Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NORÐUR-Kóreumenn hótuðu í gær
að hefja eldflaugatilraunir að nýju ef
Japanir hættu ekki við að þróa eld-
flaugavarnakerfi með Bandaríkja-
mönnum. Sjónvarpsstöð í Norður-
Kóreu dró í gær til baka staðhæfingu
sem benti til þess að stjórn landsins
gengist nú við því að hafa komið sér
upp kjarnavopnum.
Útvarp Pyongyang sagði á sunnu-
dag að Norður-Kóreumenn hefðu
þegar „eignast kjarnavopn og önnur
öflug vopn vegna kjarnorkuhótana
bandarísku heimsvaldasinnanna“, að
sögn suður-kóresku fréttastofunnar
Yonhap, sem fylgist með fréttaflutn-
ingi í Norður-Kóreu.
Margir litu á fréttina sem fyrstu
staðfestingu Norður-Kóreustjórnar
á því að landið hefði eignast kjarna-
vopn. Hún hefur hingað til aðeins
haldið því fram að hún „eigi rétt á því
að eignast kjarnavopn og önnur öfl-
ug vopn til að verja sig vegna hótana
Bandaríkjanna“.
Embættismenn í Suður-Kóreu
sögðust þó efast um að stjórn Norð-
ur-Kóreu hefði breytt þeirri stefnu
sinni að hvorki játa því né neita að
hún hafi yfir kjarnavopnum að ráða.
Mismæli fréttaþular?
Einn embættismannanna sagði að
fréttaþulur norður-kóreska ríkis-
sjónvarpins hefði ef til vill mismælt
sig illilega. Hann hefði sagt á kór-
esku „kajige tui-otta“, eða „hafa
eignast“ eins og suður-kóreska
fréttastofan þýddi setninguna, í stað
„kajige tui-o-itta“, „eiga rétt á að
eignast“. Eitt atkvæði hafi því ger-
breytt merkingu setningarinnar.
Önnur ríkisrekin sjónvarpsstöð í
Norður-Kóreu birti fréttina í gær
með þeirri breytingu að sagt var að
Norður-Kóreumenn „ættu rétt á að
eignast“ kjarnavopn.
Yonhap sagði að fréttaþulnum
hefði ef til vill orðið á mistök. Suður-
kóreskir embættismenn sögðu að
fréttin hefði aðeins verið lesin einu
sinni og ekki verið flutt á aðalfrétta-
tíma Útvarps Pyongyang. Enginn
annar fjölmiðill í Norður-Kóreu birti
fréttina. Þá sögðu embættismenn-
irnir að ef stefna stjórnarinnar hefði
breyst hefði hún gefið út sérstaka yf-
irlýsingu um málið.
Norður-kóreska dagblaðið Rod-
ong Sinmun, málgagn stjórnarinnar
í Pyongyang, sagði í gær að hún
kynni að hefja eldflaugatilraunir að
nýju ef Suður-Kóreumenn hættu
ekki við að koma upp eldflauga-
varnakerfi í samstarfi við Bandarík-
in. Norður-Kóreumenn ollu miklu
uppnámi árið 1998 þegar þeir skutu
langdrægri eldflaug yfir Japan í til-
raunaskyni og talið er að þeir eigi
eldflaugar sem geti dregið til Hawaii
og Alaska. Stjórn Norður-Kóreu til-
kynnti síðar að hún hygðist hætta
slíkum eldflaugatilraunum að
minnsta kosti þar til á næsta ári.
N-Kóreumenn hóta að
hefja eldflaugatilraunir
Seoul. AP, AFP.
Fréttir um kjarnorkuvopn í
Norður-Kóreu dregnar til baka
ABDULLAH Gul, hagfræðingi
og næstæðsta manni Réttlætis-
og þróunarflokksins sem vann
stórsigur í
þingkosning-
um í Tyrk-
landi í byrjun
mánaðarins,
var um
helgina falið
að mynda
nýja ríkis-
stjórn og
kynnti hann
síðdegis í gær ráðherralista
sinn fyrir forseta landsins. Er
reiknað með því að sem for-
sætisráðherra verði Gul aðeins
í staðgengilshlutverki, unz ótví-
ræðum leiðtoga flokksins, Rec-
ep Tayyip Erdogan, hefur tek-
izt að koma málum svo fyrir að
hann geti teki embættið að sér.
Honum er það ekki heimilt eins
og er, þar sem hann var árið
1998 dæmdur fyrir að „kynda
undir trúarlegu hatri“ sem úti-
lokar hann frá því að mega
taka sæti á þingi eða í ríkis-
stjórn.
Sprengt
í Caracas
SPRENGJA sprakk í gær við
sjónvarpsstöðina Globovision í
Caracas, höfuðborg Venesúela,
sem gagnrýnt hefur stjórnar-
hætti Hugo Chavez forseta.
Þrír bílar eyðilögðust í spreng-
ingunni en ekkert tjón varð á
fólki. Árásin jók á áhyggjur
fólks af vaxandi lögleysu-
ástandi í Caracas í kjölfar þess
að Chavez fyrirskipaði að her-
inn tæki yfir stjórn lögreglunn-
ar í borginni. Vinsældir Chav-
ez, sem er fyrrverandi foringi í
fallhlífasveitum hersins, hafa
hrapað síðan hann var kjörinn
til forseta árið 1998 og endur-
kjörinn til sex ára árið 2000.
Kútsjma rek-
ur stjórnina
LEONÍD Kútsjma, forseti
Úkraínu, rak um helgina alla
ríkisstjórn landsins. Kútsjma
hefur á undanförnum árum
sætt ásökunum um spillingu og
misbeitingu valds. Ákvörðun
hans um að skipa Victor Yan-
ukovich, sem í hlutverki hér-
aðsstjóra í Donetsk hefur getið
sér orðstír fyrir að vera harður
í horn að taka, í stað Anatoly
Kinakh í embætti forsætisráð-
herra er álitin tilraun af hans
hálfu til að styrkja á ný tök sín
á stjórnartaumunum.
Svíar kjósi
um evru
FLOKKSRÁÐ sænska Jafnað-
armannaflokksins samþykkti
um helgina að mælast til þess
að á næsta ári verði haldin
þjóðaratkvæðagreiðsla um að-
ild landsins að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu, þ.e.
hvort Svíar vilji taka upp evr-
una í stað krónunnar. Til að af
þessu verði þarf þingið að af-
greiða sams konar samþykkt.
Þar sem aðeins tveir smáflokk-
ar eru fyrirfram á móti eru
miklar líkur á að slík samþykkt
líti brátt dagsins ljós. „Mér er
létt,“ sagði Göran Persson, for-
sætisráðherra og flokksleiðtogi
jafnaðarmanna eftir afgreiðslu
málsins í flokksstjórninni;
„stuðningur við þjóðarat-
kvæðagreiðslu er mjög skýr“.
STUTT
Gul mynd-
ar stjórn
Abdullah Gul
MAÐURINN með ljáinn var ekki á
ferð í Rómarborg á Ítalíu í gær
heldur er þessi mynd af borgar-
starfsmanni sem er í þann mund að
opna frárennslislögn fyrir framan
Colosseum með skóflu, með það að
markmiði að hleypa miklu magni
regnvatns þar niður. Mikil flóð af
völdum rigninga hafa leikið stór
landsvæði á Ítalíu grátt undanfarna
daga og rekja menn a.m.k. tvö
dauðsföll til vatnavaxtanna.
Reuters
Maðurinn með ljáinn
kominn á stjá?
ÞÚSUNDIR íranskra námsmanna
tóku þátt í mótmælaaðgerðum í mið-
borg Teheran í gær en þeir krefjast
þess að málfrelsi verði aukið í land-
inu. Harðlínumenn hleyptu mót-
mælafundi stúdentanna hins vegar
upp og kom til nokkurra átaka á lóð
háskólans í Teheran.
Að minnsta kosti fimm þúsund
námsmenn tóku þátt í mótmælaað-
gerðunum í gær og hafa þær ekki
verið fjölmennari frá því að stúdent-
ar hófu að lýsa andstöðu sinni við
dauðadóm sem nýverið var felldur
yfir umbótasinnuðum kennara,
Hashem Aghajari, fyrir rétti í Teher-
an.
Aghajari hafði látið í ljósi opinber-
lega efasemdir um réttmæti valda
klerkastjórnarinnar í Íran og var fyr-
ir vikið dæmdur fyrir guðlast.
Nokkrir námsmenn urðu fyrir
smávægilegum meiðslum þegar ísl-
amskir harðlínumenn komu að í gær
og hleyptu mótmælafundi þeirra
upp. Hneppti lögreglan a.m.k. 15
manns í varðhald eftir róstusaman
dag.
Khameini skipar dómurum
að endurskoða ákvörðun sína
Ali Khameini erkiklerkur brást við
þeirri óánægju, sem ríkir með dóm-
inn yfir Aghajari, en þá fyrirskipaði
hann dómurum að endurskoða
ákvörðun sína.
Einn af leiðtogum námsmanna
sagði inngrip Khameinis hins vegar
ekki ganga nægilega langt. „Vanda-
málið er ekki aðeins þessi dauðadóm-
ur yfir Hashem Aghajari heldur mál-
frelsi og frelsi [til athafna] almennt,“
sagði Abdollah Momeni, forystumað-
ur í námsmannahreyfingunni.
Fjölmenn mótmæli
námsmanna í Íran
Teheran. AFP.