim skilyrðum að yfir 90% hluthafa í JP Nordiska gangi að tilboðinu, en Kaupþing er sjálft eigandi um þriðjungs hlutafjár. Ef tilskilin 90% nást ekki getur Kaupþing fallið frá tilboðinu, framlengt frestinn um tvær vikur, eða fallið frá skilyrðinu um samþykki eig- enda 90 prósentanna. Þá myndi fyrirtækið aðeins geta keypt bréf þeirra sem samþykktu til- boðið. Kaupþing stækkar um 56% eftir sameininguna, ef einnig er reiknuð með sameining við Auðlind, samkvæmt uppgjör- um um mitt ár. Heildareignir í íslenskum krónum fara úr 125 milljörðum króna í 194 millj- arða króna í sameinuðu fyrir- tæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.